Morgunblaðið - 29.10.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 29.10.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1989 B 13 Úr inngangsskála Landspítalans. slíkt viðhald þarf að vera reglulegt, segir Garðar. — Einstaklingarnir sinna þessu oft betur en hið opin- bera. Hjá ríkinu vilja verkefnin safnast upp. Viðhaldið verður þar lilutfallslega dýrara, vegna þess að það hefur verið vanrækt of lengi. Þá er annar þáttur ekki síður mikilvægur. Sum hús eru úrelt, vegna þess að kröfur eru núna allt . aðrar en þegar húsin voru byggð. Þar er Þjóðleikhúsið sláandi dæmi. Þegar um þetta er fjallað í fjölmiðl- um, er gjarnan sagt, að Þjóðleik- húsinu hafi verið svo lítt haldið við, að það sé nánast ónýtt. Þetta vekur þá skoðun hjá almenningi, að það fé, sem þarf, muni fara í það eitt að gera við húsið, svo að það hrynji ekki. Þetta er hreinn misskilningur að mati Garðars, sem segir: — Ef við búum okkur til það dæmi, að það þurfi 500 millj. kr. til að gera við Þjóðleikhúsið, þá þarf ekki nema fimmta hlutann af þeirri fjárhæð til að gera við húsið, svo að. það verði nánast jafn gott og það var, þegar það var opnað. En til þess að gera það jafn gott og nýtt hús þ. e. jafn fullkomið og það hefði orðið, ef það hefði verið hannað nú eða eins og og það þyrfti að vera með öllum tækjabúnaði miðað við nútímakröfur, þá bætast við þessar 400 millj. kr. Það eru þessar miklu breytingar í tækni og öllum bún- aði, sem kosta svo mikið fé, en ekki viðhaldið sjálft. Nútíminn gerir aðrar og meiri kröfúr — Nútíminn gerir allt aðrar og meiri kröfur um aðstöðu fyrir starfsfólk og gesti og um öryggis- búnað, brunavarnir og tæknibúnað, sem tengist rafmagni, hitun og loft- ræstingu, svo að nokkuð sé nefnt, segir Garðar ennfremur. — Gífur- legar framfarir hafa líka orðið í lýsingu og hljómburði á leiksviði og allt önnur tækni nú notuð við gerð leikmynda og túlkunar á sviði en þegar Þjóðleikhúsið var opnað 1950. Það er endurnýjunin á öllum þessum búnaði, sem er dýrust, því að nýr búnaður þarf að fullnægja nútímakröfum en ekki þeim, sem gerðar voru fyrir nær 40 árum. Auðvitað má endurnýja sumt af búnaðinum í áföngum, einkum ef gerð er markviss áætlun um fram- gang verksins. Við vinnum nú að slíkri áætlanagerð undir forystu sérstakrar byggingarnefndar um endurreisn Þjóðleikhússins Annað stórverkefni, sem unnið er að hjá embætti húsameistara og skipa má á bekk með Þjóðleikhús- inu, þótt ólíkt sé, eru Bessastaðir. Þar hefur einnig verið skipuð sér- stök byggingarnefnd og við vinnum ásamt Þorsteini Gunnarssyni arki- tekt að tillögum fyrir hana um end- uruppbyggingu staðarins. Sú vinna eins og flest okkar hönnunarvinna er unnin í samráði við ýmsa aðra ráðgjafa eins og verkfræðinga á sérsviðum, því að við erum ekki með neina verkfræðiþjónustu hér hjá embættinu. Garðar telur þessi tvö verkefni viðamest af endurhönnunai'verk- efnum embættisins en auk þess vinni starfsmennirnir að endur- skipulagningu á ýmsum skrifstof- um stjórnarráðsins. — Endurskipu- lágning Sambandshússins er t.d. unnin hjá okkur fyrir stjórnarráðið svo sem vegna flutnings mennta- málaráðuneytisins. Ennfremur vinnum við að því að koma Hagstof- unni fyrir í Edduhúsinu og að breyt- ingum hjá Hafrannsóknastofnun. Af nýframkvæmdum, sem emb- ætti húsameistara vinnur við að hanna, er svokölluð bygging K á Landspítalalóðinni sú stærsta. Hún hýsir nú þegar meðferð krabba- meinssjúlinga en á síðar, þegar hún er fullbyggð, einnig að hýsa rönt- gendeild og skurðstofur, auk þess sem tengibygging hennar verður aðalinngangur Landsspítalans í framtíðinni. Af sérstæðari en minni nýbyggingarverkefnum má nefna nýja kirkju og Snorrastofu í Reyk- holti. Garðar segir það valda miklum vanda, að ekki skuli vera gerðar langd-ímaaáætlanir hjá fjárveitinga- valdinu varðandi viðhald og ný- byggingar hjá því opinbera líkt og í vegáætlun. Þá