Morgunblaðið - 12.11.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.11.1989, Qupperneq 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 eftir Bergljótu Friðriksdóttur / mynd Þorkell Þorkelsson HÚN FÆDDIST á Bíldudal og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Faðir hennar læknirinn var oft að heiman, jafnt nótt sem nýtan dag. Móðirin var aftur á móti allt- af heima hjá þeim systkinun- um, stoðin og styttan sem leyst gat öll heimsins vanda- mál. Það fannst dótturinni ómetanlegt og þegar að því kom að hún eignaðist sín eigin börn, hvarflaði aldrei neitt annað að henni en vera heima hjá þeim. Viðhorfin til heimavinn- andi fólks hafa breyst frá því sem áður var. Mörgum finnst nánast engin virðing borin fyrir heimilisstörfum og víst er að réttur þeirra er nánast enginn, saman- borið við þá er vinna utan heimilis. Ýmsir eru ósáttir við þessa þróun og á dögunum kom saman hópur fólks hvaðanæva af landinu, sem lætur sig þessi mál einhverju varða, og stofnaði Landssamtök heima- vinnandi fólks. Formaður samtak- anna var kjörin Ragnheiður Ólafs- dóttir, sjómannskona og fjögurra barna móðir frá Bíldudal. Ragnheiður hefur mikið látið að sér kveða í félagsmálum í gegnum árin og hefur ágæta reynslu af- störfum heimavinnandi fólks. Hún var innt eftir aðdraganda þess að samtökunum var komið á fót. „Aðdragandinn að stofnun lands- samtakanna er nú orðinn býsna langur,“ segir Ragnheiður. „Eigin- lega byijaði þetta allt með Rauð- sokkahreyfingunni, sjálfstæðisbar- áttu kvenna og kröfu þeirra um sömu möguleika á vinnumarkaðin- um og karlar. í kjölfarið fór heima- 'vinnandi fólk að gera kröfur um fullan rétt á opinberum greiðslum, s.s. sjúkradagpeningum, örorkubót- um og fæðingarorlofi, líkt og úti- vinnandi fólk. Óánægja heimavinnandi fólks í landinu fór vaxandi og þær raddir urðu sífellt háværari sem kröfðust úrbóta í þessum efnum. Árið 1984 var stofnuð nefnd innan Bandalags kvenna í Reykjavík sem bar heitið Hagsmunanefnd heimavinnandi húsmæðra. í ársbyijun 1987 tók ég sæti í þeirri nefnd, en hún barð- ist fyrir bættum kjörum heimavinn- andi fólks og var í raun fyrsti vísir- inn að hinum nýstofnuðu landssam- tökum.“ Á stofnfundi Landssamtaka heimavinnandi fólks var Arndís Tómasdóttir kjörin varaformaður og jafnframt skipað fulltrúaráð sem telur 19 manns, konur og karla hvaðanæva af landinu. Að sögn Ragnheiðar sýnir trúnaðarráðið ágætan þverskurð af þjóðfélaginu, en meðal fulltrúa eru tveir Alþingis- menn, framkvæmdastjóri, heima- vinnandi fólk, bóndakona, læknis- frú, sjómannskona, kaupmaður, skrifstofufólk, fyriverandi bæjar- stjóri og skattstjóri. RAGHIHEIÐll óivisimVhir Fannst annað fráleitt en vera hjá börnunum Ragnheiður hefur sjálf verið heimavinnandi síðastliðin 25 ár, en maður hennar er stýrimaður og eiga þau fjögur börn á aldrinum 14 til 25 ára. Ragnheiður fæddist á Bíldudal árið 1942 og ólst þar upp, dóttir Ólafs P. Jónssonar héraðs- læknis sem nú er látinn og Ástu Guðmundsdóttur húsmóður. Ragn- heiður á sjö systkini og segir hún að móðir sín hafi haft í nógu að snúast við uppeldisstörfin. ER í FORSVARIFVRIR\V SAMTÖI4 FR BERJASl FYRIR BÆITFVIKJÖRFIB HFIVIAVIWAAÐIFÓLK8 OG HEFFR SJÁLF VFRID HFIMAVIWAADISJÓMAWSKOAA í ALDARF JÓRÐFAO. II í\SEGIR AÐ FRAHIÍÐARSVA HEIMILAWA í LA\l)l\l SÉ HRYLLILEO. „Móðir mín var alltaf heima hjá okkur krökkunum enda kom ekki annað til greina, þar sem faðir minn þurfti að sinna læknisstörfum, nótt sem nýtan dag,“ segir