Morgunblaðið - 12.11.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGÚR 12.' NÓVEMBER 1989
C 25
DÆGURTÓNLIST//; ™i erspeed metal?
ÞUNGTROKK OG
ENNÞYNGRA
ROKK í þyngri kantinum hefur sótt mjög í sig veðrið í seinni tíð
og vitnar um það mikil uppsveifla í sölu á þungarokkplötum. Selst
þá mest af popp-þungarokki eins og sveitir á borð við Guns ’n’ Ro-
ses leika, en af plötu þeirrar sveitar, Appetite for Destruction, hefur
selst vel á fjórða þúsund eintaka hérlendis. Þar hjálpast að tónlist
og ímynd sveitarinnar og allskyns táknmyndir sem tengjast henni
og aðdáendur geta skreytt sig með. Annar meiður þungarokks, spe-
ed metal, sækir og í sig veðrið, en þær sveitir sem það leika leggja
ekki mikið upp úr ímynd eða umbúnaði, en því meiri áherslu á tón-
listina. Fremsta speed metal-sveit í heimi er Metallica, en við íslend-
ingar eigum Bootlegs.
Bootlegs kom fyrst fram opin-
berlega í Músíktilraunum Tóna-
bæjar 1987 og þótti þá ekki par
góð sveit. Árið eftir var sveitin enn
á ferð með liðsauka og sýnu betri.
Þriðja árið í röð
tók sveitin þátt í
músíktilraununum
og bar höfuð og
herðar yfir aðrar
sveitir það árið, þó
ekki dugði nema í
annað sæti. Boot-
legs skipa Guð-
mundur Hannes
Hannesson gítarleikari, Jón Ö. Sig-
urðsson gítarleikari og söngvari,
Ingimundur E. Þorkelsson bassa-
leikari og Kristján Ásvaldsson
trymbill. Sveitin sendi frá sér fyrstu
breiðskífu sína fyrir skemmstu sem
söluaðilar herma að hafi selst allvel
og skal því haldið fram hér að téð
plata, sem heitir WC Monster eftir
snjöllu lagi sveitarinnar um kló-
settskrímsli, er besta þungarokk-
eftir Árna
Matthíosson
skífa sem gefin hefur verið út hér
á landi. Það var eftir að-hafa heyrt
þá plötu og séð hljómsveitina leika
frábærlega á útgáfutónleikum í
þarsíðustu viku að ég tók piltana í
Bootlegs tali.
Sveitarmeðlimir sögðu mér að
platan hefði verið heldur lengi á
leiðinni að þeirra mati, en óþreyjan
skrifaðist kannski á að menn hefðu
gefið ótímabærar yfirlýsingar. Þeir
sögðust vera sáttir við plötuna að
mestu, en það væri alltaf hægt að
gera betur. Þegar við tókum tal
saman voru þeir nýkomnir frá þvi
að spila á tónleikum í Háskólabíói,
þar sem haldin var skemmtun
vegna átaks gegn ofbeldi unglinga.
Þungarokk hefur haft það orð á sér
að hvetja til ofbeldis, en sveitarmeð-
limir sögðu það fjarstæðu; þunga-
rokk, og þá sérstaklega speed met-
al, væri sérlega vel til þess fallið
að veita unglingum útrás.
Ég spurði þá hvort þeir væru
með heimsfrægðarbakteríuna eins
umijöllun um sveitina og mynd í
belgísku blaði. Þeir sögðu að vænt-
anleg safnplata sem One Little Indi-
an hyggst gefa út með Smekkleysu-
sveitunum, þar sem þeir eiga tvö
lög, myndi kannski auka þrýsting
á sveitina, en það kæmi þá í ljós.
Bootlegs hefur verið að síðan
1986/87 eins og fram kom áður,
en að sögn sveitarmanna er engin
þreyta til staðar eins og er. Þeir
sögðu spennu hafa myndast á
síðasta ári, þegar þeir voru orðnir
leiðir á að æfa og æfa án þess að
nokkuð gerðist, en vinnan við Klós-
ettskrímslið hefði þjappað mönnum
aftur saman og þegar tónleika-
törninni vegna plötukynningarinnar
væri lokið hæfist vinna við næstu
plötu, sem yrði miklu betri.
Þungarokk er í mikilli uppsveiflu,
en þess sér ekki stað í útvarpi eða
blöðum og þeir segja mér að Stjarn-
an og Bylgjan hafi neitað að spila
plötuna og bera Rás 2 ekki vei sög-
una. Það skipti þó mestu máli hvað
þeir hafa fengið góðar undirtektir
á sínum tónleikum og í kjölfar
þeirra fylgja aðra speéd metal-
sveitir.
Bootlegs
Islenskir brauti-yðjendur í speed met-
al-rokki.
og svo margar aðrar sveitir íslensk-
ar um þessar mundir, en þeir sögðu
það af og frá. Þeir sögðu að ekki
væri ástæða til að gefa WC Monst-
er út ytra til þess eins að gefa hana
út, en vissulega væri ekki onýrt að
geta serit frá sér einhver kynningar-
eintök. Til að sækja inn á erlendan
markað þyrftu að gera markvisst
átak, en þeir hefðu ekki nennu í
sér til þess eins og er. Hingað til
höfðu þeir þó sent út nokkar plöt-
ur, eina til Bandaríkjanna, eina til
Júgóslavíu, eina til Póllands og eina
til Noregs og síðan hefði komið
Quintette du Hot Club de France
þarsem Django Reinhard og Step-
hane Grappelli fóru í fararbroddi
og við íslendingar eigum Kuran
Sving kvartettinn. Þeir félagar
hafa lært af Django og Grappelli
ekki síður en Charlie Parker og
boppurunum, Ornette og fijáls-
djössurunum og evrópskum nú-
tímatónskáldum. Það verður
spennandi að heyra hvað þeir
bjóða okkur uppá á þriðjudags-
kvöldið.
Þó nokkuð sé liðið frá tónleikum
Jukka Linkola í hinum nýja tón-
leikasal FÍH er ekki of seint að
þakka fyrir sig. Hann setti saman
tíu manna sveit úr kennaraliði
Tónlistarskóla FÍH og léku þeir
félagar tónverk eftir Jukka. Það
var stórgóð tónlist og fór þar sam-
an snilldarstjórn Jukka og fínn
innlendur efniviður. Jukka kom
hér fyrst 1986 og er væntanlegur
á Norrænu útvarpsdjassdagana í
Reykjavík á næsta ári til að stjórna
þijátíu manna samnorrænni stór-
sveit. Þá verður nú aldeilis veisla!
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
slfalZ‘tS!l°Pln^'ragl3Ua
Jreidslna
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán-
aðar.
Ekki skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru greidd né
hvort þau eru greidd fyrirfram eða
eftirá.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum", blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Gerlð skil tímanlega
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI