Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 8
ÍÞRMR
FRJALSIÞROTTIR / EVROPUBIKARKEPPNI C-RIÐILL
Jákvæðast
að ná í stig“
- sagði Guðmundur Karlsson, sem bætti
15 ára gamalt íslandsmet í sleggjukasti
„ÉG var ákveðinn í að bæta
mig eftir það sem á undan
hafði gengið — iáta verkin
tala,“ sagði Guðmundur Karls-
son við Morgunblaðið eftir Evr-
ópubikarkeppni C-riðils í frjáls-
íþróttum, sem fram fór í Dyfl-
inni í írlandi um helgina. Guð-
mundur bætti 15 ára gamalt
íslandsmet í sleggjukasti og
hafnaði í 2. sæti.
Lengsta kast Guðmundar mæld-
ist 61,74 m, en Erlendur Valdi-
marsson átti fyrra metið, 60,74 m,
sem hann setti fyrir 15 árum.
„Ég lagði allt í meistaramótið,
en það fór eins og það fór. Ég gat
lítið æft í síðustu viku, var slæmur
í baki eftir meistaramótið. Ég náði
mér hins vegar ágætlega á strik í
fyrsta kasti um helgina, kastaði
60,28 metra, en metið kom í fjórðu
tilraun. Það var ánægjulegt, en það
var jákvæðast að ná í stig fyrir
ísland,“ sagði Guðmundur.
Stefna á næst neðsta sæti
ísland vann til sjö verðlauna og
hafnaði í fimmta og neðsta sæti
riðilsins Einar Vilhjálmsson sigraði
í spjótkasti, Vésteinn Hafsteinsson
í kringlukasti, Pétur Guðmundsson
varð annar í kúluvarpi, Martha
Ernstdóttir hafnaði í þriðja sæti í
10.000 km hlaupi og Birgitta Guð-
jónsdóttir fékk brons í spjótkasti.
Þá varð íslenska karlasveitin í þriðja
sæti í 4 x 400 m hlaupi. Guðrún
Arnardóttir bætti sig í 110 m
grindahlaupi, Steinn Jóhannsson
bætti sig um fjórar sekúndur í 1.500
m hlaupi og Fríða Rún Þórðardóttir
náði sínum besta tíma í 800 m
hlaupi, en aðrir voru frá sínu besta.
„Við fengum 18 af 20 möguleg-
um stigum í kastgreinum karla, sem
er gott, en við erum á eftir í stökk-
greinum og enn aftar í spretthlaup-
um og lengri hlaupum,“ sagði Guð-
mundur, sem jafnframt er lands-
þjálfari í frjálsíþróttum. „Dæmið
lítur illa út í langhlaupum karla,
en þar áttum við ekki fræðilegan
möguleika enda að keppa við þjóð-
ir, sem eiga sterka hlaupara á þessu
sviði. Kvennaliðið er mjög ungt, en
stúlkurnar börðust vel og geta
bætt sig á næstu árum,“ bætti hann
við og sagðist vera ánægður með
Mörthu í 10.000 m hlaupi og Birg-
ittu í spjótkasti.
„Aðalatriðið er að við fengum
þau stig, sem við ætluðum okkur.
Stefnan eftir tvö ár hlýtur að vera
að ná næst neðsta sætinu og bíta
okkur þannig hægt og sígandi upp,“
sagði landsþjálfarinn.
Einar gerði það sem þurfti
Einar Vilhjálmsson rann í útkast-
inu í fyrsta kasti í spjótkastinu og
skipti þá yfir í stutta atrennu. Hann
var í röðinni á eftir íranum og
reyndi ekkert meira en hann þurfti
til að vera öruggur með sigur að
sögn Guðmundar.
Vésteinn Hafsteinsson náði sig-
urkastinu þegar í fyrstu tilraun.
Helstu úrslit/B6
Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti.
Reuter
Júgóslavar
dæmdir ur leik
Kærðu dóminn og sigruðu
Júgóslavar fengu flest stig í
C-riðlinum og flytjast upp í
B-riðil. Sigurinn var samt ekki í
höfn fyrr en sex tímum eftir að
keppni var lokið.
Fyrir 4 x 400 m hlaup karla,
sem var síðasta keppnisgreinin,
höfðu Júgóslavar 67 stig, en Port-
úgalir og Hollendingar voru jafnir
í öðru til þriðja sæti með 65 stig.
Júgóslavar sigruðu í hlaupinu,
Hollendingar komu næstir og
síðan Portúgalir. írsku dómararn-
ir dæmdu hins vegar lið nr. eitt
og tvö úr keppni og þar með stóðu
Portúgalir uppi sem sigurvegarar
- í hlaupinu og mótinu.
