Morgunblaðið - 29.08.1989, Page 5

Morgunblaðið - 29.08.1989, Page 5
4 B MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1989 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐ.IUDAGUR 29. ÁGÚST 1989 ' B 5 Asgeir Elíasson er hér tolleraður af leikmönnum Fram eftir glæsilegan sigur á KR í bikarúrslitaleiknum á sunnudaginn. Ásgeir bikar- meistari í siötta sinn Asgeir Elíasson, þjálfari Fram, gerði liðið að bikar- meisturum í þriðja sinn á fimm árum, og undir hans stjórn hefur liðið einnig orðið Islandsmeistari í tvígang. Ásgeir hefur þó oftar komið við sögu i bikarúrslitaleikj- um Fram, því hann hefur í fjór- gang verið leikmaður með liðinu, þegar það hefur unnið úrslitaleik keppninnar. Fyrst árið 1970 í fyrsta bikarsigri Fram, þá í fyrsta úrslitaleiknum á Laugardalsvell- inum árið 1973, og árið 1979 þegar Framarar unnu Val 1:0. Hann missti af bikartitlinum árið eftir þegar Fram vann ÍBV 2:1 en bætti sér það upp árið 1985, þegar hann bæði sem leikmaður og þjálfari tók þátt f 3:1 sigri Fram á ÍBK. „VIÐ vitum hvað það er að vinna titil, en þeir ekki,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir sjöunda sigur Framara í bikarkeppni KSI á sunnudag- inn. Þetta eru orð að sönnu því Fram hefur átt miklu vel- gengni að fagna undir stjórn Asgeirs síðan 1985, unnið ann- að hvort bikar eða meistaratitil á hverju ári. Frábær árangur það. KR-ingar verða hins vegar að bíða enn um sinn, en þeir unnu síðast bikarinn 1967 og meistaratitilinn 1968 og biðin því orðin býsna löng. Fram og KR standa þó jöfn að vígi hvað varðar bikarkeppnina þar sem bæði liðin hafa fagnað sigri sjö sinnum alls. Framarar keyrðu gjörsamlega yfir KR-inga á fyrsta hálftíma leiksins og gerðu þá nánast út um leikinn. Leikaðferð Fram, að spila stífan sóknarleik ValurB. gegn mjög svo Jónatansson taugaveiklaðari skrifar vöni KR-inga í byij- un, gekk upp. Þeir skoruðu á þessum kafla þijú mörk á móti einu marki Vesturbæinga. Framliðið dró sig til baka í síðari hálfleik og spilaði frábæran varnar- leik þar sem skynsemin réði ríkjum. Markaregn Fyrstu mínútur leiksins voru svo sannarlega fjörugar og viðburðarík- ar. Guðmundur Steinsson gaf tón- inn er hann setti knöttinn i mark KR strax á 9. mínútu. Pétur Ormslev gaf sendingu út á hægri vænginn á nafna sinn Arnþórsson sem sendi inn í vítateiginn á Guð- mund sem gaf sér góðan tíma og setti boltann í vinstra markhornið. Pétur Pétursson jafnaði fyrir KR aðeins fimm mínútum síðar. Markið kom upp úr homspyrnu þar sem knötturinn barst til Rúnar Kristins- sonar, sem lék laglega á einn Fram- ara og sendi inn að markteig og þar var Pétur mættur og skallaði í netið. Fram hafði ekki sagt sitt síðasta því eftir 17 mínútna leik hafði Pét- ur Ormslev bætt öðru marki við fyrir Fram. Kristinn R. Jónsson fékk þá stungusendinu upp í víta- teiginn vinstra megin, lék upp að endamörkum og gaf fasta sendingu fyrir og þar var Pétur Ormslev mættur á markteingum og skoraði með viðstöðulausu skoti. 