Morgunblaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 24
25 24 MORGÍMbLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAOUR 7. NÓ.VEMBER 1989; Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundssön, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr,-eintakið. Mitterrand í Reykjavík Francois Mitterrand Frakk- landforseti kemur hingað til lands í dag. Erindi hans er ekki að ræða um tvíhliða sam- skipti Frakklands og íslands heldur kemur hann sem forseti leiðtogaráðs Evrópubandalags- ins (EB) til að ræða við Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra sem formann í samskonar ráði hjá Fríverslun: arbandalagi Evrópu (EFTA). í viðræðunum verður fjallað um samband bandalaganna tveggja. Má segja að þær séu upphaf lokalotunnar í könnun- arviðræðum aðilanna. Stefnt er að því að þeim ljúki fyrir ára- mót og síðan hefjist formlegar samningaviðræður um það sem hefur verið kallað evrópskt efnahagssvæði á næsta ári. í því felst að fella niður sem flest- ar viðskiptahindranir á milli þessara tveggja ríkjahópa; myndaður verði 18 ríkja Evr- ópumarkaður. Þróun mála hefur verið ákaf- lega ör í Evrópu undanfarin misseri. Þar ber atburðina fyrir austan járntjald auðvitað hæst. Þar eru að verða mun sögulegri umskipti en í samskiptum EFTA og EB og er eðlilegt, að at- hygli manna beinist frekar þangað en að þeim viðræðum sem fram hafa farið á milli vest- rænna Evrópuríkja undanfarna mánuði. Vegna forystu íslands í ráðherranefnd EFTA höfum við fylgst meira með því en aðrir hvernig Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og aðrir forráðamenn EFTA hafa haldið á spilunum. Verður ekki annað sagt en þar hafi verið gengið skipulega til verks og ekki hafa borist fréttir af neinum óvæntum erfiðleikum eða hindrunum. Koma Mitterrands til Reykjavíkur og viðdvöl hans hér sýnir, þótt hún sé stutt, að EFTA-mál eru að komast á verkefnalista stjórnmálamann- anna innan EB. Raunar er ekki seinna vænna, ef tímaáætlanir eiga að standast. Mitterrand vill með íslandsheimsókn sinni sýna, að hann hefur persónu- lega áhuga á að viðunandi nið- urstaða fáist í viðræðunum við EFTA og hann tekur málið í sínar hendur. I því einu felst mikil vísbending um hvaða tök- um málið verður tekið. Virðing embættis Frakklandsforseta vegur þungt innan Frakklands sem utan. Opinberar umræður um af- stöðu ríkisstjórnar Islands til þeirra mála, sem hafa verið efst á baugi í könnunarviðræðum EFTA og EB, hafa ekki verið miklar. Fara þær ekki fram á Alþingi fyrr en 23. nóvember næstkomandi. íslenskir ráða- menn hafa hins vegar þeim skyldum að gegna í viðræðun- um við Mitterrand að leggja fyrir hann sjónarmið EFTA- ríkjanna allra og færa fyrir þeim rök, þannig að hagsmuna ríkjanna sé gætt gagnvart EB. I viðræðunum um „frelsin fjög- ur“, það er afnám hindrana í verslun og þjónustu og varðandi fjármagn og vinnuafl er ekki um óbrúanlegt bil að ræða á milli EFTA og EB. Það sem mestu skiptir á síðustu stigum málsins er að gera sér grein fyrir því hvernig formlegum, eða lagalegum og stofnanaleg- um samskiptum EFTA og EB verður háttað. Ein helsta ástæðan fyrir því að EFTA-ríkin ganga ekki hreinlega í EB er sú, að Evrópu- bandalagið er yfirríkjastofnun, innan