Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1989, Blaðsíða 11
10 c MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 1989 + MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989 C 11 Afinæli: Pálína Guðjónsdóttir Pálína er gift Jóni Jens Guð- mundssyni bónda á Munaðarnesi, Árneshreppi, og þar hafa þau búið samfleytt í rúmt 51 ár. Voru þau gift 15. september 1938 og af til- efni hjúskaparafmælisins og 70 ára afmælis Pálínu sem var 13. nóvem- ber, fóru þau hjón til Mallorka. Já, svona eiga eldri borgarar að lyfta sér upp eftir langan og strangan vinnudag en lífsgleðin hefur alltaf einkennt þau hjónin. Þau heiðurs- hjón eiga 9 börn sem eru bæði myndarlegt og fallegt fólk og það er sjaldan að hægt sé að segja með sanni að fólk sé bæði myndarlegt, fallegt og hafi komið sér vel áfram í þessu jarðneska lífi. Synirnir hafa lært iðn og séð fyrir námi sínu sjálf- ir og dæturnar fóru í húsmæðra- skóla. Börnin fengu heitar bænir frá foreldrum sínum því móðirin er sérstaklega bænheit kona. Haukur Halldórsson við verk sín í Ölkjallaranum. ■ HAUKURHalldórsson, heldur grafík sýningu í Ölkjallaranum. Þetta er níunda einkasýning Hauks og líklega fyrsta myndlistarsýning- in á ölkrá. Myndir Hauks eru unnar eftir aðferð sem hann kallar Helio- graf. ■ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur orðið að fresta sýningum á leikriti Þór- unnar Sigurðardóttur, Haust- brúði, til næsta veturs vegna veik- inda. Haustbrúður átti að koma aftur á stóra sviðið í nóvember en hefur verið frestað til næsta leikárs. ■ / NÝLEGRI ályktun Neyt- endasamtakanna segir að enn sé nautakjöt selt án þess að fram komi gæðaflokkun þess og því sé jafn- framt haldið fram að kjöt af mjólk- urkúm sé selt sem ungnautakjöt. Stjórn Neytendasamtakanna gerir þá kröfu að settar verði reglur um upplýsingar til neytenda svo þeir viti hvað þeir eru að kaup. Jafn- framt að settar verði ítarlegri regi- ur um upplýsingar t.d. um fitumagn í kjöthakki og fitu- og vatnsinni- hald í unnum kjötvörum. ■ AÐALFUNDUJR íslenska málfræðifélagisns verður haidinn í Skólabæ Suðurgötu 26, föstudag- inn 24. nóvember og hefst kl. 17. Skýrsla stjórnar verður- lögð fram og ný stjórn verður kosin, auk ann- arra mála. Daginn eftir, þann 25., verður haldinn 4. ráðstefna íslenska málfræðifélagsins í Odda. Pálína fæddist 13. nóvember í Skjaldabjarnarvík í Strandasýslu og er sú jörð löngu komin í eyði og mun aldrei verða búið þar aftur. Þrátt fyrir það að jörðin er mikil rekajörð. Foreldrar Pálinu voru Anna Jónsdóttir og Guðjón Krist- jánsson ög áttu þau 8 börn sem öll komust til fullorðinsára en eru nú 5 á lífi. Ég hef heyrt til þess tekið hvað öll systkinin í Skjaldabjarn- arvík hafi verið vel gefin og fengið gott uppeldi hjá foreldrum sínum, verið alin upp við mikla vinnu og í guðsótta og góðum siðum. Ég hef alltaf verið á móti barna- heimilum, þó viðurkenni ég það að þau eru nauðsynleg ef móðirin verð- ur veik og undir vissum kringum- stæðum á heimilinu. En að heimta af hreppsfélögum og bæjarfélögum barnaheimili á þeim forsendum að verðbólgan sé svo mikil að bæði hjónin verði að vinna úti, er bara fyrirsláttur einn, því það kostar mikla peninga að hafa börn á dag- heimilum og þjóðin er strax farin að kenna á því hvað það sé átakan- legt að börnin eigi ekki heimili held- ur séu á stofnunum. Börnin fara mikils á mis og fá ekki að alast upp á heimilinu og njóta móðurkærleik- ans, kennslu og bæna góðra for- eldra og hjálpa foreldrum við heim- ilisverkin, enda sker fólk sig úr sem hefur alist upp á stofnunum og verður að nokkurskonar páfagauk- um. íslenska þjóðin sér vott af því á Alþingi með þessa ungu páfa- gauksalþingismenn sem hafa ekk- ert gért nema verið á stofnunum og í skólum, og fyrir síðustu kosn- ingar höfðu ungu alþingismennirnir mestan áhuga á því að koma ölinu í gegn og síðan hefur varla heyrst í þeim. Já, hvernig haldið þið, kæru lesendur, að ungu hjónin í Munaðar- nesi hefðu getað komið 9 börnum hjálparlaust á legg á lítilli jörð og engin skilyrði þá til að rækta neitt því þá voru ekki þau vinnutæki komin sem nú eru. Þau hjón eiga 32 barnabörn og 7 barnabarnabörn. Ég óska Pálínu vinkonu minni og manni hennar og niðjum þeiiTa allra heilla í nútíð og framtíð. Regína Thorarensen, Selfossi Réttindabarátta fullorðins fólks eftirHrafn Sæmundsson í því umróti og breytingum sem nú eru að verða á þjóðfélaginu, verður fullorðið fólk að standa vörð um réttindi sín. Margar vísbending- ar um þörfina á þessu hafa komið fram að undanförnu. Fullorðið fólk verður annars veg- ar að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa og í því umróti sem framundan