Ragnheiður. „Móðir mín var alltaf til staðar þegar við þurftum á henni að halda og það þótti mér alveg ómetanlegt. Við systkinin gátum alltaf leitað til hennar þegar flókin vandamál komu upp sem við smáfólkið réðum ekki sjálf framúr. Uppeldið á mínu heimili hefur greinilega haft sín áhrif því þegar að því kom að ég eignaðist mín eigin börn, hvarflaði aldrei neitt annað að mér en vera heima hjá þeim. Mér fannst annað fráleitt. Og við hjónin vorum svo lánssöm að laun mannsins míns dugðu til að framfleyta jjölskyld- unni og því gat ég látið það eftir mér að vera heima hjá börnunum.“ Ragnheiður er gift Sölva Pálssyni íf stýrimanni. Fjölskyldan bjó lengi á Tálknafirði og síðar á Akranesi en flutti til Reykjavíkur fyrir þremur árum. „Við eignuðumst þijú fyrstu börnin á fjórum árum og tók barna- uppeldið allan minn tírria. Maðurinn minn var mikið á sjónum og því var ég oft ein. En mér leiddist aldrei. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því að vera heimavinnandi og börn- in sáu til þess að ég hafði sífellt nóg fyrir stafni. Auðvitað var oft erfitt að vera ein með íjögur börn, en það var líka ánægjulegt. Við bjuggum fyrst á Tálknafirði og síðar á Akranesi og á báðum stöðum voru flestar mæður útivinn- andi. Því voru mörg- börn sem þvældust um á daginn og létu sér stundum leiðast. Krakkarnir vissu að ég var alltaf heima og fannst þeim notalegt að líta inn og fá mjólkursopa hjá mér. Stundum voru hátt í tíu krakkar í heimsókn, fyrir utan mín eigin börn og því var oft líflegt í eldhúsinu. Ég hafði alltaf óskaplega gaman af því að fá krakkana í heimsókn og spjalla við þau. Og líkast til hefur þeim ekki fundist ég svo afleit, því mörg halda tryggð við mig enn þann dag í dag og heimsækja mig þegar tækifæri gefst.“ Brennandiáhugi á félagsmálum Ragnheiður kveðst alla tíð hafa haft brennandi áhuga á félagsmál- um og þegar börnin komust á legg fór hún að láta að sér kveða á ýmsum vettvangi. Ragnheiður var fyrsta konan í hreppsnefnd Tálkna- fjarðar og eina konan sem kosin var í Þjóðhátíðarnefnd 1974 fyrir Vestur-Barðastrandasýslu. Er hún fluttist til Akraness tók hún við formennsku Félags sjálfstæðis- kvenna þar í kringum 1980 og átti sæti í bæjarstjórn Akraness á árun- um 1982 til 1986. Á sama tíma sat hún fyrst kvenna í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og var formaður skólanefndar Fjölbrauta- skólans á Akranesi. Ragnheiður kveðst alltaf hafa verið mikil sjálfstæðiskona og haft rWffljnl \IW MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 C 17 mikinn áhuga á stjórnmálum. Átti hún um tíma sæti í stjórn og fram- kvæmdastjórn Landssamtaka sjálf- stæðiskvenna. Þegar upp kom klofningur í Sjálfstæðisflokknum vorið 1987 og Borgaraflokkurinn var stofnaður, fylgdi hún Albert Guðmundssyni að málum. I Al- þingiskosningum um vorið var Ragnheiður kjörin varaþingmaður Borgaraflokks í Reykjaneskjör- dæmi fyrir þá Júlíus Sólnes og Hreggvið Jónsson, en sagði sig úr Borgaraflokknum að tæpu ári liðnu. Ragnheiðpr segist ekki ganga með það í maganum að láta að sér kveða í stjórnmálum. Nú séu það málefni heimavinnandi fólks sem eigi hug hennar allan. Og hún er sannfærð um að Landssamtök heimavinnandi fólks eigi eftir að koma miklu til leiðar. En hver eru baráttumál hinna nýstofnuðu lands- samtaka Jaftirétti í skatta- og lífeyrismálum „Markmið samtakanna er veita stjórnvöldum aðhald og beijast fyr- ir bættum kjörum heimavinnandi fólks,“ segir Ragnheiður. „Brýnasta verkefni