Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR m '
SUNNUDAGUR 12.
•' (i' > i I'
NOVEMBER 1989
Aldarminning;
Guðni Magnús-
son frá Hólmum
Um þessar mundir eru liðin 100
ár frá fæðingu Guðna Magnússon-
ar, sem Iengst af bjó að Hólmum í
Austur-Landeyjum, ásamt konu
sinni Rósu Andrésdóttur, sem fædd-
ist í Hemlu. V-Landeyjum, 19.
mars 1890.
Guðni Magnússon fæddist 12.
nóvember 1889 að Hrauk í Vestur-
Landeyjum, sonur hjónanna Magn-
úsar Guðmundssonar og Bjarghild-
ar Guðnadóttur. Guðni missti föður
sinn er hann var á öðru ári og stóð
þá Bjarghildur uppi án fyrirvinnu
með þrjú börn er öll voru ung.
Guðmundur elstur, 11 ára gamall,
og Guðbjörg sennilega 6 ára. í þá
daga var ekki leikur fyrir fátæka
móður að komast af, enda varð
Bjarghildur að láta eldri börnin tvö
frá sér. En Guðna litla gat hún
ekki skilið við sig þótt erfitt væri
að komast í vinnumennsku með
kornabarn. Bjarghildur átti oft erf-
iða daga og næturnar til hvíldar
voru stuttar því vinnunni voru eng-
in takmörk sett í þá daga. Vinnu-
konur og munaðarlaus börn voru
ekki hátt skrifað fólk. Það mátti
þykja gott ef það fékk í sig og á,
en það var oft af skornum skammti.
Seinni uppvaxtarár Guðna var
hann og móðir hans að Strandar-
höfða í V-Landeyjum og leið þeim
þar nokkuð vel miðað við aðstæður
þess tíma.
14. apríl 1913 keypti Guðni sér
lausamannsbréf, sem þýddi að hann
hafði rétt til að leita sér sjálfstæðr-
ar atvinnu. Eftir það stundaði hann
plægingar með eigin hestum í Land-
eyjum og á Rangárvöllum í allmörg
ár.
Guðni var ágætur hestamaður,
enda átti hann lengst af góða hesta,
sem honum þótti mjög vænt um. A
yngri árum stundaði hann nokkuð
tamningar og gerði margan baldinn
fola að brúkunarhæfum hesti.
Guðni var laginn við að gangsetja
hesta. Hann lagði mikið upp úr
hreÍMU tölti, en var minna fyrir
skeiðið, enda hafði hann þann hátt
á að fá folana til að tölta upp af
fetinu. Og síðan að smáauka hrað-
HLA.ÐBA.KUR
BILL FRA HEKLU BORGAR SIG
HjIHFKI /V UE VERÐ FRÁ KR
I .268.000
Laugavegi 170-174 Simi 695500
I#SS§!®
^ j
Teg.: 1651 M
Efni: Leður
Litir: Svart, brúnt
Stærðir: 36-41
Verð: 5.980,-
Teg.: 1724B
Efni: Leður
Litur: Brúnn
Stærðir: 36-41
Verð: 6.390.-
Sendum í Póstkröfu
Kringlunni 8-12
sími686062
ikti m o
wse nf É, a i
»en im 9 1 an