Morgunblaðið - 12.11.1989, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1989
STORKOSTLEG
YERKSMIÐJUÚTSALA
að Iðavöllum I4b Keflavík.
rxb^öbtvx-b°%00'
*****
s«
Y*> .o,öj^ QqO* AxO??
e«>a
Opið frá kl. 10 - 18 alla daga til 19. nóv.
Flug-Hótel, Hafnargötu 57, Keflavík verður með
kaffihlaðborð laugardag og sunnudag.
Einstakt tækifæri til að kaupa ódýrar jólagjafir
f/rir fjölskyldu og vini, heima og erléndis.
A Allir viðskiptavinir útsölunnar fá afsláttarmiða
^ að glæsilegu kaffihlaðborði Flug-Hótels sem opið
verður laugardag og sunnudag.
Jw Best er að aka fram hjá gamla afleggjaranum til
f Keflavíkur í áttina að Flugstöð Leifs Eiríkssonar
þar til skilti vísar inn í Keflavík.
VERIÐ VELKOMIN.
ÍSLENSKUR
MARKAÐUR
Iðavöllum I4b, Keflavík. Sími 92-12790.
Austur-Evrópa — Svona sér breska vikuritið The Economist þróun-
ina í Austur-Evrópu.
HAGFRÆÐI/Erfélagshyggjan orbin
feimnismál?
Öfugmæli í
efnahagsmálum
FYRIR RÉTTU ári kynnti forsætisráðherra stefnu nýrrar ríkis-
stjórnar með þeim orðum, að horfið yrði frá hefðbundnum vest-
rænum leiðum í efiiahagsmálum. Þessi ummæli forsætisráðherra
fólu í sér glögga lýsingu á því sem á eftir fylgdi. Allar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar hafa borið merki hinnar boðuðu stefhu. I um-
ræðu á alþingi um stefhuræðu forsætisráðherra á dögunum gerð-
ist það að fjármálaráðherra hélt því fram, að ríkissfjórnin ástund-
aði vestræna háttu í efhahagsmálum af meiri ákafa en nokkur
önnur ríkisstjórn, þvert á yfirlýsingu forsætisráðherra fyrir ári.
Sérstaka athygli vakti, að forsætisráðherra þagði um efhahags-
stefhuna í stefiiuræðu sinni, sem tók þó hálfa klukkustund í flutn-
ingi. Hvor Iýsir efhahagsstefnunni betur, forsætisráðherra fyrir
ári eða fjármálaráðherra nú?
eftir Ólof
ísleifsson
Hin nýja atvinnustefna sem
tekin var upp með kúvending-
unni í efnahagsmálum fyrir ári er
flestum kunn. Teknar voru upp
millifærslur til einstakra atvinnu-
greina, sem fjár-
magnaðar voru
með erlendum
lántökum. Boðuð
var aukin mið- ■
stýring í efna-
hagslífinu, m.a. í
verðmyndun og
vaxtaþróun. Fyr-
irtækjum var
gert að leita ásjár í sjóðakerfi í
stað þess að starfa á grundvelli
eðlilegra rekstrarskilyrða. Þrengt
var að einstaklingum og fyrirtækj-
um með skattahækkunum, og boð-
að hefur verið áframhald þeirrar
stefnu. Allt er þetta skiljanlegt í
ljósi yfirlýsingarinnar um að horfið
yrði frá vestrænum leiðum í efna-
hagsmálum. Nú hefur verið lýst
yfir því, að starfsemi svokallaðs
atvinnutryggingarsjóðs útflutn-
ingsgreina og hlutafjársjóðs verði
hætt innan skamms. Sú ákvörðun
er þó ekki efnahagsleg heldur
pólitísk, og kemur í framhaldi af
því, að ekki er talin jafn brýn nauð-
syn og áður að kaupa stuðning
aldursforseta þingsins við ríkis-
stjórnina.
