Morgunblaðið - 29.10.1989, Page 10
:s ;i
S...1 ,. ,-.,3 : ’-i ; i ■ : ■
FASTEIGIMIR
wtmm ■• ■ w
SUNNUDAGUR 29: OKTÓBEIf 1989'
SVERRIR KRISTJÁNSSON - HÚSI VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ - BALDVIN HAFSTEINSSON HDL,
Símatími frá kl. 13.00-15.00
Einbýli/tvíbýli
STÓRT NÝTT HÚS
EINBÝLI - TVÍBÝLI
VIÐ KLYFJASEL
Til sölu nýtt, vandað hús við Klyfjasel.
Húsið stendur hátt upp við óbyggt
svæði. Réttur fyrir byggingu á hesthúsi
og bílsk. fylgir. Á.jarðhæð er ca 80 fm
2ja herb. séríb. Falleg íb. m. parketi á
gólfum og stóru flísal. baðherb. Aðal-
hæð, ris og hluti af jarðh. ca 260 fm.
Anddyri, hol, stofa, borðst., eldh. og
stórt herb., parket og flísar á gólfum.
í risi eru 4 svefnherb. og stórt bað.
Efra ris sem er stórt leikherb. barna.
Geymslur o.fl. á jarðh. Á eigninni geta
hvílt góð langtímalán.
SKIPASUND. Ca 220 fm gott
hús. Stórar stofur, 4 svefnherb. o.fl.
Innb. bílsk. Húsið er ekki fullfrág.
LÆKJARTÚN - MOS. ise
fm nettó einb. á einni hæð + tvöf. ca
50 fm bílsk. íb. er forst., stór stofa,
borðstofá (arinn), rúmg. eldhús,
þvherb., búr, 3 svefnherb. og bað. Stór
falleg hornlóð. Hús í góðu standi. Ákv.
NORÐURTÚN - ÚTSÝNI
126 fm á einni hæð. Falleg staðs. Tvöf.
bflsk.
Raðhús-Parhús
HÁALEITISBRAUT. ca 190
fm á einni hæð. Bílsk. Övenju vandað
og gott hús. Ákv. sala.
SERBYLI - VESTURBÆ
við Ránargötu með mögul. á tveimur
íb. 146 fm, 1. hæð. Forstofa, 2 saml.
stofur, gott eldhús, snyrting. og þvotta-
herb. Á efri hæð 2 stofur, 2 svefnherb.
og bað. í risi 2 herb., geymsla og stór
óinnr. rými. Nýtt járn á þaki, nýtt raf-
magn og Danfoss. Verð 8,5 millj. Útb.
50-60%. Ákv. sala.
Sérhæðir
VESTURBÆR - SÉRHÆÐ
V/HJARÐARHAGA. gó« 135
fm efri sérhæð. Rúmg. uppgangur.
Gestasn. og forstherb., gott hol, t.v. tvö
svefnherb. og bað. Stórar suðursv. T.h.
stór stofa, borðstofa og rúmgott eld-
hús. í kj. sérþvherb. og góð geymsla.
26 fm bílsk. með hita og rafmagni.
Ákv. sala. eða skipti á nýl. 3ja herb.
íb. í Vesturbæ.
HÆÐARBYGGÐ - GB.
146 fm falleg neðri sérhæð í tvíb. 5
svefnherb., góðar stofur o.fl. V. 7,5 m.
5-6 herb.
OFANLEITI + BÍLSK. Fai-
leg 5 herb. íb. á 4. hæð (4 svefnherb.)
Suðursv. Góður bflsk. Góð langtímalán.
GRETTISGATA. Ca 140 fm
góð íb. á 2. hæð. Laus.
4ra herb.
GRENIMELUR. ss fm falleg
sérhæð 1. hæð. Laus fljótt.
SAFAMÝRI
ENDAÍB. 93 fm góð íb. á
4. hæð. Mikið útsýni. Bílskréttur.
KR-BLOKKIN. 93 fm á 2. hæð.
Góðar innr. Áhv. allt að 1,8 millj. Laus.
MEISTARAVELLIR.
U.þ.b. 100 fm á 3. hæð. Laus í
des. nk. Ákv. sala.
í GRAFARVOGI. ca nitm
mjög falleg ný jarðhæð í sambýlishúsi.
Parket. Stórt „terras11. íb. er laus.
BERGSTAÐA-
STRÆTI. 97 fm góð íb. á
3. hæð í steinhúsi. Verð 6,2
millj. 60% útb. Laus.
VESTURBERG. ca ao tm íb.
á 3. hæð. Mikið útsýni. Verð 5350 þús.
3ja herb.
BOGAHLÍÐ. GÓð 80 fm
íb. á 3. hæð. Ákv. sala.
HRÍSMÓAR. Glæsil. 82
fm íb. á 2. hæð. Suðursv. Óvenju
glæsil. og vandaðar innr.
Bílskýli.
SPÍTALASTÍGUR. 1.
hæð í húsi sem er að miklu leyti
nýendurn. 4-5 herb. o.fl. Allt í
gamla stflnum.
