Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 30
1 I 30 MORGUþtBLAÐlÐ FÖSTUDAGUR 2,9. fSffPTEMBER, 1^89 fclk f fréttum SÖNGVAR SATANS Gefin út í pappírskilju á næsta ári St. Andrews. Frá Guðmundi Heiöari Frimannssyni, fréttaritara Morgunbiaösins. Eitt ár er liðið síðan bók breska rithöfundarins Salmans Rush- die, Söngvar Satans, kom út. Nú hefur Penguin-útgáfufyrirtækið iRoyal AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. ^ meiri ánægja^ ákveðið að gefa bókina út í pappír- skilju á næsta ári. Múhameðstrúarmenn um víða veröld hafa fordæmt bókina og Khomeini heitinn, erkiklerkur í ír-' an, dæmdi Salman Rushdie til dauða. Rushdie fer enn þá huldu höfði og nýtur verndar öryggislög- reglunnar. Eiginkona hans þoldi ekki ástandið og hefur sagt skilið við hann. Fram hefur komið að Penguin- útgáfufyrirtækið hafi ákveðið að gefa bókina út í pappírskilju, en af öryggisástæðum verði útgáfudegin- um haldið leyndum. Söngvar Satans hefur selzt vel. Milli 100 og 200 þúsund eintök hafa selzt í Bretlandi og um 700 þúsund í Bandaríkjunum. Venjan er sú, að bók er gefin út í pappírs- kilju ári eftir að hún kom út í harð- kilju, hafi sala hennar gengið vel. Vitað er, að forsvarsmenn Penguin-útgáfufyrirtækisins eru Aþriðja hundrað barþjóna tók þátt í árlegu hlaupi í Kúala Lúmpúr í Malasíu síðastliðinn sunnudag. Hlupu þjónarnir í fullum skrúða og hélt hver og einn á bakka sem á voru gosflöskur og glös. Var leikurinn í því fólginn að hlaupa ekki allir á einu máli um, hvort gefa á bókina út. Sumir óttast um öryggi starfsmanna fyrirtækisins, en þeim hefur margoft verið hótað lífláti á sl. ári. Aðrir telja það muni merkja skerðingu á tjáningarfrelsi, ef fyrirtækið lætur nokkurn bilbug á sér finna. Talsmenn Penguin segja í við- tölum við önnur blöð, að enginn útgáfudagur hafi Verið ákveðinn og ekki hafi einu sinni verið ákveðið, hvort bókin verði gefin út í pappír- skilju. Fyrirtækið hyggst taka þátt í bókasýningu í Frankfurt, sem hefst 10. október nk. Ef fyrirtækið ákveður útgáfudag fyrir þann tímá, er talið að öryggisgæzla á sýning- unni verði hrein martröð. Söngvar Satans hafa verið ofar- lega á listum yfir söluhæstu bækur í Bretlandi. Bókin var til dæmis í þriðja sæti á lista yfir mest seldu skáldsögur í Bretlandi í The Sunday Times sunnudaginn 24. september. með bakkann án þess að flöskurnar dyttu eða úr glösunum slettist. Fóru ekki sögur af því hver sigraði en þátttakendur voru af öllum helstu hótelum borgarinnar og var keppn- in liður í hátíðahöldum borgarbúa. JAFNVÆGISLIST Barþjónar á harðahlaupum RENNIHJÓL Nýtt farartæki M Anýlegri ISPO-sýningu í Miinchen sýndu þýskir framleiðendur á íþróttavörum það sem þeir hafa að bjóða um þessar mundir. Þar á með- al var þetta einhjól, sem er þannig búið að það má einnig nota það sem rennibretti. Segir í myndatexta vest- ur-þýsku fréttastofunnar dpa, að þetta farartæki sé fyrir ungt fólk, Almennt er talið að Karólína taki við stjórnvelinum í Mónakó. Hér eru þau systkinin Karólína og Albert. sem vilji prófa eitthvað nýtt og ævin- týralegt. Forstöðumenn þýsku fyrirtækj- anna á sýningunni töldu að þeir stæðu vel gagnvart samkeppni frá Asíu- mönnum, sem eru að sækja í sig veðrið á þessum vettvangi eins og annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.