Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 19

Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 19
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESÉMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Kjarasamningar Nú er að komast skriður á við- ræður um nýja kjarasamninga milli vinnuveitenda og verkalýðs- samtaka og einhveijar viðræður hafa farið fram á milli ríkisins og ríkisstarfsmanna. Nýir kjarasamn- ingar hljóta að taka mið af þeim veruleika, sem við blasir í atvinnu- lífi þjóðarinnar. Verði það ekki gert leiða þeir til stórfelldrar verðbólgu- öldu. Samdráttur í atvinnulífinu hefur verið mikill á undanförnum misser- um. Því miður eru ekki líkur á breyt- ingum í þeim efnum. Þorskafli mun minnka á næsta ári samkvæmt tii- lögum Hafrannsóknastofnunar og ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Verði aflabrestur á loðnuveiðum, eins og útlit er fyrir, þótt það sé engan veginn fullvíst, er það meiri háttar áfall. Þær vonir, sem bundn- ar voru við samninga um nýtt álver eiu að dofna eftir síðustu tíðindi á þeim vettvangi. Við þessar aðstæður í atvinnulífinu væri ábyrgðarleysi að semja um kauphækkanir að ein- hveiju ráði. Ríkissjóður er heldur ekki svo vel staddur, að efni séu til samninga um kauphækkanir fyrir ríkisstarfs- menn. Fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvaip, sem gerði ráð fyrir 3 milljarða króna halla á næsta ári. Nú bendir margt til þess sam- kvæmt fréttum frá Alþingi, að frum- varpið verði hugsanlega afgreitt með a.m.k. 5-6 milljarða halla. Þessi hallarekstur á ríkissjóði virðist fyrir- sjáanlegur þrátt fyrir það, að núver- andi ríkisstjórn hefur stórhækkað skatta og það svo mjög, að verði lengra haldið á þeirri braut sýnist augljóst, að skattgreiðendur mundu gera uppreisn í hvaða mynd, sem hún svo birtist. Hún gæti t.d. komið fram í stórauknum skattsvikum, eins og tíðkuðust hér mjög fyrir 1960, þegar Viðreisnarstjómin kom á umbótum í skattamálum. Kjaraskerðingin er þegar orðin mjög mikil og það verða mikil von- brigði fyrir þá, sem lægst hafa laun- in og búa við verst kjör, ef ekki verður hægt að bæta stöðu þeirra eitthvað. í þeim efnum hljóta menn að horfa til ríkisstjórnarinnar. Hún hefur gefizt upp við það verkefni að hemja útgjöld ríkisins. Niður- skurður ríkisútgjalda hefur ekki verið forgangsverkefni í fjármála- ráðuneytinu. Ólafur Ragnar hefur verið duglegri við að leggja á nýja skatta en að lækka ríkisútgjöld. Það hlýtur að verða sameiginleg krafa verkalýðshreyfingar og vinnuveit- enda, að ríkisstjómin standi við sitt með niðurskurði á ríkisútgjöldum og skapi með því svigrúm til þess að koma til móts við þá, sem við verstan hag búa. Atvinnurekendur geta ekki vænzt þess, að launþegar leggi sitt af mörkum til endurreisnar atvinnu- lífsins nema þeir geri það sjálfir. Það er búið að lækka gengið mikið á þessu ári og þar með stórbæta rekstrarskilyrði sjávarútvegs. Þótt sú aðlögun að breyttum aðstæðum hafi verið nauðsynleg má hún ekki ganga of langt. Atvinnurekendur, ekki sízt í sjávarútvegi, verða að hafa það aðhald, sem knýr þá til skipulagsbreytinga í atvinnugrein- inni, fækkunar fiskiskipa og fisk- verkunarstöðva. Með því einp móti er hægt að ná meiri hagnaði út úr sjávarútveginum og þar með bætt- um_ lífskjörum