Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 8
JKROm
Reuter
Petra Kronberger sigradi í bruni
kvenna bæði á laugardag og sunnu-
ítfömR
FOLK
■ HEIMSBIKARKEPPNIN í
aipagreinum verður ekki á dagskrá
fyrr en eftir áramót. Þau mót, sem
fram áttu að fara í Madonnna di
Campiglio á Italíu og í Schlad-
ming í Austurríki í næstu viku
hefur verið frestað vegna snjóleys-
is. Næsta heimsbikarmót í karla-
fiokki verður í Kranjska Gora í
Júgóslavíu 6. og 7. janúar. Kon-
umar keppa næst í Piancavallo á
. Ítalíu sömu helgi.
H PIRMINZurbriggen, ólympíu-
meistari frá Sviss, tók forystu í
heimsbikarkeppninni í alpagreinum
er hann sigraði í fyrstu brunkeppni
vetrarins í Val Gardena á Ítalíu á
iaugardaginn. Þetta var annar sigur
Svisslendingsins á tímabilinu, en
hann sigraði í risasvigi í síðustu
viku. Hann hefur ekki sigraði í
brunkeppni síðan á Olympíuleik-
unum í Calgary 1988. Ziirbriggen
hefur nú 126 stig samaniagt, en
Norðmaðurinn Oli Kristian Fur-
usedt kemur fast á hæla honum
með 118 stig.
H GIORGIO Piantanida frá ít-
alíu féll illa í Saslong-brunbraut-
.. ínni í Val Gardena á laugardaginn
og þurfi að fá hjartahnoð og.blást-
ur til að halda líf i. Piantanida, sem
er 22 ára, var strax fluttur með
þyrlu í nærliggjandi sjúkrahús. Þar
kom í ijós að hann hafði rifbeins-
brotnað og axlarbrotnað auk ann-
arra áverka. Hann er fimmti skíða-
maðurinn sem slasast í risasvigi á
þessu keppnistímabili.
H ALBERTO Tomba frá Ítalíu,
sem slasaðist í risavigi fyrr í þessum
mánuði, reiknar með að taka þátt
í sviginu sem fram fer í Bad Wi-
essee í Vestur-Þýskalandi 14. jan-
úar, eða þá í Kitzbuehel næstu
viku á eftir. Foreldrar Tomba vilja
að hann hætti að taka þátt í risas-
* vigi eins og bruni vegna þeirrar
hættu sem því fylgir. Tomba sagði
um helgina að hann hefði áhuga á
að sigra einu sinni í risavigi áður
en hann hætti að keppa í þeirri
grein.
H PETRA Kronberger frá Aust-
urríki gerði það gott í Panorama
í Bandaríkjunum um helgina er
hún vann tvívegis í bruni kvenna á
jafn mörgum dögum. Kronberger,
sem er 20 ára, startaði númer 19
eða í öðrum ráshópi á laugardag
og var 0,8 sek á undan Miehaelu
Gerg frá Vestur-Þýskalandi sem
varð önnur. Kronberger lék sama
leíkinn á sunnudaginn og var þá
0,35 sek á undan Katrinu Gut-
ensohn frá Vestur-Þýskaladi.
Gerg var í þriðja sæti á sunnudag
og er nú efst að stigum í heims-
bikamum.
SKIÐI / LANDSLIÐIÐ I ALPAGREINUM
Kristinn stóð sig best
- hafnaði í 15. sæti ísvigi á alþjóðlegu móti í Noregi
KRISTINN Björnsson, skíða-
maður frá Ólafsfirði, stóð sig
best íslensku keppendanna á
alþjóðlegu móti í Noregi um
helgina. Kristinn hafnaði í 15.
sæti af um 100 þátttakendum
og hlaut 67 fis-stig sem er hans
lang besti árangur.
Islenska skíðalandsliðið hefur
dvalið við æfingar í Svíþjóð og
Noregi undanfamar fimm vikur.
