Morgunblaðið - 12.11.1989, Blaðsíða 29
C 2»
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNU0AGUR '12. NÓVEMBER 1989
sem lagt var undir. Enda ekki van-
ir að sjá nema rétt milli stafna í
mistrinu á syðri slóðum.“
Hafnsöguvakt er allan sólar-
hringinn alla 365 daga ársins. Sex
lóðsar eru við Reykjavíkurhöfn og
ganga fimm þeirra vaktir. Sigurður
Þorgrímsson er foringi þeirra en
auk Lúðvíks og Halldórs eru Hörður
Þórhallsson, Hallur Árnason -og
Jóhannes Ingólfsson á vaktinni.
Skjótast þeir út í skipin á hafnsögu-
bátunum Magna, Haka og Jötni
sem eru undir stjóm fimm form-
anna.
Sjóræningjar!
Lúðvík var skipstjóri undir hið
síðasta hjá Hafskip og Halldór
stýrimaður hjá Eimskip, en hafn-
sögumennirnir eru yfirleitt fyrrver-
andi farmenn. Þeir taka við skipun-
um út við svonefnda 7-bauju. En
er þetta nokkur sjómennska að sigla
nánast bara í hafnarkjaftinum?
„Þetta er hæfileg sigling, engin
langsigling, sjómennska er það og
við lítum á okkur sem sjómenn,"
sögðu þeir félagar. Þeir segjast
sakna ferðanna til Skeijafjarðar en
þeim hefur stórfækkað. Skemmti-
legast hefði verið að fara þangað í
björtu veðri en þungum sjó svo að
braut á skeijunum beggja vegna
innsiglingarinnar. Skipstjórum sem
verið hefðu að koma í fyrsta skipti
hefði venjulega ekkert litist á að
fara með skipin inn á milli
hvítfreyðandi boðanna. „Þið íslend-
ingar eruð ekki sjómenn, heldur
sjóræningjar helvítin ykkar,“ sagði
Lúðvík að þeir hefðu venjulega
hreytt út úr sér.
Oftast þarf lóðs að klifra í svo-
nefndum leiðara, kaðalstiga, um
borð í skip, en nú fjölgar skipum
með lúgur niður við sjólínu þar sem
stokkið er um borð og síðan farnar
krókaleiðir innandyra upp í brú.
„Það gat verið erfitt að klifra um
borð, t.d. á Álafossi og Eyrarfossi,
þar sem lunningin var á við fjög-
urra til fimm hæða hús.“
Skipin hafa breyst
„Skipin hafa breyst mikið með
árunum, til hins verra,“ sögðu Hall-
dór og Lúðvík. „Alvöru skipslag er
á undanhaldi en döllum fjölgar sem
eru ekkert annað en gámur með
stefni. Skipin eru færri en stærri.
Gömlu skipin voru þyngri og kraft-
meiri en þau nýju rista minna og
eru léttari á vatninu. Áður þekktist
ekki að eitthvað bilaði. Enda fleiri
um borð til að hugsa um hlutina
og sjá um skipin. Nú er alltaf eitt-
hvað að bila og algengt að brottför
sé ekki á tíma af þeim sökum. Það
þekktist ekki fyrir nokkrum árurn."
Sýní
kaffibolla
Til Velvakanda.
Djöflahafið við Japan og Ber-
múdaþríhyrningurinn, fjöldi skipa
hefur farist þar. Ég hef rannsakað
þetta mál með því að skoða í kaffi-
bolla. Skipin hafa farist eins og
meðfylgjandi pennateikning sýnir.
Belgir eða ker virðast hafa losnað
frá botni og stækkað i uppstreym-
inu og farið í veg fyrir skipin og
gleypt þau. Til dæmis fórust tvö
rannsóknarskip frá Japan um árið
1947. Þar var fjöldi manns uppi á
bátadekki. Lífverðir gættu manna
sem höfðu talstöðvar og talsam-
band við land. Snögglega hurfu
skipin með allri áhöfn. í kaffibol-
lanum var að sjá sem flykki væru
á leið upp frá botninum líkt og
loftbelgir í siðasta stríði. Fjöldi
flugvéla og flugskeyta fórust á
loftbelgjum. Hið sama er að segja
um skipin í Djöflahafi. En enga
menn sá ég í bollanum né vélar
að verki. Annað var að sjá í
Bermúdaþríhyrningnum, þar var
allt með ólíkum hætti.
Valdimar Bjarnfreðsson
<í
Pennavinir
Átján ára norsk stúlka með mik-
inn áhuga á íslandi , dýrum, ferða-
lögum og bréfaskrifum:
Helle Roed,
Boks 77,
3503 Tyristrand,
Norge.
Tvítugur ungverskur piltur vill
eignast pennavini á íslandi en getur
ekki áhugamála:
Pal Szabo,
Zsombolyai U.13,
1113 Budapest,
Hungary.
Réttindamál húsdýra
Til Velvakanda.