fyrir þjóðina alla. Á því ári, sem nú er senn liðið hefur á margan hátt verið unnið þrekvirki í atvinnulífinu. í einka- rekstrinum hefur verið unnið kapp- samlega að því að skera niður út- gjöld og aðlaga rekstur breyttum aðstæðum. Árangurinn er sá, að mörg fyrirtæki hafa náð því marki, að þurfa ekki að efna til stórfelldra uppsagna. Ef unnið hefði verið með sama hætti í ríkiskerfinu væru horf- urnar betri en þær eru nú. Er með engu móti hægt að fá ríkisstjórn og Alþingi til þess að sýna sömu ábyrgð og þessir aðilar krefjast af öðrum? EITT • helzta við- fangsefni og vanda- mál hvers þjóðfélags er tekju- og eigna- skipting. í stjórn- málaheimspeki er eignarréttur mikilvægt umræðuefni og hans er getið með sérstökum hætti í stjórnarskrá íslands. Um þetta fjalia stjórnmál að miklu leyti og engin mál eru við- kvæmari en þau sem snerta tekjur fólks og eignarrétt einsog ég hef áður gert að umtalsefni í þáttum þessum. Byltingar borgaranna á 18. og 19. öld spruttu úr þessum átökum og úr þeim hefur marxisminn einn- ig vaxið og allir þeir flokkar sem hafa verið tengdir honum og hug- sjónum hans. Stéttabaráttan er ekki síður átök um eignarrétt en tekju- skiptingu. Með kvótakerfi er verið að afhenda fáum útvoldum eignar- réttinn yfir hafsvæðum sem íslend- ingar börðust allir fyrir sem einn maður og fengu í sinn hlut á átt- unda áratugnum þegar 200 mílurn- ar voru viðurkennt yfirráðasvæði okkar. í þeim átökum var engin þjóðhetja öðrum fremur. Fyrir þúsund árum skiptu víking- ar og niðjar þeirra með sér land- svæði sem numið var á íslandi. Þá skiptingu höfum við virt og haldið við eignarrétt landeigenda. En auð- lind hafsins eigum við öll. Hún er sameign einsog landið sjálft. En með opinberum pennastrikum hefur hún verið afhent tiltölulega fáum skipaeigendum sem geta ráðskazt að vild með kvótann enda gengur hann kaupum og sölum; við getum kallað þetta brask auðlindasölu! Gamlir ryðkláfar hafa jafnvel orðið tugmilljóna króna virði vegna kvótasölu. Þetta minnir á rómantík- ina hjá Tómasi, að gamlir síma- staurar verði grænir aftur einsog ég hef einnig áður nefnt í þessum pistlum. Með þessum kláfum og öðrum skipum hafa útgerðarmenn getað selt eignarrétt í auð- lind sem þeir eiga ekki samkvæmt eignar- réttarhugtakinu en eiga samt ef litið er á ráðstöfunarrétt þeirra og forréttindi sam- kvæmt reglum um stjórnun fisk- veiða við Island. Slfkt kerfi hlýtur að kalla á spillingu, þótt hitt sé rétt að nauðsynlegt var að koma í veg fyrir rányrkju með opinberum aðgerðum sem eru sameiginlegt hagsmunamál allra eigenda auð- lindanna í hafinu, þ.e. íslenzku þjóð- arinnar. Takmarkaða auðlind verð- ur að vernda með einhveijum hætti, það mundi jafnvel Sveik vita. En okkur hefur ekki farizt þessi vernd- un betur úr hendi en svo að talað er um hrun þorskstofnsins sem merkti væntanlega ekkert annað en endalok búsetu í landinu. Þorsk- ur og grálúða eru ofveidd, það vita allir. Þorskklakið misheppnað fjög- ur undanfarin ár. Samt talað um 300 þús. lesta ársafla, þótt vísindin telji það hættulega ofveiði. Eflaust teflt á tæpasta vaðið, sagði sjávar- útvegsráðherra. En af hveiju leggja á þetta tæpa vað, ef líf þjóðarinnar liggur við? Það vantar barnið í íslenzka pólitík; barnið sem segir sannleik- ann um keisarann. í