Morgunblaðið - 02.12.1989, Page 9
Morgunblaðið/Emilía
er skemmtilegt og hvíld í því að
skipta um tóntegund."
Smásögur Birgis eiga eflaust eft-
ir að koma þeim sem þekkja leikrit-
in hans á óvart. En um það hvort
rithöfundar og skáld eigi að halda
sig við einhvern ákveðinn stíl í skrif-
um sínum eða skrifa ákveðna teg-
und skáldskapar segir hann: „Það
væri heimskulegur og barnalegur
skiiningur á starfi rithöfundar, ef
hann einsetti sér að skrifa ákveðna
tegund skáldskapar. Rithöfundur
verður að vera reiðubúinn að sveigj-
ast eftir eigin tilfinningum, hugsun-
um og breytingum sem verða á við-
horfum hans sem einstaklings og
velja sér form og aðferðir í sam-
ræmi við það.“ MEO
Sjón
því að Steinn hrópar: „„Mjöll! Mjöll!
Fiskarnir eru að taka völdin. við verð-
um að snúa vörn í sókn!“ Steinn
veltir sér á bakið og slæst við gedd-
una upp á líf og dauða.“ Hlutverkin
snúast við. Gerandi verður þolandi
og öfugt.
Þessa sögu lesa menn örugglega
á misjafnan hátt eins og fyrirheit eru
gefin um á bókarkápu. Þótt mögu-
leikarnir séu allmargir eru þeir samt
ekki ótmandi. T.a.m. ólíklegt að þessi
bók verði nokkurn tíma testamenti
til að breyta heiminum. Hitt er líka
vafamál að hún breyti einum lesanda
mikið.
Styrkleiki hennar felst í mark-
vissri byggingu, óvæntum myndum,
úthugsuðum leiðarminnum. Stærsti
veikleiki hennar er hins vegar mis-
ræmi milli inntaks og forms. Statist-
ískar aðalpersónur kveikja ekki sam-
úð lesandans jafnvel þótt vá sé fyrir
dyrum. Söguefnið má vera að sé
sorglegt, eins og stendur á bók-
arkápu, en það kallar ekki fram þá
tilfinningu í bijósti lesandans einfald-
lega vegna þess að slík tilfinning er
ekki bökuð í textann sjálfan. Til þess
er stíllinn of vélrænn, skriftin eins
og ósjálfráð. Hætt er því við því að
fjarræn sagan verði lesandanum
fljótt ijarlæg — og gleymist.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
B 9
Hildur
gefiir út
sex bækur
BÓKAÚTGÁFAN Hildur gefur út
sex bækur fyrir jólin.
Sóleyjarsumar er skáldsaga eftir
Guðmund Halldórsson frá Bergs-
stöðum og Sprek úr fjöru eru ellefu
frásöguþættir úr byggðum Breiða-
fjarðar eftir Jón Kr. Guðmundsson
á Skáldstöðum.
Draumabókin eftir Bibi Gunnars-
dóttur kemur nú út í fjórðu útgáfu.
Aðrar útgáfubækur Hildar eru Að
gera jörðina mennska eftir Silo,
Sendiherrann eftir Ib H. Cavling og
Hvíslandi lundurinn eftir Söru Hyl-
ton.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikararnir sem taka þátt í Jólagleðinni, en auk þeirra koma íram dansarar úr íslenska dans-
flokknum og nemendur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins.
JÓLAGLEDI
í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM
Meó leikurum og dönsurum Þjóóleikhússins
Jólagleði er yfirskrift dagskrár
sem nokkrir leikarar Þjóðleik-
hússins og dansarar úr íslenska
dansflokknum ætla flytja í Þjóð-
leikhúskjallaranum fyrstu þrjá
sunnudaga í aðventu. Dagskráin
verður flutt í fyrsta sinn á morg-
un, sunnudaginn 3. desember.
Ég fékk Eddu Þórarinsdóttur,
einu úr hópnum, til að segja
mér örlítið nánar frá því hvað
þau ætla að gera.
