Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Fyrsta tap ÍBV heima EYJAMENN töpuðu sínum fyrsta heimaleik á þessu tíma- bili, er íslandsmeistarar Vals komu íheimsókn á laugardag og sigruðu, 28:23. Valsmenn náðu tveggja til þriggja marka forskoti fyrir leikhlé og það bil náðu Eyjamenn ekki að brúa. IBV byijaði leikinn mjög vel, gerði tvö fyrstu mörkin og lék ágæt- lega í vörn og sókn lengi framan af fyrri hálfleik. Leikurinn var afar spennandi fyrstu 25 mínúturnar. Vals- menn tóku Sigurð Gunnarsson úr um- ferð svo til frá byrj- Sigfús Gunnar Guðmundsson sjrrifarfrá Éyjum un og við það riðlaðist sóknarleikur ÍBV frá því sem verið hefur. Vals- menn gengu á lagið og náðu góðu forskoti strax í seinni hálfleik og hleyptu heimamönnum aldrei nær sér en 5 mörkum eftir það. Vörn Valsmanna var mjög sterk fyrir í seinni hálfleik og sóknarleik- urinn gekk vel hjá þeim, með Brynj- ar Harðarson sem drýgsta mann. Valsmenn eru til alls líklegir og voru hreinir ofjarlar Eyjamanna. Einar Þorvarðarson var í miklu stuði í leiknum, varði oft vel úr opnum færum. Aldrei spurning LEIKMENN Gróttu höfðu ekki erindi sem erfiði, er þeir lögðu leið sína í Breiðholtið á laugar- daginn. Ekki er hægt að segja að IR-ingar hafi verið gestrisn- ir; þeirtóku Seltirninga íbaka- ríið og sigurinn, 23:15, hefði getað orðið enn stærri. Fyrsta stundarfjórðunginn tókst Gróttumönnum það ætlunar- verk sitt að halda hraðanum niðri. Staðan varþá 3:3 en heimamönnum leiddist greinilega þófið, skiptu um gír og gerðu fimm mörk í röð. Grótta gerði þá ekki mark i níu og hálfa mínútu, laumaði svo inn fjórða marki sínu en ÍR gerði þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan 11:4 í hálfeik og eftir þennan kafla þurfti ekki að spyija að leikslokum. Munurinn hélst svipaður allan seinni hálfleik — IR komst reyndar ■ Skapfi Hallgrímsson skrifar 10 mörk yfir á tímabili, 18:8 og 19:9, en Gróttan lagaði stöðuna örlítið áður en flautað var af. Þeir brugðu til þess ráðs að taka tvo ÍR-inga úr umferð síðustu tíu mín., Ólaf og Róbert; við það varð leikur- inn hálfgerð endaleysa, en sigrinum. varð ekki ógnað. ÍR-liðið var jafnt, sóknarleikur- inn var fjölbreyttur að vanda og vörnin sterk. Róbert er góð skytta; skoraði með fallegum þrumuskot- um og Magnús var liður á línunni, en þessir tveir voru einnig bestu menn varnarinnar. Aðrir stóðu vel fyrir sínu. Gróttan, „spútniklið" deildarinnar á síðasta tímabili, má muna sinn fífil fegurri. Enginn náði að taka af skarið að þessu sinni gegn sterkri ÍR vörn. Willum var sprækastur, gafst aldrei upp og reyndi að binda saman vörnina af mikilli baráttu, en hafði ekki erindi sem erfiði. Otrúlega auduett - hjá KR-ingum er þeir sigruðu slaka Víkinga KR þurfti ekki stórleik til að sigra Víking á iaugardag með sjö marka mun, 23:16. Vörnin var að vísu góð og Leifur frá- bær í markinu, en sóknarleikur- inn var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það kom samt ekki að sök, því Víkingur með alla sína landsliðsmenn, var gersam- lega úti á þekju og aðeins Hrafn í markinu kom í veg fyrir enn stærra tap. KR-ingar áttu ekki í erfiðleikum með Víkinga og kom á óvart, hvað Víkingar voru í raun slakir. Liðið er í slæmri stöðu við botninn, en engu að síður voru leikmennirnir áhugalausir, bar- áttulausir með öllu. KR-ingar mættu til ieiks á skjálftavaktinni, en eftir að jafnræði hafði verið með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn, tóku Steinþór Guðbjartsson skrifar Vesturbæingar völdin í sínar hend- ur og sigruðu örugglega. Er tæplega 20 mínútur voru til leiksloka brugðu Vþkingar til þess ráðs að taka Pál Ólafsson, eldri, og Stefán Kristjánsson úr umferð og á 10 mínútum breyttist staðan úr 16:10 í 18:16 fyrir KR. En þar með var allur kraftur úr Víkingum, sem gerðu ekki mark síðustu 10 mínúturnar. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Sveinsson skoraði mest fyrir KR; það losnaði um hann eftir að Páll og Stefán voru teknir úr umferð. Róbert Rafnsson lék mjög vel með ÍR gegn Gróttu. Hér mundar hann fallbyssuna án þess að Halldór Ingólfs- son fái nokkuð að gert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.