Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989
LÆKNISFIlÆÐI/He/dum vib getad
vakab lengur?
Vaktir unglækna
á spítölum
LENGI hefur viljað brenna við
að læknar sem eru að stíga
fyrstu sporin í staríi séu „not-
aðir“ til þess að vaka og vinna
meðan eldri og reyndari
starfssystkini njóta nætur-
sveftis heima í rúmi eftir hæfi-
lega langan vinnudag.
að er eðlilegra en frá þurfi
að segja að á sjúkrahúsiím
þarf sérmenntað starfslið að vera
til taks allan sólarhringinn. Oft
ber bráðan að þegar veikt og
vanmegna fólk á
í hlut og stund-
um er sífelldur
erill á váktinni
og enginn friður
til að halla sér.
Þetta fer mest
eftir deildum; á
sumum þeirra er
fátt um bráð-
veika þótt á öðrum séu þungt
haldnir sjúklingar á mörgum
stofum. En af hveiju kemur ekki
nýr og óþreyttur kandídat á
næturvakt á annasamri deild í
staðinn fyrir þann sem er búinn
að vinna ailan daginn?
Langur vinnutími unglækna
er vandamál í Bretlandi eins og
víðar. Fyrir rösku ári fól ríkis-
stjórnin ráðamönnum heilbrigð-
ismála að minnka yfirvinnu
kandídata á sjúkrahúsum, m.a.
með því að fá sérfræðinga á
deildum til að taka á sig hluta
af störfum hinna yngri. Ekki
hefur þetta þó gengið eftir, því
að nýleg athugun leiddi í ljós að
á undanförnum tveim árum hef-
ur vaktavinna ungu læknanna
aukist um allt að fimm stundir
á viku á deildum eins og slysa-
móttöku og fæðingadeild. Sér-
fræðingarnir höfðu ekki hlýtt
kallinu og kusu heldur að vinna
úti um borg og bý þar sem þeir
höfðu meira upp úr sér. Spítala-
kandídatar þar í landi vinna oft
tvo sólarhringa í einni lotu um
helgar og að meðaltali 67 stund-
ir á viku en hitt þekkist líka að
vinnuvikan verði hvorki meira
né minna en 120 stundir og er
örðugt að gera sér í hugarlund
að fólk sé vaxið hverjum vanda
við slík skilyrði. Breska læknafé-
lagið ætlar að leggja til að há-
mark vinnuviku unglækna verði
ákveðið með lögum 72 stundir
og aldrei fleiri en 24 samfleytt.
Þetta segja spítalastjórnir að
hljóti að kalla á aukinn fjölda
lækna til starfa en heilbrigðis-
kerfið þykir nógu kostnaðarsamt
þótt ekki séu ráðnir fleiri en orð-
ið er.
En hvernig er þessum málum
háttað hjá okkur? Viðgengst hér
á stórum spítölum vinnuþrælkun
unglækna í líkingu við það sem
á sér stað í Bretlandi? Sama gild-
ir um okkur og aðrar þjóðir að
spítaladeildir eru misjafnlega
heimtufrekar eftir eðli starfsem-
innar, en þar sem í mörgu er að
snúast þykir hæfilegt að hafa
fjórskiptar vaktir, þ.e. að kandí-
dat eða aðstoðarlæknir sé fjórða
hvern sólarhring á vakt. Hina
þijá á milli vakta vinnur hann
umsaminn dagvinnutima, segj-
um kl. 8-16. Eftir langan vetur
kemur stutt sumar og þá eiga
allir rétt á frii, en óhjákvæmilegt
er að spara þegar fiskunum
fækkar í sjónum eða lágt verð
fæst fyrir þessar fáu bröndur
. sem eru dregnar á land. Já, spara
og helst grynna líka á skuldum
sem hlóðust upp meðan vel
veiddist og allt lék í lyndi. Og
sparnaður þjóðarbúsins er meðal
annars fólginn í því að ekki má
ráða unglækna til afleysinga í
sumarleyfum. Þegar einn af fjór-
um leggur af stað í fríið em eft-
ir þrír. Og ef einn þessara þriggja
verður veikur, og það getur líka
komið fyrir lækna, eru ekki eftir
nema tveir og þá kárnar gaman-
ið. Sá þeirra sem var á spítalan-
um í nótt sem leið fór heim
klukkan tíu i morgun og var þá
búinn að vera samfleytt 26
stundir á vakt og það er öldung-
is óvist að honum hafi gefist
kostur á hænublundi. Svo kemur
hann aftur til vinnu klukkan 8
í fyrramálið og þá hefst næsta
26-stunda vaktin hans.
