Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTi:bÁ6Í’R '29. SEPTEMBER 1989 39' toúm FOLK ■ ÓLAFUR Jóhannesson verð- ur sennilega áfram þjálfari 1. deild- ar liðs FH í knattspyrnu næsta sumar og Viðar Halldórsson hon- um til aðstoðar eins og á nýaf- stöðnu tímabili. ■ GÚSTAF Baldvinsson og fvú verða sérstakir heiðursgestir á þakkarhátið KA í Sjallanum á Akureyri í kvöld. Hjónin, sem búa í Englandi, flýttu áður ákveðinni för sinni til íslands til að ná í veisl- una í tæka tíð. Hörður Helgason og frú og Guðjón Þórðarson og frú verða einnig sérstakir heiðurs- gestir í veislunni, en Gústaf, Hörð- ur og Guðjón eru síðustu þrír þjálf- arar KA. ■ HENRIK Mortensen, danski framheijinn hjá rhus, hefur gengið til liðs við við enska 1. deildarliðið Norwich. Mortensen, sem hefur leikið með U-21 árs landsliði Dana, gerði fjögurra ára samning við enska félagið. Norwich þarf að greiða 360 þúsund pund eða um 35 milljónir íslenskar krónur fyrir kappann. ■ ÁSGEIR Sigurvinsson fær góða dóma í vestur-þýsku dagblöð- unum í gær fyrir leik sinn gegn Feyenoord. Flest blaðanna slá því upp í fyrirsögn að Asgeir hafi bjargað Stuttgart. Ari Haan, þjálfari Stuttgart.lýsti því yfir fyrir skömmu að Ásgeir væri orðinn of gamall. En Ásgeir svar- aði fyrir það með -því að skora 18 sekúndum eftir að hann var settur inná sem varamaður gegn Feyenoord. Það er því spurning hvort Ásgeir verði í liðinu gegn Bayer Leverkusen á laugardag- FráJóni Halldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi ínn: KNATTSPYRNA FHgegn Volendam FH-ingar fara til Amsterdam í Hollandi í næstu viku og leika vináttuleik við Voiendam á fimmtu- dagskvöld. Volendam gerði 2:2 jafntefli við Ajax í hollensku 1. deildinni um síðustu helgi og er rétt fyrir ofan miðja deild. íslandsmótinu lauk fyrir tæpum hálfum mánuði, en að sögn Þóris Jónssonar, formanns knattspyrnu- deildar FH, ákváðu FH-ingar að lengja tímabilið með því að æfa áfram og leika æfingaleiki. „Tilgangurinn með leiknum er fyrst og fremst að kynnast nýjum aðStæðum. Leikmenn okkar eru ekki með neina alþjóðlega reynslu og úr því viljum við bæta,“ sagði Þórir. Ólafur Kristjánsson, sem er nú við æfingar hjá Lokeren í Belgíu, hittir félaga sína í Amsterdam, en Ilörður Magnússon verður ekki með, því hann verður við æfingar hjá Brann í Noregi alla næstu viku. KORFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Góður endir á sögulegum leik KR-ingar á hin ýmsu spjöld sögunnar! KR-INGAR sigruðu enska liðið Hemel Hempstead, 53:45, í gær ífyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn var nokk- uð sögulegur því það tók tæpa fjóra tíma klára hann. Einn leik- maður Hemel, í þyngri kantinum, tróð hressilega í síðari hálfJeik með þeim afleiðingum að karfan brotnaði! Eftir mikið basl fékkst loks karfa úr Laugardalshöllinni og var hún notuð síðustu sex mínúturnar. Þá hlýtur það að vera einsdæmi að ekki séu gerð nema 98 stig í Evrópuleik. Sveifla! Morgunblaðið/Július Sovétmaðurinn í liði KR, Anatólíj Kovtoúm, skorar með sveifluskoti í gær- kvöldi. SERSAMBOND / BYGGINGAMAL ISI Óskað eftir aukafundi sambandsstjómar „ÓSKAÐ er eftir því að framkvæmdastjórn ÍSÍ boði til auka sambandsstjórnarf undar sem fyrst, erfjalli um byggingaframkvæmdir íþróttahreyfingarinnartil aldamóta" var álykt- un fundar 11 formanna sérsambanda ÍSÍ í fyrrakvöld. Að sögn Guðfinns Ólafssonar, formanns Sund- sambandsins, var boðað til fundarins vegna óánægju ýmissa forráðamanna sérsambanda ÍSÍ með framgang mála í sambandi við nýhafnar bygg- ingaframkvæmdir í Laugardalnum. „Þarna er fyrst og fremst verið að byggja iottó- hús fyrir íslenska getspá án nægjanlegs samráðs við sérsamböndin og eignaraðila lóðarinnar," sagði Guðfínnur. „Við erum ósáttir við hvernig að þessum framkvæmdum hefur verið staðið og óskuðum því eftir sambandsstjórnarfundi," bætti hann við. skrifar KR-ingar byijuðu ntjög vel og eftir nokkrar mínútur höfðu þeir náð tólf stiga forystu, 13:1. Þeir héldu át'ram á sömu braut og I eftir níu mínútna LogiB. leik var staðan 22:9. Eiðsson Frábær byijun, enda vörn KR-inga mjög sterk. KR-ingar náðu þó ekki að fylgja þessari byrjun eftir því á slæmum kafla í lok fyrri hálfleiks gerði liðið aðeins ijögur