Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 C 15 Murtaza Bhutto: dró játn- ingu til baka. Gröf Zia: engin krufning. Mirza Asiam Beg: slapp. Ejaz, sonur Zia: rannsakaði slysið sjálf- ur. Heiðursvörð- ur viðgröf forsetans: dularfullur dauð- dagi. Moskvu að þeir hygðust veita Zia „ráðningu". Sú spurning vaknaði strax hvort- „Pak One“ hefði verið enn eitt skot- mark WAD og KGB. Það virtist ólíklegt, þar sem bandaríski sendi- herrann var einn þeirra sem fórust. En í ljós kom að Raphel sendiherra og Wassom hershöfðingi ákváðu ekki að fljúga með flugvél Zia fyrr en á síðustu stundu og því er ekki víst að forsprakkarnir hafi gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn yrðu í vélinni. Bandarískur höfundur, Robert D. Kaplan, sagði í haust að nú léki almennt sá grunur á að KGB hefði annaðhvort vitað um slysið fyrir- fram eða í raun og veru skipulagt það. Hins vegar benti hann á að Rússar hefðu lítið grætt á dauða Zia og sagði að ef einhverjir hefðu hagnaxt á slysinu væru það í raun og veru Bandaríkjamenn. Bróðir Bhuttos? Zia hafði jafnvel móðgað Banda- ríkjamenn, þótt hann væri talinn helzti bandamaður þeirra í Asíu. Hann sendi mikinn hluta vopna, sem bárust frá Bandaríkjunum, til gamtaka heittrúaðra og öfgasinn- aðra skæruliða undir forystu Gul- buddins Hekmatyars. Þau samtök voru andvíg Bandaríkjamönnum og Hekmatyar virtist fylgja þeirri stefnu að sundra andspyrnuhreyf- ingunni svo að hann gæti tekið Kabul herskildi með stuðningi Zia. Grunur margra beindist að 34 ára bróður Benazirs Bhuttos, Mir Murtaza Bhutto, sem nafði verið foringi hryðjuverkahóps andstæð- inga Zia í níu ár. Hópurinn kallaði sig Al-Zulfiqar — „sverðið" — og hafði það að markmiði að hefna aftöku Zulfiqars Alis Bhuttos fyrr- um forsætisráðherra. Samtökin höfðu haft afnot af skrifstofu PLO í Kabul og einnig starfað í Damask- us. Þau höfðu reynt að steypa stjórn Zia með skemmdai'verkum, flug- ránum og tilræðum. Árið 1981 höfðu liðsmenn þeirra rænt Boeing 720-þotu pakistanska flugfélagsins með 100 farþegum, flogið henni til Damaskus og fengið 54 pólitíska fanga í Pakistan leysta úr haldi í skiptum fyrir farþegana og áhöfn- ina. Mir Murtaza Bhutto hélt því fram í fyrstu að hann og Al-Zulfiqar hefðu borið ábyrgðina á því að for- setaflugvélin fórst. Seinna dró hann yfirlýsingu sína til baka, þegar í ljós kom að bandaríski sendiherrann hafði verið í vélinni. Hins vegar viðurkenndi hann að hafa reynt fimm sinnum áður að ráða Zia af dögum, einu sinni með því að skjóta eldflaug á „Pak One“, en hún hæfði ekki. Þar sem kosningar höfðu verið boðaðar í Pakistan og systur Mir Murtaza Bhutto var spáð sigri hafði hann ríkari ástæðu en ella til að koma Zia fyrir kattarnef. Sjálf kall- aði Benazir Bhutto slysið „verk guðs“. Undirbúningur kosninganna skyggði á niðurstöður rannsóknar- innar á flugslysinu. Þjóðin virtist vera fegin að vera laus við Zia og hann gleymdist fljótt. Fjölmiðlar í Pakistan steinhættu að minnast á hann og Rehman hershöfðingja og flestar myndir af Zia hurfu. Yfirhilming? Þótt talið væri að um skemmdar- verk hefði verið að ræða kallaði enginn á hefnd og engin raunveru- leg tilraun var gerð til að finna hugsanlega sökudólga. Bandaríkja- menn virtust ekki hafa áhuga á rannsókn málsins, þótt Zia hefði verið ein styrkasta stoð þeirra í Asíu og þótt sendiherra og hermála- fulltrúi Bandaríkjanna hefðu verið meðal fórnarlamhanna. Dauði Zia kom Bandaríkjamönn- um að mörgu leyti vel. Illa þokkað- ur einræðisherra hvarf af sjónar- sviðinu og aðlaðandi kona, menntuð í Harvard-háskóla, tók við af honum eftir sigur í lýðræðislegum kosning- um. Hvað sem því Iíður lagði banda- ríska utanríkisráðuneytið til að alríkislögreglan, FBI, skipti sér ekki af málinu, þótt hún hafi lagalega heimild til að rannsaka grunsamleg flugslys erlendis, ef þau kosta bandaríska borgara lífið. Röksemd- in fyrir því að FBI rannsakaði ekki málið var sú að um venjulegt slys hefði verið að ræða. Bandarískur blaðamaður sem hefur kannað slysið, Edward Jay Epstein, segir að rannsókn á vegum FBI hefði getað valdið alls konar erfiðleikum. Hvað hefðu Banda- ríkjamenn átt að gera, ef í ljós hefði komið að risaveldi, grannríki eða pakistanski heraflinn hefðu staðið að tilræðinu? Rannsókn hefði getað spillt friðsamlegri sambúð risaveld- anna, leitt til átaka á landamærum Pakistans og grafið