okkar er að koma á jafn- rétti í skatta- og lífeyrismálum. Auðvitað er það rangt að heima- vinnandi fólk njóti engra lífeyris- réttinda. Það getur reyndar keypt sér tryggingar og lífeyrisréttindi. En það er líka eini þjóðfélagshópur- inn sem verður að kaupa slík rétt- indi. Að mínu mati væri réttast að koma á einum lífeyrissjóði allra landsmanna. Hvað skattamál varð- ar munu samtökin gera það að kröfu sinni að gerðar verði þær breytingar á sköttum, að heima- vinnandi fólk fái 100% persónuaf- slátt í stað aðeins 80% eins og nú er.“ — Hveijir eru það seni skipa hóp heimavinnandi fólks á íslandi? „Það er fólk á öllum aldri, bæði konur og karlar. Auðvitað er meira um það að konur vinni heima en það færist þó stöðugt í vöxt að karlmenn sinni heimilisstörfum. Flestar heimavinnandi konur eru á á miðjum aldri. Margt ungt fólk er þó farið að vinna heima. Það gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að vera heima með börnum sínum og það er athyglisvert að það er eink- um fólk sem sjálft hefur hálfvegis alist upp á dagheimilum. Ékki má gleyma þeim ótalmörgu sem eru bundnir heima yfir andlega eða líkamlega fötluðum börnum eða mökum, eða öldruðum foreldrum." Heimilin lögð í rúst Ragnheiður segir ekki leika nokkurn vafa á því þeir séu mjög margir sem kjósi að vera heima hjá börnum sínum, en hafi ekki tök á því af ijárhagsástæðum. „Einstæð- ar mæðut' eru að sjálfsögðu lang- verst settar því þær hafa ekki önn- ui' ráð en vinna utan heimilisins. Fæstum hjónum nægir að annað vinni úti og því neyðast bæði til að fara út á vinnumarkaðinn. Auðvitað er það frumskilyrði að tekjur einnar fyrirvinnu dugi til reksturs heimilis og þá á ég við átta stunda vinnu- dag og enga yfirvinnu! Stjórnvöld eru að leggja öll heim- ili í landinu í rúst,“ segir Ragn- heiður og leggur áherslu á orð sín. „Við í landssamtökunum lítum svo á að með hrikalegri þróun í okkar þjóðfélagi hafi konum verið stýrt af heimilunum út é vinnumarkað- inn. Og þær eiga vart afturkvæmt eins og útlitið er núna. Við sem beijumst fyrir bættum kjörum heimavinnandi fólks erum að sjálf- sögðu ekki að reka konur inn á heimilin, öðru nær. Það sem við viljum er að þær geti valið, hvort þær vinna heima eða utan heimilis- ins. Þetta á að sjálfsögðu jafnt við um karlmenn, sem vinna nú í aukn- um mæli heima eins og ég hef áður sagt.“ Heimavinnandi fólk sparar ríkiiiu stórfé Ragnheiður segir að í raun sé skilningsleysi stjórnvalda á þýðingu þess starfs sem heimavinnandi fólks vinnur, með öllu óskiljanlegt. „Það er éngin spurning að heimavinnandi fólk hefur í gegnum árin sparað ríkinu stórfé. Dagvistun fyrir ein- stæða móðir með tvö börn kostar hátt í 700 þúsund krónur á ári. Er þá ekki meðtalin bygginga- og við- haldskostnaður á dagvistarheimil- um. Því myndi það spara ómælda fjármuni ef laun einnar fyruvinnu væru það viðunandi að þeir sem það vildu, gætu „leyft“ sér að vera heima hjá börnum sínum. Þá sparar það fólk sem annast fatlaða og aldraða heima,. bæði ómælda fjármuni og félagslegt rými. Það fólk fær þó sáralítinn styrk frá hinu opinbera. Ellilífeyrir og sjúkrabætur renna að mestu til viðkomandi einstaklinga, en þeir sem þá annast fá lítið sem ekkert í sinn hlut. Eftir stofnfund Landssamtak- anna skýrði Málmfríður Sigurðar- dóttir þingmaður Kvennalista frá því að hún hefði lagt fram frum- varp á Alþingi þar sem þess er kraf- ist að breyting vei'ði gerð á þessu, þannig að 80% af greiddum lífeyri og sjúkrabótum renni beint til þeirra sem annast sjúklinga. Er það fagnaðarefni.