Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 13
Hugsj ónamaður
í Hagstofukrók
Fer milljarður króna í
súginn með ferskfisk-
útflutnmgi landsmanna?
eftirJón Sigurðsson
Nú á haustjafndægrum er u.þ.b.
ár liðið frá því Steingríniur Her-
mannsson myndaði sína jafnréttis-
og félagshyggjustjórn sem fljótlega
varð allfræg og þá helst fyrir tvennt,
annars vegar fyrir stórfenglegar
skattaálögur og hins vegar vegna
óvinsælda, sem tölulega slá annað
út á því sviði síðan skoðannakannan-
ir tóku að mæla fylgi flokka hér á
landi og afstöðu kjósenda til ríkis-
stjóma.
Allt frá fyrstu lífdögum þessarar
nú fyrrverandi ríkisstjórnar gekk hún
með einskonar „utanlegsfóstur", í
þeim hildum leyndust tvö ráðherra-
efni á vegum Borgaraflokksins, þeir
Óli Þ. Guðbjörnsson og Júlíus Sónes.
Stólsýki Óla var strax áköf og ein-
læg enda hugsaði hann víst aldrei
til þess að selja vöru sína dýru verði.
Þótt manni sýnist Júlíus oftlega flas-
gjarn nokkuð þá fór hann sér mun
hægara meðan hann var á fóstur-
skeiði með félaga sínum. Skýringin
felst í hans eigin upplýsingum. Það
var hughsjónahjúpurinn sem hélt
aftur af þessum annars yfirlýsinga-
glaða framafursta.
Denni beið „gleyminn" og gleið-
brosandi meðan vara Júlíusar féll í
verði með hverri vikunni sem leið
enda er í sambandi við skoðanakann-
anir löngu farið að kenna Borgara-
flokkinn nær eingöngu við forna
frægð. Þess vegna er á vissan hátt
skiljanlegt að þessir kappar gengu
endanlega inn í ríkisstjórnina sæ-
tanna vegna og sinntu því lítið um
að koma öðru á framfæri frá flokkn-
um en sínum eigin bakhlutum.
Að kunnugra manna áliti hefir
Júlíus Sólnes ekki reitt hugsjóna-
mennskuna í þverpokum fram undir
þetta. Mér sýnist nærri einboðið að
hann hafi þróað með sér þessa eigin-
leika í hildabiðinni og má því segja
að sú bið var ekki öll til einskis því
vissulega er hugsjónadýrkun hans á
hærra þrepi en framapot og flasyrði.
Hið mikla utanlegsúthald þeirra
félaga hefir þegar leitt það af sér
að Steingrímur er búinn að mynda
nýja ríkisstjórn, jafnvel þótt fæstir
vænti sér góðs af henni má vissulega
eygja þar ljósa punkta, a.m.k. er
þetta dásamlegt fyrir Denna því hann
telur sig vissulega borinn til þess að
vera í forsæti fyrir sem allra flestum
ríkisstjórnum.
Hann er ekki nema sextugur og
getur því ef Guð lofar, enst í þessu
lengi enn, að vísu er minnið aðeins
farið að sljóvgast. Aldrei skal ég
samt öðru trúa en hann muni glöggt
allt til síns endadægurs hvað hver
ein ríkisstjórn hans hefir tórt margar
vikur. Ekki kom mér á óvart þótt
hann gæti talið það í eyktum og það
án verulegrar umhugsunar. Hins
vegar gæti snjóað yfir eitthvað af
óuppfylltum loforðum og önnur
minnisatriði sem léttvæg þykja í sigl-
ingafræðum þeim er tíðkast á Fram-
sóknarskútunni.
Sumum sýnist kannski að þessi
ráðherrarfjölgun flokkist með ráð-
deildarleysi þegar hugsað er til fjár-
hagsstöðu ríkissjóðs öðrum finnst
lítið til um svona smá pinkla enda
segir máltækið: „Það munar ekki um
einn kepp í sláturtíðinni."
Óli er sestur í dóms- og kirkju-
málaráðuneytið og skiptir sér þar
væntanlega jafnt milli kristindóms
og klögumála en Júlíus hírist út í
horni í Hagstofu Islands illa haldinn
af hugsjónaþembu enda eru þær víst
flestar nýlegar og nærri óslitnar.