þess eru teknar ákvarðan- ir sem binda ríkisstjórnir aðild- arríkjanna, hvort sem þær veita samþykki sitt eða ekki. Hefur þetta nána samstarf verið að mótast og þróast í rúma þrjá áratugi. EB-ríkin, með Frakka í broddi fylkingar, vilja ekki að samstarf við EFTA raski þeirri stjórnskipan sem myndast hefur innan EB. Einmitt af þeirri ástæðu ræða menn um „tveggja-stoða“ samstarf EFTA og EB, þar sem hvor aðili um sig hagi ákvörðunum í samræmi við eigin reglur en síðan verði hönnuð leið til að beina þessum ákvörðunum í sameiginlegan farveg. Sannfærist Mitterrand um að samstarf við EFTA flæki ekki innri mál Evrópubanda- lagsins mun hann leggja þessu samstarfi liðsinni sitt. Á þetta reynir hér í Reykjavík. íslenskir ráðamenn hljóta þó einnig að nota tækifærið og benda hinum áhrifamikla gesti sínum á mikilvægi þess fyrir okkur íslendinga, að EB hagi fiskveiðistefnu sinni þannig að fullt tillit sé tekið til þeirra ríkja, sem eiga allt sitt undir sjávarút- vegi. Við þurfum „fimmta frels- ið“ fyrir sjávarútveg eins og Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, orðaði það á síðasta Fiskiþingi. Rætt við verkamenn í Sundahöfii: Hafa ekkí samþykkt kj arasamning'a í tvö ár „Það er engin spurnmg með það að verkalýðsforystan virðist hafa allt aðra hagsmuni í fyrirrúmi en hagsmuni verkafólks," sagði Jó- hann Ingvar Harðarson, starfsmaður hjá Eimskipafélagi Islands í Sundahöfh. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við nokkra verkamenn í Sundahöfn, en fyrir fáeinum dögum samþykkti fundur þeirra álykt- un þar sem kemur fram hörð gagnrýni á leiðtoga alþýðunnar og síendurteknar árásir ríkisvaidsins á lífsafkomu almúgafólks. Einnig kom á fúndinum fram óánægja með að verkstjórar vinni að staðaldri á lyfturum og gangi þannig inn í störf tækjamanna og aðgerðir sem Eimskip hefur verið með til þess að fá menn til að hætta fyrir sjö- tugt. Samþykkti fúndurinn orðsendingu til Eimskips varðandi þessi atriði. Morgunblaðið/Emilía Jóhann Ingvar Harðarson Jóhann sagði að verkalýðsforyst- an hefði líka fjarlægst verkafólkið og nefndi sem dæmi að formaður Dagsbrúnar hefði lofað fyrir ekkert svo mörgum árum að koma oft á ári að tala við hafnarverkmenn, en hann hefði ekki sést þar undanfarið ár. Jóhann sagði að hafnarverka- menn væru afskiptir. Það sýndi framkoman í síðustu samningum þegar ekki hefði verið haft nægilegt samráð þegar skrifað var undir. Ilafnarverkamenn hefðu dregist mjög aftur úr í launum miðað við aðra hópa innan Dagsbrúnar, svo sem starfsmenn hjá Reykjavíkur- borg, og aðra hópa sem hefðbundið væri að miða við. Þetta hefði byijað í kringum 1984 en þá hefðu allir „skúffusamningar" átt að koma fram. Hafnarverkamenn hefðu ver- ið tilbúnir til þessa og þá hefði munað rúmum 22% á þeim og öðr- ufn hópum innan Dagsbrúnar. Allir hefðu heimtað þetta sama án þess að leggja fram upplýsingar um sín sérkjör. Hann sagði að ekki hefði verið um beinar launahækkanir að ræða síðustu ár, heldur hefðu hækkanir fengist fram gegn því að verka- menn við höfnina hefðu látið eitt- hvað á móti. „Það eru eilíf kaup, það eru aldrei neinar beinar launa- hækkanir. Við erum að selja kaffi- tíma eða matartíma og það hefur allt falist í þessu en ekki beinum