Júgóslavar og Hollendingar
sættu sig ekki við gang mála og
kærðu úrskurðinn. Júgóslavarnir
voru mun sárari og neituðu að
mæta í lokahófið fyrr en réttlæt-
inu væri fullnægt.
Málið var tekið fyrir hjá sér-
stakri dómnefnd Evrópusam-
bandsins og sex tímum síðar lá
úrskurðurinn fyrir — eftir að
nefndarmenn höfðu skoðað hlaup-
ið vel og vandlega í sjónvarpi —
og sigurvegarar Júgóslavíu
mættu í hófið!
ÍÞRfmtR
FOLK
■ EVRÓPUBIKARKEPPNI
A-liða í fijálsum íþróttum fór fram
í Gateshead í Englandi um helg-
ina. Þegar keppni var lokið í 19
greinum af 20 í karlaflokki leiddu
heimamenn með aðeins einu stigi
meira en Sovétmenn. Tuttugasta
og síðasta greinin var 4x400 metra
hlaup karla og þar sigraði enska
sveitin eftir æsispennandi keppni
og tryggði Englendingum þarmeð
óvæntan sigur í Evrópubikar-
keppninni. Sovétmenn urðu í öðru
sæti en Austur-Þjóðveijar urðu
að láta sér lynda þriðja sætið.
■ COLIN Jackson, silfurverð-
launahafi frá Seoul, gaf Englengd-
ingum tóninn þegar hann sigraði í
grindahlaupi. Tom McKean varð
fyrstur til þess að sigra þrisvar í
röð í 800 metra hlaupi og John
Regis sigraði í 200 metra hlaupi.
Kriss Akabusi vann mjög ávæntan
sigur í 400 metra grindahlaupi og
gaf vonum Englendinga byr undir
báða vængi.
■ ■ SIGUR Englendinga í
Evrópubikarkeppninni markaði
nokkur tímamót, en þetta var í
fyrsta skipti sem önnur þjóð en
Sovétmenn eða Austur-Þjóðverj-
ar stendur uppi sem sigurvegari í
karlaflokki. Frá því að til keppninn-
ar var stofnað árið 1965 hafa Sov-
étmenn og Austur-Þjóðveijar
unnið til skiptis. Bretar og Sovét-
menn, sem urðu í öðru sæti um
helgina, verða fulltrúar Evrópu í
heimsbikarkeppninni í Barcelona í
september.
■ AUSTUR-Þjóðverjar fengu
nokkra sárauppbót þar sem kvenna-
flokkur þeirra sigraði í Evrópubik-
arkeppninni í níunda skipti. Aust-
ur-þýsku stúlkurnar hlutu 120 stig,
Sovétmenn urðu í öðru sæti með
95 og Bretar í því þriðja með 84
stig.
■ Með sigrinum sýndu austur-
þýsku stúlkurnar enn einu sinni að
þær eru í sérflokki meðal evrópskra
fijálsíþróttakvenna. Petra Falke
sigraði í spjótkasti, Heike Hartwig
í kúluvarpi, Silke Moeller í 200
metra hlaupi, Cornelia Oschkenat
í 100 metra grindahlaupi og Katrin
Ullrich í 10.000 metra hlaupi.
■ ÁSTRALSKUR keppandi í
fimmtarþraut, Andrew Kiely, var
síðasta sumar dæmdur i ævilangt
keppnisbann af áströlsku ólymíu-
nefndinni fyrir ólöglega lyfjanotk-
un. Nu um helgina ákvað nefndin
að stytta bannið í tvö ár. Kiely
segir að ólöglega lyfið hafi verið í
hóstamixtúru sem hann tók inn
vegna flensu. Ólympínefndin ákvað
að stytta bannið eftir að alþjóðleg
nefnd keppnismanna í fimmtar-
þraut úrskuraði Kiely aðeins í
tveggja ára bann.
■ SVISSLENDINGURINN
Werner Guenthoer, fyrrum Evr-
ópu- og heimsmeistari í kúluvarpi,
sem íhugaði að hætta keppni fyrir
tíu mánuðum vegna alvarlegra bak-
meiðsla er tekinn til við keppni aft-
ur. Guenthoer keppti fyrir land
sitt í Evrópubikarkeppni B-liða
um helgina og sigraði með kasti
upp á 21,64 metra. Guenthauer
sagðist mundu vera kominn á fullt
innan árs ef að meiðslin tækju sig
ekki upp aftur en hann vann brons
á síðustu Ólympíuleikjum. Besta
kast ársins á Austur-Þjóðveijinn
Ulf Timmermann, 22,03. Guent-
hoer viðurkenndi að hann væri
ekki í formi til þess að kasta yfir
22 metra og sagði að það yrði að
bíða næsta árs.
GETRAUNIR: XXX X X 1 112 121
LOTTO: 5 8 9 30 35 + 19