Morgunblaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NOVEMBER 1989 5 Frumvarp um greiðslukortastarfsemi: Korthafar beri meginhluta kostnaðar af viðskiptunum Tryggingarvíxlar úr sögunni. Viðskiptaráðherra mælir fyrir frumvarpinu í dag FRUMVARP til laga um greiðslukortastarfsemi hefur verið lagt fram á Alþiugi og mun Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra mæla fyrir því í dag. Helstu breytingarnar sem frumvarpið boðar eru annars vegar að ráðherra verði heimilt með reglugerð að ákveða skiptingu kostn- aðar af viðskiptunum á milli korthafa og greiðsluviðtakanda, liins vegar að framvegis skuli útgáfa greiðslukorts eingöngu byggjast á viðskiptatrausti umsækjanda, það er að einungis í undantekningartii- vikum sé kortaútgefanda heimilt að kreQa korthafa fyrirfrain um að leggja fram tryggingar með ábyrgð annarra aðila fyrir úttekt sinni. Það þýðir að ekki verði lengur heiinilt að krefja korthafa, eða umsækjanda, um að leggja fram tryggingarvíxil með undirskriftum ábyrgðarmanna. í athugasemdum með frumvarp,- inu segir, að samkvæmt upplýsing- um frá Seðlabanka íslands sé talið að heildarfjárhæð viðskipta sem Tíu manna dómnefnd bókmennta- verðlauna valin TIU hafa verið tilnefndir í dóm- neftid íslensku bókmenntaverð- launanna, sem forseti Islands veitir. Verðlaunin, ein milljón króna, verða veitt í fyrsta sinn í janúar á næsta ári. Dómnefndarmennirnir tíu eru Elva-Björk Gunnarsdóttir, formað- ur nefndarinnar, tilnefnd af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Kristján Árnason, tilnefndur af Rithöfunda- sambandi íslands, Snjólaug Krist- jánsdóttir, ASI, Þórarinn Þórarins- son, VSÍ, Þuríður J. Kristjánsdóttir, Hagþenki, Hjörtur Þórarinsson, Búnaðarfélagi Islands, Hafþór Rós- mundsson, Sjómannasambandi Is- lands, Gunnlaugur _ Ástgeirsson, BHM, Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir, BSRB, og Gunnar Harðar- son, tilnefndur af embætti forseta íslands. Þessi tíu manna dómnefnd á að velja tíu athyglisverðustu bækúr ársins. Þegar því vali er lokið tekur fimm manna nefnd við og velur eina bókanna til verðlaunánna. Fimm manna nefndin hefur ekki verið skipuð, en í henni verða full- trúar Félags íslenskra bókaútgef- enda, Rithöfundasambands íslands, ASÍ, BSRB og embættis forseta íslands. Ætlunin er að fimm manna nefndin ljúki störfum fyrir 15. jan- úar á næsta ári. Þá fá almennir lesendur einnig að greiða atkvæði með seðlum, sem verða í bókatíð- indum Félags íslenskra bókaútgef- enda. Vægi almennra atkvæða verður tvö á móti fimm alkvæðum dómnefndarmanna. greidd hafa verið með milligöngu greiðslukortafyrirtækja sem starfa hér á landi hafi numið um það bil 20 milljörðum króna innanlands og um 4 milljörðum króna erlendis á árinu 1988. Tvö fyrirtæki gefa út alþjóðleg kort, Kreditkort hf. sem gefur út Eurocard og VISA-ísland sem gefur út VISA kort. Þá starfar Samkort hf. eingöngu á innanlands- markaði og gefur út samnefnd kort. Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu var formaður nefndar sem samdi frum- varpið. Björn segir að tvennt í frum- varpinu megi búast við deilum um. Annars vegar kostnaðinn af greiðslumiðluninni, en þar er tekið mið af danskri löggjöf í frumvarp- inu, hins vegar ákvæði um trygg- ingar. 