Morgunblaðið - 25.11.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.11.1989, Qupperneq 3
MORG.UffBL^Ðff), LAUGAKDAGUR 25., NjÓYEMBER, ,198p Þa ð stimdi ekki áþau blóm* ♦ ♦ „ÉG HEITI ísbjörg. Ég er ljón“ er heitið á nýjustu skáld- sögu Vigdísar Grírasdóttur, sem er nýkomin út hjá bókafor- laginu Iðunni. Sagan Qallar um unga konu, ísbjörgu, og gerist í fangaklefa á tólf klukkustundum. Þar situr ísbjörg, ákærð fyrir glæp, og á þessum klukkustundum segir hún verjanda sínum, Pétri Péturssyni, sögu sína. Vigdís Grímsdóttir og Isbjörg Sagan skiptist í tólf kafla sem bera heitið „fyrsta stund“, „önnur stund“ og svo framvegis, þar til stundunum tólf er lokið og ævisögu ísbjargar þarmeð — í vissum skilningi. Stundirnar tólf og fangaklefinn eru rammi utan um ævisögu ís- bjargar og fremur táknrænn, en að hann hafi þýðingu fyrir fram- vindu sögunnar. Samt er það svo að við lestur bókarinnar hvarflar að lesandanum að kannski séu þetta einu stundirnar í lífi ísbjargar sem hún lifir. Því hvað er líf sem ekki er annað en líkamleg staðreynd? Frásagnarháttur Sögumaður í bókinni er ísbjörg sjálf og hún segir sögu sína að mestu leyti í nútíð og stekkur með lesandanum fram og aftur um ævi sína, þannig að þeir atburðir sem hún greinir frá eru að gerast í klef- anum þá stundina. Hún og lögfræð- ingurinn, Pétur, talast lítið við, því hún krefst þess að fá að segja sög- una óhindrað — hún fær loksins að komast að. En þótt ísbjörg segi sína eigin sögu er hún ópersónuleg, rétt eins og hún sé að segja sögu einhvers annars. Höfundur bókar- innar lýsir hvergi upplifun eða til- finningum ísbjargar við þeim atvik- um sem henda hana. „Það er vegna þess,“ segir Vigdís, þegar ég spyr hana að þessu, „að ísbjörg krefst þess að fá að segja sína sögu sjálf, án þess að gripið sé fram í fyrir henni, eða ályktanir dregnar _of snemma af’því sem hún segir.“ ís- björg lýsir ekki heldur hvernig hún upplifði atburðina, einungis hvað hún hugsaði. Þar af leiðandi er all- an tímann veggur milli ísbjargar og lesandans — allt fram að lokum bókarinnar. En hversvegna snýr hún þá við blaðinu? „Líklega er hún þá fyrst farin að gera sér grein fyrir eigin tilfinn- ingum,“ segir Vigdís. „Hún gerir það ekkert á undan lesandan- um.“ ... Eins og í Kaldaljósi (skáldsögu Vigdísar, sem kom út fyrir tveimur árum)' er endir bókaririnar óræður og verður líklega sama ráðgátan í bókmenntasögunni og orð Guðrún- ar Ósvífursdóttur, „þeim var ég verst, er ég unni mest“. Þessi að- ferð Vigdísar við að halda lesandan- um frá sögupersónunni, gerir hon- um kleift að horfa á líf hennar án þess að fá með henni samúð; les- andinn lendir í sömu afstöðu við ísbjörgu og það samfélag sem hefur ákært hana fyrir glæp. Þessari að- ferð er beitt í gegnum ellefu kafla — en þar lýsir hún loksins tilfinning- um sínum og upplifun af þeim klefa sem hið fijálsa samfélag hafði sett hana í, og hún lendir í fangaklefa, og hún gengur út úr bókinni og inn í hjarta lesandans. Fanginn En hver er ísbjörg — ljónið? Er hún glæpakvendi? Er hún bijáluð, brengluð, kaldrifjuð? „Kannski," svarar Vigdís. „En Isbjörg fæddist ekki svona fremur en aðrir. Tilfinningar og hegðun er eitthvað sem maður lærir, strax frá þeirri mínútu, sem klippt er á nafla- strengirin. Maðurinn lærir hvaða tilfinningar hann má sýna og við hvaða aðstæður." Isbjörg er engin undantekning. Hún er einkabarn foreldra sinna, Þórhildar