JÖRFABAKKI 3. 75 fm falleg
og góð íb. Þvottah. og búr innaf eldh.
SAFAMÝRI. Góð 3ja
herb. 97 fm íb. á 3. hæð. Laus.
UGLUHÓLAR. 96fmfb
á 3. hæð + bílskréttur. Áhv. ca
3,0 millj. húsnstjlán.
ENGIHJALLI. Góð 80 fm íb. á
4. hæð E. Laus.
HRAUNBÆR. Rúmg. íb. á 2.
hæð. Suðursv. Verð 5,3 millj. Áhv. 1,8
millj. langtl.
LEIFSGATA. Lítið, snoturt ris
sem gefurýmsa mögul. Verð 3,5 millj.
MARBAKKABRAUT. 67 fm
jarðhæð. Sérinng. Laus. Verð 3,5 millj.
SÖRLASKJÓL. Ca82fmsnot-
ur risíb. í tvíb. Laus.
2ja herb.
AUSTURSTRÖND. 52 fm.
Útsýni. Bílskýli. Verð 4,8 millj. Áhv. 1,8
millj. langtlán.
GAMLI BÆRINN. ca
55 fm íb. á 2. hæð við Berg-
staðstr. Laus fljótl.
GRETTISGATA. æ fm góð
jarðh.
HVERFISGATA. uui, ný-
stands. 2ja herb. íb. á 1. hæð. Allt sér.
Laus fljótl.
ROFABÆR. Til sölu 3ja
og 4ra herb. íb. 70-100 fm nettó.
Afh. tilb. u. trév. pg máln. Lóð
grófsl. í mars/apríl 1990. Teikn.
og nánari uppl. á skrifst.
SUÐURGATA. Ca 104
fm mjög fallegar sérhæðir, afh.
tilb. u. trév., fullkl. utan. Lóð
grófsl. Teikn. og nánari uppl. á
skrifst.
FANNAFOLD
PARH. 116fm + 24fm bílsk.,
136 fm + 24 fm bílsk. og 170 fm
+ 25 fm bílsk. Afh. fokh. Klárað
utan. Grófsl. lóð.
Morgunblaðið/Jon H. Sigurmundsson
Búið er að klæða suðurhlið
íþróttahússins að mestu leyti.
Þorlákshöfti:
Byggingu
íþróttahúss
miðar vel
Þorlákshöfn.
„VERKINU hefúr miðað vel og
flestir verkþættir staðist áætlun,“
sagði Guðmundur Hermannsson,
sveitastjóri, er Morgunblaðið innti
hann eftir gangi mála við bygg-
ingu íþróttahúss í Þorlákshöfii.
Klæðning á húsið kom á tilsettum
tíma í vor en þegar setja átti
hana á kom í ljós að hún var öll
meira og minna skemmd eftir flutn-
ingana að utan.
Ákveðið var að skila henni allri
aftur og fá nýja í staðinn þó það
tefði verkið noíckuð. Þar sem sum-
arfrí voru í verksmiðjunni sem fram-
leiðir klæðninguna dróst til haustsins
að ný klæðning kæmi og þegar tii
átti að taka var sú sending.einnig
skemmd en þó ekki það mikið að
ákveðið hefur verið að klára að klæða
húsið með henni þegar búið er að
bletta í skemmdirnar.
Stefnt verður að því að taka hús-
ið í notkun á síðari hluta næsta árs.
JHS
Híbýli/Garður
Hreiórlö þltt
Dálítið gamaldags en góð lausn engu að síður.
„ER ekki eilt hreiður, sem þú
átt, stærra en jörðin öll sem eng-
inn getur eignast."
(Sig. Nordal — Fornar ástir).
ÆT
Isíðustu grein fjallaði ég um
stúdíó- eða einstaklingsíbúðir;
opin rými. Ég held áfram þar sem
frá var horfið. Þegar ég ræði um
opin rými hér, þá á ég við lítil rými,
svokallaðar
stúdíó-íbúðir, þar
sem flestir staldra
stutt við, en ekki
stór, opin rými
sem hafa verið
sérstaklega hönn-
uð á þann veg, til
þess að fullnægja
þesskonar
lífsmáta. Engu að síður er margt
sem á við í báðum tilvikum.
Algengasta vandamál þeirra sem
búa í stúdíó-íbúð eða litlu rými er
skortur á meira íými. Gott skipulag
og niðurröðun er því nauðsynleg
og nýta þarf hvern krók og kima
svo hægt sé að láta sér líða sem
best þó fermetrarnir séu ekki marg-
ir.
Að skipta rými
Það virðist e.t.v. hjákátlegt að
ætla að skipta niður opnu rými og
skemma um leið hugmyndina um
víddina og léttleikann. Það virðist
þó vera manninum eðlislæg þörf
að hreiðra um sig í afmörkuðum
skotum og einnig að hólfa rými
niður fyrir hvert viðfangsefni. Ef
um fleiri en einn íbúa er að ræða
myndast sterk þörf fyrir að skil-
greina sitt eigið, skot, stól eða stað.