Breski kandídatinn hér á
myndinni tyllir sér niður eftir
langa vakt sem þó er hvergi
nærri lokið. Hann sagði við
blaðamanninn sem átti tal við
hann: „Þegar ég er búinn að
vera á vakt heila helgi líður mér
eins og ég væri að lenda eftir
flug yfir Atlantshafið. Það er
stundum kallað ,jet lag“ eða
flugriða. Þetta er heimskulegt
fyrirkomulag, bæði okkar vegna
og sjúklinganna. Mundir þú stíga
fagnandi upp í þotu á leið til
New York ef þú vissir að vinnu-
tími flugstjórans væri eins og
minn?“
FÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fjölskyldudeild
FJÖLSKYLDUDEILD AU6LÝSIR
Fjölskyldudeild félagsmálastofnunar Reykjavíkur
hefur nú þegar á skrá fjöldan allan af áhugasömu
fólki í Reykjavík og á landsbyggðinni sem sinnir
ýmsum fjölbreyttum verkefnum fyrir stofnunina.
Við erum nú í þörf fyrir að auka hlut borgarbúa á
launaskrá hjá okkur og óskum eftir að komast í
kynni við einstaklinga/fjöiskyldur, sem hafa áhuga
á mannlegum samskiptum og eru tilbúin til að
taka þátt í þjónustu stofnunarinnar við þær mörgu
barnafjölskyldur, sem njóta aðstoðar okkar.
Eftirtalin verkefni eru í boði:
SK AMMTÍM AFÓSTURFORELDR AR
Óskum eftir fjölskyldu, sem getur tekið börn á
heimili sitt í sólarhringsvistun með litlum fyrirvara.
Um er að ræða vistun í stuttan tíma í senn. Æski-
leg staðsetning á slíku heimili er Breiðholt eða
austurhluti borgarinnar.
Nánari upplýsingar gefur Regína Ásvaldsdóttir,
Félagsmálastofnun Reykjavíkur, Síðumúla 34, í
síma 685911.
studningsfjOlskyldiir
Óskum eftir fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu
sem geta tekið börn í helgarvistun, t.d. eina helgi
í mánuði eða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar gefur Regína Ástvaldsdóttir, Félags-
málastofnun Reykjavíkur, Síðumúla 34, í síma
685911.
STUDNIN6SADILAR/TILSJÖNARMENN
Óskum eftir einstaklingum, sem geta tekið að sér
tímabundin verkefni í heimahúsum.
Nánari upplýsingar gefa Auður Matthíasdóttir og
Guðbjörg B. Bragadóttir, Félagsmálastofnun
Reykjavíkur, Álfabakka 12, í síma 74544.
MATUR OG DRYKIiUR /Geta einfaldir réttir sameinab
þjóbir?
Nasísk Miglasúpa
SÍÐASTI pistill fjailaöi um hugmyndir ítalskra futúrista — í bland
við fasista — um neyslu matar og drykkjar á 3. og 4. áratugnum.
Hugum nú að Þýskalandi Hitlers. Italski fasisminn er bara barnavíp-
ur miðað við þýska nasismann sem kenndi kommúnistum og þó eink-
um gyðingum um hvers kyns böl þriðja ríkisins. Gagnrýni ítalska
fiítúristans Marinettis á hanastélsboðum bliknar í samanburði við
lýsingu nasistamálgagnsins SA-Mann á síðdegistedrykkju að enskri
fyrirmynd:
eftir Jóhönnu
Sveinsdóttur
Við Þjóðverjar höfum aldrei tam-
ið okkur Five o’clock-tea.
