Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 29
atóat'
MORGUNBLAÐIÐ 'FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 -
GuðmundaHaralds-
dóttir - Minning
Fædd 31. ágúst 1928
Dáin 19. september 1989
Dagarnir hennar Guðmundu á
Sandhólum eru hlaupnir frá okkur.
Þær skilja sannarlega eftir bros,
minningar daganna, er við hittum
Mundu, skemmtilegu konuna eins
og sonur minn kallaði hana alltaf.
Hún var svo barngóð og glettin og
eitt sinn er hún kom hér í skólann
kenndi hún krökkunum vísu. Sat og
söng með þeim og börnin mín öfun-
duðu Ingunni skólasystur sína af
ömmu hennar.
Aðeins einu sinni náði ég að heim-
sækja hana. Síðla sumars kom ég
að óvörum og verst þótti henni að
geta ekki gefið mér meira með kaff-
inu en sortirnar fjórar sem á borðinu
voru. Gesturinn átti að fá það besta
og hún fór í frystikistuna og sótti
nokkrar tertur til viðbótar.
Ég gat aidrei gefið henni neitt,
náði því ekki og því skrifa ég þessi
orð í söknuði yfir að hitta ekki oftar
þessa vingjarnlegu sérstæðu og
skemmtilegu konu. Mömmu hennar
Ólu, ömmu hennar Ingunnar. Ég
hugsa til hennar og vona að ævin-
týri búi handan landamæra lífs og
dauða.
Anna S. Björnsdóttir,
Broddanesskóla.
Við minnumst öll Mundu ömmu,
eins og ég kallaði hana, sem lést
19. september síðastliðinn. Hún
kenndi okkur margt fróðlegt og
skemmtiþegt. Hún var alltaf hress
og kát. Ég þakka henni fyrir þessi
þrjú sumur sem ég fékk að vera hjá
henni og Dadda afa í sveit. Ég mun
sakna hennar afar sárt og ég bið
góðan Guð að styrkja Dadda afa og
ijölskyldu hans í þeirra miklu sorg.
Bryndís Asta Ólafsdóttir
Hún Munda vinkona okkar er
dáin. Þó við höfum vitað í mörg ár
að hún gekk ekki heil til skógar, kom
sviplegt fráfall hennar okkur á óvart.
Munda kom hingað í sveitina fyrir
um 40 árum sem kaupakona, og það
fór fyrir henni sem svo mörgum
kaupakonum að í sveitinni kynntist
hún mannsefni sínu.
Árið 1952 giftist Munda Kjartani
Ólafssyni bóndasyni frá Þórustöðum
í Bitru og fljótlega byggðu þau nýbý-
lið Sandhóla úr landi Þórustaða og
bjuggu þar síðan.
Þau hjón eignuðust 4 börn, Ólu
Friðmeyju, húsfreyju á Þórustöðum,
Ólaf Harald, sem lést af slysförum
25 ára gamall, Ingvar Einar, bónda
í Sandhólum og Gísla Kristján, sem
ýmist er við störf í Reykjavík eða á
búi foreldra sinna.
Kjartan og Munda voru einkar
gestrisin og var jafnan margt af
þeirra vinum og ættingjum í heim-
sókn að sumrinu.
Munda var mjög handlagin og
hugvitsöm og eru þeir ófáir hlutirnir
sem hún gaf vinum og kunningjum
enda var greiðasemi hennar einstök.
Og það var alltaf eitthvað gott til í
skápunum hennar Mundu til að
stinga upp í litla ferðalanga sem
komu kannski óvænt í dyrnar.
Eitt af því sem lék í höndum henn-
ar var matargerð, og munum við
seint gleyma fögru haustkvöldi fyrir
tæpu ári er við sátum veislu hjá
þeim hjónunum.
Kjartan frændi og þið öll sem eig-
ið um sárt að binda, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þeirri látnu þökkum við fyrir allt
sem hún gerði fyrir okkur.
