Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 2

Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 2
2 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989 Maðurinn heitir Hilmar Hoffmann, sem ráðið hefur menningarmál- um í Frankfurt síðan 1970. Hann hefur haft nægilegt fjár- magn á milli handa til að laða að borginni hina ýmsu nauðsyn- legu drifkrafta. Kasper König gerði Hoffmann að rektor Stádel-listaskól- ans, og fékk honum jafnframt í hend- ur sýningarhöllina Portikus. König er þekktur fyrir skipulagningu sýn- inganna Westkunst, von hier aus og Skulpturprojekte Munster; hans rektorshlutverk er m.a. fólgið í því að ná í hæfustu prófessorana, hann hefur þegar náð í Gerhard Richter og Ulrich Ruckriem — og er á höttun- um eftir fleiri þekktum listamönnum til eflingar sinni akademíu. Rckriem fékk fyrir sinn snúð eigin sýningar- höll. Og í þessu framhaldi af skóla- málum má nefna, að borgin ætlar að innrétta 30 — 40 vinnustofur handa listamönnum og leigja á kosta- kjörum. Frá Basel Kunsthalle fékk Hoff- mann Jean-Christoph Ammann til að stjórna Museum fúr Moderne Kunst, sem opnað verður sumarið ’90. Glansnúmer þessa safns verður verk í 39 bronzpörtum eftir Joseph Beuys, „Blitzschlag mit Lichtschein auf Hirsch." Rudolf Zwimer, gall- eristi í Köln, seldi safninu þetta verk fyrir 2,5 milljónir marka, var enda í heiðurssal á Dokumenta 8. Til þess að skipuleggja ART Frankfurt frá grunni, var fengin AnitaKaegi. Hún stjórnaði áður ART Basel í Sviss; greinilega hefur henni þótt vænlegra að flytja sig yfir til Frankfurt — kann þar enda að eiga sér stað þróun sem vert er að gefa gaum. Menn eru ekkert hressir í Köln með þessa nýju listamessu í Frank- furt, segja að hún veiki markaðinn og skemmi. Ráðamenn Kölnarmess- unnar hafa hótað þeim galleríum úthýsingu er taka þátt í Frankfurt- messunni. Mörg gallerí hafa látið slíkar hótanir sem vind um eyru þjóta. Helztu galleristar í Köln, Zwirner, Werner og Maenz eru ekki með bása í Frankfurt af ásettu ráði; Zwirner var þó á blaðamannafundin- um að forvitnast um gang mála. — Reyndar var komin upp sú staða fyrir löngu á ART Cologne, að þang- að komust ekki öll þau gallerí er vildu og alþjóðleikann hefur mátt draga í efa. Öánægjuraddimar fundu því hljómgmnn í Frankfurt. Það komu fram um sexhundruð þátttökuum- sóknir. Einungis tvöhundruð gallerí komust inn; tilheyra þau 14 þjóðlönd- um, hlutfallið er annars þetta; það em 94 þýzk gallerí á móti 106 gall- eríum annarra þjóða. Messan í Frankfurt er að því leyti frábragðin messunni í Köln, að minna ber á alþjóðlegu stjörnum sem allaf em í fréttunum; það komast nú fleiri að, án þess þó að séð verði að magn listamanna tryggi gæði. Það er reynt að gefa breiðari mynd, en glænýjar fréttir láta á sér standa. Astæðan fyrir því, að ekkert sérlega nýtt er á ferðinni, er einfaldlega sú, að „framúrstefnumessur" draga ekki til sín nægilega marga gesti til að bera báknið. Lágmark er talið að 30.000 gestir þurfi að borga sig inn á ART Frankfurt til þess að endar nái saman. Listamessur eru nefni- lega byggðar upp á endum sem þurfa að nást saman, rétt eins og hjá venjú- legum fyrirtækjum i viðskiptalífinu. — Hægt er að líta á listamessur sem sýnileg dæmi um blómstrandi efna- hag — þ.e.a.s. ef þær taka ekki upp á því að fjölga sér eins og krabba- meinsfmmur. Hvar þetta endar allt saman með þýzku iistamessurnar er ekki alveg gott að segja. Vitað er um 400 radda óánægjukór fyrir utan Úr sýningarbós John Gibson Gollery, New York. Les Levine: „Skapaöu sjólfur". ART Frankfurt; hvort stofnað verður til fleiri sýpishoma af þessari messu- tegund, í Múnchen, Stuttgart eða hver má vita hvar, það skal ósagt látið hér. Eða hvort þetta stórsýning- arform er að fara sömu leið og mammútinn, það er áleitin spurning þessa dagana meðal þeirra sem hafa atvinnu af því að hugsa um þessi mál og skrifa í heimsblöðin. í þessu samhengi má ekki gleyma því, að þessar svonefndu mammútsýningar byggjast að veralegu leyti á þáttöku hins almenna sýningargests; mamm- útsýningamar stíla nefnilega upp á það að slá fyrri aðsóknarmet. Og því heyrðist fleygt í Frankfurt, að mark- aðsfnykurinn af Bilderstreit í Köln stefndi þar sýningaraðsókn í voða. Á blaðamannafundinum vegna messuopnunarinnar var kynntur al- veg sérstaklega listamaðurinn Les Levin. Hann er skrifaður fyrir eitt af þeim hliðarprójektum sem ART Frankfurt skreytir sig með. Það em myndir á almannafæri, á 200 stöðum víðs vegar um borgina. I fylgidoð- ranti er lítillega gerð grein fyrir lista- manninum og verki hans: Hann er fæddur 1935 og býr í New York. Verkið sem hann sýnir er e.k. auglýs- ingaherferð og titillinn splunku nýtt. Þetta heyrir undir „fjölmiðlaskúlpt- úr“, sem Levine nefnir svo og er að finna á plakatveggjum út um alla Frankfurt. Það eru ijögur gegnum- gangandi mótíf er spegla jafnmarga karaktera eða huggerðir, sem em svín, mús, froskur og hani. Hvert um sig tengist texta, sem takmark- ast við tvö orð (Get More/Draw Charm/Switch Position/Brand New) — þetta em orðaleikir og myndgát- ur, sem ætlað er að vekja umræðu um samfélagið og menningu nútím- ans. Hugmyndin er komin frá „Húsi hanzkanna," myndbandaverk sem listamaðurinn gerði 1978. Hann er reyndar sagður hafa verið með allra fyrstu listamönnum til þess að nota myndband sem listrænan miðil, um miðjan sjöunda áratuginn. Einnig er Levine sagður vera upphafsmaður „Art Media“ og einn mikilvægasti General Idea. Mamma verður undrandi í DJÚPUNUM Bókmenntir Jenna Jensdóttir Ég vil ekki fara að hátta. Texti: Astrid Lindgren. Myndir: Ilon Wikland. Þýðing: Vilborg Dagbjartsdótt- ir. Mál og menning 1989. Þessi litla saga á erindi við öll böm. Það væri hrein undantekning ef þau þekktu ekki vel til þess sem hér er gert að söguefni. Baráttu Lassa fyrir því að fá að ráða háttatíma sínum sjálfur. Neikvæð viðbrögð hans eins og að stækka gatið á sokknum sínum, eða fela sig bak við ruggustólinn megna ekki að breyta ákvörðun mömmu um háttatímann. Hún þreytist aðeins og: ....tekur hann umsvifalaust og háttar hann og dembir honum í rúmið. Á meðan orgar Lassi: „Ég vil ekki fara að hátta.“ ...