Morgunblaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/AIVINNULÍF'' ÞRIÐ.rUD'AGUK ’T. NÓVEMBER 1989 Iðnaður Iðnþing vill auka frjálsræði og minnka ríkisafskipti Dregið verði úr miðstýringu og komið á jafnvægi í ríkisfjármálum Á 43. Iðnþingi íslendinga nýverið var ályktað um nýja stefhu í efhhags- og atvinnumálum. I ályktuninni er lögð áhersla á að í slíkri steftiu komi fram eftirfarandi áhersluatriði: Dregið verði úr miðstýringu, ríkis- forsjá og ríkisútgjöldum og með því móti komið á jafnvægi í ríkisfjár- málum. í öðru lagi að unnið verði að því að draga úr sveiflum á öði-um sviðum, með tekjujöfnun í sjávarút- vegi og bættri skipan fjárfestinga- mála, sem miðist við að auka arðs- ama fjárfestingu en hætta opin- berum afskiptum af henni. Með því móti skapist skilyrði til að draga úr verðbólgu. Þá er lagt til að frelsi í gjaldeyris- málum verði aukið og stefnt að því að íslensk fyrirtæki eigi kost á hlið- stæðri íjármálaþjónustu og erlendir samkeppnisaðilar. Gengisskráning miðist við jafnvægi í utanríkisvið- skiptum og stöðugleika í raun- gengi. Starfsskilyrði atvinnuveg- anna innbyrðis verði jöfnuð og þau jafnframt færð til samræmis við það sem gerist hjá helstu viðskipta- þjóðum. Þá er lagt til að skattalög- um verði breytt til að örva eiginfjár- myndun í atvinnulífi. Óhikað verði njd:t hagkvæm iðnaðarfæri á sviði orkufreks iðnaðar og jafnframt þeir möguleikar, sem það felur í sér fyrir verktaka- og þjónustuiðnað og úrvinnsluiðnað. Loks er lögð áhersla á að efla hagnýta menntun, rannsóknir, nýsköpun, vöruþróun og markaðsstarf fyrirtækja, svo og að greiða fyrir samstarfi fyrirtækja. I samræmi við þetta gerði þingið sérstaka ályktun og eflingu mennt- unar og iðnffræðslu, auk þess sem ályktað var um virðisaukaskattinn. Þar er lögð áhersla á að veittur verði greiðslufrestur á virðisauka- skatt við innflutning á hráefni, vél- um og tækjum til iðnaðar. Nú framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarmanna var kjörin á þinginu og skipa hana: Haraldur Sumarliðason, húsasmíðameistari, forseti, varaforseti Skúli Jónsson, framkvæmdastjóri og meðstjórn- endur þeir Gunnar S. Björnsson, húsasmíðameistari, Guðmundur H. Jónsson, rafverktaki og Haraldur Friðriksson, bakarameistari _ en í varastjórn þau Arnfríður Isaks- dóttir, hárgreiðslumeistari, Sigurð- ur Sigurðsson, húsasmíðameistari á Akureyri, og Garðar Erlendsson, blikksmíðameistari. Matvælaiðnaður KYNNING — Hurðaborg hf. hefur undanfarna daga gengist fyrir kynningu á Crawford bílskýlis- og iðnaðarhurðum í Kringlunni. Iðnaðarhurðirnar hafa lengi verið á íslenskum markaði en sýningin miðast ekki síst við að sýna hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða fyrir bílskýli, auk nýjunga á iðnaðarhússmarkaðinum. Var í tilefni af kynningunni afhent lOOOasta iðnaðarhurðin sem afgreidd er hér á landi og fór hún til Skinneyjar á Höfn í Hornafirði. A myndinni sjást þeir Stefán Ólafsson í Hurðaborg og Lennart Carlsson, forstjóri Craw- ford Diplomat. Kynningin í Kringlunni stendur út þessa viku. JARÐSKJÁLFTAR SUÐURLAND UG SAN FRANCISCO Almennur fræðslufundur á vegum kynningar- nefndar Verkfræðingafélags íslands í Norræna húsinu þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.00. ★ Verður væntanlegur Suðurlandsskjálfti sam- bærilégur við jarðskjálftann í San Francisco? ★ Hver verða áhrif hans á mannvirki? ★ Eru þau hönnuð og byggð til að standast slíkan skjálfta? ★ Þarf að styrkja íslensk mannvirki á jarð- skjálftasvæðum? Frummælendur á fundi um ofangreind máiefni verða: Björn Ingi Sveinsson, jarðskjálftaverkfræðingur, sem starfað hefur að jarðskjálftamálum í San Francisco sl. 10 ár, Ragnar Sigbjörnsson, forstöðumaður Verk- fræðistofnunar Háskólans og Páll Halldórsson, eðlisfræðingur. Þeir tveir síðarnefndu eru nýkomnir úr skoðunar- ferð til San Francisco. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu. Mjög lágt verð. STÆRÐIR: STÆRÐIR: 145R12 175/70R13 155R12 185/70R13 135R13 175R14 145R13 185R14 155R13 185/70R14 165R13 195/70R14 175X13 165R15 Gerið kjarakaup Sendum um allt land BARÐINN, Skútuvogi 2, Reykjavik. Símar 91-30501 og 84844. Hugmynd um að leggja niður mjólkurstöðvar mótmælt STJÓRN INVEST mótmælir harðlega hugmyndum um að leggja niður vinnslustöðvar mjólkur víða á landsbyggðinni, segir í ályktun sem Morgunblaðinu hefiir borist frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra (INVEST). Stjórnin álítur, að sú úrvinnsla mjólkur, sem fram fer á Norðurlandi vestra og víða á laildsbyggðinni, sé ekki ástæða mikils