Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 8

Morgunblaðið - 18.11.1989, Page 8
8 B eseí aaa /:r/on .at tfiíí)A(iHADuA3xöiaAjaWuDáOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1989 listgreina samhliða námi í deild. Ég valdi textfldeildina, sem mér fannst bjóða upp á óteljandi möguleika. Þeir sem stefna á masters-nám taka auka ár í „studio" vinnu, en þá er unnið með ákveðin þemu sem nemand- inn skilar með sýningu.“ Birna valdi að halda áfram í textíl í master-náminu og að- spurð hvers vegna segir hún: „Það var heilmikið að gerast í textíllist á þessum árum. Ég kunni vel að meta þann kraft sem streymdi frá mörgum textíl- listamönnum. Greinin var af- skaplega fijó og mikil endur- nýjun átti ser stað. Breytingarn- ar hafa hægt á sér í dag, verk fremstu textíllistamanna eru ekki eins byltingakennd og fyrir tíu árum. Textíldeildin hlekkjaði mig ekki niður heldur vann ég í sam- ráði við ráðgjafa að persónulegri stefnu, blandaðri tækni til að BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR SÝNIR í ÁSMUNDARSAL táknað öryggi og skjól, eða eitt- hvað sem heftir hana og þrengir að henni. Stólpinn er þó jafn- framt háður frekara umhverfi. Umhverfíð er því ekki landslag í klassískri meiningu, heldur frekar landslag hugans. Birna er búin að vera í tæp sjö ár í Bandaríkjunum. Fyrstu fjögur árin við háskólann í Iowa og síðan í Kaliforníu, þar sem hún útskrifaðist með MFA- gráðu frá California College of Arts and Crafts.„Ég var mjög ánægð með námsfyrirkomulagið í Banda- ríkjunum," sagði Birna þegar ég bað hana að segja nánar frá náminu. „Ég lauk BFA-gráðu frá háskólanum í Iowa, en þar er. lögð áhersla á fjölbreytt val geta unnið saman að textíl og málun. Samvinna við kennara var mikil bæði í skólanum og á vinnustofu. Umræðan um verk nemenda, kennara og annarra starfandi listamanna varð að óþijótandi uppsprettu til list- sköpunar og er það enn.“ MEO UPPSPRETTA LISTSKÖPUN AR Birna Kristjánsdóttir mynd- listakona heldur nú sína þriðju einkasýningu, sem opn- uð var í Asmundarsal í gær, föstudag. Birna hélt eina sýningu hér heima á meðan hún var enn í námi. Hafa myndimar þínar tekið miklum breyt- ingum frá síðustu sýningu hér á landi, Birna? „Myndirnar sem ég sýndi í FÍM fyrir nímum tveimur árum voru í augljósum tengslum við textíllist. Ég dýfði efninu i litinn og var þannig í beinni snertingu við efnið. En síðan þá hef ég unnið meira með pensli og áferð- in hefur breyst. Ég hef leitast við að komá tilfinningalegum átökum betur til skila. Yfirborð myndanna á þessari sýningu er því hrárra en um leið skarpara.“ En hvaða hugsun iiggur að baki myndanna? „ Myndirnar á þessari sýn- ingu eru þróun frá fyrri sýn- ingu. Þá var ég líka með þessa stólpa, en núna líkjast þeir meira mannverum. Eða mannveru sem er föst í stólpanum. Ég er að velta fyrir mér mann- eskjunni og umhverfi hennar. Stólpinn er þá það umhverfi sem manneskjan býr í og getur bæði Endur- minningar Björns Th. Björnssonar ^IÁL og menning hefur sent frá sér bókina Sandgreifarnir eftir Björn Th. Björnsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin hefur að geyma endur- minningar höfundar frá því að hann var að álast upp í Vestmannaeyjum á árunum milli stríða. Hann lýsir samfélagi strákanna í Eyjum og margvíslegum uppátækjum þeirra, auk þess sem ágengni hins stóra heims kemur við sögu: Kreppa, stríðsógn, stjórnmálaeijur og þjóð- félagsumbrot. Síðast en ekki síst geymir bókin lýsingar á fjölskyldu „Bidda Björns“ eins og hann er nefndur í sögunni. • Mörgum mun eflaust þykja sem hér kveði við nýjan tón hjá höfund- inum sem þekktur er af margvísleg- Sigfús Bjartmarsson SONNETTUR SHAKESPEARES Björn Th. Björnsson um bókum um listfræðileg efni og sögulegum skáldsögum. Bókin er 180 blaðsíður og er prýdd fjölda mynda, bæði af fjöl- skyldu höfundar og einnig af mál- verkum föður hans, Baldvins Bjömssonar. Hilmar Þ. Helgason gerði kápu og Prentstofa G. Ben. annaðist prentun, en bókband var unnið í Arnarfelli.“ LJÓÐSKÁLDIÐ Sigfús Bjart- marsson hefur nú sent frá sér nýja bók, er nefnist Án fjaðra. Útgefandi þessarar þriðju ljóða- bókar Sigfúsar er Mál og menn- ing. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sigfús Bjartmarsson er einn þeifa höfunda sem sækir sér föng víða í bókmenntum, heimsins en stendur þó föstum fótum í íslenskri hefð, enda ættaður frá Sandi í Aðaldal. Hin nýja bók hans er í sjö hlutum, sem ýmist geyma stutt ljóð eða BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út Sonnettur Williams Sliakespeares í þýðingu Daníels A. Daníelssonar, læknis á Dalvík. Hann ritar einnig formála og eftir- mála, þar sem fjallað er um tilefni Sonnettanna og sögu þessarar skáldskapargreinar. Sonnetturnar eru 154 talsins og skiptast í tvo bálka: Lofkvæðin Lá- varðarljóð og mansöngvana Hrafn- hödduljóð. Útgefandi kynnir bókina, höfund og þýðanda svofelldum orð- um á kápu: William Shakespeare (1564-1616) kallast jöfurinn í hópi leikritaskálda veraldar, en sagt hefur verið um Sonnettur hans, að þær éinar hefðu nægt „svaninum frá Avon“ til heimsfrægðar. Margir bragsnillingar hafa þýtt leikrit hans og kvæði á íslenska tungu. Nú bæt- ast Sonnetturnar í heild sinni við það ríkulega safn. Þær orti Shakespeare á árunum 1592-1595. Daníel Á. Daníelsson, læknir á Dalvík (f. 1902), hefur unnið að þýð- lengri Ijóðabálka, og nefnast þeir stærstu „Stefnumót" og „Cro- Magnon mennirnir koma“. En þótt hér séu langir ljóðaflokkar er form Sigfúsar enn meitlaðra en fyrr, hann kýs heldur að vekja ímyndun- arafl iesandans með fáum orðum en útlista hlutina um of.“ Án fjaðra er 102 bls. að stærð, og gefin út samtímis innbundin og í kilju. Steinholt hf. prentaði, en Félagsbókbandið-Bókfell sá um Bókband. Kápu gerði Ragna Sig- urðardóttir. ingu Sonnettanna og rannsókn á þeim og baksviði þeirra langt ára- skeið, en lætur þær nú frá sér fara í hinum íslenska búningi sínum með ítarlegri greinargerð um tilefni þeirra og sögu. Mun þýðing hans þykja bókmenntaviðburður. Þar eru snjöll en blæbrigðarík ljóð túlkuð á foman hátt og nýstárlegan í senn. Sígild listaverk eftir meistara eins og William Shakespeare auðga íslen- skar bókmenntir og ljúka upp dulúð- ugum undraheimi. I Sonnettunum biitist Shakespeare í öðru ljósi en í leikritum sínum. Lesandinn kynnist þar manninum sjálfum, lífsbaráttu hans og skaplyndi, hi-yggð og af- brýði, gleði og munúð, sem hann lýsir opinskátt í þessum einstæða ljóðaflokki. Sonnettur Shakespeares eru 281 bls. að stærð og bókin prýdd nokkr- um myndum, þar á meðal teikningu af höfundi eftir þýðandann. Hún er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Kápu gerði Margrét E. Laxness. Daníel Á. Daníelsson Ingibjörg Haraldsdóttir Ljóð eftir Illg-ÍbjÖl,gTl Haralds- dóttur MAL OG menning hefúr sent frá sér ljóðabók Ingibjargar Har- aldsdóttur, Nú eru aðrir tímar. Þetta er þriðja ljóðabók höfund- ar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Ljóð Ingibjargar eru einföld og knöpp, þar má sjá söknuð og trega og jafnframt margræðari tilfinning- ar. Samkennd tekst á við einsemd, sátt við þrár, friðsæld við gný borg- arinnar, fortíð við nútíma. Yrkisefni sækir hún bæði í reykvískan veru- leika og þau lönd þar sem hún hef- ur verið langdvölum, Sovétríkin og Kúbu.“ Nú eru aðrir tímar er þriðja Ijóða- bók Ingibjargar Haraldsdóttur. Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði kápu en Steinholt hf. prentaði. Bókin er 48 blaðsíður. Ljóðabók eftir Sigfus Bjartmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.