Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 Flugvélin: stjórnlaus. Hvers vegnafórst flugvél hans f KLUKKAN 3.46 síðdegis 17. ágúst 1988 fór Mohammed Zia uI-Haq hershöfðingi, forseti Pakistans, frá litlum flugvelli í Bahawalpur, afskekktri herstöð í Punjab-fylki, í flugvél sinni, „Pak One“. í fylgd með honum voru 10 úr hópi æðstu herforingja landsins, sendiherra Bandaríkjanna, Arnold Raphel, og bandaríski hermálafúlltrúinn, Herbert M. Wassom hershöfðingi. Erindi forsetans í Bahaw- alpur hafði verið að skoða nýjan Abrams- skriðdreka frá Bandaríkjunum og nú var ferðinni heitið aftur til höfuðborgarinnar, Isl- amabad. Yfirmaður skrið- drekaliðsins, Mehmood Durrani hershöfðingi, hafði lagt fast að forsetanum að skoða skrið- drekann, sagt honum að allir æðstu menn hersins mundu mæta og gef- ið í skyn að litið yrði á það sem móðgun, ef hann léti ekki sjá sig. Skriðdrekinn hæfði ekki skot- mark sitt og sýningin fór því út um þúfur. Að öðru leyti var dagurinn ánægjulegur og Zia var í góðu skapi, þegar hann snæddi hádegis- verð með yfirmanni herliðsins í Bahawalpur áður en hann steig upp í forsetaflugvélina, sem var flutn- ingavél af gerðinni C-130. Einn hershöfðingi vai'ð eftir í Bahawalp- ur, Mirza Aslem Baig, núverandi forseti herráðs landhersins. Hann fór frá Bahawalpur með annarri vél, því að hann þurfti að koma við á öðrum stað á heimleiðinni. Við hlið Zia í „Pak One“ sat góður vinur hans, Akhtar Abdul Rehman hershöfð- ingi, forseti yfirherráðsins, sem gekk honum næstur að völdum. Rehman hafði heldur ekki haft áhuga á því að sjá skriðdrekann, en fyrrverandi staðgengill hans í leyniþjónustunni (ISI) hafði sagt honum að Zia mundi bráðlega gera mikilvægar breytingar í hernum og leyniþjónustunni og vildi hafa hann með í ráðum. „Mash’houd! Mash’houd!11 Þegar flugvélin var komin á loft bað flugstjórinn, Mash’houd flug- liðsforingi, starfsmann í flugturni að hinkra við, þegar hann spurði í hvaða hæð vélin væri. Fieiri spurn- ingum var ekki svarað þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir til að ná sambandi við vélina og starfsmenn flugturnsins urðu óttaslegnir. „Pak One“ var saknað rétt eftir flugtak með forsetanum, öðrum valdamestu mönnum landsins og bandaríska sendiherranum . . . Þijár eða fjórar mínútur liðu. Síðan heyrðist óljóst um talstöðina að einhver í „Pak One“ hrópaði: „Mash’houd! Mash’houd!" Röddin þekktist — sá sem heyrðist kalla var hermálaritari Zia, Najib Ahmed hershöfðingi. A jörðu niðri sáu sjón- arvottar flugvélina taka krappar beygjur og miklar dýfur, líkt og „rússíbani". Vélin virtist stjórnlaus. Klukkan 3.51 — fimm mínútum eftir flugtak — steyptist flugvélin til jarðar og stór eldhnöttur sást langar leiðir. Hvað hafði komið fyrir fjögurra manna áhöfn forsetaflugvélarinnar? Talstöðin hafði gi-einilega verið í sambandi. Hvers vegna þögðu flug- mennirnir? Mash’houd hefði að öll- um líkindum beðið um aðstoð, ef stjórntækin hefðu bilað. Ef hann hefur viljað búa vélina undir nauð- lendingu án þess að hafa samband við flugtuminn hefði hann heyrzt hrópa skipanir til áhafnarinnar og viðvaranir til far- þeganna. Ef tilraun hefur verið gerð til að ræna vélinni, eða ef til ryskinga hefur komið milli flug- mannanna, hefðu vísbendingar um slíkt heyrzt í talstöðinni. Eina hugs- anlega skýringin virtist sú að þeir hefðu látizt eða fallið í öngvit. Allir, sem í vélinni voru, 31 far- þegi auk áhafnar, biðu bana. Allir vaidamestu menn í