fyrstu hafði ég þær hugmyndir um hafsvæðið að réttast væri að senda öllum Islendingum hlutabréf í eigninni. Þá hefði hver íslendingur haft yfir að ráða rúmu tonni af þorski. Og hann hafði þá væntan- lega getað ráðstafað því að vild. Það hefði verið lýðræðislegast. En þessi leið er vart framkvæm- anleg. Það er ekki alltaf hægt að framkvæma hugsjónir. Eða fremur: hugsjónir einsog allt annað hafa sinn tíma. Lítum þó á dálítið reiknings- dæmi, til gamans og glöggvunar. Mér skilst að söluverð fi-ystra þorskáfurða sé að meðaltali 250 kr. kílóið vestan hafs. Þá fengi hver einstaklingur um 125 þús. kr. fyrir afla úr einu þorsktonni, en 240 þús. tonna veiðikvóti þætti ekki mikið nú á dögum, þegar talað er um 350-380 þús. tonn sem mun vera meðaltal þorskafla síðustu ára- tugi. Þannig fengi fimm manna fjölskylda yfir 600 þús. krónur I sinn hlut, en auðvitað kostar veiðin og vinnslan sitt. Þá væri hægt að benda á að allur annar afli er utan svona reikningsdæmis og skilst mér hann sé ekki undir einni milljón tonna, ef miðað væri við síðustu fimm árin. Ég þekki engan sem léti hlutafé sitt í slíku fyrirtæki af hendi umyrðalaust einsog nú er talað um. Eignarrétturinn er frið- helgari en svo. Og ef útí það færi hefðu eigendurnir átt að geta fram- selt hann eða framleigt þeim sem hæst greiddu, jafnvel útlendingum sem e.t.v. byðu helmingi meira fyr- ir tonnið, ef því væri að skipta. En vísast er að eigendurnir hefðu þó meiri áhuga á að halda fast í sam- eignina einsog verið hefur og vernda hana og ávaxta einsog heppilegast væri fyrir þjóðarheild- ina; án þess veita útlendingum að- ild að auðlindinni, en það væri að sjálfsögðu viðkvæmt mál. Hitt er einnig og ekki síður við- kvæmt hvernig vernda á eignar- rétt. Ef miðin væru gefin yrði auð- velt að dreifa öðrum eignum íslend- inga að geðþótta, hvað sem stjórn- arskránni liði. Hannes Hólmsteinn kallar svip- aðar hugmyndir og að framan greinir alþýðukapítalisma. Orð eru bara umbúðir; aðalatriðið er inni- haldið; hugmyndin. Mér er sagt ol- ían sé þannig nýtt i Alaska að eig- endurnir, þegnar ríkisins, fái arðinn sendan heim ár hvert. Þegnréttur- inn tryggir áhuga og eignaraðild; þegnréttarhlutafélag; það er pólitíkusum ágætt aðhald. Þeir sóa þá ekki þeim arði sem fólkið fær úr sameiginlegri eign. Og almenn- ingur gæti þannig smámsaman til- einkað sér viðhorf athafnaskáld- anna til vinnu og verðmæta. M. (meiva næsta sunnudag) HELGI spjall + «T- 19 Atburðarásin er svo hröð og ótrúleg í Austur-Evrópu að menn eiga fullt í fangi með að fylgjast með henni hvað þá heldur að meta það sem í raun er að gerast. Á fimmtudag samþykkti þingið í Litháen að afnema einokun komm- únistaflokksins, leyfa starfsemi annarra stjórnmálaflokka en hans og efna til kosn- inga í lok febrúar á næsta ári. Nái þessi áform fram að ganga yrði í fyrsta sinn efnt til fijálsra kosninga í.Sovétríkjunum síðan kommúnistar komust þar til valda 1917. Þarf enginn að fara í grafgötur um það, að fái lýðræði að njóta sín í Litháen muni önnur Sovétlýðveldi sigla i kjölfarið. Yrði þar með um mestu ögrunina við vald Kremlveija að ræða. Við höfum séð það í Austur-Evrópu hvemig stjórnkerfi kommúnista hefur fall- ið saman eins og spilaborg. Einkennilegast er ástandið í Austur-Þýskalandi þar sem almenningur