hækkunum," sagði Jóhann. Hann segir að það hafi alltaf verið talað um hafnarverkamenn sem heista stríðsvagn Dagsbrúnar, en sá stríðsvagn sé orðinn ansi ryk- fallinn. Hafnaiverkamenn muni bíða og sjá til hvaða áhrif fundurinn hafi og hvort það verði einhver vakhing eða ekki. Miðað við ástand- ið í þjóðfélaginu verði erfitt að leið- rétta kjörin, „en það reynir hver sem beturgetur að ná sínu fram“. Aðspurður um ríkisstjórnina seg- ir hann að það sýni sig leynt og ljóst að hún sé ekki að vinna fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Hún virðist þjóna hagsmunum sjálfrar sín fyrst og fremst. „Það virðist því miður vera sama hveijir sitja við stjórnvölinn í dag. Að minnsta kosti virðist verkafólk ekki eiga neina skörunga til þess að taka á sínum málum af einhveiju viti,“ sagði Jó- hann að lokum. Menn beittir þrýstingi til að hætta „Verkalýðsforystan hefur ekki sést hér þrátt fyrir ítrekuð loforð, Kristján Jónsson nema þá trúnaðarmenn okkar og einn honum til aðstoðar, mér liggur við að segja árum saman,“ sagði Kristján Jónsson. „Ég átti smá samtai við einn af fyrirmönnunum í stjórnstöðinni, sem er nýtekinn við, og var eitthvað að nefna að það væri ekki mjög skemmtileg framkoma gagnvart ýmsum sem þeir væru nýbúnir að heiðra með gullmerki að beita þá þrýstingi til þess að koma þeim í burtu. — Ég gef nú lítið fyrir þetta gullmerki — sagði þessi höfðingi og það kannski lýsir vel hugsunar- gangi þeirra í dag gagnvart mönn- unum,“ sagði Kristján ennfremur, en gullmerki Eimskips fá menn eft- ir 25 ára starf. Kristján sagði að það væri hefð fyrir því að menn fengju að vinna til sjötugs hjá Eim- skipafélaginu, en nú hefði verið þrýstingur á að menn hættu eftir að þeir væru orðnir 67 ára, þegar þeir þættu orðnir til trafala. „Hvað er það annað en sálrænn þrýstingur að kalla þessa menn fyrir aftur og aftur og bjóða þeim ef þeir hætti strax lögboðinn uppsagnarfrest. Hvert eiga menn svo að fara? Ekki fara þeir á atvinnuleysisbætur því þeir sögðu upp sjálfir," sagði Krist- ján. Hann sagði að andrúmsloftið hefði breyst gífurlega mikið við höfnina og það sé orðið ómann- eskjulegra. Hann hefði ekki trú á fræðingaveldi og að kenningar lærðar í Bandaríkjunum, hundraða milljóna þjóðfélagi, hentuðu hér. Aðspurður um ríkisvaldið sagði hann að þetta gæti á engan hátt Óskar Emilsson verið ríkisstjórn verkmanna. „Ég hef fylgst með þessu árum saman og þvílíkar blóðsugur, svo ég taki nú djúpt í árinni. Skattagræðgi, til- litsleysi gagnvart launafólki og hroki þeirra sem þar sitja bæði í fjármálastjórn og öðru því miður. Þetta er ekki stjórn launamannsins og síst láglaunamannsins," sagði hann. Ríkisstjórnin ekki staðið sig nógu vel gagnvart verkafólki Óskar Emilsson sagði að það væri óánægja meðal verkamanna með hvernig staðið væri að því að fá menn til að hætta fyrir sjötugt og með hvað verkstjórarnir væru mikið á lyfturum. Þeir væru á lyft- urum að staðaldri með þeim sem til þess væru ráðnir, sem væru allt- of fáir og önnuðu ekki verkefnun- um. Pétur Arnar Vigfússon Aðspurður um sambandið við verkalýðsforustuna, sagði hann að hún væri ekki í neinu sambandi við verkamenn, hún kæmi aldrei inn í Sundahöfn. Forsvarsmennirnir hefðu ekki sést í