Snjóleysi háði liðinu fyrstu þtjár
vikurnar og varð þá að fresta mörg-
um mótum. Síðan rættist úr og
tóku íslendingarnir þátt í fjórum
mótum í Noregi í síðustu viku.
Kristinn Björnsson varð í 26.
sæti af 120 þátttakendum í svig-
keppni sem fram fór í Geilo í Nor-
egi á þriðjudag í síðustu viku og
hlaut 81,57 fis-stig, en hann átti
áður best 91 fis-stig. Arnór Gunn-
arsson frá Isafirði varð í 31. sæti,
en Valdimar Valdimarsson frá Ak-
ureyri varð úr leik.
Morgunblaðið/Guðmundur Jakobsson
Kristinn Björnsson stóð sig vel á
alþjóðlegu skíðamóti í Noregi.
Á fimmtudaginn kepptu strák-
arnir í stórsvigi. Valdimar varð í
45. sæti eftir að hafa náð 31. sæti
eftir fyrri ferð. Amór náði sínum
besta árangri, en hann varð í 61.
sæti og hlaut 97 fis-stig og bætti
sig um átta stig. Kristinn varð í
80. sæti, en keppendur vom 115.
30 stiga frost var er keppnin fór
fram og gerði það keppendum erf-
itt fyrir.
Á laugardaginn var keppt í stór-
svigi og var Arnór sá eini sem skil-
aði sér í mark. Hann varð í 49.
sæti af 120 þátttakendum sem hófu
kepjmi.
Á sunnudaginn var svig og náði
Kristinn þeim góða árangri að
hafna í 15. sæti, sem gefa honum
67 fis-stig. Valdimar varð í 17.
sæti með um 70 fis-stig, en Arnór
keyrði út úr í síðari umferð eftir
að hafa verð í 32. sæti eftir fyrri
umferð.
Arnór og Valdimar komu heim í
gær, en Kristinn verður áfram er-
lendis. Örnólfur Valdimarsson hélt
utan á sunnudag, en hann komst
ekki út með liðinu í byrjun nóvemb-
er vegna náms. Kristinn og Örnólf-
ur munu æfa næstu daga í Gállvare
í Norður-Svíþjóð undir stjórn þjálf-
ara síns, Kajsa Nyberg, og taka
þeir síðan þátt í tveimur mótum í
Finnlandi og Noregi um áramótin.
Svet óhress með risasvig
Mateja Svet, heimsmeistari í
svigi kvenna frá Júgó-
slavíu, hefur í hyggju að hætta
keppni í risasvigi. Astæðan er sú
að risasvigið er orðið mjög hættu-
legt og er að líkjast bruni meira
og meira. Hún gagnrýnir móts-
haldara fyrir að gera keppnina
hættulegri svo hún verði spenn-
andi fyrir sjónvarp og áhorfendur.
Svet, sem vann heimsbikarinn
í svigi 1988 og varð í öðru sæti
á síðasta keppnistímabili, segir
að hún muni líklega aldrei keppa
oftar í risasvigi. „í byijun var
risasvigið aðeins hraðara og opn-
ara en stórsvig. í dag er risasvig-
ið lítið hægara en brun. Það hafa
orðið svo mörg slys í vetur vegna
þess að aðstæður hafa ekki verið
innan eðlilegra marka. Keppnin
hefur farið fram á of þunnum og
hörðum gervisnjó þar sem við
getum ekki stjórnað skíðunum
eins vel og við erum vön við eðli-
legar aðstæður," sagði Svet.
Kurt Rambis er kominn til Phoenix.
Uf6m
FOLK
H KURT Rambis, sem lék lengi
með Los Angeles Lakers, er kom-
inn til Phoenix Suns. Hann lék
með Charlotte Hornets í fyrra en
var skipt fyrir Ar-
mand Gillian sem
fór frá Phoenix til
Charlotte. Gillian
er reyndar talinn
betri leikmaður en Ranibis en var
látinn fara eftir að hafa lent í úti-
stöðum við stjörnuna í liði Phoen-
ix, Tom Chambers.
