Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 31
31
MORGUWbLAÐÍD FÖSTUPAGUR 29. 'SÉÞTÉMBER' 1989
KVIKMYNDIR
Jane Fonda ánægð með
nýju myndina sína
Bandaríska leikkonan Jane
Fonda hefur nú loksins lokið
við myndina „Old Gringo“ (eða
„Gamla kanann") eftir átta ára
baráttu. Leikkonan var í Svíþjóð
nýlega til að kynna myndina og
kvaðst mjög ánægð með hana.
Myndin byggir á samnefndri bók
eftir mexíkanska rithöfundinn Car-
los Fuentes. Hún gerist árið 1913,
þegar borgarastyijÖldin í Mexíkó
stendur sem hæst. Jane Fonda er
í hlutverki Harriets Winslow,
bandarískrar kennslukonu sem fer
til Mexíkó og kynnist þar gömlum
bandarískum rithöfundi og blaða-
manni (Gregory Peck), sem ferðast
hefur til landsins til að deyja. Hún
kynnist einnig ungum mexíkönak-
um hershöfðingja (Jimmy Smith)
og úi' þessu verður ástarþríhyrning-
ur með pólitísku ívafi. Jane Fonda
er einnig framleiðandi myndarinn-
ar.
Viðskiptatækni 128 klst.
Markaðstækni 60 klst.
Fjármálatækni 60 klst.
Sölutækni 36 klst.
Svona er nú
uinhorfs á
prinsessupall-
inum á vax-
myndasafhi
Madame Tus-
sauds.
VAXMYNDIR
Phillips fallinn af stalli
ví fylgir ýmislegt að hverfa úr
röðum kóngafólks vegna
hjónaskilnaðar, það hefur Mark
Phillips nú fengið að reyna eftir að
stormasömu hjónabandi hans og
Onnu Bretaprinsessu lauk fyrir
nokkru með skilnaði. Eitt var að
vaxmynd af honum var ekið á trillu
inn í kompu í vaxmyndasafni Mad-
ame Tussauds, en mynd af Phillips
hafði staðið á palli hjá prinsessun-
um Önnu og Margréti. Á sínum
tíma var eftirmynd Snowdowns lá-
varðar einnig ekið inn í kompu, eða
eftir að hann og Margrét skildu.
Þessi mynd ku lýsa Rainer vel í seinni tið. Hann situr mikið einn
með minningum sínum.
MÓNAKÓ
Tekur Karólína við
stóli föður síns?
auðvitað haft stjórn Mónakó í sínum
höndum. Karólína hafi fyllt skarð
móður sinnar sem furstynja af
Mónakó og staðið sig með slíkri
prýði að Mónakó-búar dái hana og
elski. Vilja þeir miklu fremur að
hún taki við sem þjóðhöfðingi en
Albert þó hvorki sé hann veifiskati
né óvinsæll. Hann hefur nýlega fest
ráð sitt og trúlofast tvítugri handa-
rískri leikkonu, Krysthyne Haje.
Þykir mörgum hann feta nærri fót-
sporum föður síns.
Um Rainer sjálfan er sagt að nú
orðið sé hann dapur og fjarrænn.
Hann lifi í fortíðinni og vilji helst
sitja innan dyra umkringdur mynd-
um og öðrum minningum um Grace.
Er talið víst að til tíðinda dragi í
dvergríkinu 19. nóvember.
Hinn 19. nóvember næstkom-
andi verða nákvæmlega 40 ár
síðan Rainer fursti settist í æðsta
valdastól dvergríkisins Mónakó.
Hann er nú 66 ára gamall og sagð-
ur lúinn og dapur, hann hafi aldrei
borið sitt barr eftir að Grace furst-
ynja lést í bílslysi árið 1981. Mikið
er nú um það rætt að Rainer marki
40 ára starfsafmæli sitt með því
að víkja og afhenda valdastólinn
eldri dóttur sinni, Karólínu. Hugs-
anlegt er einnig að sonur hans,
Albert, verði fyrir valinu, en Stef-
anía, yngsta barnið, kemur ekki til
álita.
Hefðin segir að Albert eigi að fá
stólinn, en hún segir þó ekki allt.
Ef Rainer hefði fallið frá en ekki
Grace, segja menn að Grace hefði
COODYEAR
OEFUR
RÉTm GRIPID
GOODfYEÆR
H
HEKLAHF
Laugavegi 170 -174 Simi 695500
HEIMILISPRÝÐI
Junckers
Gegnheilt parket - varanleg fjárfesting
Allt frá 1933 hefur gegnheilt Junckers-parket
fengist á Islandi.
Fjölmargir hafa prýtt heimili sín með Junckers
parketi og enn eru í notkun Junckers-gólf sem
lögð voru fyrir stríð.
Lífleiki eikarinnar, styrkur beykisins og
náttúrulegt útlit asksins gæti allt eins prýtt
heimili þitt.
Junckers-parketið er heimilisprýði og íbúðin
tekur á sig nýjan og glæsilegan svip - um leið og
verðmæti hennar eykst.
JUNCKERS
(ÍIXiNHRUTPARKm
.IUNCKKK.S
Bivklingurinn er hér.
Kornid og fáid ókeypis
eintak - póstsendum
urn allt land.
ÁRMÚIA 8,108 REYKJAVÍK, SÍMI 82111