Þegar allt kemur til alls felst grund-
vallarhugmyndin að baki stúdíó-
íbúðar eða opnu rými ekki í því að
hafa allt „opið upp á gátt“ heldur
að auka tilfinningu fyrir vídd innan
lítils rýmis, hvort sem um andlegar
og/eða líkamlegar þarfir er að
ræða; með þeim hætti að sniðganga
hefðbundna veggi, hurðir og ganga.
I skrifstofum með svokölluðu
„opnu plani“ þar sem vinnusvæðun-
um er oft skipt niður með skilrúm-
um, hillum eða plöntum er dæmi-
gert að hver og einn reyni að setja
sitt persónulega mark á sinn „bás“
eins og til þess að eigna sér eða
afmarka hann. Þetta horfir að sjálf-
sögðu örlítið öðruvísi við á heimil-
um, en aimennt hneigist maðurinn
til þess að eigna sér sitt skot.
Sjónræn skil
Ódýrasta og jafnvel besta lausnin
til þess að aðgreina svæði f stúdíó-
íbúð eru svokölluð sjónræn skil. Þau
er hægt að mynda með niðurröðun
húsgagna, litum, lýsingu, plöntum,
ólíkum gólfefnum eða hæðarmis-
mun á gólfi svo eitthvað sé nefnt.
Við það að snúa baki á sófa að
borðstofuborði myndast tvö að-
greind rými einskonar stofa og
borðstofa. Ef það er eitthvað sem
„mæðir augað" innan rýmisins er
ágæt lausn að beina athyglinni að
ákveðnu uppáhaldssvæði eða hlut
innan rýmisins þannig að annað
gleymist. Þessi áhrif er auðvelt að
kalla fram með lýsingu með því að
lýsa upp ákveðnu svæði eða að
styrkja þau með öðrum lit, áberandi
hlutum eða stórri plöntu.
í stúdíó-íbúð er rétt lýsing mjög
mikilvæg. Kastarar eru góð lausn
því þá er auðveldlega hægt að beina
ljósinu á það svæði sem er í notkun
eða á að vera mest áberandi hveiju
sinni. Ennfremur njdist rökkvi
(dimmer) vel því þannig er auðvelt
að breyta birtumagninu á skjótan
hátt með því að styrkja eða deyfa
eftir því sem við á. Hangandi ljós
er gott að hafa á brautum þannig
að auðvelt sé að flytja þau á milli
svæða. Á þann hátt getur sama ljó-
sið þjónað fleiri en einum tilgangi.
Skilveggir
Auk þess sem skilveggir aðgreina
mismunandi svæði gefa þeir opnu
rými oft meiri sveigjanleika og
flæði, gæða það lífi og rýmið verð-
ur ekki eins flatneskjulegt. Skil-
veggir þurfa alls ekki að vera fastir
nema síður sé (t.d. ef um leiguíbúð
er að ræða), þeir geta einnig verið
á brautum og eru svokallaðir jap-
anskir skermveggir afar hentugir
fyrir umrædd rými því þá er hægt
að opna og loka að vild.
Það eru viss rými sem við teljum
nauðsynlegt að geta lokað frá öðr-
um s.s. saierni og bað. Ennfrejnur
er ýmislegt sem fer fram innan eld-
hússins sem við viljum siður hafa
.í sjónlínu þegar slakað er á. Eld-
húsið í stúdíó-íbúð þarf oftast að
aðgreina á einhvern máta þó óæski-
legt sé að loka því að fullu. Algeng-
asta og e.t.v. besta lausnin er að
loka þeim með hálf háum vegg eða
svonefndu barborði.
Ónýtt pláss
í þessum eldhúsum, þó lítil séu,
er oft auðvelt að nýta pláss á
margvíslegan hátt og í þeim er
gott að vinna þar sem allt er innan
seilingar. Eldhúsið býður upp á
þann möguleika að hengja upp
koppa og kirnur og aðra plássfreka
hluti, auk þess sem það gefur því
persónulegan blæ. Þess konar nýt-
ing getur sparað margar skúffurnar
auk þess sem auðvelt er að nálgast
hlutina.
Ef um meiri lofthæð er að ræða
en venjan er, er mögulegt að nýta
umframhæðina fyrir geymslurými
eða e.t.v. eitthvað meira áhugavekj-
andi eins og svefnloft. Eins er hægt
að nýta venjulega lofthæð að fullu
með því að eldhús- og fataskápar
spanni hana alla.
Það er í raun mun meiri vandi
að skipuleggja lítið rými án veggja
en stórt einbýlishús, ef vel á að
vera, því að í litlu rými þarf hver
fermetri að vera þaulhugsaður. En
hvað allan skipulagsvandann varð-
ar, hvort sem um stórt eða smátt
er að ræða, þá ertu hálfnuð(aður)
að leysa hann ef þér tekst að gera
þér grein fyrir honum.
eftir Elísabetu
Ingvarsdóttur