stjórnmálum og hermálum Pakistans söfnuðust til feðra sinna í einni svipan. Dauði Zia batt enda á 11 ára stjórn hers- ins og Alþýðuflokkur Benazirs Bhutto náði völdunum í kosningum í nóvember 1988. Zia hafði hrifsað völdin þegar hann steypti föður Benazirs, Zulfiqar Ali Bhutto for- sætisráðherra, 11 árum áður og látið taka hann af lífi 1979. ■ ERLEND ■ hriwcsiA eftir Gudm.Halldórsson Zia: dauði hans vakti ekkert uppnám og hann gleymdist á örskömmum tíma. Skemmdarverk? Þremur mánuðum síðar komst rannsóknarnefnd flughers Pakist- ans að þeirri niðurstöðu að senni- lega hefði verið um skemmdarverk en ekki slys að ræða — en hún gat ekki kveðið upp ótvíræðan úrskurð. Nefndin sagði að ekkert benti til þess að vélarbilun hefði orðið, þótt ekki væri hægt að útiloka það, og benti á að veður hefði verið gott þegar slysið varð. Engin sprenging hefði orðið í vélinni, en þar sem svo virtist að áhöfnin hefði orðið óvinnufær væri hugsanlegt að fjar- stýrðri gassprengju hefði verið komið fyrir í flugstjórnarklefanum og hún hefði lamað áhöfnina. Það var talið styrkja niðurstöð- una að í flakinu fundust merki um PETN (sprengiefni sem skemmdar- verkamenn nota), antimon og súlf- úr. Einnig var talið hugsanlegt að skemmdir hefðu verið unnar á vökvakerfinu þannig að vélin hefði orðið stjórnlaus. Þar sem beita hefði þurft mikilli tækni við spellvirkin hlytu sérhæfð samtök með mikla reynslu að baki að hafa staðið að þeim. Nefndinni til aðstoðar voru sex slysasérfræðingar bandaríska flug- hersins, en engir sérfræðingar í glæpum, skemmdarverkum eða hryðjuverkum. Nefndarmenn viður- kenndu að þá skorti sérþekkingu til að rannsaka glæpaverk og lögðu til að „hæfri stofnun," það er pak- istönsku leyniþjónustunni (ISI yrði falið að kanna málið. Zia hershöfðingi var umdeildur leiðtogi og átti marga óvini vegna einræðis síns og eindregins stuðn- ings við „heilagt stríð“ skæruliða í Afghanistan. Margir voru sakaðir um að hafa borið ábyrgð á slysinu, þeirra á meðal erindrekar afgh- önsku leynilögreglunnar, Khad, húsbændur þeirra, Rússar, sovézka leyniþjónustan, KGB, Murtaza Ali Bhutto, bróðir Benazirs, Indverjar, hinir fornu óvinir Pakistana, leyni- þjónusta þeirra, RAW, sjítar og óánægðir hópar í pakistanska hern- um. KGBeðaWAD? Skömmu áður en slysið varð hafði kunnur sjítaleiðtogi, Allama Arif Hussain al-Hussaini, verið ráð- inn af dögum. Tveimur dögum fyr- ir dauða Zia hafði Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, haft í hótunum við hann, þegar hann til- kynnti Pakistönum að þeir mundu sjá eftir því síðar að hafa sent síkum vopn á laun. Indveijar kunna að hafa viljað Zia feigan, þar sem þeir hafi óttazt að að hann kynni að gera Afghanistan að leppríki Pak- istana. Auk þess er gert ráð fyrir að leyniþjónustur Indverja og Rúss- ar hafi haft með sér samvinnu í Pakistan á þessum tíma. Þegar slysið varð hafði afgh- anska leyniþjónustan, WAD, myrt eða sært 1.400 manns í Pakistan í sprengjuárásum um eins árs skeið. Stundum sagði útvarpið í Kabul frá slíkum árásum fyrirfram. KGB hafði þjálfað afghönsku leyniþjón- ustuna og eflt hana. Allt að 1.500 Rússar störfuðu í aðalstöðvum WAD í Kabul. Nokkrum dögum fyrir slysið höfðu Rússar frestað brottflutningi frá Afghanistan vegna meintra brota Zia á Genfar-samningnum um hann. Þegar þeir höfðu borið fram mótmæli við pakistanska ut- anríkisráðherrann tilkynntu þeir bandaríska sendiherranum í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.