Morgunblaðið - 12.11.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.11.1989, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 yfir sjötugt, segir mér að hann hafi komið hingað því hann hafi verið orðinn svo leiður á að vera alltaf aleinn í íbúðinni sinni. En hann er þó nokkuð þungur á brúnina því hann hefur áhyggjur af stráknum sínum sem hefur ekki látið sjá sig lengi. í eigin heimi En fólk getur líka verið einmana þótt á dvalarheimili sé komið. Þegar ég storma inn eftir ganginn ákveðin í að vaska nú upp í eitt skipti fyrir öll, rekst ég á „göngukonuna" Guð- rúnu Gísladóttur þar sem hún stumr- ar yfir aldraðri konu. Göngukonur hafa það hlutverk að leiða þá sem erfitt eiga um gang niður í borðsal og upp aftur og ganga með þeim úti þegar sæmilega viðrar. Hvort sem konan er nú einmana eða er eitthvað annað bjátar á, þá sé ég álengdar að hún er rauðeygð og miður sín. Guðrún klappar henni og strýkur um ieið og hún talar við hana. Svo reisir hún konuna á fætur og segir að nú skuli þær fá sér kaffi- sopa. ' Guðrún virðist gegna hlutverki sálfræðings öðru hveiju, en það er áberandi hjá öidruðu fólki hversu oft það leysir vandamál sín með góðum kaffísopa. Enda skildist mér á Rafni forstjóra að kaffikaupin Væru stærstu útgjaldaliðirnir. „Vandamál þeirra eru sandkorn,“ hafði hann sagt, og víst er það að aldamótakynslóðin vill ekki láta hafa mikið fyrir sér. Eftir að hafa upplifað tvær heimsstyijaldir, kreppu og fá- tækt, þá kippa þau sér ekki upp við smámuni sem yfirleitt setja yngra fólkið út af laginu. Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson er með bænastund einu sinni í viku og ég fylgi honum eftir upp á hjúkr- unardeildirnar. Þar hafa tvær deildir verið endurbættar og eru afar smekklegar. Litirnir mildir og hlýir, og eru rúmteppi og stólar bieikir hjá kvenfólkinu, en ljósblái liturinn ríkir hjá körlunum. Önnur deildin er lokuð af öryggisá- stæðum, því þar dvelja vistmenn sem eru með hrörnunarsjúkdóma, t.a.m. Altzheimer, og því ekki alltaf með okkur „í þessum heimi“. Þar förum við Árni inn. Gömul kona kemur á móti okkur, Árni heilsar henni og þau ganga saman inn í setustofuna. „Þú ert svo ungur,“ heyri ég að hún segir. „Ég eldist nú eins og þú,“ svarar hann. „Já en þú ert svo unglegur." „Þú ert líka ungieg miðað við ald- ur.“ diskana og þeir síðan settir á bakka sem bomir eru inn í herbergin til vistmanna. Aðrir fara að tygja sig niður í borðsalinn og göngukonurnar hafa nóg að gera. Ekki fara allir með lyf- tunni, margir eru afar léttir á fæti eins og tveir herramenn sem ganga á eftir mér niður stigann. Þeir eru svo fínir og stroknir að ég get ómögu- lega stillt mig og segi: Mikið assgoti eruð þið fínir í tauinu! Þeir brosa út í annað og segja með hægð: „Það dugir víst ekki ann- að innan um allar dömurnar.“ Enda ku þær víst vera helmingi fleiri á staðnum. Stjórnendum Hrafnistu er það mikið kappsmál að fólkið sé hreint og vel til fara. Það tíðkaðist nú kannski ekki í ungdæmi þessa fólks iðnaðarmann og bakara og reyndar alla sem komið geta við sögu á einu stóru heimili. Þarna sátu og snæddu með forstjóranum, arkitektinn, smið- urinn, rafvirkinn, pípulagningamað- urinn, dúklagningamaðurinn, og málarinn og hafa þeir allir nóg að starfa því sífellt er unnið að endur- bótum og lagfæringum á deildunum. Dugnaðarfantar Eftir hádegisverð fá menn sér oft kríu, og það verður ósköp rólegt í húsinu. Þó eru nokkrir sem aldrei unna sér hvíldar, og þá er að finna í neta- gerðinni og uppi í föndurstofu. Niður í netastofu eru menn að setja upp fiskilínu og eru oft við þá iðju frá níu á morgnana til klukkan fimm. Þar myndast oft samkeppni um mestu afköstin og verður oft að reka þá í mat og skammta þeim vinnu svo þeir ofkeyri sig ekki. Þetta eru dugn- aðarfantar sem finnst allt fánýtt nema vinnan, þekkja ekkert annað. En það eru fleiri sem mega ekki vera að því að borða. Uppi í föndur- stofu situr einn og er langt kominn með að smyrna stórt veggteppi. Hann ætlar að ijúka við tvö í viðbót, því hann gerir ekki upp á milli dætra og tengdadætra. Með vorinu ætlar hann að sigla til Svíþjóðar til sonar Prepin stigin Sumir hundsa lyftuna og láta sig hafa það að þramma upp á fjórðu hæð. FASMIKIL OG háieit kona í bleikum æfingagalla vindur sér inn í föndurstofuna og sest við einn vefstólinn. Hún er svo frískleg og fjörleg að maður dregst að henni eins og fluga að sykur- mola. Hér er komin Guðmunda Ólafsdóttir, sjómannsekkja frá Flateyri. Eg tylli mér hjá henni við vefstól- inn og hún segir mér að hún sé að vefa löber handa einni dóttur sinni. Guðmunda hefur dvalið á Hrafnistu í átta ár. „Eftir að ég varð ein dvaldi ég hjá mágkonu minni um tíma en kom svo hingað því ég kæri mig ekki um að vera upp á aðra komin.