Morgunblaðið - 02.12.1989, Side 8

Morgunblaðið - 02.12.1989, Side 8
(í§_2® MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 HUGMYNDIR MANNA UM , HJMNARIKI FABROTNAR „Frá himni og jörðu“: Þetta er titill á nýútkominni bók eftir Birgi Sigurðsson. I bókinni er að finna safii smásagna, en sögu- svið þeirra er, eins og titillinn gefur til kynna, á himni og jörð. Þetta er í fyrsta smásagnasaf- nið sem gefið er út eftir Birgi, en hann sendi síðast frá sér leik- ritið „Dag vonar“ sem sett var upp í Iðnó í hitteðfyrra. Það var síðar útnefnt til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Eg skrifaði reyndar sögur þegar ég var ungur, en birti þær ekki“ segir Birgir þegar ég hitti hann. „En ég hafði ekki skrifað sögur í mörg ár áður en ég byijaði á þessum. Ég fann ekki þann tón sem mér líkaði.“ En hvað varð þá til þess að þú greipst aftur til smásögunnar? „Ég fékk mér nýja tölvu fyrir tveimur árum og var að prófa hana eitt kvöldið þegar allir voru farnir að sofa. - Ég hef aldrei samið beint á tölvu, samdi heldur ekki beint á ritvél í gamla daga. - En þetta kvöld spann ég upp úr mér inn á tölvuna mér til skemmtunar og leit síðan ekki á það meir. Prentaði það reyndar út, en hafði ekki áhuga á að lesa það. Síðan fann konan mín þetta fyrir tilviljun og leist vel á það. Þetta varð fyrsta sagan í bók- inni. Konan mín ber ábyrgð á henni og eiginlega hinum sögunum líka því ég skrifaði þær í svipuðum tón.“ Á bókarkápu stendur að þetta séu skemmtisögur. Eru þær það? „Maður á aldrei að trúa því sem stendur á bókakápum," segir Birg- ir. „En ef þetta eru skemmtisögur vona ég þær séu það í bestu merk- ingu þess orðs.“ - segir Birgir Sig- urdsson rithöfund- ur sem sent hefur frá sér sögur Frá himni og jördu Margar sögurnar gerast í himna- ríki. Hvers vegna himnaríki? „Himnaríki er sá staður sem flesta langar að komast til. En það hefur lítið verrð skrifað um þennan sælustað þótt mikið hafi verið skrif- að um hinn staðinn. Norræn, grísk og rómversk goðafræði er fuli af sögum um guði og gyðjur, sem gerir þessi trú- arbrögð skemmtileg og aðlaðandi. I kristinni trúfræði eru engar slíkar sögur. Mér datt í hug að bæta úr þessuaf goðum og gyðjum.“ Það er ekki víst að hugmyndir Birgis um himnaríki eigi eftir að falla öllum í geð, en hann hefur litl- ar áhyggjur af því. „Himnaríkið í sögunum er margbrotið og ekki allt sem sýnist. Ég held það sé mun skárra en þetta hallærislega himn- aríki sem ýjað er að í Biblíunni og er í raun ósamboðið bæði guði og mönnum. Hugmyndir manna um þennan sælustað, eru einkennilega fábrotnar í kristnu'm fræðum. Það má kannski líta á þessar himnarík- issögur mínar sem tiliögur að nýju himnaríki. Því ekki það?“ Hugmyndir manna um sælustað virðast oft tengjast því að þurfa ekki að gera neitt. Ekkert að starfa. í sögunni Grátur í himnaríki má ætla að þér að minnsta kosti finn- ist það ekki hámark sælu. „Sumir menn eru svo furðulegir, • að þeir trúa að hámark sælunnar sé að standa í hvítum kufli á gulln- um strætum himnaríkis og þurfa Birgir Sigurðsson rithöfundur. ekki að starfa milli þess sem þeir halla höfði sínu að bíjósti guðs og hjala við merkar hetjur. Ég held að það hljóti að vera drepleiðinlegt.