Það er dapurt að það skuli vera
svona þröngt um þennan „endur-
fædda“ öðling. Manni skilst að þetta
horfi nú allt til hagsældar hjá bless-
uðum manninum með nýju ári. Þeir
sem kunnugir eru í kærleiksbúðum
hinnar nýju ríkisstjórnar fullyrða að
með nýkviknuðu þorratungli á kom-
andi vetri uppljúkist hinir æðri salir
fyrir þeim ágæta Hugsjóna- og ha-
gleitarráðherra Júlíusi Sólnes.
Þó svo færi að þetta drægist eitt-
hvað vegna auraleysis hjá Ólafi
Ragnari handraðahneppli Grímssyni
gæfist Hagstofuráðherranum bara
meiri tími í hugsjónadundið.
Svo man ég ekki betur en
Steingrímur hafi verið að skipa Jú-
líus sem einskonar „leitarstjóra" frá
haustjafndægrum til Gormánaðar-
loka, því nú þarf nauðsynlega að
gera gangskör að því að finna efna-
hagsstefnu sem bæði er hagkvæm
og hrollvekjulaus. Hin nýliðna ríkis-
stjórn sama Steingríms fæddist og
fargaðist án þess að hinum heima-
Jón Sigurðsson
„Sumum sýnist kannski
að þessi ráðherrafjölg-
un flokkist með ráð-
deildarleysi þegar
hugsað er til fjárhags-
stöðu ríkissjóðs öðrum
fínnst lítið til um svona
smá pinkla enda segir
máltækið: „Það munar
ekki um einn kepp í
sláturtíðinni.“
kæru nímenningum ynnist tími til
að leita uppi þessa „stefnu" sem þó
er svo vissulega bráðnauðsynleg á
hveiju stjórnarheimili.
Vegna þess að alltaf smá styttist
í kosningar vil ég í lokin benda Jú-
líusi hinum hugsjónaríka á að nýta
nú vel þær stundir sem hann kynni
að eiga lausar frá ráðherrastörfum
og öðru hagstofuhjakki til að leita
að fylgi Borgaraflokksins sem óvíða
sést og illa mælist. Þessi ábending
er fyrst og fremst sprottin af því að
sá grunur læðist að mér að þeim
ágæta Júlíusi Sólnes henti ekki nógu
vel til lengdar að lifa á hugsjónum
einum og sér þrátt fyrir hástemmdar
yfirlýsingar og hvatlegan augnasvip.
Höfundur er bóndi í Skollagróf.
eftir Benedikt Valsson
Á nýafstöðnum aðalfundi Sam-
taka fiskvinnslustöðvanna, sem
haldinn var í Vestmannaeyjum kom
fram sú fullyrðing, að þjóðarbúið
tapaði allt að einum milljarði króna
vegna sölu á ferskum fiski til út-
landa í stað þess að framleiða freð-
fisk úr sama hráefni hér heima.
Ymsar athugasemdir mætti gera
við þessa fuilyrðingu og þær for-
sendur við útreikninga, sem á bak
við hana liggja.
Ef byrjað er á forsendunum kem-
ur í ljós, að miðað er við freðfisk-
framleiðslu í því frystihúsi, sem
hefur gengið einna best í rekstri
landfrystingar síðustu árin, eins og
kunnugt er, nefnilega Útgarðarfé-
lag Akureyringa. Raunhæfari for-
senda væri að miða við samsetningu
afurða í frystingu á landinu öllu.
Enda kemur í lós við nánari athug-
un, að meðalverð (fob) á frystum
þorski hjá ÚA var um 10% hærra
en sambærilegt verð heildarfram-
leiðslunnar.
Önnur athugasemd við forsendur
á bak við umrædda útreikninga, er
5% rýrnum á ferskum fiski til út-
flutnings. En fyrir fáeinum árum
var gerð athugun á rýrnun físks
með gámum til útlanda á vegum
Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar-
ins, sem leiddi í ljós að rýrnunin var'
í hæsta lagi 2-3%. Fleiri athuga-
semdir mætti gera við þær forsend-
ur, sem notaðar eru við útreikning-
ana, t.d. að verðleggja siglingar
fiskiskipa með sama verði og greitt
er fyrir gámaflutninga.
