Morgunblaðið - 10.12.1989, Síða 6
f'Hfíí
.of ‘f'JflAQtlílMUR Cf|ClA*lí
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
Kæmi ekki á óvart þótt
loðnan héldi sig vestar-
lega á þessum árstíma
- segir Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræðingur
„ÉG HEF dvalið hér ytra frá því í águst, til að taka saman í eitt
rit þær upplýsingar, sem við liöfum um loðnustofninn. Því miður
kann ég enga skýringu á því hvers vegna engin loðna finnst nú
við ísland, enda væri ég búinn að koma heilræðum minum á fram-
færi fyrir löngu ef einhver væru,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræðingur, í samtali við Morgunblaðið. Hjálmar, sem hefúr
mest islenskra fískifræðinga fengist við rannsóknir á loðnustofnin-
um, er nú í ársleyfí frá störfúm við Hafrannsóknarstofnun. Hann
hefiir skrifstofú hjá Hafrannsóknarstofnuninni í St. Johns á Ný-
fundnalandi, þar sem hann vinnur að riti sínu.
Mér finnst afar einkennilegt
að fá fréttir af því að heiman
að engin loðna finnist," sagði
Hjálmar. „Það kæmi mér ekki á
óvart þó hún héldi sig vestarlega
á þessum árstíma, en ef hana er
ekki að finna þar, í Grænlands-
sundi eða vestar, þá þýðir það ,að
veiðistofninn hefur hreinlega
drepist, af náttúrulegum ástæðum
býst ég við. En eftir því sem mér
skilst þá hefur verið takmörkuð
umferð um hugsanlegt loðnu-
svæði í sumar og haust vegna
hafíss og af sömu ástæðn-komust
rannsóknarskip ekki til að kanna
svæðið milli Vestfjarða og Græn-
lands í nóvember. Þess vegna er
auðvitað æði stórt hafsvæði
ókannað og þar gæti loðnan
leynst.“
Hjálmar sagði það óvenjuleg-
asta við loðnuleysið nú að alls
ekkert hefði orðið vart við loðn-
una. „Ég man í svipinn eftir loðnu-
leysi haustið 1979,“ sagði hann.
„Þá urðu menn varir við loðnu,
en í nóvember hvarf hún öll vest-
ur í Grænlandssund. Það var svo
ekki fyrr en um miðjan janúar sem
hún birtist á ný, norður af Vest-
fjörðum, þegar hafís hafði minnk-
að. Svo var það líka einhvern
tímann á árunum fyrir 1976 sem
mikið var leitað að loðnu út af
Norðurlandi, vestur undir Hala,
en hún fannst ekki. Hún skilaði
sér hins vegar eftir áramótin,
þegar hún kom undan ísnum og
lagði af stað í hrygningargöngu
sína austur með Norðurlandi."
Eins og fyrr sagði er Hjálmar
í árs leyfi frá störfum sínum hjá
Hafrannsóknarstofnuninni. „Ég
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur.
hef verið við loðnurannsóknir frá
1966 og á þeim rúmlega tuttugu
árum sem ég hef stundað þær
hafa safnast saman ýmsar upplýs-
ingar,“ sagði hann. „Það hefur
hins vegar aldrei gefist tími til
að vinna úr þessum upplýsingum
og það vantar yfirlit yfir loðnu-
stofninn á svæðinu við Island,
Grænland og Jan Mayen. Þessar
upplýsingar hefur ekki verið að
finna á einum stað. Nú er ég að
rita yfirlitsverk um íslensku loðn-
una og vísa í leiðinni í aðra loðnu-
stofna, til dæmis í Barentshafi,
við Grænland og Nýfundnaland.