meira en ár, en ættu að sýna sig til dæmis á mánað- arfresti. Þó hafnarverkamenn ættu einn fulltrúa í stjórn Dagsbrúnar væri hann ekki nema einn af tíu. Hann sagði aðspurður að sér fyndist ríkisstjórnin ekki hafa stað- ið sig nógu vel gagnvart verkafólki. Ekki staðið við bakið á okkur „Mér finnst verkalýðsforystan ekki hafa staðið nógu vel við bakið á okkur og ekki verið nógu iðin við að koma okkar málum á framfæri. Við höfum setið svo lengi á hakan- um,“ sagði Pétur Arnar Vigfússon. Hann sagði að til dæmis í síðustu kjarasamningum hefðu hafnar- verkamenn verið búnir að gera uppkast að sérkjarasamningi, þegar formaður þeirra og varaformaður hefðu skrifað undir að þeim for- spurðum. Hafnarverkamenn hefðu ekki samþykkt kjarasamninga í tvö ár. Samningarnir hefðu verið bornir upp í heild og það væru fleiri í félag- inu en hafnarverkamenn, sem hefðu borið þá ofurliði í atkvæðagreiðslu um samningana. Hann sagði að laun rýrnuðu sífellt í dýrtíðinni og vegna hárra vaxta. „Verkalýðsforystan hefur ekki mótmælt nógu kröftuglega öllum þessum hækkunum bæði á vöxtum og öðru og hver er það annar en ríkisstjórnin sem stendur að því að hækkanirnar verða?“ sagði Pétur. Hann segist vilja út- lýma prósentuhækkunum á laun og taka upp krónutöluhækkanir í staðinn eða að öðrum kosti setja þak á prósentuhækkanir og nefnir sem dæmi nýlega launahækkun al- þingismanna og nýlega hækkun verkamanna sem nam 5 krónum á klukkustund á hæsta taxta Dags- brúnar. „Það er talað um að fólk eigi að herða sultarólina. Pýramídi stendur á breiðum grundvelli, en ég tel að það sé búið að snúa þjóðfélaginu við og píramídinn standi á toppnum. Hann getur ekki staðið lengi á toppnum, einhvern tíma hlýtur hann að velta. Það er búið að of- keyra þjóðfélagið og yfirbyggingin er orðin of mikil." Pétur segir að miðstjórnai’valdið sé svo sterkt í Vinnuveitendasam- bandinu að þó Eimskipafélagið vildi hækka kaupið við verkamenn fengi það það ekki fyrir „Garðastrætinu“. „Ef Eimskip ætlar að rétta okkur túkall þá slær Vinnuveitendasam- bandið á puttana á því. Það má ekkert hreyfa, því þeir eru hræddir um að hækkunin fari út í þjóðfélag- ið. Það má ekki leyfa neina hækkun umfram það almenna. Eimskipafé- lagið er Vinnuveitendasambandið og Vinnuveitendasambandið er Eimskipafélag íslands,“ sagði Pétur að lokum. Sambandsstjórnarfundur Málm- og skipasmiðasambands íslands: Hertar reglur um útboð og meðferð tilboða Sambandsstjórnarftindur Málm- og skipasmiðasambandsins var baldinn um helgina á Egilsstöðum. Þar var samþykkt ályktun til stjórnvalda þar sem meðal annars er farið fram á að reglur um útboð og meðferð tilboða verði hertar og veitt samskonar greiðslu- ábyrgð innanlands og erlendis. í ályktun MSÍ segir að uppsagn- ir 4-500 starfsmanna, á sama tíma og verið er að smíða skip fyrir tvo milljarða erlendis, sé dæmi um að- gerðaleysi stjórnvalda. Haldi svo áfram muni íslenskar skipasmíðg- stöðvar hverfa og skip jafnvel þurfa að leita út eftir smæstu viðgerð. MSÍ krefst þess að veitt verði sams konar greiðsluábyrgð ihnan- lands og utan, vegna verkefna sem unnin eru fyrir sjávarútveginn og þar sem íslensk málmiðnaðarfyrir- tæki eru í samkpenni við erlend. Að settar verði reglur um útboð og