milliliðakostnaðar við mjólkurvörur. Hún bendir á, að sumar þeirra mjólkurstöðva, sem hugmyndir eru um að leggja niður, séu svo hagkvæmar í rekstri, að þær hafa ekki þurft verðjöfnun til fram- leiðslu sinnar. Það megi öllum vera ljóst, sem af vilja vita, að offjárfest- ing í íslenskum mjólkuriðnaði sé fyrst og fremst í Reykjavík. Stjórn INVEST vill í þessu sam- bandi beina því til „íslenskrar get- spár“, að fyrirtækið kaupi nýbygg- fngu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, fremur en að bæta við enn einu stórhýsinu á Reykjavíkur- svæðinu. Á MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Grundvallarrit hagfræðinn- ar heitir „Litla gula hænan “ Undirstöðuatriði hagfræðinnar er yfirleitt að finna í fyrsta kafla kennslubóka í hagfræði. Þau fjalla um sparnað sem upphaf auðs, eða upphaf efnahagslegrar velferðar. Þessi kafli hefur verið gefinn út á mannamáli í formi barnasögu, sem ber heitið „Litla gula hænan.“ Sagan af litlu gulu hænunni er dæmisaga um það hvernig velferð fæst með því að fresta neyslu en leggja saman arð og vinnu og skapa þannig ný og meiri verðmæti. Á verðbólguskeiði framsóknar- áratuganna hætti íslenskur almenn- ingur að trúa því að sparnaður væri upphaf auðs, þótt svo væri vitaskuld áfram. Það sem þá gerð- ist var hins vegar það að sparnaður varð upphaf auðs annarra en þeirra sem lögðu fé til hliðar. Með rangri peningamálastefnu voru lán niður- greidd með þeim hætti að vaxta- tekjur voru teknar af þeim sem spöruðu og greiddar út til hinna sem skulduðu. Skoðanabræður Marteins Mosdals íslenska millifærsluhagkerfið hefur alltaf verið að flytja peninga milli fólks með einhvers konar nið- urgreiðslukerfi og fyrir bragðið hef- ur boðskapur litlu gulu hænunnar ekki náð til almennings sem skyldi. Eðlilegur sparnaður hefur ekki fengið að þrífast. Skoðanabræður Marteins Mosdals í öllum flokkum hafa jafnan séð ástæðu til að ger- ast rausnarlegir með fé annarra og hafið tilflutninga fjár milli manna með dyggilegri aðstoð skattkerfis. ; Þannig hafa þeir grafið undan hinni sjálfsögðu viðleitni almennings til að halda í við sig með neyslu en spara til efri ára og óvissutíma. Bandaríski prófessorinn Franco Modigliani fékk einmitt nóbelsverð- laun fyrir að leiða í ljós með rann- sóknum þann sannleik að þörfin fyrir að spara væri manninum eðli- leg. Hún er sterkust þegar dregur nær miðjum aldri, þegar börnin eru „Háir vextir eru mæli- kvarði á heil- brigði og styrk atvinnulífs- ins . . .“ að vaxa úr grasi, tekjur orðnar rúm- ar og. síðdegi ævinnar að komast í augsýn. Á grundvelli þessara rann- sókna Modiglianis hafa menn þróað fjármagnsmarkaði sem byggja á almennum sparnaði og viðleitni borgaranna til að jafna ráðstöfunar- tekjur sínar. Blessun hárra vaxta Lánastofnanir og sjóðir ávaxta þetta fé og veita þannig fjármagni inn í atvinnulífið. Fyrir hönd vænt- anlegra lífeyrisþega krefjast þeir að sjálfsögðu hæstu fáanlegra vaxta, og fyrirtækin greiða svo mikið sem þeim er unnt, þannig að þau skili samt hagnaði og greiði mannsæmandi laun, að kröfu laun- þegasamtakanna. Þannig verða háir vextir mæli- kvarði á heilbrigði og styrk atvinnu-. lífsins. Vel reknu fyrirtækin geta greitt hærri vexti en hin, og þannig borið bæði uppi launagreiðslur til hinnar yngri og vinnandi kynslóðar, og skilað eldri kynslóðinni ávöxtun af ævisparnaðinum. Háir vextir hvetja svo til sparnað- ar uns því marki er náð að offram- boð verðut' á sparifé og vextir taka að lækka að nýju. Þá um stund ríkir eins konar jafnvægi á fjármagns- markaði. Þar til hin best reknu fyr- irtæki eygja enn meiri möguleika á að gera lánsfé að afli nýrra fram- kvæmda og vextir hækka enn. Meinhornskenningar Því er oft haldið fram í dægurum- ræðu meinhorns hinnar íslensku þjóðarsálar, að háir vextir séu verð- bólguhvetjandi niðurrifsafl. Slíkar kenningat' standast ekki hagfræði- Iega skoðun. Háir vextir hvetja til sparnaðar. Sparnaður dregur úr eftirspurn eftir neysluvöru og þjón- ustu og hefur þannig verðhjaðnandi áhrif. Háir vextir eru hins vegar krafa þeirra sem leggja til hliðar, jafn gild og jafn réttlát og kröfur launþegasamtaka um bætt kjör. Háir vextir eru því bæði nauðsyn og þörf í þjóðfélagi sem gerit- mikl- ar kröfur um almenna velferð, og þar með um stöðuga nýsköpun í atvinnulífi. En skyndileg hækkun vaxta, eins og orðið hefur á undan- förnum árum, er Jiins vegar sárs- aukafull snerting við efnahagslegan veruleika. Sársaukafull þeirri kyn- slóð sem fór á mis við boðskap litlu gulu hænunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.