Verkið sækist þokkalega og ég
vona að þessi samantekt mín komi
að notum, til dæmis þegar menn
spá í framtíðina og vilja kynna
sér hvernig loðnan hefur hegðað
sér hingað til,“ sagði Hjálmar
Vilhjálmsson, fiskifræðingur. '
Landshöfnin Keflavík — Njarðvík;
Keflvíkingar treysta
sér vart til að veita
höfliinni viðtöku
BÆJARSTJÓRNIR Keflavíkur og Njarðvíkur vilja að ýmsir þættir í
sambandi við Landshöfiiina Keflavík - Njarðvík verði komnir á hreint
áður en þeir þær við rekstri hafiiarinnar, eins og áformað er. Bæjar-
stjórn Keflavíkur lét bóka á fiindi í vikunni, að hún treysti sér ekki til
að veita höfninni viðtöku, nema að orðið verði við óskum um fjárveit-
ingar vegna bráðnauðsynlegra framkvæmda við Landshöfnina að upp-
hæð 33,8 millj. króna.
Atvinnurekendur í einni
spyrðu með ríkisstjórn
- segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, um þá yfir-
lýsingu formanns VSÍ að ekki megi semja við BSRB fyrst
„Hvað skyldi vaka fyrir atvinnurekendum þegar segja að það
sé hættulegit að semja við BSRB? Það sem greinilega vakir fýrir
þeim er að fínna þann hlekk sem er veikastur og það er fólkið sem
mest óttast um atvinnu sína,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, aðspurður hvað hann vildi
segja um þau orð Einars Odds Krisljánssonar, formanns Vinnuveit-
endasambands Islands, að það væri stórhættulegt ef ríkisvaldið
senyi við BSRB áður en samningar hafí tekist á almennum vinnu-
markaði, þar sem aðilar hans eigi að móta atvinnusteftiuna fyrir
1990 við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu.
Atvinnurekendur telja vænleg-
ustu leiðina til þess að halda
kaupmætti almenns launafólks
sem allra lengst niðri að láta þá
jafnan semja fyrst sem eru í veik-
ustu stöðunni. Hvað þetta varðar
hanga atvinnurekendur í einni
spyrðu með ríkisstjórn Íslands.
Þetta er að sjálfsögðu óábyrgt eða
getur verið að þessir menn geri sér
ekki grein fyrir því á hve alvarlegt
stig kaupmáttur almennings er
kominn,“ sagði Ögmundur.
„Það sem hefur vakað fyrir
BSRB er að reyna að komast sem
fyrst í kjarasamninga þar sem
þess yrði freistað að bæta kaup-
mátt og tryggja hann. Við höfum
hins vegar sagt að fyrst væri nauð-
synlegt að komast í ákveðna sam-
ræmingarvinna bæði í tengslum
við verkaskiptalögin og önnur mál
sem öllum ber saman um að þurfi
að leiðrétta. Þetta vildum við gera
Innflúensubólusetn-
ingu á að vera lokið
LYFJAVERSLUN ríkisins flutti inn 33.500 skammta af bóluefni gegn
inflúensu og hefúr svo til öllu efninu verið dreift. Þetta er sambæri-
legþ, magn og flutt hefúr verið inn á undanfornum árum. Bólusetningu
á að vera lokið, því talið er heppilegast að hún fari fram í október og
nóvember. Þegar inflúensufaraldur berst til landsins er það oftast.í
byijun janúar og fram á vor, en fólk sem sprautað er myndar mótefni
á um það bil hálfúm mánuði.
lungnasjúklinga, aldraðir á stofnun-
um og aldraðir yfir 75 ára í heima-
húsum og börn og fullorðnir sem eru
með efnaskiptasjúkdóma sem valda
skertu ónæmi. Þá var lögð áhersla
á .að sprauta starfsfólk í heilbrigðis-
þjónustunni og aðra sem umgangast
fólk í áhættuhópunum.
Landlæknir varaði jafnframt við
því að þeir sem eru með ofnæmi
fyrir eggjum, formalíni og kvikasilfri
væru sprautaðir.
Inflúensustofnarnir sem nú er
bólusett gegn eru A/Shanghai
11-87, B/Singapore 6-86 og B/Ya-
magata 16-86.
Samkvæmt upplýsingum Vilborg-
ar Ingólfsdóttur deildarstjóra hjá
Landlæknisembættinu lagði land-
læknir til að fullorðnir og börn með
langvinna hjarta- og æðasjúkdóma
yrðu sprautaðir, sérstaklega sjúkl-
ingar með alvarlega hjartabilun.