hefur neytt alla forystumenn kommúnistaflokksins til að láta af völdum án þess að nokkur viti í raun hvað komi i staðinn. Það hefur myndast valdatóma- rúm í orðsins fyllstu merkingu. Hingað og ekki lengra var sagt, þegar hætta var talin á því, að fólkið myndi leggja undir sig herstöðvar. Ef til vill er þetta einfaldasta leið fólks- ins til þess að tengjast vesturhluta Þýska- lands og sjá til þess að þjóðin sameinist. Þegar staldrað er við til að hugsa málið og bera saman annars vegar austurhluta Þýskalands þar sem hefur verið örbirgð og stöðnun undir forystu kommúnista og hins vegar vesturhlutann þar sem hagvöxt- ur hefur verið méiri en annars staðar og ríkidæmi er mest í Vestur-Evrópu, þarf engan að undra þótt íbúum austurhlutans þyki skynsamlegast sér til bjargar að renna sem fljótast inn í ríka samfélagið fyrir vestan. Á það eftir að gerast með því að ríkisvaldið sé einfaldlega lagt niður fyrir austan? Engan hefur órað fyrir að þeir atburðir gerðust, sem við blasa, og með jafnmiklum hraða og raun ber vitni. Hvers .vegna skyldi sameining Þýskalands ekki geta orðið með þessum einfalda hætti? Ástandið í Austur-Þýskalandi er sér- kennilegt einmitt fyrir þá sök að Austur- Þjóðveijar og Vestur-Þjóðveijar eru í raun ein og sama þjóðin. í öðrum löndum knýr þjóðerniskenndin menn til þess að viðhalda eðlilegu stjórnarfyrirkomulagi og ryðja ekki öllum yfirvöldum á braut. I Austur- Þýskalandi lítur almenningur ef til vill á yfirvöldin sem óæskilega hindmn á leið- mni til betri lífskjara. Þau sé unnt að fá með auðveldustum hætti með því að sam- einast Vestur-Þýskalandi. Þegar hugurinn er látinn reika með þessum hætti, lenda menn í erfiðleikum, ef spurt er: Hvað á að gera við þá 300 til 400 þúsund sovésku hermenn sem eru í Austur-Þýskalandi á vegum Varsjár- bandalagsins? Frelsissinnum í Austur- Þýskalandi óx ásmegin eftir að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti kom þangað í byij- un október til að halda upp á 40 ára af- mæli Alþýðulýðveldis Þýskalands og not- aði tækifærið til að lýsa því yfir að örlög Austur-Þjóðveija ætti að ákveða í Austur- Berlín. í þeim orðum fólst að Sovétmenn myndu ekki hlutast til um innri málefni Austur-Þýskalands. Þrýstingur almenn- ings á stjórnvöld jókst síðan smátt og smátt þar til þau voru komin upp að vegg í bókstaflegum skilningi og ákváðu að bijóta múrinn og heimila íbúum landsins að eiga samskipti við bræður og vini vest- an múrsins. Spillingin í stjórnarháttum kommúnista sem síðan hefur verið af- hjúpuð er aðeins staðfesting á því, hve djúpt landið var sokkið. Hið eina sem verð- ur því til viðreisnar er að tengjast vest- rænu efnahagskerfi og taka upp markaðs- búskap. Ekki er unnt að fá betri liðsmenn i því efni en Vestur-Þjóðveija. Myndin á forsíðu Morgunblaðsins sl. miðvikudag, sem sýndi austur-þýska öryggislögreglu- menn þar sem þeir sátu aðgerðarlausir í bækistöðvum sínum á meðan almenningur Hernaðar- legt mat Finna rótaði í hirslum þeirra, er ótvíræður vitnis- burður um uppgjöf ríkisvaldsins á því stigi þróunarinnar. Þegar hagsmunir hersins voru í húfi birtu „yfirvöldin" strangar við- varanir. Kremlveijar sendu skriðdreka til lýð- veldanna í suðurhluta Sovétríkjanna, þegar þeim þótti nóg um sjálfstæðiskröfur þar. Gera þeir það einnig