Morgunblaðið - 12.11.1989, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1989, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 ríkisins. Ellilífeyrir, tekjutrygging og uppbót nema samtals kr. 58.187,00, en það er einmitt sú upphæð sem greiða þarf fyrir vist á Hrafnistu í mánuð. Síðan fá vistmenn vasapeninga, þeir sem eru á sjúkradeild fá 5.290,00 á mánuði, og þeir á vistdeildinni kr. 6.296,00. Þeir vistmenn sem hafa greitt í lífeyrissjóð um dagana geta þó haft meira milli handanna. 390 manns bíða nú eftir vist og segir Rafn að það sé lítið mið- að við sem áður var. „Þegar fólk sækir um vist hér,“ segir hann, „þá viljum við helst að það dvelji hér til reynslu í mánuð. Við biðjum ættingjana láta allt ósnert heima, eða allt þar til vistmaður fer að tala um að „fara heim“ þegar hann er í heimsókn hjá þeim.“ Rafn segist vera stoltur af því að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem fram fer á heimilinu, og það er greinilegt að hann vill hafa dálítinn „klassa“ yfir búskapn- um.„Fólki hefur líkað vistin hér vel,“ segir hann, „það veit líka að það verður að koma með sína gæfu — sína sól hingað inn.“ Klukkan er rúmlega átta að morgni og forstöðukona vistdeilda, eða húsmóðirin, hún Jóhanna Sigmarsdóttir, réttir mér bláan slopp gangastúlkunnar og fer síðan með mig upp á eina deildina. í býtibúrinu eru stúlkurnar að undirbúa morgunmatinn til þeirra sem fá hann inn til sín á herbergin, því ekki eru allir sem treysta sér niður í borðsal svona fyrst á morgn- ana. Ég vinn morgunverkin með Auði Kristjánsdóttur ög við ýtum á undan okkur vagninum með öllum morgun- verðarbökkunum éftir löngum gang- inum. Auður drepur létt á fyrstu dymar, gengur svo inn, býður vist- manni góðan daginn með nafni og ég reyni að muldra eitthvað ofan í sloppinn líka. „A ég ekki að kveikja ljós hjá þér elskan?" segir Auður, en innan úr myrkrinu heyrist: „Æ nei, góða vertu ekki að því.“ Nú já, hugsar maður, ætli gamla fólkinu líði svona illa, vill ekki einu sinni ljós. En þegar fleiri vilja snæða morgunmatinn sinn í rökkrinu fara að renna á mann tvær grímur. Alda- mótakynslóðin hefur víst aldrei verið þekkt fyrir að bmðla með ljós í tíma ogótíma. í hvert sinn sem við opnum her- bergin á ég von á að finna þessa „gömlu lykt“ sem fólk segir að fylgi oft öldraðu fólki, en það er sama hvað ég snusa, ég finn ekki nokkurn skapaðan hlut. Kannski daufan ilm eins og oft finnst í hannyrðaverslun- um. Traustabrestir Við gangastúlkurnar föram í morgunmat niður í borðsal á eftir vistmönnum, en síðan hefjast hin daglegu störf, uppþvottur og ræst- ingar. Ég heyri svona útundan mér að uppi í föndurstofu fari fram morg- unleikfimi og ákveð að stinga mér þar inn áður en ég fer í uppvaskið. HEIMILIÐ FORSTJÓRINN RAFN Sigurðsson er með skrifstofú í mestu umferðinni rétt við anddyrið og segist sætta sig við smæð henn- ar, því staðsetningin geri honum kleift að fylgjast með flestu því sem gerist í húsinu. Jóhanna Sigmarsdóttir, húsmóðirin, er einn- ig með skrifstofu skammt frá Rafni, og til þeirra er hentugt að skjótast þegar uppvask og skúringar eru í aðsigi. Rafn segir mér að Hrafnista sé rekin sem sjálfstæð stofnun, en sé í eigu Sjómannadagssam- takanna. Dvalarheimilið er orðið 33ja ára og nú búa þar 350 manns. Árið 1977 hafi vistmenn verið 455, en þeim verið fækkað jafnt og þétt bæði til að rýmra yrði um hvern einstakling og einn- ig til að fá aðstöðu fyrir hina ýmsu starfsemi sem fram fer inn- an veggja hússins. Á Hrafnistu er bæði hjúkrunar- deild og vistdeild og ér meðalaldur Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Forstjórinn Rafn Sigurðsson segist vera stoltur af þeirri upp- byggingu sem fram fer á heimilinu. vistmanna á hjúkrunardeild 85 ár, en á vistdeild 81 ár. Elsti vistmað- urinn er 98 ára. Vistmenn búa ýmist í hjónaher- bergjum eða einstaklingsher- bergjum, en þau síðarnefndu eru aðeins um 11 fermetrar að stærð. Menn koma með eigin