Morgunblaðið - 12.11.1989, Page 32

Morgunblaðið - 12.11.1989, Page 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1989 í Evrópukeppni félagslióa í handknattleik í kvöld kl. 20.30 í Laugardalshöll Jón Páll Sigmarsson ofurjarl gefur Jarlboli og matarmiða á Jarlinn íhálfleik og gerir einhver k „kraftaverk“. Fjölmennum á stórkostlegan íþróttaviðburð FLUGLEIDIR Jarlinn ^VEITINGASTOFA BREITLING UR Fjárheimtan hf BREIÐFJORÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitid nánarí upplýsinga aóSigtúni7 Simi*29022 ALMENNAR Olíufélagið hf Ungverjalandi buoin BAKÞANKAR Af spá- konum og stjömuspeki Ein sú mesta plága sem yfir þessa þjóð hefur riðið er spá- kerlingadellan. Fari hún marg- niðurnegld. Svo ekki sé minnst á stjörnuspeki blaðanna. Ég veit dálítið um þessi mál, sjálfur hef ég litið inn hjá spákonu. Einnig á ég frænda sem er stjörnuspek- ingur. Það eru liðlega tuttugu ár síðan ég brá mér í fyrsta og eina skiptið til spákonu. Ég væri ekki einn, við fórum tveir daman vin- irnir. Fyrir einhveija makalausa tilviljun slumpaði hún á það að félagi minn var einbirni og þar með beit hann á krókinn. Hún sagði að hans biði að hitta stúlk- una sina um tvítugt. Hins vegar kæmi upp sú staða að þau skildu í hasti tveim árum síðar. Næstur var ég að borðinu. Ég á fimm systur en enga bræður og þegar spákonan hóf mál sitt með því að tilkynna mér að ég ætti þijá bræður en enga systur, þá ákvað ég að taka ekkert mark á henni. Ég sagði henni það. Þá leit hún á mig píreyg og svaraði: O, ótætið, ekki kæmi mér á óvart þótt þú ættir eftir að lenda í út- keyrslu hjá Sláturfélaginu. Ekki þarf að orðlengja það að árið sem vinur minn varð tvitug- ur plægði hann skemmtistaðina og viti menn, honum tókst að trúlofa sig. Hann gifti sig svo sem spáð hafði verið og er seinna árið í hjónabandinu var nær uppurið vissi hann ekki sitt rjúk- andi ráð. Því ef hann ekki skildi, hvernig ætti hann þá að eignast skipafélagið sem spákonan hafði líka spáð honum? Ég var hjá honum kvöldið sem hjónabandið sundraðist, stúlkan bað hann að skreppa eftir sinnepi í ísskáp- inn, hann sagðist ekki hafa gift sig til að uppvarta hana. Sótti ferðatöskuna sína þegjandi og hljóðalaust og kvaddi með þess- umorðum: Égerfarinn, við þetta bý ég ekki. Við mig sagði hann: Sjáðu, spádómurinn rættist. En áfram með smjörið. Ég var eitt sinn áskrifandi að tímariti hér í bæ sem hafði stjörnuspek- ispalta. Ég grúfði mig í viku hverri yfir spána mína til að reyna að finna eitthvað sem við átti. Það gekk svona rétt þolan- lega. Hver bregður sér ekki í bió stöku sinnum eða þekkir ein- hvern sem skreppur til útlanda. Ég hafði nýlokið gagnfræðaprófi, var afleitur námsmaður, en nennti ekki að fara að vinna. Ég sótti þess vegna um inngöngu í Verslunarskólann. Ég þreytti prófin og beið í ógn og spenn- ingi. Hvað biði mín ef ég kæmist ekki inn? Þá hitti ég frænda minn á götu. Hvi gengur þú hér um í þungum þönkum frændi, spurði hann. Ég er að bíða eftir því að fá bréf í pósti, svaraði ég. Ég þarf fimm í heildareinkunn til að komast inn í Versló, annars fer illa fyrir mér. En hvað gerir þú? Ég er að fá mér heilsubótar- göngu, svaraði hann. Annars hef ég í mig og á með að semja stjörnuspádóma. Hann nefndi tímaritið og það var tímaritið sem ég var áskrifandi að. í hvaða merki ertu, spurði hann að skilnaði. í vikunni þar á eftir leit ég í dálkinn minn, og viti menn, þar stóð: Þú færð bréf í pósti, happa- tala fimm. Eignaðist vinur minn sem skildi skipafélag? Auðvitað ekki. En árabát á hann og þeir fljóta líka, engu síður en stærri skip. Fékk ég bréf með happatölunríí 5? Vitaskuld. Ég slumpaðist. Það kemur einstaka sinnum fyrir þegar spáð er fyrir fólki, sem vill allt í sölurnar leggja, til að lenda ekki í útkeyrslu hjá ákveðnu fyrirtæki. eftir Ólaf Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.