“ En nú fjalla ekki allar sögurnar um himnaríki. Sumar þeirra gerast á jörðinni. Flestar á íslandi, en ekki allar. Sagan „Maðurinn sem gleymdi tungumálinu sínu“ gerist í Raunsæisríkinu og Hamingjuríkinu, manni dettur óneitaniega í hug Sovétríkin og Bandaríkin. Birgir? „Ég skrifaði þessa sögu fyrst á ensku í Bandaríkjunum í Iowa City. Ég var þar i fyrra á svokölluðu „International writing program“ í boði háskólans þar ásamt fjörutíu öðrum rithöfundum alls staðar að úr heiminum. Þetta var skemmti- legt boð án allra kvaða. Ég notað: tímann mest til að skrifa. Eitt sinr var ég beðinn að lesa upp á fyrir- lestrasamkomu í borginni og þá skrifaði ég þessa sögu til að launa Ameríkönunum gestrisnina og stríða þeim svolítið um leið.“ Hvernig tóku þeir sögunni? Fannst þeim ekki ádeilan nöpur? „Þeim fannst þetta gott á sig.“ Nú er mjög ólíkur stíll á þessum sögum og leikritunum þínum. Stíllinn á sögunum er léttur og háðskur, en leikritin dramatísk? „Stíll sagnanna er svo ólíkui þeim sem einkennir leikritin, ac jafnvel konan mín hefði ekki vitac að sögurnar væru eftir mig ef húr hefði ekki Iesið þær jafnóðum. Þac Þunn — Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Birgir Svan Símonarson: Á fallaskiptum. Ljóð 1975-1988. 56 blaðsíður. Forlagið. Þessi bók er safn ljóða (39 tals- ins) úr öðrum verkum skáldsins. Ei-u ljóðin of mörg eða of fá? Ekki of mörg - knappara má sýnishorn úr 8 ljóðabókum tæpast vera. Það hlýtur alltaf að vera spurn- ing hvaða sjónarmið skuli rá.ða þeg- ar úrval ljóða eins skálds eru gefin út. Hugsanlegt er að velja sam- kvæmt þematískum aðferðum, gefa t.d.' eingöngu út ástarljóð viðkom- andi. Eins verður að ákveða hver skuli velja, ekki endilega víst að skáldið sé furidvísast í eigin efnum. Að þessum fyrirvörum sögðum má spytja hvaða sjónarmið hafa legið að baki þessari bók. Ekki er annað ljóst en fagurfræðilegar ástæður hafi ráðið valinu. A.m.k. ljóst að þessi bók hefur orðið til eftir veru- lega yfirlegu, valið er einfaldlega vel heppnað. Afar misjafnt er hve mörgum ljóðum úr hverri ljóðabók skáldið hleypir í þetta safn. Flest ljóðin eru úr Nætursöltuð ljóð (1976), Liflínum (1985) og Stormfuglum (1988). Úr Gjalddögum (1977) að- eins stutt brot, hefði að ósekju mátt vera lengra. Ljóðasafn sem þetta gefur tilefni til að skoða samfelluna í ijóðagerð Birgis Svans. Hvernig reiðir ljóðum hans af í rás tímans? Misjafnlega. Sum ljóðanna eldast illa og þurfa andlitslyftingu, þrátt fyrir að kveikjan sé góð og myndmál en þétt klassískt. (Inn í Geggjaðan ástaróð hefur skáldið t.d. lætt „bylgjunni stjörnunni rásinni" í staðinn fyrir Lög unga fólksins i frumútgáfu.) Það gefur að skilja að ljóðin í þess- ari bók hljóta að vera afar ólík þeg- ar þau yngstu og elstu skilur að hálfur annar áratugur og þar með býsna ólíkir samfélagsstraumar. Með þetta í huga er forvitnilegt að klóra ofan af spurningunni: Verður vart einhven'ar ljósrar þróunar í skáldskap Birgis Svans? Sé umrætt ljóðaútval notað sem skuggsjá í þessum tilgangi iná sjá að í eldri ljóðunum er framsetningin á köflum hranaleg, nöturlegar myndir dregn- ar upp, hugmyndir kvikna af hug- myndum, farið um víðan völl (Að drepa tímann, Silfur hafsins). í seinni ljóðunum er eins og hægist smátt og smátt um, óbcislaður æskukrafturinn víki fyrir yfirlegu og reynslu, hugmyndirnar þess virði að vera skoðaðar ein og ein, dvalið við. Eitt allra