100. bikarúrslitamarkid Guðmundur Steinsson gerði svo endanlega út um vonir KR-inga á 28. mínútu er hann skoraði þriðja mark Fram, sem jafnframt er 100. markið í bikarúrslitaleik frá upp- hafi. Pétur Ormslev átti heiðurinn að því marki. Hann vann boltann á vinstri vængnum við miðlínu og lék á einn varnarmann KR og sendi síðan háa sendingu innfyrir á Guð- mund Steinsson sem afgreiddi bolt- ann viðstöðulaust í netið rétt utan vítateigs. Glæsilegt mark. Það sem eftir lifið hálfleiksins gerðist fátt markvert. Framarar léku eins og þeir sem valdið höfðu og voru nær því að bæta við mörk- um en KR að minnka muninn. Sýnikennsla í varnarleik Síðari hálfleikur var eins daufur og sá fyrri var fjörugur. Framarar voru með sýnikennslu í varnarleik og greinilegt að þessi staða, tvö mörk yfir, hentaði þeim vel. KR- ingar fengu ekkert einasta mark- tækifæri í síðari hálfleik. Eina um- talsverða færi þeirra, ef færi mætti kalla, var þegar Pétur Pétursson komst í gegnum vörn Fram og féll er Kristján Jónsson potaði í boltann gegnum klofið á honum. Margir vildu fá víti þ.á.m. Pétur Pétursson. Eftir að hafa séð þetta atvik sýnt í sjónvarpi er undirritaður á því að Óli Olsen hafi gert rétt í því að sleppa vítaspyrnunni. Sigur Fram var verðskuldaður og sýndi liðið sinn besta leik í sum- ar, góðan sóknarleik í fyrri hálfleik og öruggan varnarleik í þeim síðari. Liðsheildin var aðall liðsins, en ég tel ekki á neinn hallað þó ég full- yrði að Pétur Ormslev hafi verið besti leikmaður vallarins. Hann átti þátt í öllum mörkunum þremur auk þess að stjórna leik liðsins af mik- illi festu og skynsemi. Það er orðin spurning hvort við getum verið án hans í næsta landsleik? Reynsluleysi Reynsluleysi og taugaveiklun KR-inga í upphafi leiks varð þeim að falli. Vörnin og markvarslan var slakasti hluti liðsins og það vareins og sambandsleysi væri milli varnar- manna og markvarðar. Spilið á miðjunni gekk ekki upp þó svo að Framarar hafi bakkað í síðari hálf- leik. Rúnar náði sér aldrei almenni- lega á strik og það munar um minna. Pétur var ógnandi frammi, en vantaði aðstoð frá félögum sínum. - sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, sem varð bikarmeistari ífimmta sinn Pétur Ormslev, fyrirliði Fram „Við unnu mjög vel saman og þetta var léttara fyrir bragðið. I slíkum ham stenst ekkert lið okkur -snúning. Reynslan hjálpaði okkur því við vitum hvað þarf í svona úrslitaleik. Það léku allir eins og þeir geta best og þegar svo er gengur þetta upp. Þetta sann- ar að við getum þetta þó svo að leik- ir okkar hafi verð köflóttir í sumar.“ Pétur Pétursson, fyrirliði KR „KR-Iiðið lék vel að mínu mati og á hrós skilið þar sem pressan á liðinu var mikil fyrir leikinn. Fram náði fljót- lega forystunni og við áttum á bratt- an að sækja eftir það. Framarar léku mjög skynsamlega, sérstaklega í síðari hálfleik og sigur þeirra var sanngjarn. Ég tel þó að Óli Olsen, dómari, hafi sleppt vítaspyrnu í síðari hálfleik er ég komst í gegn. Ef hann hefði dæmt víti hefði leikurinn getað snúist okkur í hag.“ Ásgeir Eiíasson, þjáifari Fram „Ég held að reynsla okkar hafi vegið þungt. Við vitum hvað það er að vinna titla, en ekki þeir. Við feng- um þægilega stöðu eftir fýrri hálfleik- inn enda lékum við af meiri krafti fyrsta hálftímann í leiknum en við erum vanir. í síðari hálfleik færðum við okkur aftar og það hentaði okkur vel og við vorum nær því að bæta við mörkum en þeir að minnka muninn. Fram spilaði einn af sínum betri leikj- um og sóknarleikurinn gekk vel upp.