“ Gamla konan á efri hæðinni, hún Lotta, heyrir oft orgin í Lassa. Og hún kann ráð. í formi ævintýra kynnist Lassi bjamarhúnum í skóginum, kanínubömum, fuglsungum, íkornabömum og börnum rottunn- ar. Gegnum gleraugun hennar' Lottu gömlu fylgist hann með daglegu lífi þessa ungviðis. Hann kemst að því að öll þurfa þau að sofa eins og hann. Það kemur hljóðalaust að háttatíma þeirra og allt gerist þá eins og af sjálfu sér. Lassi hlustar og hugleiðir það sem hann sér með gleraugum Lottu gömlu. Einnig heilbrigð athafna- semi hans vaknar. Þegar mamma kallar á Lassa til að hátta finnur hún strákinn sinn ekki strax og það sem hefur gerst gerir hana undrandi. . . Ilon Wikland hefur orðið íslenskum börnum sérstakur kunningi í sumar, þegar þau áttu þess kost að skoða frábærar myndskreytingar hennar úr bók- um Astrid Lindgren í Norræna húsinu. Hér prýða þær margar síður. Það er við hæfí að Vilborg Dag- bjartsdóttir hefur íslenskað marg- ar bækur eftir hinn mikilsvirta, heimsþekkta barnabókahöfund. Vandað og skemmtilegt málfar þýðanda ætti ekki að fara framhjá þeim sem gera kröfur til góðrar íslensku fyrir börn sín. Astrid Lindgren „Langar þig til himnaríkis? Þú kemst það í þessum sögum. Viltu frekar halda þig við jörðina? Ekk- ert einfaldara, því sögumar gerast bæði á himni og jörðu. Á hvomgum staðnum mun þér leiðast, því frá- sögnin leiftrar af kímni og svifléttu háði. Á himnum hitturðu auðvitað Guð sjálfan og ýmsa gamla kunn- inga að ógleymdri englamömmu, Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Steinunn Ásmundsdóttir: EIN- LEIKUR Á REGNBOGA. Ljós- myndir: Inga Lísa Middleton. Almenna bókafélagið 1989. Birgitta Jónsdóttir: FROST- DINGLAR. Myndir: höfúndur. Almenna bókafélagið 1989. í ljóðinu_ Gljáandi heimar yrkir Steinunn Ásmundsdóttir: „Hér í djúpunum/ erum við meira fyrir þjáninguna." Þetta gæti verið sameiginleg stefnuyfirlýsing þeirra Steinunnar Ásmundsdóttur og Birgittu Jóns- dóttur. Það er þó þyngra yfir Ein- leik á regnboga eftir Steinunni en Frostdinglum Birgittu. Maríu Magdalenu oog Páli postula sem sífellt hyggur á uppreisn. Á jörðu hittirðu grátbroslega ógæfu- menn, svífandi skáld, drauga og elskendur." Frá himni og jörðu er 124 blað- síður. Anna Ágústsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. Angist hjartans, grimm holskefla ranghverfra strauma, farg áranna, undanhald, blómsveigur haturs, hengiflug sannleikans eru dæmi um yrkisefni Steinunnar. í Vængja- slætti líkir hún sér við dúfu með lítið óttaslegið hjarta og smáa kraft- lausa vængi. Hún bíður þess að verða stór og flögrar um á meðan. Lokaerindið er uggvænlegt og gef- ur í skyn myrka reynslu: „Stundum finnst mér/ að það sé hjartað/ sem vill ekki fljúga/ fremur en vængir mínir./ Ég held/ að ef ég reyndi,/ flygi ég afturábak/ með vænghaf fortíðarinnar/ á móti mér.“ Nægtir er ljóð sem fegrar ekki heimsmynd samtímans, en tónn þess finnst mér ekki vonlaus heldur ögrandi: Sortnar fyrir augum af þreytu yfir brothættri gleði. Brosi á bak niðurbældra orða - ósagðra. Hvers er krafist í heimi annars en að brotna ekki of auðveldlega heidur gráta ísmolum framan við hlæjandi tjöldin? Birgitta Jónsdóttir yrkir um ein- mana þanka, en segist sjálf hafa brotist „út úr þankanum þrönga". Þrátt fyrir ýmsa dapra tóna og Sögur eftir Birgi Sigurðsson BÓKAÚTGÁFAN Forlagið heíúr sent frá sér sagnasafn eftir Birgi Sigurðsson sem nefiiist Frá himni og jörðu. Þetta eru skemmtisögur í orðsins fyllstu merkingu. En skáldskapur Birgis er margslunginn og undiraldan þung og þrungin alvöru. I kynningu Forlagsins segir m.a:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.