stig. Hemel lék þá stífa svæðisvörn og KR-ingar virt- ust ekki eiga svar við henni. í upphafí síðari hálfleiks leit allt út fyrir að gestirnir myndu fara með sigur af hólmi. KR-ingar voru mjög ósannfærandi og hittu ótrú- lega illa. En þeim tókst þó að hrista af sér slenið og það var mikill stígandi í liðinu þegar karfan brotn- aði. Eftir tveggja tíma bið hélt leikur- inn áfram. Sex mínútur voru eftir og eins stigs munur, 43:42. Þá tók lánsmaðurinn Jonathan Bow til sinna ráða. Hann bókstaflega átti síðustu mínúturnar, gerði sex stig og tók fjögur fráköst. KR-ingar gerðu tíu stig gegn tveimur síðustu mínúturnar. Þrátt fyrir að átta stig séu ekki mikið í Evrópukeppni má segja að KR-ingar eigi möguleika á að kom- ast áfram. Þeir eru með sterkt lið og geta leikið mun betur. Jonathan Bow var besti maður liðsins og Páll Kolbeinsson átti einnig góðan leik. Liðið lék þokkalega í vörninni en hittnin var fyrir neðan allar heil- ur. Þá var mjög undarlegt að sjá stærsta mann liðsins, Anatólíj Kovtoúm, hringsóla utan við þriggja stiga línuna. Bílskúrskörfur í Evrópuleik! KR-ingar byrjuðu ekki sérlega vel í þessum fyrsta leik sínum á nýja heimavellinum á Seltjarnar- nesi; gerðu 53 stig og máttu bíða rúmar tvo tíma eftir nýrri körfu. Reyndar er það ótrúlegt að í Evr- KR - Hemel Hemstead 53 : 45 Evrópukeppni félagsliða í köifuknatt- leik, 1. umferð — fyrri leikur, í|)i*ótta- húsinu Seltjarnamesi, fimmtudaííinn 28. september, 1989. Gangur leiksins: 13:1, 20:5, 22:9, 24:24, 26:27, 28:31, 32:31, 36:38, 41:38, 43:42, 47:42, 53:43, 53:45. Stig KR: Birgir Mikaelsson 18, Jonat- han Bow 16, Anatolij Kovtoun 8, Matt- hías Einarsson 7, Guðni Guðnason 2, Axel Nikulásson 2. Stig Hemel Hemstead: Darin Schu- bring 18, Daron Hoges 12, Mark Smith 8. Steve Darlow 3, Leon Noel 2, Russ- ell Taylor 2. Áhorfendur: 450. ópuleik skuli vera boðið upp á slíkar „bílskúrskörfur." En fall er farar- heill og vonandi gerist þetta ekki í annarri umferð! Morgunblaðið/Emar Falur Karfan fræga! Sigurdur Hjörleifs- son, framkvæmdastjóri körfuknatt- leiksdeildar KR, virðir fyrir sér körf- una ásamt dómurum leiksins. Rúm- lega 150 áhorfendur létu sig hafa það að bíða eftir nýrri körfu. ÍÞRÚmR FOI_K ■ BÚAST má við því að forráða- menn Hemel Hempstead gei i ein- hverjar athugasemdir við leikinn í gær. Ekki aðeins Itve hann tók lang- an tíma, heldur einnig að notaðar voru tvær gerðir af körfum. Körf- urnar á Seltjarnarnesi voru ekki með gormi, eins og er í flestum körfum og var í körfunni sem kom úr Laugardalshöllinni. Það er því öðruvísi að leika á slíka körfu. Dóm^. ararnir í gær höfðu þó ekkert út á þetta að setja og samþykktu nýju körfuna án athugasemda. ■ ÞAU vorn ekki mörg stigin í leik KR og Hemel í gær í Evrópu- keppninni. Liðin gerðu aðeins 98 stig og er það líklega einsdæmi. Keflvíkingar léku sama kvöld og gerðu 105 stig, þrátt fyrir að hafa tapað! Guðjón Skúlason gerði 41 stig, tveimur stigum færra en allt lið Hemel. EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Guðjón Skúla-' son med 41 slig Islandsmeistarar IBK töpuðu fyrri leik sínum gegn ensku meistur- unum Bracknell Tigers í Evrópu- keppni meistaraliða í gærkvöldi með 39 stiga mun. Leikurinn fór fram í Reading í Englandi og sigr- uðu heimamenn 144:105 eftir að liafa náð 35 stiga forystu í hálfieik, 79:44. Keflvíkingar byijuðu vel og kom- ust í 10:2, en heimamenn náðu að jafna 38:38, er sjö mínútur voru til hálfleiks. Þá var John Veargason, þjálfari ÍBK, kominn með þijár vill- ur og fór af velli. Það nýttu heima- menn sér og gerðu 41 stig gegn sex það sem eftir var liálfleiksins. Sigurður Ingimundarson, sem gerði alls átta stig, fékk sína fimmtu villu fljótlega eftir hlé og Magnús Guðfinnsson sömuleiðis skömmu síðar. Engu að síður var jafnræði með iiðunum allan seinni liálfleikinn. Guðjón Skúlason var stigahæstur í leiknum með 41 stig, en Falur Harðarson gerði 17 stig og Albert Oskarsson 14 stig. Til stóð að David Grisson, Banda- ríkjamaðurin’n hjá Reyni, Sand- gerði, léki með Keflvíkingum, en þegar til kom hafði umboðsmanni lians ekki tekist að útvega tilskilin leyfi. Seinni leikurinn verður í Kellavík á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.