Víkjum nú að niðurstöðu útreikn-
inganna og þeirri fullyrðingu, að
þjóðarbúið tapi allt að einum millj-
arði króna vegna útflutnings á
ferskum fiski í stað þess að frysta
hann. Þessi milljarður er vergar
(brúttó) gjaldeyristekjur og því hef-
ur það greinilega ekki þótt ómaks-
ins vert að draga frá þesari fjárhæð
innflutt aðföng, sem til þarf til auk-
innar framleiðslu á freðfiski. Síðan
mætti spyija hvort frystingin í
landinu gæti haldið óbreyttri af-
urðasamsetningu í framleiðslu við
„Veigamiklar forsend-
ur á bak við útreikning-
ana eru afar veikar ef
ekki ónothæfar, því eru
ályktanir af niðurstöð-
um útreikninganna
næsta vafasamar ef
ekki rangar.“
aukið hráefnisframboð. Það er
vafasamt og líklega yrði brugðist
við með því að auka vægi fljótunn-
inna afurða, sem gefa að jafnaði
lægra verð. Þetta leiðir að sjálf-
sögði til, að enn grynnkar á millj-
arðinum, sem ávinnst við frystingu
í stað þess að flytja út ferskan físk.
Þessu til viðbótar mætti benda á
annan mikilvægan þátt í þessu sam-
bandi, sem hefur yfirsést í útreikn-
igunum, en það er að reikna með
hækkun á fiski á erlendum fersk-
fiskmörkuðum samhliða minna
framboði frá íslandi, alveg eins og
við sjáum þegar verð fellur við auk-
ið framboð héðan. En með hækk-
andi verði á þessum ferskfiskmörk-
uðum samhliða minna framboði,
gæti dæmið snúist við, þannig að
þjóðarbúið tapaði á því að lokað
væri fyrir þennan útflutningsmögu-
leika.
Af ofansögðum útreikningum og
fullyrðingu er greinilega verið að
halla á þá viðbótartekjuöflunarleið
fyrirtækja í sjávarútvegi og sjó-
manna, sem felst í sölu á ferskum
fiski erlendis. Veigamiklar forsend-
ur á bak við útreikningana eru afar
veikar ef ekki ónothæfar, því eru
ályktanir af niðurstöðum útreikn-
inganna næsta vafasamar ef ekki
rangar. Að öllu samandregnu væri
full ástæða að endurskoða rækilega
umrædda útreikninga og niðurstöð-
ur ef menn vilja nálgast raunveru-
leikann í þessum efnum.
Höfundur er hagfræðingur
Farmanna- og
Rskimannasambands Islands.
EIN VIKA EFTIR
Buxur frá kr. 500,-
iakkar trá kr. 1.500,-
Jakkatöt kr. 3.500-8.900,-
Bolir trá kr. 450,-
Vesti kr. 500,-
Erlendar plötur trá kr. 99,-
Islenskar plötur trá kr. 99,-
Batman LP kr. 799,-
HINN EINIOG SANNI
BIIDSHÖFÐA 10
VIB HLIDINA Á BIFRE1ÐAEFTIRLITINU
OPNUNARTÍMI:
Föstudaga......kl. 13-19
Laugardaga....kl. 10-16
Aðra daga....kl. 13-18
Frítt kaffi. Vídeóhorn fyrir börnin.
HAIMIM
Kuldaskór frá kr. 500,- til 2.500,-
Herraskór frá kr. 1.000,- til 1.990,
Barnaskór Irá kr. 500,- til 1.000,-
Rúskinsstígvél dömu kr. 1.900,-
Dömuskór frá kr. 500,-
Garn 10 dokkur kr. 750,-
Jólaefni kr. 390,-
Dúka damask kr. 390,-
Gardínuefni frá kr. 200,-
Sængur kr. 1.900,-
Koddar kr. 590,-
Teygiulök frá kr. 450,-
Búnúlpur kr. 3.900,-
Jogginggailar frá kr. 790,-
Barnaiogging frá kr. 990,-
Liósar gallabuxur kr. 1.590,-
Loðfóðruð gallasett barna kr.
Barnabuxur frá kr. 500,-
2.900,-
Fjöldi fyrirtækja — gífurlegt vöruúrval — ÓTRÚLEGT VERP
STEINAR Hljómplötur - kassettur • KARNABJER - BOGART ■ GARBÓ Tískufatnaóur • HUMMEL Sportvörur alls konar • SAMBANDIÐ Fatnaóur á alla fjölskylduna • BOMBEY Barna-
fatnaóur . HERRAHÚSID ADAM Herrafatnaóur . SKÆÐI KRINGLUNNI Skófatnaóur • EFRAIM Skófatnaóur • BLÓMALIST Blóm og gjafavörur • NAFNLAUSA BÚDIN Efni allskonar •
THEÓDÓRA Kventískufatnaður • MÆRA Snyrtivörur - skartgripir • PARTY Tískuvörur • KÁRI Sængurfatnaður o.fl.* VINNUFATABUÐIN Fatnaður • SPARTA íþróttavörur •