Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 29 um að mörgum finnst sem mér að Laugarvatn sé ekki samur staður er Önnur Böðvars nýtur ekki lengur við. Hún kunni að sjá það skemmti- lega í tilverunni, var ávallt svo hress og kát og glettnin pkein úr augun- um. Hún gaf sér ætíð tíma til sam- skipta við aðra þó hún væri störfum hlaðin. Hún var stöðvarstjóri Pósts og síma í mörg ár og húsfreyja á gestkvæmu heimili. Hún unni úti- veru, stundaði skíðagöngu á vetr- um, leikfimi og sund, og göngutúr- ar með hlíðum Laugarvatnsijalls voru ófáir. Hún sá fegurðina í landinu og unni hvers konar listum. Anna var ákaflega félagslynd enda gott að umgangast hana. Hún var í kirkjukórnum, kvenfélaginu, fulltrúi á kvenfélagasambandsþing- um og á aðalfundum SÍS í mörg ár, og virkur þátttakandi í félögum póstmanna og stöðvarstjóra. Anna Bergljót Böðvarsdóttir fæddist 19. júní 1917 á Laugar- vatni. Foreldrar hennar voru Laug- arvatnshjónin Ingunn Eyjólfsdóttir og Böðvar Magnússon, hreppstjóri. Anna var næstyngst 13 systkina. Þau eru: Ragnheiður, Amheiður, Hlíf, Sigríður, Lára, Auður og Svan- laug, en látin eru Sigríður Oddný sem dó viku gömul, Magnús, Lauf- ey, Hrefna og Magnea. Anna ólst upp við glaðværð á fjölmennu menningarheimili þar sem tónlist og söngur voru í hávegum höfð. Afkomendur foreldra hennar em nú 276. Anna fór í Héraðsskólann á Laugarvatni eins og margar af systmnum en síðan lá leiðin í Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyja- firði. Anna kvæntist 12. ágúst 1950 Benjamín Halldórssyni bygginga- meistara frá Skaftholti, Gnúpveija- hreppi, sem lengi hefur verið hús- vörður við Menntaskólann. Þau bjuggu ætíð á Laugarvatni, lengst af í húsi foreldra hennar, Bjarkar- lundi, sem þau byggðu við. Fyrir hjónaband eignaðist Anna dóttur, Bergljótu Magnadóttur, sem er líffræðingur á Keldum. Maður hennar er Georg Douglas frá Norð- ur-írlandi, doktor í jarðfræði, kenn- ari við Menntaskójann í Hamrahlíð. Þau eiga tvö böm og búa í Mosfells- bæ. Anna og Benjamín eignuðust tvo syni. Sá eldri, Halldór Steinar, trésmiður, starfar nú sem bifreiða- stjóri hjá Sérleyfisbílum Suður- lands. Kona hans er Sigríður Mika- elsdóttir frá Patreksfirði. Þau eiga 4 böm og búa á Laugarvatni. Sá yngri, Böðvar Ingi, deildarstjóri hjá Kristjáni Siggeirssyni hf., er kvænt- ur Sólveigu Friðgeirsdóttur úr Kópavogi. Þau eiga 3 syni og búa í Mosfellsbæ. Hjónaband Önnu og Benjamíns var farsælt og áttu þau miklu bamaláni að fagna. Anna dáði barnabörn sín mjög enda vom þau hænd að ömmu sinni. Að leiðarlokum þakka ég Önnu margt, hún hefur fylgst með mér frá fæðingu því þá var hún til hjálp- ar foreldrum mínum. í skólunum á Laugarvatni var oft skroppið til Önnu frænku og ekki var ég ein um það af frændsystkinunum. Síðar er við Þórir settumst að á Laugar- vatni var gott að eiga hana og Benna að. Börnin okkar hændust að henni því hún lét þau finna að þau skiptu máli, þó lítil væra. Ég man hvað hann sonur minn var ánægður þegar hann fékk skeyti frá henni á 10 ára afmælinu, þá nýfluttur suður. En svona var hún. Mörg undanfarin ár hefur hún pijónað sokka á alla sem fæðst hafa í hennar stóru fjölskyldu og þetta eru engir venjulegir sokkar. Hún var mikil hannyrðakona og eftir hana liggur ótrúlega mikið á því sviði. Anna lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi eftir stutta en harða baráttu við skæðan sjúkdóm. Hún tók örlög- unum með æðmleysi og hetjulund. Hún var sérlega sterkur persónu- leiki, vann sigra á vandamálum lífsins og miðlaði öðrum ríkulega. Ég og fjölskylda mín sendum Benna og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur og þökkum áratuga samleið og tryggð. Blessuð sé minning hennar. Ingunn Valtýsdóttir í dag er kvödd merkiskonan Anna