Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 3

Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 3
, MQRGijiyBi^ÐiQ JÞRÓTTIRwntr^f^a^t riP c3 HANDKNATTLEIKUR / U-16 ARA LANDSLIÐ [ KARFA / NBA Sex leikmenn Hattar í hópnum Sex strákar frá Hetti, Egilsstöðum, eru í landsliðshópi 16 ára pilta og yngri, sem byijaði í æfingabúðum í gær og æfír til áramóta með hléi yfir hátíðisdagana. 38 piltar voru valdir til æfinga, en sexmenningam- ir eru þeir fyrstu_ frá Egilsstöðum, sem valdir eru í landsliðshóp í hand- knattleik. Aðeins íslandsmeistarar Vals eiga jafnmarga leikmenn í hópnum. Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfar Jiðið og er þar með fyrsti þjálfarinn, sem hefur þjálfað öll karlalandslið íslands í handknattleik. Steindór Gunnarsson, bróðir Jóhanns Inga, þjálfar U-18 liðið, sem einn- ig byrjaði í æfingabúðum í gær. KNATTSPYRNA / SVISS Sigurður Grétarsson til Grasshoppers? Forráðamenn svissneska félagsins Grasshopper, eins besta liðsins í Sviss, hafa falast eftir Sigurði Grétarssyni, landsliðsframherja, sem leikið hefur með Luzern þar í landi undanfarin fjögur ár. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð í DV í gær. Samningur Sigurðar rennur út í vor. Hann segist í viðtalinu hafa rætt „lauslega við forráðamenn þess [Grasshoppers] um þann mögu- leika að leika með því á næsta keppnistímabili. „Ég hef mestan áhuga á að ieika áfram hér í Sviss, og helst vildi ég vera um kyrrt hjá Luzem, ef félagið er tilbúið að ganga að mínum kröfum“,“ segir Sigurður. Morgunblaði4/Árni Sæberg Leikmenn Hattar á æfingunni í gær. Í fremri röð frá vinstri: Hjálmar Vil- hjálmsson, Hörður Guðmundsson og Ingvar Valsson. Aftari röð frá vinstri: Eysteinn Hauksson, Björgvin Bjarnason og Sigurþór Örn Arnarson. HANDKNATTLEIKUR / SPANN Stórsigur Alfreðs og félaga í Bidasoa Barcelona tapaði fyrsta stiginu í vetur BLAK Atlteftir bókinni Lítið var um óvænt úrslit í 8-liða úrslitum BLÍ um helgina. Leikið er í landshluta- riðlum í kvenna og karlaflokki. mmi IS sigraði Guömundur HSK 3:0 í Suðut'- Þorstemsson landsriðli. Sigur skrifar jg var ötuggur en HSK veitt þó nokkra keppni í síðustu hrinun- um sem enduðu 16:14 og 17:15. Þorvarður Sigfússon var besti maður ÍS. Þróttur Reykjavík sigraði HK 3:0. Þróttarar hafa verið í lægð að undanförnu en yfirleitt leikið vel í mikilvægum leikjum og svo var einnig að þessu sinni. í kvennaflokki Suðurlandsrið- ils sigraði Breiðablik ÍS nokkuð örugglega, 3:0, og Víkingur sigt'aði Þrótt Reykjavík 8:1. í Norðurlandsriðli sigraði KA Vöisung tvöfalt, karlarnir 3:0 og konurnar 3:1. í Austuriandsriðli léku A- og B-lið Þróttar Neskaupstað í karla- og kvennaflokki. A-liðið sigraði örugglega, 3:0, í báðum leikjunum. ÍSLENDIIMGALIÐIN á Spáni unnu öll um helgina, Alfreð og félagar í Bidasoa stærst, Teka með Kristján Arason innan- borðs örugglega en Atli, Geir og félagar í Grannollers lentu í basli en nældu þó í tvö stig. Alfreð sagði sigur Bidasoa gegn Lagisa, 31:18 (15:7), mjög auðveldan, eins og tölurnar gefa til kynna. Allir fengu að koma inn á hjá liðinu. Lagisa FráAtla átti ekkert svar við Hilmarssyni mjög góðri 6:0 vörri áSpáni Bidasoa. Alfreð er rnjög ánægður með heimaleiki liðsins en því gengur aftur á móti ekki nógu vel á útivöll- um. Pólveijinn Bogdan Wenta var markahæstur með 8 mörk, Pombar gerði 5 og Alfreð 4. Teka sigraði Caja Madrid á heimavelli 23:19 (12:12). Teka breytti stöðunni úr 5:6 í 9:6, og eftir það hélt liöíð forystunni - mestur varð munurinn 5 mörk, ð 22:17. Báðir markmennirnir voru mjög góðir; Svíinn Olsson hjá Teka og Manolo hjá Caja Madrid. Melo gerði 7 mörk fyrir Teka, Cabanas 4/2, Villaldea 4 og Kristján 3. Puzovic skoraði 9/5 mörk fyrir Caja Madrid. Grannollers átti í miklum erfið- leikum með Arrate og var undir, 11:14, þegar komið var fram í síðari hálfleik. Grannollers komst svo í 20:17. Arrate gerði tvö síðustu mörkin, en íslendingaliðið vann 20:19. Arrate gerði reyndar mark alveg í lokin en það var ekki dæmt gilt, þar sem tíminn var runninn út þegar knötturinn fór í markið. Franea var markahæstur hjá Grannollers með 7, Garralda gerði 4, Atli 1. Geir Sveinsson náði ekki að skora. Barcelona tapaði fyrsta stigi sínu í vetur er liðið gerði- jafntefli við Valencia á útivelli, 21:21. Liðið var heppið að tapa ekki því Valencia hafði yfir, 20:17 er aðeins 5 mínút- ur voni eftir. Kalina jafnaði úr víti þegar hálf mín. var eftir. Einvígi Rúmenans Stinga og Júgóslavans Vujovic lauk einnig með jafntefli; þeir skoruðu báðir 7 mörk. Barcelona er enn efst, með 21 stig, Grannollers er í öðru sæti með 18, Atletico Madrid hefur einnig 18, Teka 17, Bidasoa 16 og Valen- cia 14. Markahæstir í úrvalsdeildinni eru Stinga með 85 mörk, Vujovic hefur gert 84, Júgóslavinn Kuzmanowski 80, Puzovic 76 og Daninn Jacobsen 74. Alfreð er markahæstur íslend- inganna, hefur gert 63 mörk. Óskar Helgason gerði 3 mörk fyrir Puerto Sagunto er iiðið GEIEG á útivelli, 34:31, í 1. deildinni. Hans Guðmundsson ,og félagar í Puerto Cruz Tenerife Sigruðu, 26:24, Cajai- merla á útivelli. Meistarar Detroit í erfiðleikum MEISTARARNIR ÍNBA-deild- inni, Detroit Pistons, hafa átt í miklum erfiðleikum síðustu daga. Liðið er nú á keppnisferð um vesturströndina og hefur tapað þremur af síðustu f jórum leikjum sínum. Los Angeles Lakers gengur hinsvegar allt í haginn á ferð sinni um austur- ströndina og hefur unnið fjóra ieiki í röð. Gunnar Valgeirsson skrifarfrá Bandarikjunum Aðalleikurinn í vikunni var við- ureign Boston Celtics og LA Lakers í Boston Garden. Leikurinn var jafn lengst af og eftir þriðja leikhluta hafði Lak- ers þriggja stiga for- skot. I síðasta fjórð- ungnum fór lið Lak- ers á kostum, gerði 12 fyrstu stigin og tryggði sér ör- uggan sigur, 119:110. James Worthy var bestur hjá Lakers með 28 stig og Vlade Divac, sem kom frá Júgóslavíu, átti mjög góðan leik og tók mörg fráköst. Lið Boston yngist ekki og sögðu þulir CBS sjónvarpsstöðvarinnar að greinilega vantaði nýja leikmenn í liðið. Larry Bird var stigahæstur með 22 stig en hitti þó óvenju illa. Detroit Pistons fékk skell gegn Golden State Warriors, 92:104, áem þó er talið eitt af slakari liðum deild- arinnar. Ekki gekk betur gegn Utah Jazz en þar tapaði Detroit 91:94 og Isiah Thomas meiddist og leikur líklega ekki með í næstu leikjum. James Worthy. Ron Harper. Los Angeles Clippers hefur verið talið eitt lélegasta lið deildarinnar en því gengur ótrúlega vel um þess- ar mundir. Ron Harper, sem kom frá Cleveland í sumar, hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og gerði t.a.m. 39 stig er Clippers sigr- aði Denver, 114:108. Liðið hefur sigrað í fjórum leikjum í röð og er langt síðan slíkt hefur gerst hjá Clippers. Liðið hefur unnið 8 af 20 leíkjum en það vann aðeins 21 af 82 leikjum í deildinni í fyrra. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Mel hjá Framstúlkunum? Sigruðu lið Hauka með ótrúlegumyfirburðum í Hafnarfirði, 41:7! ítfámR FOLK ■ MICHEL Preud’homme, markvörður Mechelen og belgíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins í Belgíu. ■ BELGÍSKA liðið Antwerpen hefur keypt búlgarska landsliðs- manninn Plamen Simeonov frá Slavia Sofia og júgóslavneska miðheijann Zoran Stojadinovic frá Real Mallorka. Þeir geta báðir leikið með liðinu í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar gegnKöln, þar sem gengið var frá félagaskiptun- um fyrir 15. desember. ■ MATTI Nykanen hefur skipt um þjálfara. Finnski skíðastök- kvarinn sagði að Matti Pulli, sem hefur verið þjálfari hans undanfarin ár, hefði ekki nægan tíma fyrir sig, og því myndi hann æfa undir stjórn Finnans Lepisto, sem þjálfar ítalska skíðastökkvara. FRAM og Stjarnan halda sínu striki í 1. deild kvenna. Stjarnan sigraði FH örugglega 30:11 og Fram rótburstaði Hauka 41:7! Baráttuglaðar KR-stúlkur komu á óvart og sigruðu Val 25:24 og Víkingur vann Gróttu í jöfn- um leik 18:15. FH mátti þola stórt tap gegn Stjörnunni þrátt fyrir að spila sterkan varnarleik. Sóknin var hins vegat' léleg og leikmenn glötuðu boltanum oft í hend- Katrín urnar á Stjörnu- Friðrikseo/ stúlkum sem þökk- skrifar uðu fyrir sig og skoruðu grimmt úr hraðaupphlaupum. Staðan í leikhléi var 13:6 fyrir Stjörnuna og forskot- ið jókst jafnt og þétt í síðari hálfleik. Erla Rafnsdóttir og Ásta Kristj- ánsdóttir voru atkvæðamestar hjá Stjörnunni, en hjá FH bar mest á Rut Baldursdóttur og Sigurborgu Eyjólfsdóttur. Góður endasprettur Víkinga Víkingsliðið bytjaði betur gegn Gróttu og leiddi í fyrri hálfleik með tveimur til þremur mörkUm. Undir lok hálfleiksins breytti Grótta vam- arleik sínum og spilaði framar á vellinum. Það gaf góða raun og staðan var jöfn í leikhléi 9:9. Síðari hálfleikur var jafn en Víkingsliðið var þó yfirleitt fyrr til að skora og tryggði sér sigur með góðum enda- sþretti. Gróttuliðið var jafnt eins og svo oft áður og enn einu sinni virtist reynsluleysi leikmanna koma í veg fyrir að liðið næði að halda haus í lokin eftir jafna viðureign. Hjá Víkingi var Heiða Erlingsdóttir lan- gatkvæðamest. KR kom á óvart KR-stúlkur nældu sér í tvö dýr- mæt stig í fallbaráttunni með óvæntum sigri á Val. Þær röndóttú mættu baráttuglaðar til leiks og rugluðu áhugalitlar Valsstúlkur í ríminu. Staðan í leikhléi var 8:8 en um miðjan fyrri hálfleik var KR komið með fimm marka forskot. Valsstúlkur jöfnuðu, en Sigurbjörg Sigþórsdóttir skoraði sigurmark KR og sitt þrettánda mark rétt fyrir leikslok og tryggði þar með sann- gjarnan sigur KR í óhemju lélegum leik. Sigurbjörg var allt í öllu hjá KR, en baráttan í góðu lagi hjá öllu lið- inu. Hjá Val var Guðrún Kristjáns- dóttir sú eina sem sýndi sitt rétta andlit og Margrét Theodórsdóttir átti góða spretti, en hún var í strangri gæslu mestallan leikinn. Guðríður með 16 mörk Þrátt fyrir að leikur Hauka og Fram hafi verið viðureign neðsta og efsta liðs deildarinnar þá er 34 marka munur fullmikið! Staðan í leikhléi var 21:4 fyrir Frarn og eins og tölurnar bera með sér var aðeins eitt lið að spila handbolta á vellin- um, hitt liðið horfði á. Guðríður Guðjónsdóttir fór á kostum, skoraði 16 mörk fyrir Fram og er marka- hæst í 1. deild. ■ Leikirnir í tölum/B 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.