Morgunblaðið - 16.11.1989, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989
Teikningin sýnir glöggt hvernig virkjunin starfar þótt myndin sé
mjög einfölduð. Sjá nánari skýringu í textanum.
Stöðvarhúsið sunnan frá. Birgðaskemma til vinstri.
Lagnirnar í varmaskiptasal stöðv
kerfisráði verður hjá Hitaveitunni á
Grensásvegi_ þar sem dagleg stjórn
fer fram. Áformað er að hafa á
Nesjavöllum tvo vaktmenn á dag-
vakt og bakvakt utan dagvinnutíma.
Auk þeirra er reiknað með að um
10 manns starfi á Nesjavöllum við
rekstur og viðhald á virkum dögum.
Af þessu sést að það þessi nýting
jarðvarmaorkunnar, varmaskiptin
og flutningur heita vatnsins til
Reykjavíkur eru ekkert einfalt mál.
Framkvæmd
-Eftir að borgarstjórn hafði tekið
ákvörðun um Nesjavallaveitu í nóv-
ember 1986 hófust framkvæmdir
vorið 1987, segir Árni. -Fyrsta árið
voru reist þjónustumannvirki sem
eru meðal annars verktakabúðir fyr-
ir um 80 manns og birgðastöð.
Unnið var við safnæðar og grunn
skiljustöðvar, grunn stöðvarhúss,
rhússins eru engin smásmíði.
vegagerð, undirstöður aðveituæðar
og borað eftir köldu vatni við Grá-
mel.
Árið 1988 var hafin bygging
stöðvarhúss, lokahúss og skilju-
stöðvar, byijað var á lögnum að
skiljustöð og lagning aðveituæðar
var einnig hafin. Náðu framkvæmd-
irnar hámarki í fyrra og fram á
þetta haust. Á þessu ári verður lok-
ið við öll hús og innréttingar þeirra,
unnið við uppsetningu tækja og
leiðslukerfa, kaldvatnsveitan lögð
og lokið við skiljustöð. Á næsta ári
lýkur uppsetningu allra tækja í júní
og þá er áformað að hefja tilrauna-
rekstur.
I sumar og haust hafa kringum
120 manns unnið hér að staðaldri
og eru flestir frá hinum ýmsu verk-
tökum þar sem öll verk eru boðin
út. Einnig eru hér að staðaldri um
5 starfsmenn Hitaveitunnar sem
í afloftunarsal stöðvarhússins.
Árni Gunnarsson yfirverkfiræðingur framan við stöðvarhúsið, norðan-
megin. Á bak við hann er stjórnstöðin en til hægri er svonefndur
gestaskáli. Árni segir nauðsynlegt að gera strax ráð fyrir gesta-
gangi og því þurfi að koma upp ákveðinni aðstöðu þar sem sýna
megi gestum hvernig virkjunin starfar. Á sérstökum gestagangi á
þriðju hæð má sjá yfir vélasal stöðvarhússins.
aðskilin. Gufan.fer um rakaskiljur
að gufuhitara í orkuveri. Umfram-
gufu er veitt út gegnum útblásturs-
háfa. í gufuvarmaskipti þéttist guf-
an og flyst þéttivarminn með varma-
leiðingu yfir í kalda vatnið sem þar
með er hitað upp. Síðan er þéttivat-
nið frá borholunum kælt allt niður
í 20 gráður og varmi þess einnig
notaður.
Kalda vatnið er sótt í borholur
við Grámel sem er niður undir Þing-
vallavatni og leitt í geymi við orku-
verið. Vatnið fer um skiljuvatn-
svarmaskipti, þéttivatnsvarmaskipti
og gufuvarmaskipti og verður þá
orðið 88 gráðu heitt. Kalda vatnið
er mettað súrefni og þar af Ieiðandi
verður það tærandi við upphitun.
Þess vegna er það sent gegnum
svonefndan afloftara þar sem súref-
nið og annað gas er soðið burt við
lágan loftþrýsting. Þá hefur vatnið
kólnað _ ofurlítið og er 83 gráðu
heitt. Á síðasta stiginu er örlítilli
gufu með súrum gastegundum
blandað í vatnið til að eyða síðustu
súrefnisleifunum og lækka sýrustig
vatnsins og draga með því úr mynd-
un útfellinga.