og Guð- mundar. Þau „eiga svo margt sam- eiginlegt". Þau vora bæði ung þeg- ar þau misstu foreldra sína — þau fóru á mis við tilfinningaleg sam- skipti, sem skipta höfuðmáli í lífi hvers einstaklings; ást og hlýju. Þau hafa aldrei lært að gefa og sem foreldrar verða þau vanmáttug á tilfinningasviðinu. En þau eiga langar og miklar samræður við Is- björgu, aðallega um hvað má ekki; ekki sýna veikleika, ekki gráta, ekki gefa höggstað á sér. Vertu sterk! Vanmátturinn er orðinn stað- reynd í ættinni, ekki ættgengur, heldur lærist frá kynslóð til kynslóð- ar. ísbjörg vex og dafnar, líkamlega — er feitlagið barn, breytist — verð- ur kona, grönn og falleg, girnileg. Hvítvoðungurinn grætur þegar honum líður illa, hann hjalar og hlær þegar honum líður vel. Miðað við Isbjörgu er hann þroskaður. ísbjörg er aldrei glöð, aldrei hrygg — hún bara er. Hún lærir jafnt og þétt að tilfinningaviðbrögð eru ósæmileg. Sem barn þráir hún að horfa á líkamleg samskipti foreldra sinna og hún þráir að vera hluti 5-4: af þeim, því það er svo greinilegt að þau eru að tjá ást, gefa og þiggja. „Já,“ segir Vigdís, „hún lærir að gefa með líkamanum og hún lærir það ung.“ En þar sem hún er tilfinningalega vannærð er varla von til að hún tengi sínar eig- in tilfinningar við ástarleiki og þeir verða aðeins leið til að komast af. Um síðir vill hún losna út úr þessum vítahring, en hún er fangi síns eig- in líkama og líkaminn er fangi ann- arrar manneskju. Hlutverkaskipti Isbjörg er alltaf misnotuð. For-v eldrar hennar virðast ekki eiga neitt annað sameiginlegt en að geta ekki gefið — nema hvort öðru líkamlega. En í vanmætti sínum gera þau ofur- mannlegar kröfur til barnsins síns: Hún á að hlusta á þau, skilja þau, hafa samúð með þeim, bera ábyrgð á þeim. „Ég held það sé nokkuð algengt að börn séu gerð að foreldr- um foreldra sinna, strax á unga aldri og þá á ég við, tilfinninga- lega,“ svarar Vigdís. Faðir ísbjargar deyr þegar hún er átta ára og við það léttir heldur á spennunni á heimilinu, þarsem líkamlegur þroski hennar og hegð- un eru þroski og hegðun fullorðinn- ar konu. Hún segir: „Ég sagðist hafa verið átta ára þá en kannski er réttara að segja að ég hafi verið átta hundruð og átta ára og stút- full af blómum reynslunnar. En það stirndi ekki á þau blóm; Þau ljóm- uðu ekki. Og samur var þroski minn.“ Þráin eftir að gefa, það er, að vera elskuð, er orðin svo krefj- andi, að faðir hennar afber ástand- ið ekki lengur. Við fráfall hans á móðirin hinsvegar engan samheija í þjáningunni og hún biður ísbjörgu um leyfi til að yfirgefa hana fyrir fullt og allt. ísbjörg, sem hefur lært að herinar tilfinningar skipti ekki máli, gefur móður sinni leyfi, þótt hún þurfi mikið á ást hennar og blíðu að halda. „Hún er fijáls að því að yfirgefa hana, án sam- viskubits, því ábyrgðinni var varpað á ísbjörgu," segir Vigdís, „en hún guggnar þó á því að svipta sig lífi.“ Þórhildur er þó að niðurlotum komin á sál og líkama og bún yfir- gefur mannlegt samfélag — og ís- björgu — um tíma. Á meðan er Isbjörg hjá móðursystur sinni og hennar fjölskyldu, sem eiga ekkert til nema hlýju og góðmennsku — eru fullkomin andstæða við allt sem ísbjörg hefur lært. Hún kann ekki samskipti við svona fólk; góð- mennskan og hlýjan gera hana óör- ugga. Hún berst á móti, er köld, hörð og árásargjörn — vill kenna þessu fólki sinn heim sem er harður pg vondur. Og þannig heldur saga ísbjargar áfram í hvert sinn sem hún mætir raunverulegri ást og hlýju; hún kann ekki að taka henni. „Hún verður að veija sig,“ segir Vigdís, „og með þeim aðferðum sem hún kann.