Hugmyndin að þessari dagskrá
varð til í framhaldi af opnu
húsi, þar sem fólki var boðið að
koma og skoða Þjóðleikhúsið með
leiðsögn starfsmanna. Það komu
5000 manns í húsið þessa dags-
stund,“ segir Edda.
Hvað verður á dagskránni?
„Dagskráin tengist öll jólunum
og er ætlunin að bregða upp mynd
af bæði gamalli og nýrri jóla-
stemmningu.
Það verður lesinn jólakafli úr
nýrri bók Péturs Gunnarsson og
lesnar sögur og ljóð. Einnig verður
lítill leikþátt við Jólasveinavísur
Jóhannesar úr Kötlum og fimmtán
nemendur úr Listdansskóla Þjóð-
leikhússins koma fram í jólasveina-
gervum.
Við ætlum líka að syngja jólalög
við undirleik Agnesar Löve og von-
umst til að fá fólk til að taka und-
ir með okkur.“
Eins og áður sagði verður dag-
skráin flutt í Þjóðleikhúskjallaran-
um fyrstu þijá sunnudaga í að-
ventu og hefst hún kl. 15. Að-
gangseyrir verður 300 kr. fyrir
börn og 500 kr. fyrir fullorðna,
með veitingar innifaldar.
„Það er orðið svo mikið stress
i kringum jólin hjá okkur, að það
ætti að vera hollt fyrir fólk að
koma og gleyma amstrinu eina
dagstund á meðan það situr og
hlutar á jólakvæði- og sögur,“
sagði Edda að íokum.
Ævisaga
Sigurjóns Rist
„Vadd'út í“ lieitir ævisaga Sigur-
jóns Rist vatnamælingamanns
eftir Hermann Sveinbjörnsson,
sem bókaútgáfan Skjaldborg gef-
ur út.
Sigurjón Rist fæddist á Akureyri
1917. i’ bókinni segir hann frá upp-
.vaxtarárum sínum í Eyjafirði og
menntaskólaárum, dvöl í Kaup-
mannahöfn rétt fyrir heimsstyijöld-
ina síðari og störfum á íslandi.
í bókarkynningu útgefanda seg-
ir m.a.: í Fransk-íslenska Vatnajök-
uisleiðangrinum 1951 lentu Sigur-
jón og ferðafélagar hans í miklu
harðræði og hættum, þrátt fyrir
fyrirbænir mætasta guðsmanns.
Sigurjón ijallar um Jöklarann-
sóknafélagið og skotthúfuát eins
þekktasta jarðvísindamanns okkar.
Hann segir frá því þegar snjóbíllinn
Gusi lenti ofan í Tungnaá og hann
þurfti að kafa nær allsnakinn ofan
í svart, jökulkalt vatnið til að bjarga
vararafgeyminum. Eitt sinn flutti
hann snjóbíl á stultum yfir Skjálf-
andafljót.
Þegar undirbúningur stóð sem
hæst að virkjun Þjórsár lenti Sigur-
jón í deilum vegna Þjórsárísa, sem
sumir vildu hundsa og ekkeit af
vita, þar sem það gat komið illa við
fyrirhugaða stóriðju í Straumsvík.
Var honum jafnvel hótað vegna
þessa máls og í tengslum við það
kom „friðargæslusveit" til landsins
á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Bókin um Siguijón Rist er tæp-
lega 250 blaðsíður. Hún skiptist í
52 kafla og er prýdd á annað hundr-
að myndum, sem flestar hafa aldrei
komið fyrir sjónir almennings. Hún
er prentuð í Prentstofu G. Bene-
diktssonar.
Lokabmdi
Lífsreynslu
Ut er komin hjá Hörpuútgáf-
unni þriðja og síðasta bókin í
bókaflokknum Lífsreynsla. Bragi
Þórðarson tók saman.
Höfundur og efni: Sigurður Sverr-
isson, Akranesi: „Var ég búinn að
sætta mig við að deyja," sem er frá-
sögn Björgvins Björgvinssonar,
Akranesi, af björgun úr námaslysi.