Ég varð bæði undrandi og glöð
þegar ég las þessa fyrirsögn yfir
lítilli grein í Morgunblaðinu. Ég las
alla greinina og ætla nú að birta hér
nokkuð úr henni, því hún er mjög
athyglisverð: Sænska velferðarríkið
hefur nú teygt anga sína inn í fjár-
húsin, flósið og hænsnakofann. Und-
anfarna mánuði hafa verið að taka
gildi lög sem tryggja eiga húsdýrum
mannúðlega meðferð og eru þau
víðtækustu sem um getur. En
hveijum er það að þakka að sænska
ríkið tekur svona eindregið málstað
húsdýranna okkar. Það eru áhrif frá
skrifum sænsku skáldkonunnar
Astrit Lindgren sem er 81 árs og
hefur verið óþreytandi að vekja þjóð
sína til vitundar um ómannúðlega
meðferð á húsdýrum með skrifum
sínum í sænsk blöð. Og við lesum
svo áfram um þessi nýju lög. Sam-
kvæmt þeim er skylt að reka naut-
gripi á beit. Bannað er að tjóðra
svín eða hafa þau í þröngum húsum,
og hleypa verður kjúklingum út úr
þröngum búrum. En þau eru nú sem
óðast að rísa upp hér á landi.
Já, hvað með okkur Islendinga.
Erum við ekki á góðri leið með að
ganga spor aftur á bak í dýravernd-
unarmálum. Eru ekki allar þessar
nýju búgreinar, sem eru að ryðja sér
til rúms í landbúnaðinum, einmitt
þannig að illa er farið með dýrin.
T.d. refa- og minkabúin, það mætti
áreiðanlega hafa búrin stærri svo
þessi vesalings dýr gætu hreyft sig
eitthvað meira en raun er á. Og svo
eru það hænsnin. Þessir glaðlyndu
fuglar sem alltaf þurfa að hlaupa
um og róta upp jörðinni. Nú eru
þeir læstir inni í þröngum búrum
fjarri öllu frelsi til að hreyfa sig eitt-
hvað eins og þeim er eðlilegt, nema
á einstaka sveitabæ þar sem hænsn-
unum er ennþá leyft að vera úti í
frelsinu.
Ég var að vona að dýraverndunar-
félögin okkar væru á góðri leið með
að koma þessum málum í gott og
betra horf en áður var. En því miður
ætlar sú von að bregðast ef haldið
verður áfram að hneppa húsdýrin í
búr og svipta þau því frelsi sem
þeim er nauðsynlegt. Það er gaman
að ferðast um íslensku sveitirnar og
horfa á fallega byggð bændabýli sem
eru meðfram þjóðveginum. En þó
læðist að manni grunur um að ekki
sé allt eins og það ætti að vera t.d.
þegar maður sér heimilishestana á
bæjunum hafða í of litlum girðinga-
hólfum sem þeir eru búnir að rót-
naga. Ég hélt að þarfasti þjóninn
þyrfti betri aðbúð en þetta.
Þó skal taka það fram að svona
sést ekki nema á einstaka bæjum
en það ætti hvergi að sjást. Öll dýr
eru mannelsk og það er hörmung
að sjá þeim líða illa. Það væri verð-
ugt verkefni fyrir
dýraverndunarfélögin að senda
menn til að athuga þessi búr sem
dýr eru í og fá vitneskju um það
hvort þau þurfa ekki einhverra lag-
færinga við.
Sigríður
upplýsinga
L J Ö S M Y N D A S T 0 F A
GUDMUNOUR KR JÚHANNESSON
LAUGAVEGI178 SÍMI689220
SJONVARPIÐ
SÖNGVAKEPPNI
SJÓNVARPSSTÖÐVA
EVRÓPU1990
Ríkisútvarpið'Sjónvarp auglýsir hér með eftir sönglagi
til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu
1990, sem fram fer í Júgóslavíu 5. maí. Undankeppnin
fer fram í Reykjavík í janúar og febrúar.
,Skilafrestur er til
15. desember 1989.
Þátttökuskilyröi:
Þátttaka er öllum opin. Laginu skal skila á nótum eða
hljóðsnældu. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja.
Lagið má ekki taka nema þrjár mínútur í flutningi. Lag-
ið má ekki hafa komið út á nótum, hljómplötum, snæld-
um eða myndböndum, og það má ekki hafa verið leikið
í útvarpi eða sjónvarpi.
Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dul-
nefni höfunar.
Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu
fylgja með í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni.
Sendi höfundur fleiri en eitt lag skulu þau send inn,
hvert fyrir sig og hvert undir sínu dulnefni.
Sjónvarpið leggur til útsetjara, hljómsveit og hljómsveitar-
stjóra.
Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt til flutnings laganna í
útvarpi og sjónvarpi meðan á keppninni stendur.
Kynning loganno:
Dómnefnd velur 12 lög til áframhaldandi þátttöku.
Þegar þau hafa verið valin, verða umslögin með dulnefn-
um höfunda opnuð, og nöfn þeirra tilkynnt.
Lögin 12 verða síðan útsett og flytjendur valdir í sam-
ráði við höfúnda og kynnt í tveimur sjónvarpsþáttum í
lok janúar. Sex lög verða kynnt í hvorum þætti. Ahorfend-
ur í sjónvarpssal velja þrjú lög úr hvorurn þætti til áfram-
haldandi keppni.
Úrslit:
Þau sex lög sem þannig hafa verið valin vérða síðan flutt
í beinni útsendingu úr sjónvarpssal, þar sem sigurlagið
1990 verður valið.
Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir sigurlagið og
ferð fyrir höfund lags og texta til Júgóslaviu í úrslitakeppn-
ina 5. maí 1990. Séu höfundar tveir eða fleiri skiptast
verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS
segja til um.
Sigurlagið verður fulltrúi íslenska Sjónvarpsins í
„Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1990“.
Nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar veitir ritari
dagskrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins,
sími 693 731, Laugavegi 176, Reykjavík.
U tanáskrift: Ríkisútvarpið-Sjónvarp, „Söngvakeppni“,
Laugavegi 176, 105 Reykjavík.