Þetta er síðari tíma ósjður, sem
Júðar hafa þróað með sér; þeir ginu
við þessu enska fyrirbæri þar séín
það er einkar hent-
ugt til að dylja
andleysi og skort
á sannri menn-
ingu. Five
o’clock-tea felur í
sér að fólk kemur
saman til að belgja
sig út af tei og
smurðu brauði,
svæla sígarettur og svitna. Menn
ímynda sér að samræðurnar verði
opinskárri og óþvingaðri ef þeir
standi eða rölti um meðan þeir
borða — en það er viðbjóðslegur
amerískur ósiður. Slíkt heyrir ekki
undir þýskan „heimilisbrag" heldur
gyðinglegt flakk sem hefur verið
aðlagað borðstofunni... Hér er um
að ræða aiþjóðlega sígauna sem
hafa svindlað sér inn á betri borg-
ara okkar lands.“
Nasistar þóttust fremstir á öllum
sviðum. Því kemur síst á óvart að
einn helsti menningarsagnfræðing-
ur þriðja ríkisins, Friedrich Hus-
song, skrifaði bók þar sem hann
útnefndi nasíska matargerð æðsta
stig matargerðarlistarinnar. En
býsna erfitt er að henda reiður á
hver voru megineinkenni þessarar
tilteknu matarmenningar. Eitt
helsta slagorð nasista á fjórða ára-
tugnum var Eintopf — einingar-
potturinn. Þjóðveijum var innrætt
að í stað þess að búa til nokkra
fjölbreytta rétti til að bera fram á
sunnudögum skyldu þeir einbeita
sér að einföldum (pott)rétti — sem
jafnframt væri eins konar samein-
ingartákn. Snjallt áróðursbragð á
krepputímum þegar matvæli voru
af afar skornum skammti.
Hussong lagði auðvitað ríka
áherslu á að erlendum réttum og
heitum þeirra skyldi varpað fyrir
róða. Ekki nægði þó að þýða orð
og orðatiltæki sem tengdust matar-
gerð af frönsku yfir á þýsku. Matar-
gerðin varð að byggja á alþýskum
grunhi — eingöngu skyldi nota þýsk
hráefni og þau matreidd samkvæmt
þýskum hefðum. Villibráð var vin-
sæl. Veiðar komu náttúrlega prýði-
lega heim og saman við hugmynd-
ina um germönsku hetjuna, hreinu
og hraustu. Hermann Göring vílaði
til dæmis ekki fyrir sér að grípa til
boga og örva þegar mikið lá við.
Helsti „matargerðarsnillingur"
Görings og annarra nasistaforkólfa
var Friedrich Ganter. Sá skrifaði
tímaritsgrein um föðurlandssvik
þýskra matreiðslubókahöfunda sem
höfðu hundsað þýsk hráefni og
hefðir. Af þekktustu réttum Gant-
ers má nefna Akurhænsn að hætti
Valhallar og Villisvínasteik
Widukinds — nefnd í höfuðið á
saxneskum höfðingja sem uppi var
á tímum Karls mikla.
Spænsku fasistarnir gripu á lofti
hugmyndiná um einingarpott og
kölluðu upp á spænsku plato unico.
Veitingahús fengu tilskipun um að
servera einfalda rétti — tákn eining-
ar og bræðralags. Eins og í Þýska-
landi var þetta gert til að leiða
huga almennings frá matarskorti
og öðru volæði.
Eftir að ítalskir og þýskir fasist-
ar biðu ósigur í síðari heimsstyijöld
var Spánn Francos lengi einangrað-
ur frá umheiminum. Á eftirstríðsár-
unum kom fram hugmyndin um
„sjálfsbjörg”;. að hinn stolti, fijáls-
borni Spánn gæti verið sjálfum sér
nógur. Og ýmsum þjóðlegum rétt-
um vai' sungið lof og prís. I eftirfar-
andi línum dásamar söngvarinn
Pepe Blanco pottrétt kenndan við
Madrid:
„Ekki segja mér frá / kvöld-
verðinum sem þér borðuðuð íRóm
/ né heldur matseðlinurp á Plaza-
hótelinu íNew York / fasanasteik
eða andalifrarkæfu / því það sem
nærir líkama minn og sál / er sá
þokki og það salt / sem konuástin
kryddar með / el cocodo madri-
leno. “