húsgögn og muni inn á Hrafnistu. Þeir deila salerni með nágranna sínum í næsta herbergi en frammi á ganginum er svo baðið, og þar er sérstök baðkona sem aðstoðar þá er þurfa. Á lóð Hrafnistu eru svo þjónustuíbúðirnar við Jökul- grunn og þar búa 36 manns, eða 18 hjón. Vistmenn borga vistgjöld sín sjálfir, ef þeir eru færir um það, en ef ekki þá Tryggingastofnun Föndurstofan er nokkuð stór salur undir súð, ákaflega heimilislegur, og þar standa vistmenn fyrir aftan stóla og teygja sig og beygja. Leikfimi- kennarinn. Þórdís Jónsdóttir, hvetur þau óspart til að lyfta fótunum nú almennilega. „Að draga fætur dugir ekki, sönglar ein konan, jákvæð og bjart- sýn og sveiflar fætinum eins og ball- erína. „í hveijum brakar svona voða- lega?“ spyr önnur tortryggin. morgunuiaoio/F'orKen porKeisson Gangaspjall Þeir voru í þungum þönkum þegar þeir mættust, en notuðu tækifærið og tóku upp veðurtal. „Traustabrestir," heyrist lágt frá gömlum sjómanni. „Þetta var í stólnum," segir annar snúðugt. Karlmennirnir hafa ekki verið eins duglegir og konurnar að sækja leik- fimina að sögn Þórdísar, fannst þetta vera bölvað bull í fyrstu, en þeim fer nú ört fjölgandi. En ég sé nú ekki betur en þeir reyni að svindla á sum- um æfingunum þegar þeir halda að Þórdís sjái ekki til. Nú, en uppvaskið bíður og ég hraða mér niður í býtibúr. En við lyftuna rekst ég á konu með bóka- stafla undir hendinni, og finnst ég þá þurfa að kanna nánar ferðir henn- ar. Hún fer með lyftunni niður í kjall- ara og ég elti hana í blindni eftir einhveijum rangala. Þama í kjallaranum er mikil starf- semi því alls staðar eru skilti: versl- un, endurhæfing, heilsugæsla, lækn- ir, hárgreiðsla, fótsnyrting, þvotta- hús, eldhús, saumastofa, og loksins staðnæmist hún fyrir framan dyr merktar bókasafni. Þetta er lítið herbergi og ég fæ þær upplýsingar hjá bókaverðinum Ragnheiði Sigfúsdóttur, að safnið hafi nú munað fífil sinn fegurri, en húsnæði þess hafi verið tekið undir skrifstofur. Allt stendur þetta þó til bóta, því að í framtíðinni fær það gott rými á efstu hæð einnar álmunn- ar. Konan skilar bókunum sínum, tek- ur eina nýja af vagninum og spyr Ragnheiði: „Manstu hvort ég var búin að lesa þessa?“ Ragnheiður skoðar bókakortið með öllum númerunum, segir svo: „Nei elskan mín, númerið þitt er ekki hérna." Hún veit hvaða númer hver einasti vistmaður á. Vinsælustu bækurnar segir hún mér, eru skáid- sögur, einkum ástarsögur, en endur- minningar og ferðasögur era líka mikið lesnar. Nýklipptur Hjá Páli Sigurðssyni hárskera er mikið að gera og segist hann oft klippa 16 til 20 karlmenn á dag. Hann segist ekki snerta hár á höfði kvennanna að undanskildum nokkr- um „sem pína hann til þess“. Enda engin ástæða því hárgreiðsludöm- urnar Sigríður Friðþjófsdóttir og Guðrún Árnadóttir deila bróðurlega með honum stofunni. Hjá þeim er fullbókað alla daga og koma sumar konur vikulega í lagningu. Einn herramaðurinn, nýklipptur og fínn, stendur upp úr stólnum, styður sig við staf sinn, horfir á mig og réttir mér arminn án þess að segja orð. Ég verð alveg hissa, en átta mig svo á því að ég er í bláum sloppi og tek hið snarasta undir arm hans. Hann á erfitt um gang og við „dólum“ okkur þetta upp á deildina. Hann er nú ekkert sérlega masgjarn, ræðir þó við mig um veðrið eins og það gerist á öllum landshornum og segir það verst fyrir vestan. „Það tollir ekki kjaftur þar,“ segir hann þurrlega og þar með lýkur veðurum- - ræðunum. Þegar við komum úr lyftunni vill ■ hann fara inn í setustofu því nú er komið að „tíukaffinu". Þá tínast vist- menn úr herbergjum sínum og fá sér kaffisopa og spjalla saman. Maður tyllir sér auðvitað niður svona til að heyra í þeim hljóðið og það er ekki annað að sjá og heyra en menn séu ánægðir með lífið og tilverana. Ekkjumaður nokkur rétt Morgunumstang „Það er bara sprettur á henni,“ sagði konan þegar gangastúlkan flaug framhjá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.