Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FöstmÍAGUR SEPTEMBER 1989 KNATTSPYRNA / EM U-16 ARA SIGLINGAR „Aðgengi- legasta sölukerfi í heimi“ - segirHákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ís- lenskra getrauna „SEGJA má að vetrarvertíðin sé nú að hefjast," sagði Hákon Gunnarsson, framkvæmda- stjóri íslenskra getrauna, við Morgunblaðið aðspurður um gang getraunamála. Starfsemi getrauna hefur yfir- leitt miðast við keppnistíma- bilið í Englandi, en ekkert hlé var gert í sumar. „Við vissum að salan myndi drag- ast saman enda ekki hægt að vera með fasta leikdaga, en hún varð mun minni en við áttum von á. Nú er enska deildin hins vegar í fullum gangi á laugardögum sem fyrr og vonandi að tipparar fari að taka við sér,“ sagði Hákon. „Getraunir geta verið mikil lyftistöng fyrir félög og héraðssambönd, en hagnaður þeirra fer auðvitað eftir sölunni," bætti hann við. Getraunir á íslandi eru einstakar að því leyti að hægt er að tippa hvar sem er á landinu, þar til skömmu áður en leikirnir hefjast á laugardögum. „Við erum með 174 sölustaði um allt land og höfum gert allt sem við getum til að koma til móts við tippara. Kerfið er ótrúlega öflugt og í raun aðgengilegasta sölukerfi í heimi,“ sagði Hákon. Morgunblaðið/Einar Falur Svala varð sigurvegari í miðvikudagsmótunum. í áhöfn Svölu eru: Garðar Jóhannsson, skipstjóri, Snorri Vignisson, Ingi Ásmundsson, Jóhann Reynisson og Sigurður Ragnarsson. Skýjaborg og Svala sigursælar Firma- og félagakeppni Grðttu (slandsmótið: Formleg setning Islandsmótið í handknattleik hefst í Laugardalshöll í dag með leik Fram og FH í 1. deild kvenna,.sem byijar kl. 18. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, setur mótið í Höllinni kl. 17.50. Kl. 19.15 hefst leikur Fram og UMFN í 2. deild karla og að honum loknum verður viðureign Víkings og Vals í 1. deild kvenha. í Hveragerði leika kl. 20 UFHÖ og UMFA í 3. deild karla og stundarfjórð- ungi síðar hefst að Varmá leikur UMFA og Selfoss í 2. deild kvenna. Keppni í 1. deild karla hefst laugar- daginn 7. október. Morgunblaðið / Einar Falur Skýjaborg vann Seglfarabikarinn. I áhöfn Skýjaborgar eru: Óttar Hrafn- kelsson, skipstjóri, Baldvin Björgvins- son og Hinrik Laxdal. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sturlaugur Haraldsson, Skagamaður, lék vel með íslenska drengjalandsliðinu. Hér reynir hann að komast fyrir einn sænsku leikmannanna á KR-velli í gær. Svíar höfðu betur HANDBOLTI „Ætlum okkur siguru - segirGunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar, um viðureignina við Drott BIKARMEISTARAR Stjörn- unnar úr Garðabæ mæta sænska liðinu Drott í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í Ásgarði í Garðabæ á sunnudagskvöld kl. 20.30. Iliði Drott eru margir leik- reyndir liðsmenn. Þar á með- al eru fimm landsliðsmenn. Olaf Lindgren, sem valinn var hand- knattleiksmaður ársins í Svíþjóð á síðasta ári, og félagi hans Magnus Anderson eru taldir öflugustu handknattleiksmenn Svía um þessar mundir. Lind- gren hefur leikið 75 landsleiki og Anderson 24. í liðinu eru einnig landsliðsmennirnir Tom- as Gustavson, Göran Bengtson og Jörgen Abrahamson. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Evrópu- keppni 0g hefur liðið aidrei tap- að á heimavelli. Síðast var leikið gegn norska liðinu Urædd. Stjarnan vann fyrri leikinn með eins marks mun, 20:19, en tap- aði úti 16:15. „Við ætlum okkur ekkert annað en sigur í þessum leik,“ sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við verðum að gera þær kröfur til leikmanna okkar að ná langt í Evrópu- keppni. Aðstæður allar eru orðn- ar það góðar hér og þess vegna getum við gert meiri kröfur. Við höfum undirbúið okkur mjög vel fyrir tímabilið. Byijuðum að æfa í maí og æfðum þá fimm sinnum í viku og síðan hefur þetta auk- ist upp í tíu sínnum í viku plús séræfingar í hádeginu." Leikurinn verður fyrsti opin: beri ieikur Stjörnunnar í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Garðabæ. Heiðursgestir á leikn- um verða meistaraflokksmenn Stjörnunnar í knattspyrnu, sem sigruðu sem kunnugt er í 2. deild. Stjörnumenn hafa sett saman stemmnings-stöku fyrir ieikinn: „Það verður bæði flott og gott að sigra Drott!“ ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við 0:2 tap gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í fyrri leik lið- anna í Evrópukeppninni á KR- velli í gær. Aðstæður til knattspyrnu voru vægast sagt hörmulegar þar sem vöilurinn var rennblautur og rigning mest allan leiktímann. Liðin reyndu þó að spila með misgóðum ár- angri. Fyrri hálfleik- ur var tíðindalítill. Svíar fengu þó hættulegri færi og skoruðu eina mark hálfleiksins úr vítaspyrnu. Það var frekar slysalegt því brotið var klaufalega á Tomasi Kvist í vítateignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu. Síðari hálfleikur var mun betri að hálfu íslenska liðsins. Leikmenn færðu sig framar á völlinn, en í fyrri hálfleik bökkuðu leikmenn ValurB. Jonatansson skrifar full mikið og þá myndaðist of mik- ið bil milli sóknar og varnar. Besta færi íslands kom á 63. mín. er Þórður Guðjónsson átti skalla rétt framhjá eftir aukaspyrnu Sturiaugs Haraldssonar. Kristinn Lárusson átti síðan skot rétt framhjá skömmu síðar og Guðmundur Benendiktsson skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Síðustu tíu mínúturnar pressuðu íslendingar enn meira og jöfnunar- markið virtist liggja í loftinu. En „Svíagrýlan" er ótrúlega sterk í hugum okkar. Peter Vangt, besti leikmaður vallarins, vann knöttinn á eigin vallarhelmingi, brunaði upp allan völl og lék á Eggert, mark- vörð, og innsiglaði sigurinn á síðustu mínútu leiksins. Það má telja nokkuð öruggt að íslenska liðið er úr leik í Evrópu- keppninni, en liðin mætast aftur jd;ra eftir hálfan mánuð. Sænsku leikmennirnir eru líkamlega sterk- ari og blautur völlurinn átti betur Ísland-Svíþjóð O : 2 KR-völlur, Evrópukeppni drengja- landsliöa - fyrri leikur, fimmtudaginn 28. september 1989. Mörk Svíþjóðar: Tomas Kvist (29. mín. víti) og Peter Vangt (80. mín.) Áhorfendur: Um 120. Lið Islands: Eggert Sigmundsson, Sturlaugur Haraldsson, Pálmi Haralds- son, Benedikt Sverrisson, Flóki Hall- dórsson, Davíð Þór Hallgrimsson, Há- kon Sverrisson, Rútur Snorrason, (Gú- staf E. Teitsson vm. á 41. mín.), Þórð- ur Guðjónsson, Guðmundur Benedikts- son, Kristinn Lárusson. Lið Svíþjóðvar: Grahn, Danielsson, Anderson, Nilsson, Blomquist, Werdin, Penman, Kvist, (Permanson vm. á 63. mín.), Enerby, Vangt, Ljung. við þá. í ísienska liðinu eru margir léttleikandi strákar sem náðu ekki að njóta sín við þessar aðstæður. Bestir í annars jöfnu liði voru Davíð og Sturlaugur í vörninni, Hákon Sverrisson á miðjunni og Þórður og Kristinn í framlínunni. GETRAUNIR í knattspyrnu verður haldin í hinu nýja og glæsitega íþróttahúsi Seltjarnarness dagana 7., 8., 14. og 15. október. Þátttökugjald kr. 6500.- Upplýsingar og þátttökutilkynningar í síma 616728 (Guðmundur Hannesson) og í símum 686300 og 985-27730 (Pétur). Skýjaborg með Óttar Hrafnkelsson við stjórn- völinn sigraði í siglingakeppninni um Segl- farabikarinn sem fram fór í síðustu viku. Keppt vai' á kjölbátum og voru tíu bátar sem tóku þátt. Svala varð í öðru sæti og Eva í þriðja sæti. Lokakeppni miðvikudagsmótanna fór einnig fram í síðustu viku, en inótin hafa alls verið 18 í sumar og gilti samanlagður árangur. í þeirri keppni varð Svala hlutskörpust, en skipstjóri á Svölu er Garðar Jóhannsson. Dögun varð í öðru sæti og Pía í þriðja sæti. Keppnin fór fram á þríhyrningsbraut og var startað fyrir framan Skúlagötu, siglt að Akureyjar- bauju þaðan að Hjallaskersbauju og endað fyrir framan Skúalgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.