undan fallvaltri bráðabirgðastjórn, sem tók við völd- unum í Islamabad eftir slysið. Þegar Benazir Bhutto kom til valda hætti leyniþjónustan, ISI, rannsókn sinni á slysinu að hennar ósk. Síðan fól hún nefnd á „breið- ari grundvelli“ undir forystu emb- ættismannsins F.K.B. Bandial að taka við rannsókn málsins. Bandial hefur oft reynt að segja af sér og nefnd hans hefur orðið svo lítið ágengt að fjölskyldur nokkurra þeirra sem fórust h'afa krafizt þeSs að „allsheijarrannsókn“ verði fyrir- skipuð. Barátta sonarins Eldri sonur Zia, Ejaz ul-Haq, segir að stjórn Benazirs hafi hindr- að rannsóknina og sakar einnig Bandaríkjastjórn um yfirhilmingu. Ejaz, Anwar bróðir hans og tveir synir Rehmans hershöfðingja hafa rannsakað slvsið á eigin spýtur og eru sannfærðir um að um skemmd- arverk hafi verið að ræða. Þeir krefjast nákvæmrar rannsóknar til að fá úr því skorið hveijir hafi ver- ið að verki. Ejaz hefur látið af starfi bankastjóra í Bahrain til að helga sig rannsókn á slysinu, en síðan hyggst hann hefja afskipti af stjórnmálum með það fyrir aug- um að koma Benazir Bhutto frá völdum. Grunsemdir þeirra vöknuðu vegna þess að FBI var ekki falið að kanna slysið, þótt senóiherra Bandaríkjanna hefði týnt lífi. Tíu mánuðum síðar, í júní, kom þriggja manna nefnd frá FBI til Pakistans og Ejaz hafði eftir einum þeirra að þeir liefðu komið að beiðni Pakist- anstjórnar og til að „friða nokkra þingmenn". Fyrirspurnir höfðu borizt frá þingnefnd um málið, nokkrir þingmenn töldu ekki útilok- að að um. skemmdarverk hefði ver- ið að ræða og því var ákveðið, seint og um síðir, að FBI kynnti sér málið. í vitnaleiðslum í maí sagði núver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Pakistan, Robert Oakley, að sama dag og slysið varð hefðu fulltrúar nokkurra stofnana og starfsmenn Hvíta hússins skipzt á skoðunum um hvort Rússar hefðu staðið á bak við það. Oakley sagði: „Með hliðsjón af því að víst var talið að her Pak- istans mundi hafa geysimikil áhrif á framtíð landsins vildum við gera allt til að tryggja jafnvægi.“ Bæði hann og Richard Armitage, þáver- andi varalandvarnaráðherra, viður- kenndu að það hefðu verið mistök að útiloka FBI frá rannsókninni. Grunurinn um yfirhilmingu stafar einnig af því að lík þeirra sem fórust voru ekki krufin og graf- in í flýti. Því gat rannsóknarnefnd- in ekki gengið úr skugga um hvort áhöfninni hefði verið byrlað eitur. Grunsamleg efni kynnu að finnast við krufningu. Við leitina í flakinu fannst lítil taska við hliðina á h'ki Zia. í henni voru nokkrir persónulegir munir, meðal annars talnabönd, pillur við magasári, einkennisbúningur og kóraninn. Ejaz ul-Haq telur þessa muni áþreifanleg sönnun um yfir- hilmingu embættismanna í Isl- amabad eða Washington eða báðum borgunum. Þvi var haldið fram eft- ir slysið að lík Zia hefði brunnið til ösku, en sonur hans spyr hvers vegna kóraninn og aðrir munir hans hafi fundizt að mestu óskemmdir. „Verk kunnugra? Epstein telur að auðvelt hefði verið að koma gassprengju fyrir um borð og bendir á að unnið hafi ver- ið við viðgerð á vélinni í tvo tíma áður en hún fór frá Bahawalpur. Ekkert var fylgzt með viðgerðar- mönnunum. Flugvallarstarfsmenn voru ekki yfirheyrðir nákvæmlega. Hljóðritanir af símtölum við Zia og Rehman rétt fyrir slysið voru eyði- lagðar. Skýrslur ISI um Mir Murtaza Bhutto munu hafa horfið. Hermenn, sem voru á vakt í Bahaw- alpur þegar slysið varð, voru fluttir til annarra herstöðva. Allt þetta telur Epstein styðja þá kenningu að um vel skipulagða yfirhilmingu hafi verið að ræða. Sé það rétt hljóti einhveijir hand- gengnir Zia og hershöfðingjum hans að hafa átt sökina á slysinu. KGB og indverska leyniþjónustan kunni að hafa haft ástæðu til að granda vélinni og jafnvel haft möguleika til þess, en hvorugur þessi aðili hafi getað stöðvað ráð- gerða krufningu á líkunum í her- sjúkrahúsi í Pakistan, þaggað niður í þeim sem yfirheyrðu vitni og hald- ið FBI utan við málið. Epstein telur að sömu sögu sé að segja um leynileg samtök, sem börðust gegn Zia, þar á meðal AI- Zuifiqar. Einungis öflug öfl innan Pakistans hafi getað fundið leiðir til að skipuleggja það sem gerðist ^bæði fyrir og eftir slysið og látið líta út fyrir að dauði Zia forseta, Rehmanns hershöfðingja og allra hinna hafi verið annað en stjórnar- bylting.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.