í Litháen? Getur það ótrúlega enn gerst í Austur-Þýskalandi, að sovésku valdi verði beitt til að koma í veg fyrir að fólkið sameini þýsku ríkin? í VÍNARBORG sitja fulltrúar 23 ríkja, þ. á m ís- lands, og ræða um framtíð venjulegs herafla í Evrópu. Eftir fund þeirra George Bush og Mikhaíls Gorbatsjovs á Möltu gera menn sér góðar vonir um að skjótur árangur náist í þessum viðræðum. Þá leiddi leiðtogafundurinn einnig til þess að búist er við samkomu- lagi um fækkun langdrægra kjarnorkueld- flauga fyrir mitt næsta ár, en um þær er rætt í START-viðræðum Bandaríkjamanna og Sovétmanna í Genf. Að sjálfsögðu eru miklar vonir bundnar við þessar viðræður og náist heppileg niðurstaða í þeim mun hún hafa víðtæk áhrif á alla þróun al- þjóðamála og auðvelda lausn ágreinings- efna í Evrópu. Mikilvægt er fyrir hveija þjóð að líta í eigin barm og meta stöðu sína í ljósi þess, sem er að gerast bæði í stjórnmálum og afvopnunarmálum í Evrópu. Finnar hafa haldið þannig á sínum málum að enginn efast um fullan vilja-þeirra til þess að veija eigið land ef til hernaðarátaka kæmi. Hafa Finnar tekið réttar ákvarðanir um skipan herafla síns og varnarviðbúnað eins og sjá má af því, að í finnska skeijagarðin- um hafa erlendir kafbátar ekki verið á sveimi eins og í þeim sænska. Hafa ferðir ókunnra kafbáta í sænskri lögsögu minnk- að eftir að Svíar fengu búnað til gagnkaf- bátaaðgerða frá Finnum. Tveir Finnar, Gustav Hágglund hers- höfðingi og Pauli Járvenpáá, sérfræðingur í finnska varnarmálaráðuneytinu, hafa birt niðurstöður athugana sinna á áhrifum þess á öryggi Finnlands að samningar takist í afvopnunarviðræðunum í Vínar- borg og Genf. Þótt langt sé á milli íslands og Finnlands hafa löndin færst nær hvort öðru þegar rætt er um öryggis- og varnar- mál, einkum vegna þess hve mikla áherslu Sovétmenn hafa lagt á hervæðingu á Kóla-skaganum fyrir norðan Finnland. Engin breyting í N-Evrópu FINNSKU SÉR- fræðingarnir benda á að gífurlegar breytingar hafi orð- ið á stöðu öryggis- mála í Evrópu. En ýmsir mikilvægir þættir hafi hins vegar ekki breyst og sumir þeirra hafi bein áhrif á ríkin í Norður-Evrópu. Einn þeirra sé að risaveldin muni áfram hafa hernaðar- legra hagsmuna að gæta í Norður-Evrópu. Herstöðvarnar á Kóla-skaganum verði áfram bækistöðvar fyrir I mikilvægasta vígbúnað Sovétríkjanna, þar á meðal meg- inhluta kjarnorku-eldflaugakafbáta þeirra. Þá hafi það gerst á undanförnum árum að bestu og fullkomnustu herskip og kaf- bátar Sovétríkjanna hafi bæst við norður- flota þeirra og á Kóla séu mikiívægar við- vörunarstöðvar, ratsjár og - flugvellir. Þá verði sjóleiðirnar yfir Atlantshaf áfram lífæð Atlantshafsbandalagstns og_í Noregi verði áfram mikilvægar bækistöðvar fyrir flugvélar frá NATO-ríkjunum á ófriðartím- um. Ekkert bendi til þess að þessum grund- vallarstaðreyndum verði breytt um langa framtíð með aðgerðum til að takmarka vígbúnað. í öðru lagi kunni þeir samningar um afvopnunarmál sem eru að fæðast að hafa óvænt áhrif frá sjónaijióli íbúa frá Norð- ur-Evrópu. Þeir gætu auðveldlega leitt til þess að Norður-Evrópa færðist nær hugs- anlegri spennu í kjarnorkuvopna-sam- skiptum risaveldanna. Þar komi til dæmis til álita hvaða áhrif START-samningurinn REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. desember