Einnig fullorðið fólk með langvinna
í skammtímasamningi. Vinnuveit-
endasambandið vill hins vegar
leggja stein í götu okkar greinilega
til þess að tefja að við komust í
slíkar viðræður um kjarasamning
til lengri tíma. Markmiðið er að
sundra launafólki sem allra mest
og hér fara hagsmunir stjómarráðs
og Garðastrætis saman.“
Ögmundur sagði að BSRB
myndi halda sinni stefnu óbreyttri.
„Auðvitað fömm við ekkert lengra
en við komumst og endurmetum
þegar þar að kemur þær aðferðir
sem við þurfum að beita.“
Suðumesjamenn hafa átt í viðræð-
um við samgönguráðuneytið
vegna yfirtökunnar og bíða þeir nú
eftir svari vegna kröfu á endurbótum
á höfnunum í Keflavík og Njarðvík.
í bókun bæjarstjórnar Keflavík kem-
ur fram að ekki hefur náðst sam-
komulag við stjómvöld um fjárveit-
ingar til Landshafnarinnar vegna
nauðsynlegs viðhalds og fram-
kvæmda.
„Það er erfitt fyrir okkur að taka
við höfninni í ófullkomnu ástandi.
Þá er það nauðsynlegt að taka við
henni skuldlausri,“ sagði Guðfinnur
Sigurvinsson, bæjarstjóri í Keflavík
í samtali við Morgunblaðið.
„Viðhald á höfninni hefur verið
af skornum skammti í tuttugu og
fimm ár. Ástandið var orðið svo
slæmt að við vorum um tíma hrædd-
ir um að hafnargarðurinn í Keflavík
væri ónýtur. Svo slæmt var það ekki,
en það þarf að gera endurbætur á
garðinum," sagði Guðfinnur.
Óskað hefur verið eftir samteng-
ingu hafnanna með vegi. Áætlaður
kostnaður 21,3 millj. kr. „Það hefur
dregist í mörg ár að tengja hafnimar
í Keflavík og Njarðvík með vegi milli
hafnanna. Vegi sem myndi losa okk-
ur við umferð vörubifreiða um
Reykjanesbraut og Hafnargötu.
Vigtin er í Keflavíkurhöfn, en landað
er í Njarðvíkurhöfn. Því þurfa vöru-
bifreiðar með fiskfarma að fara um
aðalgötur bæjanna. Hugmyndin er
að framlengja Bakkarstíginn," sagði
Guðfinnur.
Þá er óskað eftir í bókuninni að
ríkissjóður taki að sér greiðslu
tveggja lána, þ.e. vegna hafnsögu-
báts 14 millj. kr. og eftirstöðvar á
láni, sem var tekið vegna uppsetning-
ar á nýrri vigt í Keflavík. Eftirstöðv-
ar lánsins er 4,5 millj. kr.
í bókun bæjarstjómar Keflavíkur
segir: „Það skal tekið fram, að vil-
yrði hafa verið gefin fyrir yfirtöku
nefndra lána. Staðfesting er óskað á
því.“
Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri
Landshafnar Keflavík - Njarðvík,
sagði að ýmislegt þyrfti að gera á
næstu árum til að hafnirnar í
Keflavík og Njarðvík verði öruggari.
„Það er Ijóst að það þarf hundrað
metra gijótvarnargarð til að veija
hafnargarðinn í Keflavík. Eins og
ástandið er nú er erfitt að vinna við
uppskipun eða útskipun við garðinn
þegar slæmt er í sjó. Sjór gengur
þá yfir garðinn. Þennan gijótvarnar-
garð verður að byggja í áföngum.
Áætlaður kostnaður er um hundrað.
milljón króna. Þá þarf að framlengja
gijótgarðinn í Njarðvík um sextíu
metra. Kostnaður er áætlaður um
fjörtíu milljónir. Einnig eru sjómenn
hér búnir að bíða lengi eftir smábáta-
höfn. Áætlaður kostnaður við gerð
smábátahafnar á svæðinnu milli
Skipasmiðju Harðar og Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur er um tuttugu millj-
ónir króna,“ sagði Pétur.