12. grein frumvarpsins Qallar um kostnaðinn. Þar segir: „í reglugerð sem ráðherra setur að fenginni til- lögu verðlagsráðs má ákvarða há- marksgjald sem kortaútgefanda er heimilt að krefja greiðsluviðtak- anda (seljanda vöru eða þjónustu, innsk. Mbl.) um við notkun greiðslu- korta í starfsemi sinni, svo og þann aukakostnað sem hlýst af notkun alþjóðlegra grejðslukorta til greiðslu erlendis. Ákveða má gjald þetta sem tiltekinn hundraðshluta greiðslukortaviðskiptanna. Kostn- aður vegna greiðslumiðlunar með notkun greiðslukorts greiðist að öðru leyti af korthöfum." í greinargerð segir, að Neytenda- samtökin og Kaupmannasamtök Islands hafi eindregið farið þess á leit að kostnaður af notkun greiðslukorta verði lagður á kort- hafa, þannig að hann komi ekki fram I vöruverði. Kaupmannasam- tökin hafi bent á að 1988 hafi áætlaður kostnaður kaupmanna af notkun greiðslukorta, það er þókn- un til kortaútgefenda, numið um 300 milljónum króna, en vaxta- kostnaður kaupmanna vegna þess greiðsludráttar sem af notkun greiðslumlðlunar leiðir hafi numið um 290 milljónum á sama tíma. í greinagerðinni segir einnig, að þessu ákvæði hafi kortaútgefendur eindregið mótmælt og bent á að notkun greiðslumiðlunar með greiðslukortum hafi haft ýmislegt hagræði í för með sér fyrir greiðs.lu- viðtakendur, þeir geti í ýmsum til- vikum aukið sölu og sparað sér inn- heimtukostnað á útistandandi skuldum. Önnur grundvallarbreyting sem frumvarpið boðat' felst í því, að samkvæmt 8. grein skal útgáfa greiðslukorta byggjast á viðskipta- trausti umsækjanda. Þar segir með- al annars: „Aðeins í undantekning- artilvikum er kortaútgefanda heim- ilt að krefja korthafa fyrirfram um að hann leggi fram tryggingar með ábyrgð annarra aðila fyrir úttekt sinni. Ábyrgðaraðili ... getur hve- nær sem er og án fyrirvara krafist að greiðslukortasamningur sem hann er í ábyrgð fyrir sé afturkall- aður þegar í stað.“ Björn Friðfinnsson segir að það tíðkist hvergi í veröldinni néma hér á landi að menn þurfi almennt að setja sérstakar tryggingar með ábyrgð annarra fyrir kortaviðskipt- um, hvað þá að þeir séu krafðir um uppáskrifaða óútfyllta víxla. Með þessu ákvæði sé þessu breytt á þann veg, að viðskiptin byggist á því trausti sem korthafi njóti hjá sínum banka og horfið verði frá því að óreiðumenn geti stundað korta- viðskipti á ábyrgð annarra. Hann segir Ijölmörg dæmi vera um að fólk hafi farið illa út úr því að ábyrgjast úttektir annarra og sitji uppi með miklar skuldbindingar og fái samningum ekki rift. Verðlagsstofnun skal fylgjast með því að greiðslukortastarfsemi verði í samræmi við sanngjarna við- skiptahætti og feli ekki í sér þving- anir, samkvæmt frumvarpinu. Kortaútgefendum ber að upplýsa stofnunina um hvernig greiðslu- miðlunin fer fram svo og hvernig greiðslur verði inntar af .hendi, um helstu skilmála varðandi notkun kortanna og um helstu viðskipta- og samningsskilmála kortaútgef- anda. Þá á Verðlagsstofnun að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem hún telur sig þurfa vegna þessa eftii'lits. Sérstök ákvæði eru um skaða- bótareglur. Þar á meðal að'ráðherra skuli með reglugerð ákveða hámark þeirrar bótaíjárhæðar sem korthafa sé skylt að bera vegna misnotkunar kortsins, nema um sé að ræða mis- notkun sem framin er af stórkost- legu gáleysi eða ásetningi. BARNAMYMDflTÖKUR 15% afsláttur í tilefni 150 ára afmælis Ijósmyndarinnar ♦ Opið á laugardögum Ekið á mann MAÐUR á sjötugsaldri hlaut höf- uðáverka og var lluttur á sjúkra- hús þegar vörubíl var ekið á hann í Skógarhlíð laust fyrir miðnætti á íostudag. Meiðsli mannsins reyndust ekki eins al- varleg og óttast var í fyrstu og var hann útskrifaður af sjúkra- húsi á sunnudag. Maðurinn var á gangi suðuryfir Skógarhlíð við biðstöð SVR þegar hann varð fyrir Volvo-vörubíl á leið austur götuna. Ilann hlaut höfuð- áverka og skarst að auki. Hann var um tíma á gjörgæsludeild en var útskrifaður af sjúkrahúsi á sunnu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.