meðferð tilboða sem tryggi að íslenskum fyrirtækjum verði gert mögulegt að bjóða í verk, tryggt sé að ráðgjafafyrirtæki séu ekki umboðsaðilar á þeim markaði sem ráðgjöf þeirra nær til, að erlendum undirboðum eftir útboð verði ekki tekið og að útgerðaraðilum verði heimilað að kaupa endurbyggð skip af ísienskum stöðvum og iáta minni skip upp í, innan ramma stækkun- arreglna. Einnig er farið fram á að erlendum fiskiskipum verði heimil- að að leita til íslands til viðgerða, að tryggt verði að rninnst heiming- ur af fjárfestingum næstu þrjú árin renni til nýsmiði innanlands og að allar endurbætur fiskiskipa verði framkvæmdar innanlands, ef íslensk tilboð eru þjóðhagslega hag- kvæmari en erlend. í annarri ályktun fundarins er skorað á ráðherra samgöngu og fjármála að tryggja innlendum skipasmíðstöðvum smíði Vest- mannaeyjafeiju, auk viðhalds og endurbóta á öllum skipum og öðrum mannvirkjum á vegum hins opin- bera. Þannig geta stjórnvöld með beinum aðgerðum komið í veg fyrir fjölda atvinnuleysi málmiðnaðar- manna í landinu, segir í lok álytkun- arinnar. Ólafsgörður: Múlinn lokaðist ÞUNGFÆRT var víða á vegum norðanlands um síðustu helgi og var vegurinn um Ólafsfjarðar- múla lokaður frá laugardags- kvöldi þar til í gær er hann var ruddur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð íslands hafði í gær tekist að moka alla helstu vegi norðan- lands nema á Möðrudalsöræfum. Þá er Víkurskarð aðeins fært jepp- um og stórum bílum og þungfært er um Öxnadalsheiði og Tjörnes. Að öðru leyti er þokkaleg færð víðast hvar á landinu en sums stað- ar er þó töluverð hálka. Vandi sem þarf að leysa eftirJón Sveinsson Að undanförnu hefir verið tals- verð umræða um innlenda skip- asmiði og hvernig hún hefir færst út úr landinu á seinustu árum, ásamt flestum meiriháttar viðgerð- um og breytingum fiskiskipa, sem leitt hefir til þess að allur skipaiðn- aðurinn er í stórhættu, hann þrífst ekki á smáverkefnum einum. Margur er uggandi vegna þessa, og gerir sér grein fyrir að hér er um mikia hagsmuni að ræða, sem varða bæði útgerðina, iðnaðinn og þjóðarheildina, stoðir eru fremur of fáar en margar undir atvinnuveg- um okkar. Þetta stafar m.a. af beinum að- gerðum og skeytingaleysi stjórn- valda um þessi málefni, mörg und- anfarin ár. Það er þó góðs viti að einn ráð- herra hefir ioksins komið fram og látið til sín taka af fullri alvöru, og bent á hreinan aumingjaskap okkar hvað varðar málefni og umhverfi málmiðnaðarins, sem er óneitanlega mikilvæg undirstaða undir alla vél- væðingu og því að hún megi nýtast vel einni þjóð. Rætt var við Júlíus Sólnes hag- stofuráðherra, í sjónvarpinu 31. okt. sl., en honum hefir m.a. verið falið hið mikilvæga verkefni að huga að bættu umhverfi fyrir at- vinnuvegi landsmanna, sem tæpast er vanþörf á að sinna. Vænta nú kunnugir góðs af störfum hans. Ráðherrann var hvassyrtur og beinskeyttur í sjónvarpinu og raun- verulega furðulostinn yfir háttalagi okkar í atvinnumálum, einkum hvað varðar málmiðnaðinn, sem er mjög mikilvægur fyrir viðhald og æski- lega tækniþróun í skipasmíði. Vitn- aði ráðherrann til uppsagna hjá Slippstöðinni þar sem stundum hafa unnið allt að 330 manns, að með- töldum 60 lærlingum. Uppsagnir og skipaiðnaði