Anna Olafsdóttir Björnsson,
Reykjavík: „Ekki varð öllum bjarg-
að,“ sem er frásögn Sigríðar Guð-
mundsdóttur af hjálparstarfinu í
Eþíópíu. Inga Rósa Þórðardóttir,
Egilsstöðum: „Snjóflóðið steyptist
yfir okkur,“ frásögr. Heimis Þor-
steinssonar, Þorsteins Kristjánsson-
ar og Nönnu Jónsdóttur, Stöðvar-
firði. Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
Reykjavík: „Örlögunum fær enginn
breytt,“ sem er frásögn Ágústu
Drafnar Guðmundsdóttur frá Vest-
mannaeyjum. Sigurgeir Jónsson,
Vestmannaeyjum: „í vist hjá hörðum
húsbónda,“ sem er frásögn Einars
Sigurfinnssonar, Vestmannaeyjum,
af baráttu hans við Bakkus. Björn
Þórleifsson, Húsabakka: „Þrír
lífsháskar — og þó nokkur bein-
brot,“ þar sem sagt er frá lífsreynslu
Sigurðar Marinóssonar, Laugahlíð í
Svarfaðardal. Ólafur Jóhannsson,
Reykjavík: „Villtur í þijá sólar-
hringa," sem er frásögn Geirs Jóns
Karlssonar af giftusamlegri björgun.
Herdís Ólafsdóttir, Akranesi, er höf-
undur kaflans „Enginn veit sína
ævina.“ Barn verður móðurlaust.
Sveinn Elíasson, Reykjavík: „Hættu-
för í skugga heimsstyijaldar." Kaf-
bátar ógnuðu skipalestinm. Erlingur
Davíðsson, Akureyri: „Dauðinn beið
í næsta broti. Við sáum brotsjóinn
rísa.“ Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík:
„í fárviðri á fjöllum," sem er frásögn
Kristins Helgasonar, Halakoti. Jó-
hannes Siguijónsson, Húsavík:
„Heppinn að sleppa lifandi," sem er
frásögn Héðins Ölafssonar, Fjöllum,
Kelduhverfi.
Lífsreynsla 3 er 228 blaðsíður,
prýdd fjölda mynda af fólki og at-
burðum. Kápa: Ernst Backman.
Prentun og bókband: Oddi hf.
Hermann Sveinbjörnsson.
Þorg’eir í Gufimesi
eftir Atla Magnússon
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg-
ur hefúr gefið út bók um Þor-
geir Jónsson frá Varmadal, sem
síðar var ætíð kenndur við Gufu-
nes, sem skráð er af Atla Magnús-
syni, blaðamanni.
I kynningu útgefanda segir m.a.:
„Þegar fræknum íþróttamannsferli
sleppti gerðist Þorgeir -eigandi og
ræktandi margra nafntoguðustu
stökkhesta og vekringa landsins.
Segja má að dynurinn undan hófum
þeirra á kappreiðavöllunum hafi
borist inn á hvert heimili landsins
ár eftir ár, og lengi verður nafn
„Þorgeirs í Gufunesi" baðað ljóma
í huga hestamanna.
En Þorgeir var sérstæður maður
í fleira tilliti en þessu. Hann var
ennfremur furðulegur og ógleym-
anlegur persónuleiki. Ilann var
maður hins óhefta frelsis og víðern-
is í dagfari sínu, barn og heimspek-
ingur í senn, sem með óvæntum
athugasemdum og ábendingum gat
séð ýmis vandamál daglegs lífs L
spánnýju ljósi, sem gerðu þau létt-
væg og kannske einkum brosleg.
Það voru ekki alltaf allir sem fylgdu
honum eftir „á fluginu“ til að byija
með, en gerðu það eftir á.“
Bókin um Þorgeir í Gufunesi er
prentuð í Prentstofu G. Benedikts-
sonar og bundin hjá Arnarfelli hf.
Kápugerð annaðist Auglýsinga-
stofa P og Ó.
Alli Magnússon
Sigurjón Rist.