Bergljót Böðvarsdóttir, hús- freyja og stöðvarstjóri á Laugar- vatni. Hún var fædd á Laugarvatni 19. júní 1917, næstyngst tólf barna Ingunnar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magnússonar. Er frændgarður hennar stór og samheldinn. Anna eignaðist traustan sam- ferðamann, Benjamín Halldórsson, og þijú böm: Bergljótu, Halldór Steinar og Böðvar Inga, sem öll em gift og eiga börn. Halldór er búsett- ur á Laugarvatni og var fagurt að sjá hvemig Sigríður kona hans ann- aðist Önnu og heimili hennar í haust. Árið 1960 kom ég að Laugar- vatni, nýgift með barn á fyrsta ári. Þar þekkti ég engan fyrir. Þá kom til mín glæsileg kona, hress í máli og hvatti mig til að koma í sund með konunum. Þarna hófust okkar kynni sem þróuðust í einlæga vin- áttu þar sem Anna var ávallt nálæg og gefandi til hinstu stundar. Vin- átta hennar breiddist út yfir bömin okkar öll og barnabörnin,. sem hún sendi handpijónaðar peysur og sokka. Slíka sokka hef ég einnig séð á fjölda smábama hér á Laugar- vatni, með hennar handbragði. — Hún átti stórt hjarta. Bók eftir Guðjón Sveinsson Grallaraspóar og gott fólk heitir bók eftir Guðjón Sveinsson, sem Bókaforlag Odds Björnsson- ar gefur út. í umsögn útgefanda segir: „í bókinni eru sex stuttar sögur um lífið í sveitinni og þau mörgu ævin- týri sem börn á aldrinum 10-14 ára upplifa þar. Ótrúlegustu uppá- tækjum er lýst og er ekki að efa að þeir sem dvalið hafa í sveit kann- ast við margt í frásögninni. Þetta er rammíslensk bók um böm uppal- in í sveit og böm sem þar em til sumardvalar. Guðjón Sveinsson er löngu þekktur af fyrri bókum fyrir lýsingar sínar á lífinu, þar sem glettni, stríðni og alvara fara sam- an.“ Pétur Behrens hefur mynd- skreytt bókina. Prentun og bókband: Prentverk Odds Björnssonar hf. Guðjón Sveinsson Legsteinar MARGAR GERÐIR Marmorex/Granít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034 222 Hafnarfjörður Anna stóð aldrei álengdar ef hreyft var góðu málefni. Þannig var hún einn af stofnfélögum Kvenfé- lags Laugdæla og starfaði í því af dugnaði og festu. Hún tók virkan þátt í safnaðarlífi og hélt þar öllum þráðum í hendi sér, taldi hvorki eftir tíma né fyrirhöfn. Við fráfall foreldra hennar var stofnaður minn- ingarsjóður til kirkjubyggingar á Laugarvatni. Hún varðveitti þann sjóð og sá fyrir sér rísa fagra kirkju. Anna var einn af stofnfélögum Söngkórs Miðdalskirkju árið 1952. Hún var afar lagin að laða að nýja félaga og glettni hennar og nær- fæmi mótaði mjög þann félagsskap. Það má segja að kórinn væri henn- ar óskabarn. Hún var ávallt vak- andi yfir að útvega ný verkefni. Hún fékk tónskáldið Pálmar Þ. Eyjólfsson til þess að semja lög við texta Einars Sæmundsen um Laug- ardalinn sem síðan em sungin hér 17. júní. Hún hafði_ miklar mætur á lögum Sigurðar Ágústssonar og óskaði þess að kórinn réði við „Há- fjöllin“ hans. Anna lagðist inn á Sjúkrahús Suðurlands í haust, þar sem allt var gert fyrir hana sem hægt var og var hún afar þakklát starfsfólki þess. Hún komst heim um tíma, og 3. nóvember sl. komst hún af sálar- styrk í vinaboð eina kvöldstund með rósir sem hún nældi í okkur að skilnaði. — Guð blessi minningu hennar og styrki Benjamín, bömin og ástvini hennar alla. Rannveig Pálsdóttir ÖÐRUVÍSI BÆKUR ÖRLAGASAGA Eins og nafnid bendir til er Kér á ferd saga um örlög ungs manns, samferða- manns Hannesar Hafsteins o.fl., sem lést aðeins 26 ára gamall á voveiflegan hátt. Hann hét Gísli Guðmundsson og var ættaður úr Húnavatnssýslu, greind- ur og vel gefinn, góður námsmaður og hvers manns hugljúfi. Það kann enginn skýringu á dauða hans. Þorsteinn Antonsson reynir að varpa Ijósi á líf hans x og dauða með mögnuðu ívafi samtíðaratburða Gísla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.