“ lan Ross, þjálfari KR „Framarar léku betur, líklega einn sinn besta leik í sumar og sigur þeirra var verðskuldaður. Það sem ég er óánægðastur með hjá KR er að ég veit að liðið getur leikið betur. Reynsluleysi í svona leik háði okkur í byrjun og það varð okkur dýrkeypt. Við vitum nú hvað það er að spila bikarúrslitaleik. Ég er þrátt fyrir allt mjög ánægður með leik minna manna, þeir börðust á fullu allan leikinn, en Framarar voru einfaldlega betri í þessum leik og ég vil óska þeim til hamingju með bikarinn." GunnarOddsson „Ég er svekktur yfir að tapa. Við vorum taugaóstyrkir í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik náðum við betri tökum á leiknum, án þess þó að ná upp pressu. Þessi leikur er mikil reynsla fyrir liðið og nú er bara að einbeita sér að deildinni." Pétur Arnþórsson „Þetta var meiriháttar sigur. Við náðum að afgreiða þá í fyrri hálfleik, enda tók það sinn toll því við keyrðum alveg á fullu. Við spiluðum síðari hálfleikinn mjög yfirvegað pg skyn- samlega þannig að það var aldrei verulega hætta á ferðum.“ - - Morgunblaðiö/RAX ■ ■ I Jöfnunarmark KR-inga kom eftir stórskemmtilegan undirbúning Rúnars Krist- inssonar. Sæbjörn Guðmundsson tók hornspymu frá hægri. Gaf á Rúnar við nærstöngina, sem lék laglega á einn varnarmann Fram, og sendi hárnákvæmt á Pétur sem skallaði í netið með tilþrifum framhjá Birki Kristinssyni. Þetta var fjórða mark Péturs í þremur bikarúrslitaleikjum, en hann skoraði tvö mörk gegn Fram árið 1986, þegar ÍA vann 2:1, og hann skoraði einnig sigurmarkið gegn Val árið 1978. _ _ Morgunblaðiö/Einar Falur Oa I Hundraðasta mark Bikarkeppninnar frá upphafi íeit dagsljósið þegar Guðmund- ur Steinsson skoraði þriðja mark Fram á 28. mínútu. Pétur Ormslev æddi upp vinstri kantinn og gaf alveg hárnákvæma sendingu á Guðmund, sem þrumaði honum í netið framhjá Þorfinni Hjaltasyni. Þetta var jafnframt 6. mark Guð- mundar í bikarúrslitaleik, og þar með jafnaði hann met Gunnars Felixsonar, sem skoraði jafnoft með KR á 7. áratugnum. umm FOLK ■ TVEIR KR-ingar hafa sjö sinn- um orðið bikarmeistarar, eða í öll skiptin sem KR hefur unnið titilinn, og er það met sem seint verður sleg- ið. Þeir eru Bjarni Felixson, sem lýsti leiknum á sunnudaginn í sjón- varpinu, og Ellert B. Schram, formaður KSÍ. Tveir KR-ingar hafa unnið til hans sex sinnum, þeir Sveinn Jonsson, formaður Knattspyrnudeildar KR, og Gunnar Felixson. Reyndar bætti Sveinn sjöunda titlinum við árið 1967, en þá var hann þjálfari KR. ■ FRAM hefur leikið 13 sinnum til úrslita um bikarinn, unnið 7 sinn- um, og skorað 23 mörk. KR hefur hins vegar leikið 9 sinnum til úr- slita, og einungis tapað tvisvar. Markatalan er 23:9, en Framarar hafa fengið á sig 19 mörk. Þeir standa samt betur að vígi en IA, sem hefur jafnmarga úrslitaleiki að baki og Fram, því markatalan hjá Skagamönnum er 20:33, andstæð- ingunum í hag. ■ KR-INGAR urðu fyrstir til að skora í bikarúrslitum er þeir unnu Fram 2:0 á Melavellinum. Þá skoraði Gunnar Guðmannsson fyrsta markið. Framarar skoruðu hins vegar 50. mark keppninnar árið 1973 þegar Fram vann ÍBK 2:1 í fyrsta bikarúrslitaleiknum sem háður var á Laugardalsvellinum. Það mark gerði Jón Pétursson. ■ FYRIR úrslitaleikinn á sunnu- daginn var meðalmarkaskorun sig- urliðs í úrslitaleik 2,43 mörk. Tap- liðið gerði hins vegar 0,76 mörk í leik. Þar sem Framarar skoruðu þrjú mörk, og KR-ingar eitt, hefur þetta meðaltal aðeins hækkað. Það hefur einungis gerst ijórum sinnum i 30 leikjum að tapliðið hafi skoraði fleiri en eitt mark. Skagamenn hafa staðið sig best: Töpuðu 4:3 fyrir KR 1961, 5:3 gegn Val 1965 og 3:2 þegar þeir mættu ÍBA árið 1969. Framarar gerðu svo tvö mörk gegn þremur mörkum IBV árið 1981. ■ ÁSGEIR Elíasson, þjálfari Fram, er fyrsti þjálfari liðsins sem gerir það þrisvar sinnum að bikar- meisturum. Guðmundur Jonsson, Mummi, og Hólmbert Friðjóns- son leiddu Framara tvisvar sinnum til sigurs í