væri miklu auðveld- ara að setja markmið, ná pólitískri samstöðu og vinna síðan skipulega að verkefnunum. — Einhver bygging fær allt í einu meðbyr, vegna þess að pólitískir vindar hafa breytzt, segir Garðar. — Þá er rokið til í því skyni að nota þennan meðbyr, á meðan ákveðinn stjórnmálamaður er j þeirri lykilstöðu að geta hraðað framkvæmdinni. Síðan fer hann frá og þá snýst þetta aftur við. Með langtímaáætlun væri unnt að skipa mannvirkjunum í röð einu á eftir öðru og með því móti yrði nýting á fjármagninu án efa betri. í stað þess hefði á umliðnum árum verið bytjað á of mörgum verkefn- um í einu. Þetta stafaði auðvitað af því, að þörfin væri mikil og meiri en þjóðarhagur réði við. Af- leiðingin væri sú, að mannvirkin væru miklu lengur í byggingu en ella og víða mætti sjá hálfkláraðar opinberar byggingar af þessum sök- um. Sömu sögu væri að segja um viðhald og endut'bætur m.a. á ýms- um menningarstofnunum. — Það þarf að gera samræmda viðhalds- og nýbyggingaáætlun t.d. til 10 ára, segir Garðar ennfremur og bendir á, að fjárveitinganefnd Alþingis tekur aðeins ákvarðanir til eins árs í senn. Ef nefndin hefði slíka langtímaáætlun, væri auðveld- ara fyrir hana að sneiða hjá ágrein- ingi, hvort heldur af pólitískum toga eða þegar hann ætti rót sína að rekja til byggðasjónarmiða. Garðar telur það all útbreiddan misskilning, að arkitektar ráði mestu um, hvort byggingar verði dýrat' eða ódýrar og segir: — Arki- tektinn vinnur alltaf sem ráðgjafi fyrir einhvern húsbyggjanda og hann tekur ákvarðanir varðandi þær hugmyndir, 'sem arkitektinn kemur með. Stærð hússins og teg- und starfseminnar, sem byggt er u111 iiiiii iikmii i iMnrmni nr i ~-»n Tmnri :nTHTTmnrrTrnnmrnnmm»n"wi- SÝNISHORN AF SÖLUSKRÁ Opið kl. 1-3 • Heildverslun óskast Höfum fjárst. kaupendur að heildverslunum m/matvörur eða skyldar vörur. • Vorum að fá í einkasölu eina staerstu og fallegustu sólbaðs- stofu landsins. • Ein þekktasta sportvöruverslun landsins við Laugaveg. Hag- stætt verð. • Höfum fengið í einkasölu eina bestu matvöruverslun á Stór- Reykjavíkursvæðinu. • Vorum að fá í sölu veitingahús og ölstofu (góð staðsetning). • Einn besti söluturn landsins. Velta 3,5-4,0 millj. á mán. • Myndbandaleigur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Einkasala. • Pizzastaður með heimsendingaþjónustu. Mjög vel staðsettur. Vaxandi velta. Vel tækjum búinn og allt nýjar innréttingar. Verð 3,0-3,5 millj. Einkasala. • Vorum að fá á skrá 3 sterkar heildverslanir. •Til sölu líkamsræktarstöð í góðum rekstri. Vegna mikillar sölu vantar okkur allar gerðir fyrirtækja á skrá. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Firmasmlan Hamraborg12 • 200Kópavogi • Símar 42323 og 42111. Sölumenn: Arnar Sölvason, Jón G. Sandholt. Opift: Mán.-föst. kl. 10-17, laugard. kl. 10-16, sunnud. kl. 13-16. MW utan um, ræður mestu um bygg- ingakostnaðinn. Síðan eru gæði hússins ákveðin t.d. hvort það á að vera einfalt að gerð og þá ódýrt eða vandað og kosta þá þeim mun meira. Ekki megi gleyma því, að allur sá búnaður og tækni, sem krafist er í nýjum húsum nú á dögum, eru farin að hafa afgerandi áhrif á byggingarkostnað húsa. Þetta eru þættir eins og loftræsting, öryggis- kerfi, ýms rafkerfi og annað af því tagi. — Þess vegna hafa áhrif arki- tektsins nú mun minna vægi í heild- arkostnað bygginga en áður fyrr, segir Garðar. — Sá stíll, sem arki- tektinn gefur húsinu, mælist aðeins sem lítill hluti í byggingakostnaði þess og ræður því ekki úrslitum urn, hvort_húsið verður dýrt eða ódýrt. Garðar var spurður álits á rétt- mæti þeirra gagnrýni, sem fram hefði komið á háum byggingar- kostnaði við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og svaraði hann þá: — Ég ásamt samstarfsmönnum mínum við embættið vorum arkitektar að flugstöðinni og hönnunarþátturinn er því á okkar ábyrgð. Það voru aftur aðrir, sem réðu