Yfirlýsingin um að vestrænir
hættir hentuðu ekki hér á landi
varpar jafnframt ljósi á hina óskilj-
anlegu harðneskju sem ríkisstjórn-
in hefur sýnt ekkjum og öðrum
einstaklingum. Þessu fólki er ekki
ætlað að njóta fjárhagslegs sjálf-
stæðis heldur má það súpa úr hóf-
fari félagshyggjunnar. Er ekki að
efa að ekknaskatturinn svonefndi
er meðal þeirra verka, sem boð-
berar þessarar stjórnarstefnu eru
hvað hreyknastir af.
Afleiðingar kúvendingarinnar
haustið 1988 blasa við. Enda þótt
gengi krónúnnar hafi verið fellt
um ríflega 20% í ár meðan kaup
verkafólks hefur hækkað um ná-
lægt 10% er hraðfrystiiðnaðurinn
rekinn með halla, ef millifærslu-
peningar eru frádregnir. Þrátt fyr-
ir 7 milljarða króna skattahækkun
í fyrra gín við ríkishalli upp á 5
miíljarða króna í ár. Skuldir þjóðar-
innar í útlöndum eru taldar aukast
um 12% í erlendri mynt á árinu
1989. Verðbólga og atvinnuleysi
fara vaxandi.
Allt þetta veit fjármálaráðherra.
Kúvendingin hefur engum árangri
skilað og er hjárænuleg í ljósi at-
burða samtímans í Austur-Evrópu
þar sem stjórnvöld eru á harða-
hlaupum frá félagshyggjunni og
fólkið flýr martröðina í tugþús-
undatali. Ráðherrann virðist því
hafa afráðið að senda jafnréttið
og félagshyggjuna á sextugt dýpi
og kynna sjálfan sig sem sverð og
skjöld vestrænna stjórnarhátta á
íslandi. Gamansemi ráðherrans er
við brugðið, og hann hefur látið
hafa eftir sér, að ráðherrarnir
hefðu áþekka kímnigáfu og að
„mjög góðir brandarar" væru
sagðir á ríkisstjórnarfundum. Er
líka farið með öfugmælavísur? Því
hvar sér verka hans stað í þessu
efni?
Efnahagsstefnan sem almennt
er fylgt á Vesturlöndum byggist á
markaðsbúskap og fijálsræði.
Framtak einstaklinga og sam-
keppni knýja efnahagslífið áfram
og skila almenningi síbatnandi
lífskjörum. Einstakiingar og fyrir-
tæki starfa á grundvelli almennra
skilyrða og leikreglna, jafnir fyrir
lögunum og fyrir stjórnvöldum.
Með leyfi, hvað hefur flármálaráð-
herra lagt af mörkurn til að treysta
þessa stefnu í sessi á íslandi? Gerði
hann það með handstýringu á
vöxtum og verðlagi? Með því að
þrengja svigrúm einkaaðila með
skattahækkunum? Með sérstökum
fyrirvara af íslands hálfu við sam-
eiginlega stefnu Norðurlandanna
um að tengjast sameinuðum Evr-
ópumarkaði? Vafalaust telur hann
allt þetta meðal helstu verka sinna.
Hefur hann beitt sér fyrir aðgerð-
um til að treysta eiginfjárstöðu
íslenskra atvinnufyrirtækja í
harðnandi erlendri samkeppni?
Hafa hótanir hans í garð sparifjár-
eigenda verið fallnar til þess að
auka innlendan sparnað og draga
úr erlendum skuldum þjóðarinnar?
Orð forsætisráðherra fyrir ári
um að ríkisstjórn hans myndi
hverfa frá hefðbundnum vestræn-
um leiðum í efnahagsmálum gengu
eftir. Hvað sem líður öfugmæla-
kveðskap íjármálaráðherra situr á
íslandi ríkisstjórn sem hefur sýnt
með orðum sínum og verkum, að
hún telur engan vanda svo snúinn,
áð úr honum megi ekki bæta með
aukinni miðstýringu og harðari
höftum.