Morgunblaóid/Ámi Sæberg hafi á eldflaugakafbáta með langdrægar kjamorkuflaugar. Kynnu Sovétmenn að þurfa að breyta uppbyggingu flota síns og fækka kafbátum í honum. Bandarískur flotaforingi hefur sagt að ef til vill þyrftu Sovétmenn að fækka þessum kafbátum sinum úr 62 í 15 til 30. Sovéskur sérfræð- ingur í afvopnunarmálum hefur látið í ljós þá skoðun að Sovétmenn mættu aðeins eiga 15 slíka kafbáta samkvæmt START- samningi og margir bandarískir sérfræð- ingar hafa nefnt töluna 20. En Bandaríkja- menn gera ráð fyrir að eiga umi20 kaf- báta með langdrægum eldflaugum. Finnarnir segja að hvað sem þessum tölum líði sé ljóst að þessum kafbátum muni fækka verulega samkvæmt START-sam- komulagi og þá verði auðveldara að fylgj- ast með þeim með gagnkafbátaaðgerðum. í því felist aftur á móti að á hættutímum myndi athyglin fyrr enn ella beinast að Norður-Evrópu og höfunum umhverfis hana þegar ákvarðanir yrðu teknar um kjarnorkuvopn. Á þessi niðurstaða Finnanna ekki síst við um ísland. Þá benda þeir á að í START-samkomu- laginu verði ekki fjallað um stýriflaugar á höfunum og líkur séu á því að þeim muni fjölga verulega á komandi árum bæði hjá Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum. Einnig sé líklegt að langdrægum sprengi- flugvélum fjölgi. Loks benda þeir á að viðræðurnar um fækkun í hefðbundnum herafla í Vínar- borg kunni að leiða til þess að heraflinn verði minni en hættulegri. Þessi breyting verði einnig á svæðum í nágrenni við hlut- lausu Norðurlöndin. Þannig séu uppi ráða- gerðir innan Atlantshafsbandalagsins um að Qarlægja gömul vopn og taka ný í notkun í stað .þeirra. Og ýmis teikn séu á lofti um að Sovétmenn ætli einnig að skipta á gömlum tækjum og nýjum. í stuttu máli verði fækkað í heraflanum en gæði hans stóraukin. Síðan segja Finnarnir: Ef þessi skil- greining stenst má draga af henni eftirfar- andi niðurstöðu. í fyrsta lagi Norður- Evrópa mun áfram hafa mikið strategískt gildi vegna náinna tengsla við miðkerfið (kjarnorkuvopnabúnaðinn) milli risaveld- anna. í öðru lagi mun takmörkun vígbún- aðar varla draga úr þessu strategíska mikilvægi. í raun bendir flest til þess að væntanlegur START-samningur leiði til þess að menn neyðist til þess í ríkari mæli en áður að framleiða langdrægar sprengjuvélar og stýriflaugar. Þetta hefur aftur í för með sér alvarleg vandkvæði fyrir loftvarnir í Norður-Evrópu. Og í þriðja lagi hefur fyrirhugaður samdráttur venjulegs herafla í Evrópu ef til vill ekki róttæk áhrif á hemaðargetu bandalaganna þar sem fyrst og fremst er miðað við magn. Niðurskurður herafla gefur skýrar vísbendingar um pólitískar breytingar en raunveruleg áhrif hans á styrkleika herafl- ans kunna að reynast heldur léttvæg. Hlutur ís- lands ÞESSI FINNSKA úttekt gefur því miður ekki vísbend- ingu um að hernað- arlegt mikilvægi ís- lands minnki þótt samkomulag takist um fækkun í herafla, hvort heldur er um venju- leg vopn að ræða eða kjarnorkuvopn. Við getum ekki frekar en Finnar horft fram- þjá hnattstöðu okkar og þeim vígtólum sem komið hefur verið fyrir í nágrenni okkar. Við verðum einnig að hafa hugfast, að flóknustu ákvæði allra afvopnunarsamn- inga snúast um eftirlit og viðleitni til þess að skapa stöðugleika við nýjar aðstæður. Héðan frá íslandi hefur