besta dæmið um seinni tíma vinnubrögð Birgis, og raunar ein fáguðustu vinnubrögð íslensks náttúrulýrikers á undan- fömum ámm, er í Skaftafelli: landið teygir úr sér einsog fullnægð kona á gulri væiúaivoð hárið ílæðir um svartan svæfíl einsog jökulá í augum glampi tærra linda • bijóstin eldQöIl í skauti hennar bæjai’staðaskógur þar sem laufið breytist í rauða fugla Bifgir Svan Símonarson Fjarlægðin gerir íjöll- in ekki endilega blá Sjón: Engill, pípuhattur og jarðarber. Mál og inenning 1989 Lífið er skemmtilegt í þessari bók — ljúfur leikur sem getur samt orðið stjórnlaus, grár, hrein martröð. Stundum er óljóst hver er gerandinn og hver þolandinn, hvað er veruleiki og hvað hugarburður. Sagan vindur sig áfram á tveim •sviðum. Hið fyrra gerist í hlutveruleikan- um, tíðin er nútíð. Aðalpersónur eru Steinn og Mjöll, þau eru stödd í suð- rænu landi, líkast til Frakklandi. Það BEIÐNI til ritstjóra Morgunblaðsins að birta í víðlesnu dagblaði sínu, að gefnu tilefni, aðfaraorðin að hinni safaríku, fjörugu, innihaldsmiklu, fjölskrúðugu, kostulegu, upprunalegu, fyndnu, stórhrikalegu og fínu bók um Gargantúa hinn mikla, sem Baldvin er nú um sinn að flytja í Ríkisútvarp ... frá auðmjúkum þýðara téðrar bókar...: TIL LESENDA Þegar þið iesið, bræður, þessa bók er brýnt þið vandið ykkar hugarfar. Frásögnum hennar fyrtist ekki hót, finnst þar ekki sori neins konar. Á fullkomleika fjarska lítið ber, en fást mun margur til að hlæja dátt: það mesta happ sem hjartað æskir sér; ef hryggðin slær og tærir ykkar mátt er tárum betra að hampa hlátri manns, því hláturinn er dýpst í eðli hans. Erlingur E. Halldórsson, rithöfundur. er sól og hiti, vettvangurinn m.a. kaffihús og strönd. Þau njóta þess að vera til og verulegur hluti þess felst í því að segja sögur, hálfar og heilar, draumkenndar og furðulegar. Seinna sviðið er óhlutstæðara hinu fyrra. Er það draumur eða helber hugarburður Steins? Ekki ljóst og skiptir kannski litlu máli. Sögutíðin er þátíð. Steinn er hér aðalpersónan en Mjöll fjarri. í hennar stað fylgir Steini önnur persóna eins og skuggi enda nefndur skugginn. Sagan sveiflast milli þessara þriggja póla: Steins, Mjallar og skuggans. Steinn er miðlægur, hann hefur samband við hinar tyær. Skugginn og Mjöll eru andstæður, eins og vel má skilja af nöfnum þeirra, og mætast aldrei þótt mjótt sé á mununum. Hann er jafnófrávíkj- anlegur hluti af þátíðinni eins og hún . er hluti af nútíðinni. Harin er feigðar- boði en Mjöll uppfyllir líf Steins. Bygging sögunnar er kerfisbund- in. Hver kafli er annaðhvort sagður í nútíð eða þátíð, tilheyrir m.ö.o. al- gerlega öðru sögusviðinu. En þótt sögusviðin séu rækilega aðskilin er margt sem tengir þau saman og kallar fram samhljóm, einstök orð, setningar og aðstæður kallast á. Líkindin, fyrst eins og tilviljana- kennd, verða sífellt augljósari eftir því sem líður á söguna. Úndir lokin verður sagan reikul í sviðaskipting- unni, lífgjafinn og feigðarboðinn nálgast og togast á um líf Steins. Steinn og Mjöll gera sér það til dundurs að fara í þykjustuleiki auk þéss að segja hvort öðiu furðusögur. Sumir leikjanna vísa fram til há- punkts sögunnar, t.d. þegar þau fara í strengjabrúðuleik með dauða fiska. Leikurinn stigmagnast og kemur að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.