“ Flóttinn Þegar Isbjörg er 17 ára kemur hún sér í líkamlegt samband við eldri mann, giftan, og það hentar báðum vel, allt þangað til hann verður ástfanginn af Isbjörgu og ætlar að eiga hana. Upp úr honum renna setningar sem hefjast á „ég vil“, „ég þarf“, „mig langar“. Og gagnvart þessum orðum stendur Isbjörg vanmáttug. „Hvað hún vill eða þarf og hvað hana langar verð- ur aukaatriði, því hún kann bara að hlýða þörfum annarra,“ segir Vigdís. En tilfinningar hennar magnast og þráin eftir að komast út úr þessu óviðunandi ástandi verð- ur háværari. „Annaðhvort okkar verður að fara,“ segir ísbjörg og dauðinn verður einhvers konar flóttaleið. Við dauða föður hennar lærði ísbjörg að vissri innilokun hennar var aflétt. í dauðanum er frelsi, en það er hinsvegar spuming hvað það er sem ísbjörg vill drepa. Er það elskhuginn; kúgarinn, eða eru það vissir lærðir eðlisþættir í henni sjálfri sem hún vill koma fyr- ir kattarnef? Getur hún aðeins orð-. ið fijáls utan mannlegs samfélags? Texti/Súsanna Svavarsdóttir Að mála er að syngja Myndlist Bragi Ásgeirsson Á dögunum rakst ég á grein í erlendu blaði um nú heimskunnan myndlistarmann, en sem er þó enn nafnkenndari sem leikskáld (Strindberg), sem skilgreindi at- höfnina að mála eins konar hlið- stæðu þess að syngja beint frá hjartanu. Mikið þótti mér þetta ágæt skilgreining, því að heilmikið af sömu tilfinningum og áherslum, sem menn leggja í söng, kemur og fram í málverkinu en einungis í mismunandi ríkum mæli. Stund- um eru myndir ljóðrænar og hárfínn litrænn yfirgangur getur minnt á glissando, en svo geta þær verið litríkar og sköpunar- krafturinn óheftur, þannig að líkist minor furioso eða eitthvað í þá áttina. Hjá sumuin er það alfarið eins og þeir séu að syngja, er þeir beita penslinum, enda vísa sumir listrýnar til vissra tónkennda hjá myndlistarmönnum í umsögnum sínum. Það er því vel til fallið hjá ís- lenzku óperunni að bjóða mynd- listarmönnum að hengja upp mál- verk í húsakynnum sínum og hafa nokkrir málarar þegar sýnt þar, en ekki hef ég náð að skoða allar sýningarnar m.a. vegna þess að ég er mjög sjaldan í miðbænum á þeim tíma sem sýningamar eru opnar. Að þessu sinni sýnir þar Jón M. Baldvinsson allnokkrar litríkar hugarflugsmyndir af trúðum og skrítnu fólki, og verð ég að segja þaðTIlit mitt, að myndirnar falla, í fljótu bragði séð, betur í um- hverfi sitt en annað, sem ég hef áður séð á þessum stað. Jón er nýkominn frá San Franc- isco, þar sem hann hefur stundað nám á undanförnum árum og mun hafa lokið við sína meistaragráðu, svo sem aðrir er stunda nám í amerískum- listaháskólum út námstímabilið. Þetta eru lifandi og litríkar myndir, sem Jón sýnir, og hann hefur tekið nokkrum stakkaskiptum á undanförnum árum, svo sem sjá mátti á sýning- unni, sem hann hélt á Kjarvals- stöðum fyrr á árinu. Raunar eru nokkrar myndanna í Óperunni frá þeirri sýningu, en þær fara mun Jón M. Baldvinsson betur á veggjunum þar en á Kjaiv- alsstöðum. Er ég kom á -sýninguna, lenti ég svo til í flasinu á fólki, sem steymdi út af hljómleikum Ingi- bjargar Waage, svo að ég náði ekki að skoða sýninguna gaum- gæfilega en vek athygli á henni hér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.