stefht í rúst Flestar skipasmíðastöðvarnar búa við óvissa verkefnastöðu, enda ekki unnt að halda uppi viðunandi þjónustu við fiskveiðiflotann nema nokkur nýsmíði sé einnig fyrir hendi. Ef ekki verður breytt um stefnu og hendi tekið til má búast við að skipaiðnaður okkar leggist í rúst og unnið sé fyrir gýg áratuga uppbyggingarstarf. Nú um mánaðamótin var öllum starfsmönnum Slippstöðvarinnar á Akureyri sagt upp störfum, um 220 talsins. Hið sama gerðist hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi, þar sem 35 mönnum var sagt upp störfum samtímis. Hjá Stálvík hf. í Garðabæ var þeim 50 skipasmiðum sem eftir voru í'mars sl. sagt upp störfum. Þar höfðu unnið allt að 200 manns að meðtöldum 40 lærlingum. Auk þessa- hafa gjarnan unnið hjá Stálvík hf. um 30 menn frá undir- verktökum. Illa horfir með verkefni hjá Skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ell- ert á Akranesi, þar sem hafa unnið allt að 230 manns. Þijár stöðvar hafa um árabil verið með um 75% afkastagetu innlendra skipasmíða- stöðva og veitt um 750 manns vinnu, aðrar stöðvar um 250, sam- tals er þetta um eitt þúsund manns. Uppeldisstöðvar með Qölþætta kunnáttu Skipasmíðastöðvarnar eru mikil- vægt uppeldis- og kennslusetur fyr- ir málmiðnaðinn m.a. fyrir verðandi vélstjóra, tæknifræðinga og verk- fræðinga. Þær hafa t.d. alið upp flesta þá bestu rafsuðumenn sem annast vandasama rafsuðu í hita- veitum okkar. Nú eru sumir þeirra farnir að taka að sér verkefni er- lendis, og munu hasla sér þar völl. Ekki minna en 14 fiskiskip 70-800 brt. eru í smíðum og um- samin erlendis fyrstu átta mánuði þessa árs samkv. skrá Siglinga- málastofnunar ríkisins. Nánast öll okkar skipasmíði er nú aftur komin í hendur erlendra skipasmíðastöðva. Sama máli hefur gegnt um stærri skipaviðgerðir og breytingar undanfarin misseri. Vinna fyrir 5000 manns 1970 til 1982, sem greiða gjöld — steftia nú á atvinnuleysisbætur Á áttunda áratugnum veitti skipaiðnaður okkar beint og óbeint um 5.000 manns vinnu hér á landi, með eitt þús. menn í skipasmíði. Því reiknað er með að eitt þús. menn í skipasmíði skapi óbeint 4-5 þús. tengd störf úti í þjóðfélaginu. Nú stefnir allt í stöðvun eins og rakið er hér á undan. Stálskipa- smíði er atvinnugrein sem farin var að skapa sér góðan sess í þjóð- félaginu og framleiða veruleg verð- mæti árlega, um 58% af meðal nýsmíðaþörfinni 1972. Þá unnu um 1.100 menn við skipasmíði á íslandi og skráð gengi krónunnar okkar viðurkennt í nágrannalöndunum. Allir greiða þessir starfsmenn sína skatta til okkar sameiginlega sjóðs, sem ber uppi menntakerfi, heil- brigðiskerfi, kostnað við samgöngu- net og annað sameiginlegt. Þessir skattar tapast okkur, þegar smíðað er erlendis fyrir okkur. Það skýrir nokkuð hversvegna mörg hinna þróuðu iðnríkja leggja svo mikið uppúr því að halda sem mest í skipasmíðina. Margir greiða niður, með því mæli ég ekki. Bandaríkja- menn leyfa þegnum sínum einungis að landa fiski úr skipum sem lagð- ur hefur verið kjölur að í Banda- ríkjunum. Rökstuðningurinn er nauðsyn þess að varðveita og við- halda tæknikunnáttu tengda fiski- skipum. Norðmenn hafa greitt niður skipasmíði og búnað til þeirra, mis- munandi mikið, eftir því hvað miklu hærri tilboð þeirra eru en íslensk. Það sama gegnir um margar aðrar þjóðir Vestur-Evrópu. Þetta snýst við ef íslensku fyrirtækin hætta. Þá munu tilboðin hækka en ekki lækka. Jón Sveinsson „Nánast öll okkar skipasmíði er nú aftur komin í hendur er- lendra skipasmíða- stöðva. Sama máli hefiir gegnt um stærri skipa- viðgerðir og breytingar undanfarin misseri.