Morgunblaðið - 07.01.1990, Side 1
HEIMILI
SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990
BLAÐ
Húsnæði
50-60%
(lýi ai íi í
Reykjaúk
Ameðfylgjandi súluriti kem-
ur glögglega f Ijós sá mikli
munur, sem er á fasteignaverði
milli Reykjavíkur og nokkurra
valinna kaupstaða úti á landi.
Miðað við þá staði, sem hér
eru valdir, er fasteignaverð á
landsbyggðinni um 30-40%
lægra en í Reykjavík. Ef saman-
burðinum er snúið við má
segja, að fasteignaverð f
Reykjavík sé 50-60% hærra en
á landsbyggðinni.
Þetta kemur fram í nýút-
komnu riti eftir Arsæl Guð-
mundsson hagfræðing, sem
Byggðastofnun hefur gefið út.
Þar segir ennfremur, að ör
fólksfjölgun á höfuðborgar-
svæðinu muni vafalaust hafa
mikil áhrif á fasteignaverð á
svæðinu. Þar með bendir flest
til þess, að munur fasteigna-
verðs komi frekar til með að
aukast en hitt. Það er því fyrir-
sjáanlega mjög erf itt fyrir að-
flutta að eignast þak yfir höfuð-
ið, einkum í Ijósi þess, hve
treglega gengur að selja eignir
úti ílandsbyggðinni. Ef fram
heldur sem horfir, munu
þeir erfiðleikar aukast
frekar en hitt.
Samanburöur á fasteignaverði í Reykjavík og á landsbyggöinni 1988
Verð á ferm. í
atvinnuhúsnæði
Verð á ferm. í
einbýlishúsi
(Staðir valdir af handahófi)
Verð á ferm. í
fjölbýlishúsi
Sleypu-
skemmdJr
Steypuskemmdir eru enn
mikið vandamál hér á landi,
enda þótt margir haldi þvífram,
að mikil famför hafi orðið bæði
ísteypugerð og niðurlagningu
steypu. I viðtali hér í blaðinu í
dag er rætt við tvo sérfræðinga
um steypuskemmdir og varnir
við þeim. Það eru þeir Ríkharðui
Kristjánsson verkfræðingur og
Oddur Hjaltason bygginga-
tæknifræðingur. Þar kemur
fram, að athygli manna hefur
fyrst og fremst beinzt að steypu-
skemmdum á höfuðborgar-
svæðinu.
— Fólk á stöðum eins Egils-
stöðum skilur ekki alla þessa
umræðu um steypuskemmdir,
segir Ríkharður. — Það er eins
og annar heimur. Málningar-
menn á Akureyri skilja t. d. ekki
heldur alla þessa umræðu um
flagnandi málningu. Þetta er að
þakka allt annarri veðráttu, því
að þessir staðir eru að mestu
lausir við sunnlenzka slag-
regnið. 10
Halogen-
lýsing
Arkitektarog hönnuðir
hafa í auknum mæli not-
fært sér þá möguleika, sem
halogentæknin býur upp á.
Hugmyndaflugið hefur verið
látið ráða ferðinni og árang-
urinn orðið ótrúlegur fjöldi
lampa, þar sem góð hönnun
og glæsilegt útlit hefur verið
útkoman.
Þetta kemurfram íþætt-
inum Híbýli/Garður ídag.
Þar segir höfundurinn, Helgi
Kr. Eiríksson lýsingarhönn-
uður, að á síðustu fimm
árum hafi orðið bylting í
gerð lampa og Ijósgjafa til
heimilisnota. Halogentækn-
in, sem við þekkjum frá
bílljósunum, hafi þróazt og
haldið innreið sfna bæði inn
á heimilin og vinnustaðina.