verið haldið uppi eftirliti með umferð í lofti og á legi í ná- grenni landsins. Eigi mikilvægi flugvéla, stýriflauga og gagnkafbátaaðgerða eftir að aukast vegna samninga um takmörkun og fækkun hefðbundinna vopna og lang- drægra kjarnorkuvopna eykst einmitt mik- ilvægi þeirrar starfsemi sem stunduð er hér á landi. Það eru þessar köldu stað- reyndir sem við blasa þegar rýnt er i hina finnsku úttekt. _ Fyrir okkur íslendinga er rniklu mikil- vægara að velta fyrir okkur þessari hlið afvopnunarmálanna og áhrifum hennar á íslenska hagsmuni heldur en hinu hvenær verður tekið til við að ræða um afvopnun á höfunum. Að því hlýtur að koma. Nú skiptir mestu að átta sig á því sem er að gerast við sjálft samningaborðið. Löngu áður en sú ríkisstjórn var mynd- uð sem nú situr var sú stefna mótuð af íslenskum stjórnvöldum að fækkun kjarn- orkuvopna á landi skyldi ekki leiða til fjölg- unar þeirra í hafinu. Héldu íslendingar þessum sjónarmiðum á loft innan Atlants- hafsbandalagsins þegar rætt var um fækk- un og útrýmingu meðaldrægra eldflauga en eins og kunnugt er undirrituðu þeir Ronald Reagan þáverandi Bandaríkjafor- seti og Míkhaíl Gorbatsjov samning um útrýmingu þeirra vopna í Washington í desember 1987. Fækkun kjarnorkuvopna í höfunum er á dagskrá í STÁRT-viðræðun- um í Genf. Og Bandaríkjafloti hefur ákveð- ið að taka úr notkun þijár gerðir skamm- drægra kjarnorkuvopna sem smíðuð voru á sjötta og sjöunda áratugnum. Hefur verið ákveðið að öll þessi vopn verði horf- in úr flotanum árið 1991. Þessar stað- reyndir verða menn einnig að hafa í huga þegar þeir skoða yfirlýsingar fomætisráð- herra og utanríkisráðherra um takmörkun vígbúnaðar á höfunum. Minnast þeir nokk- urn tíma á þær? Hvers yegna ekki? Brýnasta verkefnið í íslenskum öryggis- málum um þessar mundir er að meta áhrif fyrirhugaðra afvopnunarsamninga á stöðu landsins. í ljósi þess mats þarf síðan að taka efnislega afstöðu til einstakra máia sem eru á dagskrá í viðræðunum. Það er lítið mark tekið á þeim sem aðeins hreyfa andmælum en hafa ekkert efnislegt fram að færa. Nauðsynleg forsenda fyrir skyn- samlegum tillögum rikisstjórna um af- vopnun á höfunum er að vita hvaða ákvarð- anir verða teknar í þeim viðræðum sem nú standa yfir í Vínarborg og Genf. Vissu- lega geta fræðimenn og sérfræðingar rætt um þessi mál í sinn hóp og gera það nú oftar en áður, á því stigi verða málin þar til nauðsynleg pólitísk fótfesta hefur feng- ist. íslensk stjórnvöld ættu nú að feta í fótspor Finna og fela sérfræðingum sínum að meta áhrif þeirra breytinga sem fyrir- sjáanlegar eru vegna samninganna í Vínarborg og Genf á íslensk öryggismál og huga að þeim þætti. Áróðursmoldviðri vegna afvopnunar í höfunum villir mönn- um aðeins sýn og tefur fyrir að því sé sinnt sem stendur okkur miklu nær: að móta öryggisstefnu íslands með hliðsjón af þess- um nýju og breyttu forsendum. „Brýnasta verk- eftiið í íslenskum örygg-ismálum um þessar mundir er að meta áhrif fyr- irhugaðra afvopn- unarsamninga á stöðu landsins. I ljósi þess mats þarf síðan að taka efnislega afstöðu til einstakra mála sem eru á dag- skrá í viðræðun- um. Það er lítið mark tekið á þeim sem aðeins hreyfa andmælum en hafa ekkert efnis- legt fram að færa.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.