Veitunni verður síðan að mestu
stjórnað frá Reykjavík. Settur verð-
ur upp á Nesjavöllum samskonar
kerfisráður og _er í stjórnstöðinni á
Grensásvegi. Útstöð frá þessum
árfestingu á núgildandi verðlagi upp
á um 5 milljarða króna. Fram-
kvæmdir á Nesjavöllum kosta um
1,9 milljarða, aðveituæðin til
Reykjavíkur 1,7 milljarða. Rann-
sóknir, boranir, vegalagning og
landakaup gera samanlagt um 1,4
milljarða sem kostað var til á árun-
um 1964 til 1986. Á þessu ári er
gert ráð fyrir að veija rúmlega ein-
um milljarði til framkvæmdanna.
En þar sem íjármögnunin hefur í
raun gengið svo vel má búast við
að hitaveitugjöld geti í raun lækkað
þegar framkvæmdaþörfin minnkar
á næstu árum.
Prófiin
En hvenær kemur þá að því að
Nesjavallaveita fari að ylja Reyk-
víkingum og nágrönnum?
-Frumáætlanir gerðu ráð fyrir
gangsetningu núna í haust. Fljót-
lega var þó horfið frá því þar sem
ekki þótti ráðlegt að heíja rekstur
veitunnar um miðjan vetur. Nú er
gert ráð fyrir gangsetningu með
vorinu. Næsta sumar yrði síðan
notað til að prófa og fullreyna alla
þætti virkjunarinnar og ná úr henni
öllum barnasjúkdómum ef svo má
segja þannig að hún verði tilbúin í
slaginn fyrir veturinn 1990 til 1991.
Uppsetning tækja og leiðslna í
stöðvarhúsinu eru komin vel á veg
og fljótlega í vetur munum við helja
prófanir á einstökum kerfum. Stefnt
er að því að ljúka þrýstiprófunum á
kaldvatnsæðinni og aðveituæðinni
til Reykjavíkur fyrir veturinn. Síðan
verður farið. ýfir hvern þáttinn á
fætur öðrum þar til formleg gang-
setning fer fram_ á hæsta sumri.
Að lokum er Árni spurður hvaða
þýðingu fyrir verk- og tæknikunn-
áttu verkefni sem þetta hafi í för
með sér?
-Hér á landi hefur safnast tals-
vert mikil reynsla varðandi svona
gufuaflsvirkjanir eins og til dæmis
Kröflu og Svartsengi og það má
segja að hvert nýtt verkefni bæti
verðmætri þekkingu í þá reynslu.
Það er ekki á mörgum stöðum í
heiminum _sem þetta er mögulegt
enda hafa íslendingar farið til starfa
erlendis þar sem svipuð verkefni
hafa verið í gangi. Það er því á
margan hátt spennandi að taka
þátt í þessu og glíma við ýmis mál
sem þurft hefur að leysa í samvinnu
við alla þá sem hér koma við sögu,
segir Árni Gunnarsson að lokum.
jt
annast rekstur svæðisins, það er að
segja borhola, veitukerfa og birgða-
stöðvar ásamt eftirlitsmönnum
hönnuða. Hér búa flestir yfir vinnu-
vikuna en fara heim um helgar nema
rekstrarmenn Hitaveitunnar. Yfir-
leitt er unnið til 9.30 á kvöldin alla
virka daga nema föstudaga.
Árni segir að verkið hafi að mestu
gengið samkvæmt áætlun og hafi
Hitaveitan að langmestu leyti séð
um fjármögnun framkvæmdanna
með rekstrarfé sínu. Aðeins hafi
verið tekið eitt lán til að brúa bil
fram á næsta ár á liðnu sumri. En
hversu mikil flárfesting er hér á
ferðinni?
-Alls er hér um að ræða heildarfj-
Morgunblaðið/Bjarni
Hér sést úr brekkunni niður yfir skiljustöðina en £rá henni er gufan
og skiljuvatnið eru leidd að stöðvarhúsinu flær á myndinni.
I
)
)
I
I
i
j)
i
i
k
í
l
L