Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 22
Myndir og texti Sverrir Vilhelmsson, Árni Motthíasson skráði
HVERGI hefiir ferðamönnum Qölgað meira í heim-
inum siðastliðin ár en í Suðaustur-Asíu og enn er
búist við að þeim sem þangað leggja leið sína Qöigi
stórum. Hagvöxtur þar er einnig með því mesta sem
þekkist í heiminum. Eitt land, Víetnam, hefur þó
algerlega misst af lestinni hingað til. Víetnamar
hafa þó fullan hug á að taka þátt í leiknum og má
segja að byijunin hafi verið 1986 er doi moi-stefh-
an, perestrojka þeirra Víetnama, kom til sögunnar
og nú síðast í september siðastliðnum er þeir hurfu
með herlið sitt frá Kambódíu. Þar með uppfylltu
þeir þau skilyrði sem Bandaríkjamenn höfðu sett
fyrir afléttingu viðskiptabanns þess sem verið hefur
við lýði allt frá þeim tíma er Bandaríkjamenn töp-
uðu Víetnamstríðinu. Nú hafa Bandaríkjamenn að
vísu sett ný skilyrði, en þó Víetnama skorti fé til
að byggja upp ferðamannaþjónustu, er Víetnam
orðið tiltölulega opið land. Ferðamenn streyma
þangað í stórauknum mæli; ekki til að liggja á
ströndunum, sem þó eru með þeim bestu í heimi,
heldur eru það stríðsminjamar sem heilla og af
þeim hefiir Víetnam nóg.
Asíðasta ári komu um 30.000 ferðamenn til
Víetnam, sem er helmingi fleiri en árið á
undan. I Ho Chi Minh-borg, sem yfirleitt
er kölluð sínu gamla nafni Saigon, hafa
borgaryfirvöld ákveðið að árið 1990 verði
helgað ferðamönnum. Ferðamönnum sem
þangað koma bjóðast skoðunarferðir að
ýmsum menningarminjum, en fjölmennustu
skoðunarferðirnar eru að sendiráðsbygg-
ingu Bandaríkjanna, sem yfirgefin var 30. apríl 1975,
og í American Crime Museum (bandaríska glæpaminja-
safnið), þar sem er fastasýning kennd við „stríðsglæpi
leppstjórnar Bandaríkjamanna", sýnd eru stríðstól sem
Bandaríkjamenn notuðu í Víetnamstríðinu og myndir
af „illvirkjum bandarísku heimsvaldasinnanna", eins og
segir í ferðabæklingi Saigon Tourist, hinnar opinberu
ferðaskrifstofu Saigon. Hluti af viðleitni yfirvalda til
að auka ferðamannastrauminn, er að á síðasta ári var
lokað herstöð í héraðinu Cu Chi og endumýjuð mikil
og sögufræg neðanjarðargöng sem þar eru og í var
miðstöð árása víetcong á Saigon í Víetnamstríðinu. Cu
Chi er 42.600 hektara svæði og á stríðsárunum voru
íbúar héraðsins um 150.000.
30 ár neðanjarðar
Ég notfærði mér þó ekki þjónustu Saigon Tourist til
að komast til Cu Chi, heldur fór ég í nýrri Toyotu
Corolla fólksbifreið sem var í eigu Fjölmiðlaskrifstofu
Utanríkisráðuneytisins. Ég var sóttur á Caravelle-
hótelið árla morguns af túlki og leiðsögumanni. Cara-
velle hótelið hýsti á stríðsárunum heimspressuna, en á
sínum tíma sögðu bandarísku hermennirnir í hálfkær-
ingi að stríðsfréttaritarnir hefðu ekki verið hugaðri en
svo að þeir hefðu fylgst með stríðinu af svölum Cara-
velle-hóteisins, sem var þá hæsti „skýjakljúfur" Saigon,
níu hæðir.
Á leið út úr borginni þurftum við að skáskjóta okkur
í gegnum reiðhjólaþvöguna og bílstjórinn lá á flautunni
allan tímann. Við höfðum ekki ekið lengi þegar við
vorum komin út í hefðbundna víetnamska sveit;
hrísgijónaakrar hvert sem litið var, með vatnabufflum
og fólki sem öslaði um akrana með stráhatta. Við ókum
þjóðveg númer 1 með gát, því fólk breiðir hrísgijón til
þerris á malbikinu. Eftir rúmlega klukkustundar akstur
beygðum við inn á malarveg, sem gerður var af rauðum
sandi sem þyrlaðist upp. Rauði sandurinn er eitt af því
sem flestir bandarískir hermenn minnast frá veru sinnf
í Víetnam. Rauður sandur sem smaug allstaðar; settist
í byssumar og smaug í gegnum hveija rifu í fötum;
rauður sandur sem þyrlaðist upp þegar þeir opnuðu
ferðatöskuna við heimkomuna til Bandaríkjanna.
Fljótlega var komið að bambusskýli þar sem bíllinn
m