Fjölskyldurnar Þambárvöllum
Mér er alltaf mikils virði,
mega geyma fagran sjóð,
björt er sól í Bitrufirði,
bjart er yfir æskuslóð.
Þessar línur koma upp í huga
minn nú á haustdöjgum er ég kom
í land af sjónum. Eg fór að hugsa
um hvað ég hefði nú vanrækt sveit-
ina mína og frændfólk upp á síðkast-
ið. En svo í þessum hugleiðingum
hringir pabbi í mig og segir mér þær
leiðu fréttir að Munda frænka hafi
verið flutt alvarlega veik suður á
spítaia. Og aðeins rúmum sólarhring
seinna var hún burtkölluð af þessu
tilverustigi.
Þar sem ég er á sjónurn og get
ekki fylgt henni hinsta spölinn, ætla
ég og systur mínar, Haddý og-Brynja
og fjölskyldur í nokkrum fátækieg-
um orðum að kveðja hana og þakka
henni alla þá góðmennsku og hlýju
sem hún hefur sýnt okkur systkinum
í gegnum tíðina, en við vorum með
annan fótinn hjá Dadda og Mundu
í Sandhólum öll okkar uppvaxtarár
og fram á þennan dag þegar tími
hefur gefist til að skreppa í sveitina.
Það var ætíð tilhlökkunarefni að
heimsækja Mundu, hún var ræðin
og skemmtileg og kunni frá mörgu
að segja. Gestrisni hennar er okkur
sem hennar nutu ógleymanleg, og
var ávallt æði gestkvæmt hjá þeim
hjónum á sumrin og oft skyldi mað-
ur ekki hvernig hún fór að því að
hýsa og metta þá mörgu munna.
Músíkölsk og listræn var hún í sér
og eru margir í fjölskyldunni sem
eiga myndir frá henni sem hún
skreytti með skeljum sem hún tíndi
í fjörunni, en i minningunni verðum
við að eiga þær stundir þar sem hún
spilaði og söng fyrir okkur og hreif
með sér jafnt unga sem gamla af
sínu eðlislæga léttlyndi.
Það verður öðruvísi að koma í
sveitina núna, en Daddi minn það
deyfir sárin, dásamleg minning um
liðnu árin. Ást við sendum þér og
biðjum guð að styrkja þig og Diddu
og Gunnar, Ingvar _ og Gísla og
yngsta fólkið, Siggu Óla og Ingunni
í ykkar miklu sorg.
Halli, Haddý og Brynja
Með örfáum orðum langar okkur
til að minnast hennar Mundu sem
var okkur öllum svo kær. 19. og 20.
september eru venjulega miklir
gleðidagar hjá okkur þar sem tvær
dætur okkar systkinanna eiga af-
mæli. En sú gleði stóð stutt þetta
árið. Að morgni 19. september
hringdi Didda frænka með þá sorg-
arfregn að mamma hennar væri
dáin. Veikindi Mundu eru margra
ára saga en samt er svo erfitt að
sætta sig við að fá ekki að sjá hana
framar. En þær eru ótaldar gleði-
og ánægjustundirnar sem við höfum
átt á heimili Dadda og Mundu. Fyr-
ir rúmum tíu árum sló þó sorgar-
skugga yfir heimili þeirra er þau
misstu son sinn, Onna, sem var okk-
ur góður vinur og félagi. Vonum við
nú að leiðir þeirra liggi saman á ný.
Að lokum langar okkur til að þakka
Mundu fyrir allt sem hún hefur ver-
ið okkur systkinunum í gegnum árin
og börnum okkar síðan þau fæddust.
Elsku Daddi, Brói, Gísli, Didda
og fjölskylda, við biðjum góðan Guð
að styrkja ykkur öll í ykkar sorg.
Blessuð sé minning Mundu;
Ingibjörg, Bjarki, Danný Óli og
fjölskyldur.