Gunnar
Valgeirsson
skrifarfrá
Bandankjunum
H ALEX English, sem verið hef-
ur einn besti leikmaður Denver
síðustu ár, vill nú fara frá féla'ginu.
Hann gerði 26,5 stig að meðaltali
í leik í fyrra en hefur lítið fengið
að spila í vetur.
H HÁSKÓLAKEPPNIN í körfu-
bolta í Bandaríkjunum er nú nokk-
uð á veg komin. Syracuse er í efsta
sæti en næstu skólar eru Kansas,
Georgetown, Missouri, Illinois,
og Micliigan. Einn frægasti skól-
inn, Háskólinn í Norður-Karólínu
hefur byijað illa og er í 23. sæti.
TENNIS / DAVIS BIKARINN
Svíar réðu ekki við Becker
Vestur-Þjóðverjar sigruðu Svía í úrslitaleik Davis-bikarsins
VESTUR-ÞJÓÐVERJ AR tryggðu
sér sigur í Davis-bikarnum í
úrslitaleik gegn Svíum um
helgina í Stuttgart. Svíar voru
taldir sigurstranglegri en þeir
mættu einni hindrun sem þeir
réðu ekki við; Boris Becker.
Wimbledonmeistarinn fór á
kostum, sigraði í öilum þremur
leikjum sínum og bætti fyrir
slaka frammistöðu landa
sinna.
Það er kaldhæðnislegt að Svíar,
sem eru taldir með flesta tenn-
isleikara í fremstu röð, skuii hafa
verið stöðvaðir af einum manni. En
frammistaða Boris Beckers var ein-
stök og Vestur-Þjóðveijar geta
þakkað honum sigurinn í keppninni
undanfarin tvö ár en hann hefur
unnið 27 af 29 leiki í keppninni.
„Hann hefur líklega aldrei leikið
betur. Það var sama hvað við gerð-
um, hann náði alltaf að svara,"
sagði Mats Wilander sem tapaði
fyrir Becker. Þess má geta að Beck-
er misnotaði aðeins eina uppgjöf í
leikunum þremur.
Carl Uwe Steeb tapaðj fyrir
Mats Wilander í fyrstá leiknum,
5:7, 7:6,-6:7, 6:2, 6:3. Becker jafn-
aði strax er hann sigraði Stefan
Edberg 6:2, 6:2 og 6:4.
Vestur-Þjóðveijar náðu foryst-
unni er Boris Becker og Eric Jelen
sigruðu Jan Gunnarsson og Anders
Jarryd í tvfliðaleik. Eric Jelen gerði
Boris Becker fór á kostum í Davis-bikarnum og er hér fagnað af félögum sínum í landsliðinu.
Retuer
mörg mistök og Boris Becker vann
nær öll stig Þjóðveija í leiknum.
Becker hélt svo áfram og tryggði
Þjóðveijum sigur er hann vann
Mats Wilander, 6:2, 6:0 og 6:2.
Wilander átti ekkert svar við stór-
leik Beckers og áhorfendur í Stutt-
gart fögnuðu sanngjörnum sigri
Vestur-Þjóðveija.
í síðasta leiknum tapaði Carl
Uwe Steeb fyrir Stefan Edberg 2:6
og 4:6 en sá leikur skipti engu máli.
Becker, sem er aðeins 22 ára,
segir að Vestur-Þýskaland eigi eftir
að verða stórveldi í tennis á næstu
árum. „Við erum Davis-meistarar
og eigum bestu tenniskonu heims
(Steffi Graf). Að auki eigum við
nokkra efnilega tennisleikara og
þeir eiga eftir að ná í fremstu röð,“
segir Becker.
GETRAUNIR: 122 121 11X X X 2
LOTTO: 2 9 10 27 34 + 4