Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 7
C 7
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLiFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989
áritar nýju plötuna
á morgun,
mánudaginn
12. nóvember,
hjá okkur
LÖGFRÆDI/Er ábyrgd veitingahúsa ríkari en annarra?
Damgólfið á Broadway
Þann 17. október sl. var kveðinn
upp dómur í Hæstarétti Islands í
skaðabótamáli vegna hörmulegs
slyss sem varð í veitingahúsinu
Broadway í júní 1986. Niðurstaða
dómsins hefiir vakið nokkra at-
hygli og m.a. verið fjallað um
hana í fjölmiðlum.
Málavextir voru þeir að M, sem
þá var 24 ára gamall, var gest-
ur á veitingahúsinu Broadway í
Reykjavík. Um kl 2.30 um nóttina
var hann staddur á dansgólfi stað
arins, sem er á
upphækkuðum
palli í um 90 cm
hæð frá_ gólfí í
borðsal. Á tveimur
stöðum hagar svo
til að hægt er að
ganga undir dans-
eftir Davíð Þór gólfið um stiga
Björgvinsson sem ljggUr úr borð-
sal. Frá borðsal og að enda stiganna
er um 195 cm. Umhverfis dans-
gólfið var síðan um 90 cm hátt hand-
rið. M settist á handriðið beint fyrir
ofan annað stigaopið og sveiflaði
fótunum. í hita leiksins missti hann
jafnvægið og féll afturfyrir sig um
360 cm. Við þetta slasaðist M svo
alvarlega að örorka hans er talin
100% til frambúðar.
M höfðaði mál á hendur veitinga-
húsinu til greiðslu skaðabóta vegna
þeirra áverka er hann hlaut. Var
krafan byggð á því að orsök slyssins
væri fyrst og fremst að rekja til
vanbúnaðar veitingahússins. Sér-
staklega var bent á að áður höfðu
orðið svipuð slys í veitingahúsinu,
þótt afleiðingar hefðu ekki verið jafn
slæmar og í umræddu tilfelli. Við
nánari eftirgrennslan kom í ljós að
vegna þessara fyrri slysa hafði hand-
riðið verið hækkað úr 75 cm í 90
cm. Að auki hafði verið sett sérstök
upphækkun, 117,5 cm há, fyrir ofan
stigaopin. Þessar sérstöku upp-
hækkanir höfðu verið fjarlægðar
þegar slys það sem hér um ræðir
átti sér stað. Af hálfu veitingahúss-
ins var krafist sýknu vegna þess að
fylgt hefði verið öilum reglum um
öryggi á slíkum stöðum og að meg-
inorsök slyssins væri að rekja til
þess gáleysis sem M sýndi með því
að setjast á handriðið og sveifla fót-
unum.
í dómi bæjarþings Reykjavíkur
frá 17. mars 1988 var byggt á því
að orsök slyssins væri bæði að rekja
til gálauss athæfis M og þeirrar
vangæslu sem forsvarsmenn veit-
ingahússins sýndu með því að fjar-
lægja upphækkunina á þessum
hættulega stað. Með því voru ekki
gerðar ráðstafanir til að vekja at-
hygli á þeirri sérstöku hættu sem
þarna var á ferðinni. Var m.a. á það
bent að hefði þessi upphækkun verið
á þessum stað væru litlar eða engar
líkur á því að M hefði sest nákvæm-
lega þarna, þar sem hættan var
mest. Var veitingahúsið dæmt til að
bera tjón M að hálfu.
Hæstiréttur klofnaði í afstöðu
sinni til málsins. Minnihlutinn vildi
staðfesta héraðsdóminn um sakar-
skiptingu. Meirihlutinn taldi hins
vegar rétt að fella alla bótaábyrgð
vegna tjónsins á veitingahúsið. I áliti
meirihlutans segir m.a. á þessa leið:
„Telja verður fram komið að það
hafi tíðkast að gestir á dansgólfi
tylltu sér á handriðið umhverfis það.
Með tilliti til þessa og þeirra slysa
sem áður höfðu orðið mátti fyrir-
svarsmönnum gagnáfrýjanda (Bro-
adway) vera ljóst að handriðið var
ófullnægjandi vörn fyrir gesti á
dansgólfinu. Þeir höfðu og gert sér
grein fyrir þessu er þeir létu setja
upp sérstakan búnað til að hækka
handriðið á tveimur stöðum í um
117,5 cm. Það var því með öllu ófor-
svaranlegt að láta fjarlægja þennan
umbúnað. Verður að telja að til þess
megi rekja orsök slyssins." Þá segir
í forsendum meirihlutans að enda
þótt M hafi sýnt af sér óaðgæslu
með því að setjast á handriðið og
sveifla fótunum hafi sú ráðstöfun
að fjarlægja upphækkunina „verið
svo vítavert athæfi að fella verði á
veitingahúsið fulla fébótaábyrgð í
máli þessu þrátt fyrir nokkurt gá-
leysi M“. Áður hafði verið tekið sér-
staklega fram að gestum væri seldur
aðgangur að veitingahúsinu og sala
áfengis væri þáttur í rekstri þess.
Skoðanir lögfræðinga og annarra
á niðurstöðu Hæstaréttar eru skipt-
ar. Það þarf í sjálfu sér ekki að
koma á óvart í Ijósi þess að Hæsti-
réttur klofnaði í afstöðu sinni. Það
er einkum sú ákvörðun meirihlu'tans
að leggja alla sök á slysinu á veit-
ingahúsið þrátt fyrir gáleysi M. For-
sendur meirihlutans er eðlilegt að
skilja þannig að úrslitum ráði að
fyrirsvarsmenn veitingahússins
höfðu gert sér grein fyrir þeirri
hættu sem þarna var á ferðinni, en
engu að síður látið vera að gera
nauðsynlegar varúðarráðstafanir.
Þá virðist skipta máli að um er að
ræða veitingahús þar sem reikna
má með að gestir hafi áfengi um
hönd.
Biðin er liðin. NÓTTIN LANGA, nýja plata Bubba Morthens er
komin í verslanir um land allt. Hér er á ferðinni mikilsvert
MEISTARAVERK, sem er fallegt, kraftmikið, spennandi og
umfram allt leitandi.
Meðal hljóðfæraleikara og aðstoðarmanna Bubba eru
Christian Falk, Hilmar Örn Hilmarsson, Sigtryggur Bald-
ursson, Johann Söderberg, Guðlaugur Kristinn Óttarsson
og fleiri SNILLINGAR, Nóttin ianga er MAGNAÐ VERK.
Viljirðu kynnast öðruvísi andrúmslofti, FERSKRI OG
SKEMMTILEGRI tónlist heimsóttu þá verslun okkar á
Snorrabraút 29 við Laugaveginn.
GEI5LI