“ Neikvætt hugarfar einkennandi Að sögn Ragnheiðar er neikvætt hugarfar í garð heimavinnandi fólks einkennandi fyrir Islendinga. „Það er engin vii'ðing borin fyrir störfum heimavinnandi fólks. Þörf- in á hugarfarsbreytingu hvað þetta varðar er því gífurleg. Og að mínu mati er nauðsynlegt að meta heimil- isstörfin inn í þjóðhagsreikninga. Öll störf sem unnin eru á heimilinu, eru jafnframt unnin utan heimila; s.s. bakstur, eldamennska, hrein- gerningar, barnagæsla o.s.frv. Og það er ekki síður mikilvægt að meta heimilisstörf sem starfs- reynslu á borð við önnur störf. Einn- ig'ætti að meta heimilisstörfin inn í skóla, t.d. þegar lögð er stund á endurmenntunarnám." Hún kveðst ekkert hafa á móti dagheimilinum. Aftur á móti sé hún ekki þeirrar skoðunar að þau eigi að vera uppeldisstaður fyrir börn. „Börn eiga rétt á því öryggi sem þau þurfa og það öryggi geta að- eins foreldrar veitt þeim. Þar getur engin fóstra á dagvistunarheimili hlaupið í skarðið. Margir neyðast til að vinna úti, senda börnin- í gæslu þegar þau eru lítil og láta þau hugsa um sig sjálf þegar þau eru orðin stærri. Þetta nær ekki nokkurri átt. Er það annars ekki grundvallarréttur fólks að það fái að vera með börnum sínum? Heimavinnandi fólk er að mínu mati öreigar - sem ekkert eiga og eru réttindalausir með öllu. Eg fer ekki ofan af því að á síðustu árum hafþverið að myndast stéttaskipting á íslandi. Þeim hefui' fjölgað ískyggilega sem teljast innan fá- tækramarka og bilið á milli milli- stéttarinnar og þeirra sem nóg eiga af peningunum er sífellt að breikka. Þetta er ógnvænleg þróun.“ Hrikaleg ft*amtíðarsýn — Hvernig sérð þú fyrir þéi'- heimilin í landinu í framtíðinni? „Ég hugsa með hryllingi til framtíðarinnar - að öllu óbreyttu. Það gæti aldrei orðið annað en upplausn á heimilunum. Líkast til myndi barneignum fækka, streita aukast, afbrotum ijölga og fleiri myridu ánetjast eiturlyfjum. Þrátt fyi'ir þetta svartsýnistal er ég bjart- sýn á að Landssamtökum heima- vinnandi fólks eigi eftir að takast að koma miklu til leiðar og bæta hag þeirra er vinna heima. Okkur hefur verið tekið afskap- - lega vel og ég er sannfærð um að aukin umræða um málefni heima- vinnandi fólks eigi eftir að breyta viðhorfum í þjóðfélaginu mikið. Ég trúi ekki öðru en að fólk vakni til vitundar um mikilvægi þessa máls og að stjórnmálamenn leggi málinu lið. Það hlýtur að vera öllum þeim kappsmál sem meta einhvers heim- ilið og Ijölskylduná, að störf heima- vinnandi fólks séu metin að verð- leikum.“ ' 1 i W r -jj Askriftcirsíminn er 83033 l PABBAR Sængurgjafir í úrvali fyrir mömmu og litla barnið. Næg bílastæði á þægilegasta stað í bænum þar sem fagfólkið er. Alltaf í leiðinni. ÞIIMALÍNA Sérverslun með sængurgjafir Leifsgötu 32. fWfOTOWOl. A bravo Boðtcekið er lítið handhægt tæki sem hægt er að hafa hjá sér hvar sem er. Það er tengt við sérstakt símánúmer og þegar hringt er í númerið svarar tækið og tekur við skilaboðum sem geftn eru á hinutn enda línunnar. Þannig getur sá sem hringir stimplað inn símanúmer sitt og þegar viðtakandinn hefur tœki- færi til fer hanti yftr skilaboðitt og hef- ur síðan samband. Viðskiptavinir vinsamlegast athugið að fyrirtœkið erflutt frá Grandagarði ÍB að Fákafeni 11 - við Skeifuna. B0ÐTÆKIÐ LÆTUR ÞIG VITA ÞEGAR EINHVER VILL NÁ SAMBANDI VIÐ ÞIG Fjarskipti Fákafeni 11 - sími 618140 -fax 618936 h f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.