Hanna Margrét Sverrisdóttir
Burtfarar-
prófstónleikar
Tónlistarskólinn í Reykjavík
heldur burtfararprófstónleika
þriðjudaginn 12. desember nk. í
sal skólans, Skipholti 33, og hefj-
ast þeir kl. 20.30.
Tónleikar þessir em burtfarar-
próf Hönnu Margrétar Sverris-
dóttur, víóluleikara, frá skólanum.
Á efnisskránni er Svíta nr. III eftir
J.S. Bach, Suite HébraTque eftir
Ernest Bloch, Cadenza eftir Áskel
Másson og Sónata í f-moll op. 120
nr. 1 eftir Brahms. Sólveig Anna
Jónsdóttir leikur með á píanó.
Hanna Margrét hefur stundað
nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík frá 1984 og notið leið-
sagnar Helgu Þórarinsdóttur, víólu-
leikara.
Ríkisstjórnin:
250 milljónir til LÍN
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fúndi sínum í fyrradag að Lánasjóði
íslenskra námsmanna verði tryggðar 250 milijónir króna sem sjóðinn
vantar til þess að unnt sé að greiða út námslán 15. desember næst-
komandi. Menntamálaráðherra telur koma til greina að lækka aftur
tillit til tekna námsmanna við útreikning Iána, gegn þvi að hækkun
námslána í janúar verði frestað.
Við aðra umræðu í neðri deild
Alþings um frumvarp rikis-
stjórnarinnar um breytingu á lögum
um námslán og námsstyrki, þar sem
lagðar eru til breytingar á skipun-
artíma stjómarmanna, spurði Birgir
ísleifur Gunnarsson menntamála-
ráðherra hvort ríkisstjórnin myndi
beita sér fyrir því að Lánasjóður
íslenskra námsmanna fengi nauð-
synlegt fjármagn til þess að geta
greitt út lán í desember. Birgir
vakti og athygli á því að ástæða
þess að' ríkisstjórnin legði fram
þetta frumvarp væru þær ábending-
ar sem núverandi stjórn hefði köm-
ið fram með við ráðherra að fjár-
veiting ársins 1989 dygði ekki til
þess að standa við skuldbindingar.
Birgir taldi það og ljóst að ríkis-
stjórnin ætlaði sér ekki að standa
við það samkomulag sem hún hefði
gert við námsmenn um hækkun
námslána um 6,4% þann 1. janúar
1990. Námsmenn hefðu hins vegar
tekið á sig sínar byrðar með því
að samþykkja hækkun tekjutillits.
Svavar Gestsson, menntamála-
ráðherra, kvað vanda Lánasjóðsins
vera mikinn. 595 milljónir vantaði
til þess að standa við skuldbinding-
ar sjóðsins á næsta’ári og á þessu
ári vantaði 250 milljónir. Þetta staf-
aði af tvennu: Annars vegar 18%
rauntekjulækkun námsmanna, sem
þýddi 150 króna ný framfærslulán
og hins vegar 9,8% fjölgun náms-
manna frá síðasta námsári, sem
hefði í för með sér 101 milljón króna
útgjaldaauka.
Svavar kvað ekki liggja fyrir
ákvörðun um það að ekki ætti að
hækka námslán í janúar. Sagði
hann það atriði ásamt mörgum öðr-
um vera í skoðun hjá sérstakri
nefnd námsmanna og stjórnvalda.
Greindi ráðherrann frá því að hann
teldi koma til greina að lækka aftur
tillit til tekna námsmanna gegn því
að hækkun námslána yrði frestað.
Þorsteinn Pálsson benti á að
núverandi menntamálaráðherra
væri sá þingmaður sem mestu hefði
lofað námsmönnum varðandi Lána-
sjóðinn. Þegar honum hefði hins
vegar verið ljóst að hann gæti ekki
staðið við orð sín, hefði hann leitað
á náðir annarra flokka um að leysa
sig úr vandanum. „Aumkunarverð-
ari getur ráðherra ekki verið!“