bikarúrslitaleik; Mummi árin 1970 og 1973, og Hólmbert árin 1979 og 1980. ■ SIGURÐUR Björgvinsson hefur ekki haft heppnina með sér í úrslitaleikjum Bikarkeppninnar. Hann lék þrívegis með IBK til úr- slita og tapaði öllum viðureignum sínum, og ósigur hans með KR varð því sá fjórði. ■ FRAMARAR sáust þjóta með bikarinn að áhorfendastæðunum þar sem lítill hópur stuðningsmanna var samankominn. Þar var á ferð- inni Castró-gengið, en í því er að finna einhverja aláköfustu stuðn- ingsmenn Fram. Það skilyrði er sett að meðlimur í Castrí-genginu mæti á alla leiki Framara, og má þá einu gilda hvar á landinu leikið er. Forsprakki hópsins heitir Hörð- ur Einársson. í ’tSSWSm Guðmundur Steinsson hefur verið iðinn við að skora fyrir Fram í bikarúrslita- leikjum, og hér sést hvar hann skorar fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Pétur Ormslev fékk knöttinn á miðjunni, gaf eina af sínum glæsilegu sendingum út á hægri kantinn þar sem Pétur Arnþórsson sendi inn í vítateiginn á Guðmund, sem fékk nægan tíma til að finna glufu í vörninni og skora. Var þetta 4. mark hans í bikarkeppninni í sumar, en hann skoraði þrennu gegn ÍBK í undan- úrslitunum. Víti, víti! Pétur Pétursson komst einn inn fyrir vörn Fram- ara þegar síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Kristján Jonsson, sem hafði haft góðar gætur á Pétri allan leikinn, kom á fleygiferð á eftir hon- um, og á síðustu stundu tókst honum að renna sér og pota knettinum í horn. Pétur féll við, en reis upp aftur, og stormaði að Óla P. Olsen og heimtaði víti. Óli var hins veg- ar vel staðsettur og aldrei í neinum vafa um réttmæti dómsins. 1:0 MorgunblaÖið/Einar Falur ekkert lið okkur snúning" 9^ ■ mm FEHt im <**<¥<** Fram—ICR 3 Morgunblaðið/Einar Falur Fyrirliði Framara, Pétur Ormslev, skoraði annað mark þeirra í leiknum eftir góða fyrirgjöf frá Kristni R. Jónssyni, sem hafði leikið alveg upp að endamörkum með KR-vörnina á hælunum. Með sigri í þessum úrslitaleik varð Pétur bikarmeistari með Fram í fimmta sinn á tíu árum. Fyrst varð hann meistari árið 1979 eftir leik gegn Val, árið eftir gegn ÍBV og fimm árum síðar gegn ÍBK. Síðast hafði hann tekið við titlinum í stórsigri gegn Víði. Pétur hefur alls leikið níu sinnum til úrslita í bikarkeppninni og skorað sam- tals fjögur mörk. Hvað sögðu þeir? Laugardalsvöllur, bikarúrslitaleikur, sunnudaginn 27. ágúst 1989. Mörk Fram: Guðmundur Steinsson á 9. mín. og 28. mín. Pétur Ormslev á 17. mín. Mark KR: Pétur Pétursson á 14. mín. Gult spjald: Pétur Ormslev, Fram (35. mín.), Rúnar Kristinsson, KR (36. mín.), Gunnar Oddsson, KR (59. mín.). Áhorfendur: 5.670. Dómari: Óli Olsen. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Gunnar Ingvarsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Steinn Guðjónsson, (Steinar Guð- geirsson vm. á 75. mín.), Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson (Ríkharður Daðason vm. á 65. mín.), Ragnar Margeirs- son, Jón Sveinsson, Ómar Torfason. Lið KR: Þorfinnur Hjaltason, Sigurður Björgvinsson, Jóhann Lap- as, Þormóður Egilsson, Gunnar Skúlason, (Willum Þór Þórsson vm. á 75. mín.), Rúnar Kristinsson, Gunnar Oddsson, Þorsteinn Hall- dórsson, Björn Rafnsson, (Heimir Guðjónsson vm. á 51. mín.), Sæbjörn Guðmundsson, Pétur Pétursson. „I slíkum ham stenst KNATTSPYRNA / ÚRSLITALEIKUR I MJÓLKURBIKARKEPPNI KSÍ Reynsla Framara vóþungt - gerðu út um leikinn á hálftíma og unnu bikarinn í sjöunda sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.