“ Hversvegna tapaðist skipaiðnaðurinn á nýjan leik úr landi? Verðbólgan er höfuðvandi allrar atvinnustarfsemi í landinu. 1. Mis- tök aldarinnar, kalla menn nú, þá stjórnvaldaaðgerð er stöðvaði smíði fjögurra landróðrabáta í miðjum klíðum. Af því hlutu stöðvarnar óbætanlegt tjón. 2. Lánareglur eru innlendri skipasmíði ekki nógu hag- kvæmar. 3. Áð hluta til stafar þetta af framkvæmd fastgengisstefnu án nauðsynlegra viðbótarráðstafana og því að gengið hefir verið skráð hærra en svo að útgerð og fisk- vinnsla lifi sæmilega af. Gengis- skráning röng, raunverulega hefir gjaldeyrir verið á útsölu og útflutn- ingsgreinarnar verið að sligast. Skipaiðnaðurinn lýtur sömu lögmál- um og útgerðin í opinni samkeppni við útlönd. Gangi vel hjá útgerðinni hefir venjulega gengið vel hjá skipa- smiðjum. Munurinn er þó sá að landhelgin er lokuð útlendingum, fyrir okkar eigin útgerð, en í nýsmíði og viðgerðum komast þeir upp með að greiða niður og beita aðferðum sem bijóta í bága við fjöl- þjóðasamninga. 4. Bankaábyrgðir fást á erlendar viðgerðir en ekki innlendar, þessu verður að kippa í lag. Það eru ómarktæk rök sem tals- menn banka og jafnvel iðnaðarráð- herra hafa borið fyrir sig í umræðu við forustumenn iðnaðarins, að eðli- legt sé að veita bankaábyrgðir á viðgerðir erlendis, en ekki innan- lands, vegna verri aðstöðu og ókunnugleika útlendinga á högum viðkomandi útgerðar. Allar þessar erlendu stöðvar hafa duglega um- boðsmenn fyrir sig hér og þeir gæta viðkomandi hagsmuna vel. Vélsmiðjur Það er ekki fögur mynd sem dregin er upp hér að framan af Ottó Þorláksson ástandi hjá skipasmíðastöðvum okkar. Því miður er það ekki sjáan- lega betra hjá stærri vélsmiðjunum, margar þeirra hafa hætt rekstri og meðal þeirra eru jafnvel sumar bestu vélsmiðjur landsins, sem stað- ið hafa á gömlum merg, og voru með góðan'fjárhag þegar þær lok- uðu. I stað þeirra má nú sjá smá- hópa, tvo, þrjá menn saman rölta milli skipa með verkstæðið allt í smátösku. Þetta gerist á sama tíma sem þjóðina vantar að framleiða meiri verðmæti til þess að standa undir því þjóðfélagi sem við viljum gjarnan reka, með fullkominni heil- brigðisþjónustu og háþróuðu menntakerfi. í stað þess að fram- leiða fyrir markað sem við eigum sjálf, og verður að teljast hluti af árangri útfærslu landhelginnar, lát- um við fjölda vinnufærra manna ganga atvinnulausan, sjálfum sér til leiðinda og heilsutjóns, engum að gagni. Þetta gerist hjá lítilli þjóð sem telur einungis'/i úr milljón. Hún er ekki ólæs, hún er vel menntuð | e.t.v. ekki rétt menntuð, en hér l gætu allir haft nóg að starfa ef j rétt væri haldið á málum. Við erum | öll samábyrg, ein stór fjölskylda < sem getur gert betur, sá tími er j vonandi ekki of langt undan. Ilöfundur er framkvæmdastjóri ) þróunar- og markadsöflunar Stálvíkur hf. Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.