Til greinahöftinda
Aldrei hefur meira aðsent efni
borizt Morgunblaðinu en nú og
því eru það eindregin tilmæli
ritstjóra blaðsins til þeirra, sem
óska birtingar á greinum, að
þeir stytti mál sitt mjög. Æski-
legt er, að greinar verði að jafn-
aði ekki lengri en 2-3 blöð að
stærð A4 í aðra hverja línu.
Þeir, sem óska birtingar á
lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfúndar
telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfum á birt-
ingu.
Minningar- og
aftnælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það ein-
dregin tilmæli ritstjóra Morgun-
blaðsins til þeirra, sem rita minn-
ingar- og afmælisgreinar í blaðið,
að reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er, þegar
tvær eða fleiri greinar eru skrifað-
ar um sama einstakling. Þá verða
aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í
áður birt ljóð inni í textanum.
Almennt verður ekki birtur lengri
texti en sem svarar einni blaðsíðu
eða fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morgun-
blaðið sé beðið um að birta ræð-
ur, sem haldnar eru á fundum,
ráðstefnum eða öðrum manna-
mótum. Morgunblaðið mun ekki
geta orðið við slíkum óskum nema
í undantekningartilvikum.
Ritstj.
+
Bróðir okkar,
BENEDIKT STEFÁNSSON
frá Merki,
Jökuldal,
sem andaðist 16. september verður jarðsunginn frá Egilsstaða-
kirkju laugardaginn 30. september kl. 14.00.
Systkinin.
Eiginmaður minn, faðir og sonur,
HALLBJÖRN JÓNAS HEIÐMUNDSSON,
Holtsgötu 8,
Sandgerði,
verður jarðsunginn frá Hvalnesskirkju laugardaginn 30. septem-
ber kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á sjúkrahús Keflavíkur.
Sólveig Sveinsdóttir og börn,
Bergþóra Hallbjörnsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐNI A. HERMANSEN,
verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 30. september
kl. 14.00.
Sigríður Kristinsdóttir,
Jóhanna Hermansen, Ágúst Birgisson,
Kristinn A. Hermansen, Guðfinna Eggertsdóttir,
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, amma, dóttir og tengdadóttir,
SIGRIÐUR HAUKSDÓTTIR,
Lágholti 15,
Mosfellsbæ,
er lést í Reykjalundi 23. september verður jarðsungin frá Lága-
fellskirkju laugardaginn 30. september kl. 14.00.
Friðþjófur Haraldsson,
Marta Marfa Friðþjófsdóttir,
Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson,
Elín Gréta Friðþjófsdóttir,
Hilmar Kristinn Friðþjófsson.
Nína Dís Friðþjófsdóttir,
Hafdís Karlsdóttir,
Marfa Sigurðardóttir, Haukur Þorsteinsson,
Marta G. Guðmundsdóttir, Haraldur H. Guðjónsson.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN B. NÓADÓTTIR,
Bjarnarstig 9,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. oktober
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á líknarstofnanir.
JóelJónsson,
Jón Jóelsson,
Þórdís Elín Jóelsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN GUÐJÓNSSON,
Hólagötu 10,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 30. september
kl.11.00.
Sigurbjörg Jónsdóttir
Guðjón Ingi Sigurjónsson,
Erna Sigurjónsdóttir, Sigurður Magnússon,
Sigurjón Pálsson, Gunnhildur Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður og afa,
STEINARS KARLSSONAR
bifreiðastjóra.
Hrafnhildur Steinarsdóttir,
Eyþór Steinarsson,
Þorbjörg Steinarsdóttir,
Birgir Steinarsson,
Ingibjörg Steinarsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Hraunbæ 102a.
Sigurður Kr. Þórðarson,
Þórður B. Sigurðsson, Edda K. Sigurðardóttir,
Erla I. Sigurðardóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa.
J. GUNNARS TÓMASSONAR
verkfræðings.
Doris J. Tomasson,
Edda Gunnarsdóttir, Bárður Hafsteinsson,
Karl Gunnarsson, Ása H. Ragnarsdóttir,
Rúna Gunnarsdóttir,
Ása Gunnarsdóttir, Anders Kr. Oppheim
og barnabörn.