“ - Þú hefur ekki viljað búa hjá dætrunum? „Æ nei, maður fer oft að skipta sér af öllu, það er alveg út í hött. Ég kann ákaflega vel við mig hérna. Ég er hjartasjúkiingur og því finnst mér mikið öryggi að vera hér þar sem hjukrunardeild er inn- an seilingar. Ég var nú einmitt á gangi hér fyrir utan þegar ég veikt- ist um árið, en ég er orðin góð núna.“ Leiðbeinandinn í föndur- herberginu stingur nú upp á því að Guðmunda sýni mér handavinn- una sína og við förum niður í her- bergi til hennar. Hún er með sjón- varp og lítinn ísskáp hjá sér, en húsgögnin, handavinnan, og ijöl- skyidumyndirnar gefa herberginu einstakan blæ. Allt er fínt og fágað eins og alltaf er í „ömmuherbergj- um“ og mann langar helst til að halla sér um stund þarna í örygg- inu. Og meðan hún „trakterar" mig á öli og konfekti sýnir hún mér hvert handunnið listaverkið af öðru. Hún segist verða áttræð á næsta ári og finnst mér það hreint ótrú- legt, því útlitið og göngulagið bend- ir til annars. En það er nú svona, sumir eru alltaf sætir, sama hvað þeir eldast. „Það trúa því fáir að ég sé að verða áttræð“ segir hún, „en ég þakka það góðu skapi hvað ég eld- ist vel. Ég hef alltaf verið með afbrigðum geðgóð! Hún segist ekkert „trimrna" nema bara um húsið, fer ekki einu sinni' í sund, en gætir sín aftur á móti í mataræði, sker alla fitu miskunnarlaust í burtu. - Leiðist þér aldrei hérna, spyr ég- „Nei elskan mín, ég læt mér aldr- ei leiðast. Það er svo margt sem mér finnst gaman að gera, eins og að ferðast til dæmis. Ég er bæði búin að fara til Spánar og Búlg- aríu eftir að ég kom hingað, þær 'hafa aðstoðað mig stelpurnar mínar með það. Þegar ég verð áttræð á næsta ári, þá langar mig til Kýpur, ef ég hef efni á því. Fara svona í síðustu ferðina," segir hún og horfir útund- an sér á mig, en svo skellum við báðar uppúr, því „síðasta ferðin" hljómar fáránlega þegar frú Guð- munda á í hlut. „Er ég ekkert heimsk?“ „Nei langt í frá,“ segir hann inni- lega og þau fá sér sæti. Tíu til fimmtán manns sitja þarna saman og syngja með Árna. Þótt þau muni ekki iengur það sem á dagana hefur drifið, nöfn ættingja sinna eða heiti á einföldum hlutum, þá hafa þau ekki gleymt barnasálmunum sínum. Þau syngja hástöfum hvert versið af öðru. Undarlegur friður og ró er yfir fólkinu og ekkert virðist trufla þau. Ekki einu sinni konan sem gengur út og inn úr setustofunni, fram og aftur um ganginn, með stafinn sinn sem aldrei snertir gólfið. Innan um dömurnar Mikil umsvif eru í býtibúrinu þeg- ar ég kem æðandi inn á vistdeildina aftur og spyr stúlkurnar hvort við eigum ekki að drífa okkur í upp- vaskið? „Það er fyrir lifandis löngu búið að vaska upp hér,“ segja þær ofurhægt og horfa á mig. „Nú erum við að fara með hádegismatinn inn.“ Það nær nú ekki nokkurri átt hvað tíminn líður hratt. Utlar danskar kjötbollur í paprikusósu eru settar á að vera sífellt að sápuþvo allan skrokkinn, og segir Rafn mér að stundum þurfi að ýta á eftir sumum körlunum. En það gengur fljótt og vel fyrir sig ef hann lofar þeim sérrí- staupi að baði loknu. Þótt ótrúlegt sé, þá spara vist- menn oft vasapeningana sína og leggja inn á bók. Oft lenda þessar fjárhæðir á endanum hjá ættingjum í stað þess að veita þeim sjálfum ánægju og gleði, og því hefur hús- móðirin, hún Jóhanna, stundum tekið sig til, farið með þá í bæinn og látið þá „dressa“ sig upp. Gömul föt af öðrum eru sjaldan eða aldrei notuð. Þegar vistmenn hafa snætt hádeg- isverðinn sinn er röðin komin að starfsfólkinu að fá sinn bita. Kokkur- inn Magnús Margeirsson og menn hans eru í miklum metum hjá vist- mönnum og starfsfólki, og ekki að ástæðulausu. Maturinn er einstak- lega Ijúffengur og því vandalaust að hlaupa í spik á þessu heimili. Morg- unverðurinn var ekki síður ógleym- anlegur, minnti á útlenskt „buffet". En lýsið og hafragrauturinn var þó á sínum stað. Hrafnistumenn eru með eigin kjöt- síns með eitt teppið. „Við verðum alltaf að reka hann Ragnar í mat svo hann ofgeri sér ekki á þessu," segir Margrét Ragnarsdóttir leiðbeinandi. „Komdu nú Rágnar minn og fáðu þér kaffisopa með okkur, maður verður nú stundum að setjast niður og spjalla," segja nokkrar dömur sem hafa sest með brúsann við hringborð. Hann lætur til leiðast en segist nú varla mega vera að því, þurfi auk þess ekkert að spjalla, geti þess Pönnuköku- dagur Vistmenn tóku sig til og bök- uðu pönnukökur í föndurstofunni, hver með sína leyniuppskrift að sjálfsögðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.