ferðinni, að því er varðar tegund, stærð, stað- setningu, fjármögnun og fram- kvæmdahraða. Með okkur var þó alla tíð mjög góð samvinna og að mínu mati var öll verkstjórn þar í góðum höndum. Vegna pólitísks ágreinings hefur verið rótað upp allt of miklu moldviðri vegna þess- arar framkvæmdar. Það var ljóst frá upphafi, að við áttum að hanna glæsilega byggingu og sú ákvörðun var tekin af þeim aðila, sem við unnum verkið fyrir, það er byggingarnefnd flugstöðvar- innar og utanríkisráðuneytinu. Að sjálfsögðu var það okkur kappsmál að gera sem mest og bezt úr því fé, sem við fengum til umráða. En við gengum heldur ekki lengra en til var ætlazt. Garðar víkur næst að svipaðri gagnrýni vegna Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík og seg- ir: — Þeir, sem við unnum fyrir í því tilviki, byggingarnefnd lista- safnsins, var sammála um að skapa vandaðan ramma utan um þau lista- verk, sem þjóðin varðveitir þar. Við vorum ekki að byggja stórt, heldur lítið og vandað hús, sem margir heimsækja, jafnt útlendingar sem íslendingar. Því var ætlað að vera sambærilegt í gæðum við safnahús af þessu tagi í nágrannalöndum okkar, en slík hús eru tiltölulega vönduð og ekki má gleyma því, að þarna var ekki verið að byggja sýn- ingarskála heldur listasafn. Garðar var spurður að því, hvort hann sæi fyrir sér einhveijar rót- tækar breytingar á húsagerðarlist Islendinga, jafnt hjá einstaklingum sem því opinbera. — Auðvitað verða breytingar, svaraði Garðar. — En þegar litið er nokkra áratugi til baka sést að breytingar á þessu sviði hafa verið jafnar og hægar en engar stökkbreytingar. Eg á von á því, að svo verði áfram. Breyting- arnar felast einkum í því, að það er verið að taka upp ný og létt byggingarefni eins og ál, stál og gler í enn ríkari mæli en áður. Þetta gefur nýja möguleika í byggingar- list, en kann líka að reyriast hlut- fallslega dýrara. Enginn hagur að leggja embættið niður Aðspurður vék Garðar að lokum að drögum að nýrri reglugerð um stjórnarráðið, en þar er lagt til, að embætti húsameistara ríkisins verði lagt niður. Garðar kvaðst ekki sjá hagkvæmni í því heldur þvert á móti. — Sum störf hér má flytja til innan ríkiskerfisins, án þess að aukin hagræðing skili sér og einnig er ljóst, að ýmsum störfum embætt- isins má sinna án þess að formerk- ið ríkissjóður standi þar fyrir fram- an, sagði Garðar. — Sama má að sjálfsögðu segja um margan annan rekstur á vegum ríkisins. í mínum huga er þetta í reynd pólitísk ákvörðun og því annarra en mín að dæma. Aftur á móti get ég full- yrt, að þessi síendurtekni áróður á umliðnum árum um að leggja emb- ættið niður, hefur haft mjög nei- kvæð áhrif á ýmsa af viðskiptavin- um okkar, fyllt starfsmenn embætt- isins óöryggi og án efa skaðað ímynd embættisins í vitund þjóðar- innar. Gfyrirtœkjasala REYKJAYÍKUR Borgartúni 18 (■ húsi Sparisjóðs vélstjóra) Sími624848 Fyrirtæki til sölu ★ Iðnaðarfyrirtæki með góð viðskiptasambönd. ★ Tískuvöruverslun við Laugaveg með eiginn innflutning. ★ Heildverslun með tæki og áhöld. Góðir framtíðar- möguleikar. ★ Söluturn í verslmiðstöð í stóru íbúðahverfi. Góð velta. ★ Söluturnar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsir greiðslumöguleikar. ★ Skyndibitastaður við fjölfarna umferðargötu. Næg bílastæði. ★ Veitingahús við Laugaveg. Sérstaklega hagkvæmir greiðsluskilmálar. ★ Matsölustaður í mjög fjölmennu íbúðahverfi. Góð og stöðug velta. ★ Sómabátar mjög vel tækjum búnir. ★ Fataverslanir við Laugaveg. Eigin innflutningur. Góður tími framundan. ★ Heilsustúdíó í Vesturbæ. Góðir möguleikar fyrir sam- henta aðila. ★ Lítið kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Stórkostlegt tækifæri. Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir fyrirtækja á skrá. Höfum fjársterka aðila á okkar snærum. Opið sunnudag frá kl. 13-15 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.