Morgunblaðið - 12.11.1989, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.11.1989, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1989 C 23 Svaladrykkur seldur í Hóc Món. UÓSMYNDARIMORGUNBLAÐSINS FÓR TIL VÍETNAM FYRIR STUTTU EN ÞAR ERU MIKLAR BREYTINGAR ÁDÖFINNIEFTIR ÁRALANGA EINANGRUN Fjöldi fólks lifir á að saftia sprengjubrotum. Manh sýnir aðstöðu til skotárása á óvinaþyrlur og skriðdreka úr efstu byrgjum ganganna. Á bandariska glæpaminjasafhinu. Hermannagrafreitur í Cu Chi. var stöðvaður. Þar stóð stúlka við kælikistu og seldi kók og Heine- ken-bjór; greinilega ætlað ferða- mönnum, því almenningur hefur ekki fé í slíkan óþarfa. Þar tók á móti okkur umsjónarmaður gang- anna, Nguyén Tó Manh. Frá kók- stúlkunni gengum við lengra inn í skóginn og komum þá að skýii, þar sem hékk kort af göngunum, sem William Westmoreland, yfirherfor- ingi Bandaríkjahers, lét gera. Sam- kvæmt kortinu eru göngin á þremur hæðum. Fyrsta hæð er 3—4 metrum undir yfirborðinu, önnur hæð 6—8 metrum og þriðja hæð 8—10 metr- um. Áður en við lögðum af stað niður i göngin hélt Manh fyrirlestur um þau og sagði túlkurinn að í Cu Chi hefðu verið bækistöðvar víet- congmanna til að „gera árásir á, nei, frelsa Saigon". Manh, sem var á sextugsaldri, sagðist hafa byijað að vinna sem gangagrafari í göngunum 12 ára. Hann dvaldist í göngunum allt stríðið við Banda- ríkjamenn og er nú umsjónarmaður þeirra. Manh sagði víetminh, eins og uppreisnarmennirnir gegn yfirráð- um Frakka kölluðust, hafa byijað að grafa göng í Cu Chi árið 1948, þegar þeir börðust við Frakka og frá því ári og þar tii yfirráðum Frakka lauk 1954 voru grafnir 48 kílómetrar, sem lágu meðal annars til nálægra þorpa. (Seinni hluti heit- isins víetminh er fenginn að láni úr nafni frelsishetju Víetnama, Ho Chi Minh, sem þýðir Ljósberi. Víet- cong, sem notað var um komm- úníska skæruliða í S-Víetnam á sínum tíma, var niðrandi heiti sem stjórnvöld í Saigon valdi þeim.) Þegar Bandaríkjamenn komu til Víetnam gerðu víetcong göngin upp og hófust handa við að lengja göng- in. Árið 1968 var búið að grafa um 250 kílómetra. Jarðveginum sem grafinn var upp þurfti að dreifa um nágrennið og vinsælt var að fylla upp í sprengigíga. Bandaríkjamenn beittu ýmsum aðferðum til að reyna að flæma íbúana úr göngunum. Til viðbótar við hefðbundnar sprengjuárásir, reyndu þeir að veita Saigon-fljótinu niður í göngin og dældu niður eit- urgasi, en þá leituðu íbúarnir neð- ar, en göngin voru hönnuð með það fyrir augum að vatnið og gasið leit- aði út annars staðar. Ef banda- rískir hermenn voru sendir niður í göngin þrengdust þau á ýmsum stöðum til að gera hermönnunum erfitt fyrir, því þeir voru alla jafna stærri en Víetnamarnir. Gildrur voru um allt og í stríðinu við Frakka voru í þeim gildrum bambusspjót. En tækninni fleygði fram og Manh sýndi okkur stoltur stálfleina sem sérhannaðir voru til að festast í holdi þeirra sem á'þeim lentu. Ef allt þraut gátu íbúarnir forðað sér út í fljótið og sætt færis á að « komast aftur inn í göngin síðar. Þegar rólegt var leituðu menn í efstu göngin og styttu sér stundir með kvikmyndasýningum, spilum, dagblaðalestri eða innrætingu. Vopnaverksmiðjur voru í neðri göngunum og það voru einnig sjúkrahús og lyfjaverksmiðjur. Að loknum fyrirlestrinum var haldið í göngin sjálf. Ég átti erfitt með að fylgja Manh eftir í göngun- um, sem voru full þröng fyrir mig, þó búið væri að víkka þann hluta þeirra sem við fórum um. Hitinn og rakinn var nánast óbærilegur. Á veggjum var mikið um köngurlær af öllum stærðum og gerðum, en Manh hughreysti mig með því að þessar köngurlær hefðu íbúar gang- anna lagt sér til munns og væru þær hið mesta lostæti. Þegar gangaskoðunarferðinni var lokið fórum við um héraðið. Leiðsögumaðurinn sagði mér að á stríðsárunum hefðu Bandaríkja- menn kastað um hálfri milljón tonna af sprengjum á svæðið og á hvern fermetra væru 25 til 30 sprengju- brot. Það er reyndar allmikill at- vinnuvegur í sveitum Víetnam að safna saman sprengjubrotum og - búta í sundur yfirgefin hernaðartól og selja í brotajárn, sem flutt er úr landi; mest til Taiwan. Þegar ég kvaddi Manh var ég ekki viss um hvort viðeigandi væri að gefa honum eitthvað í þakklætis- skyni, en ákvað svo að gefa honum vasaljós sem ég hafði meðferðis, enda var vasaljóáið hans afar fomfálegt og slitið. Hann var himin- lifandi yfir ljósinu, en mest var hrifningin þegar hann opnaði það og sá að í því voru bandarískar rafhlöður. Þá gaf ég honum raf- hlöðupakka sem ég var með og honum þótti greinilega meira til þess koma en vasaljóssins sjálfs. Það skildi ég þegar ég keypti mér— kínverskar rafhlöður til að nota í flassið á vélinni minni. Þær dugðu í fimm blossa. Á bakaleiðinni til Saigon, sem tók reyndar sex klukkustundir, vegna sífelldra óska minna um að stoppa til að taka myndir, varð ég aldrei var við annað en vinsemd og hlýju. Rútur sem leið áttu hjá þegar ég var að mynda við þjóðveg eitt þeyttu flautur sínar og farþegarnir veiftlðu og hvöttu mig skælbrosandi til að mynda sig. Skorturinn og hörmung- ar liðinna áratuga hafa ekki drepið lífsgleði fólksins. Skotbyrgi Reyksiur Athvarl Birgðageymsla Reyklaust eldhiis Hrísgrjýnageymsla Gildra með stálfleinum Útganguri Saigon- lljýt Þrenging Kortið sem William Westmoreland lét gera af göngunum. Göngin eru reyndar ekki eins bein og halda mætti af því. Sprengjuhelt skyli Brunnur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.