Morgunblaðið - 02.12.1989, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
*
Ljóðabók eftir Arna
Grétar Finnsson
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar-
firði, hefur gefið út ljóðabókina
Skiptir það máli? eftir Arna Grét-
ar Finnsson.
Skiptir það máli? er önnur ljóða-
bókin, sem Árni Grétar Finnsson
sendir frá sér. Árið 1982 kom út bók
hans Leikur að orðum. í þeirri bók
birtust bæði frumort ljóð og þýdd,
en í þessari nýju bók Árna Grétars
eru eingöngu frumort ijóð. Ljóðin eru
í senn margbreytileg að efni og fram-
setningu, en víða má greina ákveðinn
tón, sem sérkennir höfundinn, segir
í fréttatilkynningu Skuggsjár. Eirík-
ur Smith myndskreytti bókina.
Skiptir það máli? er 104 bls. að
stærð. Bókin var sett og prentuð í
Prisma, Hafnarfirði, og bundin í
Bók eftir Björgúlf
Ólafsson
ÚT ER komin bókin Hversdags-
skór og skýjaborgir eftir Björg-
úlf Ólafsson.
Í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Þetta er bráðskemmtileg og fyndin
saga um unglingsárin og lýsir hún
daglegu lífi unglinga, væntingum
þeirra, sorgum og gleði á hlýlegan
og sannfærandi hátt.“
Björgúlfur hefur áður birt smá-
sögur en þetta er hans fyrsta skáld-
saga.
Hversdagsskór og skýjaborgir er
206 blaðsíður og er hún gefin út
innbundin. Þórhallur Þráinsson
teiknaði kápu, prentsmiðjan Viðey
prentaði. Prentþjónustan Metri gef-
ur bókina út í samráði við höfund.
Árni Grétar Finnsson
Félagsbókbandinu-Bókfelli.
hannaði og prentaði Prisma.
Kápu
Smasagnasafti eft-
ir Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Út er komið hjá Almenna
bókafélaginu smásagnasalh eft-
ir Sveinbjörn I. Baldvinsson en
þetta er fyrsta lausamálsbók
Sveinbjörns sem hlaut eins og
kunnugt er fyrstu verðlaun í
smásagnakeppni Listahátíðar
árið 1986.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „I þessari bók eru fimm sög-
ur. Stórir brúnir vængir, titilsaga
bókarinnar, fjallar um miðaldra
mann sem lifað hefur tíðindalitla
ævi og fær skyndilega alvarlegar
fréttir. Við það breytist heimur
hans. Hitt augað segir frá ungum
dreng sem liggur á spítala og bíður
eftir alvarlegri aðgerð. Hann notar
tímann áður en hann fer undir
hnífinn til að senda vini sínum
kveðju. Sagan Æfing er frásögn
manns sem er staddur á sviði í
torkennilegu leikhúsi. Ein spurn-
ingin er þessi: Hvort er þetta æf-
ing eða sýning? Stjörnur Cesars
segir frá gömlum manni og ungum
dreng sem hittast um kvöld í ný-
byggðu úthverfi. Sá gamli er að
grafa holu í jörðina. Smásagna-
safninu lýkur á verðlaunasögunni
Icemaster þar sem risavaxinn
amerískur ísskápur gegnir lykil-
hlutverki, þegar áður ókunn fortíð
Sveinbjörn I. Baldvinsson
vitjar manns sem hefur alist upp
án föður síns.“
Stórir brúnir vængir er 160
blaðsíður að stærð. Umbrot, filmu-
vinnu, prentun og bókband annað-
ist Prentsmiðjan Oddi hf. Kápu-
hönnun var í höndum Guðjóns
Inga Haukssonar en málverk á
kápu er eftir Þórunni Finnsdóttur.
íslensk ritsnilld
Út er komin hjá Máli og
menningu bókin Islensk rit-
sniild sem Guðmundur Andri
Thorsson hefiir ritstýrt.
í kynningu útgefanda segir,
að bókin hafi að geyma fleyga
kafla úr íslenskum bókmenntum
að fornu og nýju og skiptist í
kaflana Ástin, Bemskan, Dauð-
inn, ísland, Mannlifið, Mannlýs-
ingar og Skáldskapurinn.
íslensk ritsnilld er 263 blaðsí-
ður, prentuð í Prentsmiðjunni
Odda hf.
Fyrir 35 árum, nánar tiltekið þann 5. desember, varð einskonar leik-
húsbylting á íslandi, þótt ekki væri hún fyrirferðarmikil, en þann
dag var fyrsta brúðuleikhússýningin á íslandi — á vegum íslenska
brúðuleikhússins. Frumkvöðull þessarar listgreinar hér, Jón E. Guð-
mundsson, hafði um tveggja ára skeið undirbúið stofnun leikhúss-
ins, sem hann vissi ekki hversu langa framtíð ætti, hafði skorið út
brúður, mátað við þær raddirnar og málað leik-
ijöld. Brúðuleikhúsið var til húsa í Alþýðuluisinu við Hverfisgötu.
Draumur Jóns var orðinn að veruleika.
Jón E.
Guðmunds-
sonopnar
sýningu í
Bogasal
„Blessuð vertu, ég hef nógan
tíma. Annars hefur verið mikið að
gera hjá mér í haust, sem betur
fer, því frá því í lok september til
17. nóvember var ég með 26 sýn-
ingar í leikhúsinu, fyrir dagheimili
og skóla.“
Verðurðu með leiksýningar í
Bogasalnum meðan á þessari sýn-
ingu stendur?
„Já, alla daga, nema mánudaginn
Hér þróaði Jón svo leik-
húsið sitt næstu árin
og árið 1968 var hann
tilbúinn að færa út
kvíarnar og sækja
brúðuleikhhúshátíðir á Norðurlönd-
um. Hann hélt til Noregs, þar sem
hann vakti mikla athygli og grein
sem skrifuð var í Morgenbladet í
febrúar það ár, segir að í útliti sé
hann eins og „enskur majór". Brúð-
ur hans vöktu ekki síður athygli,
því þá þegar var hann byijaður að
tálga þær úr tré, sem þótti æði
óvenjulegt.
Á 35 ára ferli hefur Jón sýnt
fjöldann allan af verkum og búið
til óteljandi brúður. En hann hefúr
einnig málað, teiknað og unnið
grafíkmyndir. í tilefni af afmælinu
heidur Jón sýningu á verkum sínum
í Bogasal Þjóðminjasafnisins og
hefst sýningin á sjálfan afmælis-
daginn, 5. desember. Ég hitti Jón
að máli og spurði hvort hann ætl-
aði að sýna eitthvað fleira en brúð-
ur á sýningunni.
„Já, heldur betur," svaraði Jón.
„Ég sýni myndir skornar í tré —
úr íslensku birki — vatnslitamyndir,
krítarmyndir, tauklipp, pappírs-
klipp, tréskurð, grafík og leikbrúð-
ur.“
Ætlarðu að selja brúðurnar?
„Nei, ég er búinn að láta svo
mikið af brúðum frá mér, að ég
tími því ekki. Ég seldi nokkrar brúð-
ur í sumar, þar á meðal eina á safn
í Þýskalandi og ég held ég láti það
gott heita.“
En eru ekki stöðugt sýningar hjá
þér í leikhúsinu? Hvenær
hefurðu tíma til að mála og höggva
birki og vinna öll þessi verk.?
ISKA
BRÍÐUII
35ÁRA