er, verður að beij- ast fyrir nýjum réttindum. Það sem brýnast er að hafa í huga eru lífeyrismálin á efnahags- sviðinu og svo félagsleg réttindi, bæði á lífeyrisaldrinum og ekki síður áður en þar að kemur. Það þarf að skapa margvíslega mögu- leika og ytri aðstæður fyrir fullorð- ið fólk sem nálgast verkalokin. Það þarf að skapa hagstæð ytri skilyrði fyrir aðlögun starfslokanna þannig að verklokin verði eðlileg þróun inn Hrafn Sæmundsson í góðan tíma og góða elli. Ef vel er haldið á þessum málum, getur „Það má ekki kvika frá þeirri grundvallar- hugmynd að fólk sem lýkur starfsævi sinni á vinnumarkaði, geti áfram leyft sér að lifa sama lífí, að njóta sömu lífsgæða og það hafði meðan það vann.“ lífeyrisaidur orðið besti og fijóasti tíminn í lífi fólks. Til marks um þær hættur sem geta skapast, er sú hugmynd að breyta iífeyrisaldri í 70 ár. Þó að búið sé að draga þessa hugmynd til baka, þá sýnir þetta þörfina á Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hendrik Berndsen í verslun sinni, Blómaverkstæði Binna. ■ BLÓMA VERKSTÆÐI Binna heitir ný verslum sem opnað hefur að Skólavörðustíg 15. Áðaláhersla er lögð á úrval afskorinna blóma og blómaskreytinga, sem Hendrik Berndsen sér um. Verslunin er opin alla daga frá kl. 9-21 nema sunnudaga frá kl. 13-18. • • NYSKOPIIN Ein er með stórum epla- og perubitum... ...önnur með hnausþykkum, hreinum jarðarberjasafa... ...ogsúþriðja með sex komtegundum og stœrðar ferskjubitum Mildsýrð, hnausþykk, bragðljúf holl og nœringarrík mjólkurafurð með BIOgarde®geríum sem öllum gera gott. Spændu íþig einni! að fullorðið fólk haldi sjálft vöku sinni þegar aðilar sem eru langt utan veruleikans í þjóðfélaginu taka til höndunum og fara að spinna örlög annarra. Árnar fara ekki að renna upp í móti, þó að í einhveiju ráðuneyti sé sett upp reikningsdæmi sem ekki tengist vemleikanum. í allri Vest- ur-Evrópu er verið að lækka lífeyr- isaldurinn. Þannig verður það einn- ig hér í raun, hvað sem stendur í lögunum. Til þess að dæmið gangi upp þarf að vera grundvöllur fyrir því að fólk geti óhindrað unnið til sjötugs eða lengur. Þessi möguleiki hefur verið í raun hjá opinberum starfsmönnum, en almenni vinnu- markaðurinn hefur engar samn- ingsbundnar skuldbindingar gagn- vart fullorðnu fólki. Þar ríkir lög- mál markaðarins og með fyrirsjáan- legum breytingum á gerð vinnu- markaðarins og aukinni samkeppni, ,m.a. vegna tengsla okkar við efna- hagssamsteypur í Evrópu, verður það fólk áfram á vinnumarkaði sem mesta starfsorkuna hefur. Hinir fara út af vinnumarkaðinum. Þetta er sá járngrái veruleiki sem birtist í öllum gáttum. Fallegar hugsjónir ráða þarna ekki ferðinni, heldur dautt raunsæi í vaxandi samkeppni. En þrátt fyrir þetta er það eitt af baráttumálunum að gera fólki kleift að vinna meðan orkan leyfir. Það gerist hins vegar ekki gegnum einhliða lagabreytingar heldur samninga aðila vinnumarkaðarins. Önnur hætta sem blasir við full- orðnu fólki, er að í sambandi við uppstokkun lífeyrisréttinda — með- al annars hugmyndina um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn — verði tilhneiging til að lækka lífeyr- isgreiðslur til almennings. Að setja tekjumarkið það lágt að lífeyrir standi aðeins undir frumþörfum fólks. Þarna er á ferðinni mikil hætta sem fullorðið fólk verður að hafa vakandi auga á. Það má ekki kvika frá þeirri grundvallarhugmynd að fólk sem lýkur starfsævi sinni á vinnumarkaði, geti áfram leyft sér að lifa sama lífi, að njóta sömu lífsgæða og það hafði meðan það vann. Þetta er hinn efnahagslegi grundvöllur fyrir góðum lífeyris- aldri og frjórri elli þar sem fólk getur notið þeirra miklu lífsgæða sem okkar þjóðfélag býður upp á en sem kosta stundum peninga. Auðvitað þurfa aðilar vinnu- markaðarins að vera þarna í for- svari og standa vörð um þessi sjálf- sögðu grundvallarmannréttindi. Og vonandi bera þessir aðilar gæfu til að skilja þetta í tima og sofna ekki á verðinum. En fullorðið fólk og það fólk sem nálgast verklokin þarf þó fyrst og fremst að halda vöku sinni. Þarna er ekki síst átt við þau samtök eldri borgara sem víða hafa verið stofnuð undanfarið og miða við þátttöku frá 60 ára aldri. Á þessum vígstöðvum á að mynda skelegga framvarðar- sveit til að verja réttindi fullorðins fólks og sækja fram til aukinna réttinda. Höfunður er atvinnumáiafulltrúi í Kópavogi. Styrmir Sigurðsson á nuddstof- unni í góðum höndum. ■ / GÓÐUMhöndum heitirnudd- stofa sem nýlega opnaði að Lauga- vegi 67a. Styrmir Sigurðsson, lærður nuddari með þriggja ára reynslu, er eigandi stofunnar. Opið er frá kl. 8-21 virka daga og 10-18 um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.