Morgunblaðið - 07.01.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.01.1990, Qupperneq 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 m8%adurinn Nóatúni 17, gengið inn frá Hátúni 26933 Opið ídag kl. 1-3 26933 Nýlendugata. 2ja herb. 50 fm íb. í kj. (ósamþ.). Laugavegur. 3ja herb. íb. á efri hæð í steinh. Góð greiðslukj. Vitastfgur. 3ja herb. íb. á efri hæð í steinh. Mikið endurn. íb. Laus. Hrfsmóar. Nýl. 3ja herb. 85 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. Stæði í bílskýli. Gott útsýni. 3 millj. v. samning. Þurf- um að útvega góða 3ja herb. íb. gjarnan í lyftub- lokk. Vantar. Þurfum að útvega 50-100 fm húsnæði í nánd við Skólavörðuholt. Allskonar eignir koma til greina. Kjarrhólmi. Góð 4ra herb. 100 fm íb. Þvottah. og búr í íb. Suð- ursv. Laus. Ákv. sala. Álftamýri. 4ra herb. íb. á 4. hæö. Parket á stofu Tvennar svalir. Bílskúr. Skipti á 2ja herb. íb. koma til greina. Dalsel. Óvenjuglæsil. 4ra-5 herb. endaíb. á 2. hæð. Stæði í bílskýli. Rauðihjalli. Raðh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. samt. 210 fm. Ósabakki. Glæsil. raðh. með innb. bílsk. samt. 210 fm. Hafnarfj. - hagst. kaup. Til sölu nýendurb. einbhús (steinh.) hæð og ris samt. 191 fm. Mjög hagst. langtlán áhv. I smiðum Parhús til afh. strax. Einl. parhús m/innb. bílsk. samt. 161 fm. Vel staðsett við Fannafold. Fannafold. Parh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. samt. 192 fm. Fannafold. Parh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. samt. 142 fm. Viðarás. Raðhús á einni hæð með áföstum bílskúr. Óvenju skemmtileg teikning selst fok- helt en frágengið að utan. Dalhús. Fokh. raðh. á tveimur hæðum með sérbyggðum bílsk. samt. 190 fm. Vesturbrún - eignask. mögul. Parh. m/innb. bílsk. Samt. 264 fm. Skipti mögul. á minni eign. Selst fokh., frág. utan. Álftanes. Einl. einbhús klætt Steni-plötum 170 fm auk 39 fm bílsk. Selst fokh. eða lengra komið. Ártúnsholt. Fokh. einbhús með sérbyggðum bílsk. samt. 205 fm. Atvinnuhúsnæði { Vesturhöfninni. Nýtt fullb. atvinnuhúsn. á tveimur hæðum samt. um 800 fm. Mögul. að selja húsið í þrennu lagi. Eigna- skipti mögul. Örfirisey. Fokh. hús á tveimur hæðum samt. um 1000 fm. Til afh. strax. Góð kjör. Eignask. mögul. Hafnarfjörður. Verslunar- og iðnaðarhúsn. samt. um 2500 fm. Leitið nánari uppl. Fyrirtæki Veitingarekstur. Einn vinsæl- asti samlokustaður og nýl. lítill veitingastaður eru til sölu. Mjög góðir tekjumögul. Annað Hesthús. Til sölu nýl. 10 bása hesthús við Hlíðarþúfur í Hafn- arfirði. Skúli Sigurðsson, hdl. Einimelur-einbýli Vorum að fá þetta glæsilega einbýlishús í einkasölu. Það skiptist m.a. í 3 samliggjandi fallegar stofur, 4 svefnherb. o.fl. Innbyggður bílskúr. Góður garður. Húsið er samtals um 280 fm. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofunni. í Öskuhlíð L ' Q n ! Ei T| inm n Q ffirS \ Vorum að fá til sölu 185 fm einbhús við Háuhlíð. Húsið er m.a. 2 góðar, saml. stofur, 3 herb. o.fl. Glæsil. útsýni. EICNAMDllNIN 2 77 11 P I N G H 0 L T S S T R Æ T I 3 Sverrir Kristinsson, sölusfjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. bóróllur Halldórsson, lögfr.-Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320 Viöhald sleypli’ii niiiiiiiviiiija MARGIR halda því fram, að nú séu byggð mun betri hús hér á landi en áður. Bylting hafí orðið í steypugerð og niðurlagning á steypu sé betri en áður. Fólk sé líka farið að leggja miklu meira upp úr gæðum húsa en áður, enda búum við við erfitt veðurfar og þær við- miðanir, sem kunna að vera góðar og gildar erlendis, duga einfald- lega ekki hér. Vona verður einnig, að alkaliskemmdirnar tilheyri liðinni tíð. Að margra áliti voru þær ekki bara alkaliskemmdir heldur líka frost- skemmdir, sem áttu rót sína að rekja til þess, að loft vantaði í steyp- una. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir og á ekki að eiga sér stað nú með meiri þekkingu og bættum vinnubrögðum. Afundi í Steinsteypufélaginu snemma í desember fluttu þeir Ríkharður Kristjánsson, verkfræð- ingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Línuhönnun hf. og félagi hans, Oddur Hjaltason byggin- gatæknifræðing- ur, sem starfar hjá sama fyrirtæki, erindi um steypu- skemmdir og við- gerðir á þeim. Fyr- irtæki þeirra, Línuhönnun, var stofnað 1979 til að hanna raflínur, en upp úr 1980 hóf fyrirtækið viðhaldsráðgjöf, sem hef- ur vaxið jafnt og þétt síðan. Jafn- framt sinnir Línuhönnun almennri byggingaverkfræði og hefur m. a. hannað nýju brýmar tvær á Bú- staðavegi í Reykjavík og séð um burðarþolshönnun ýmissa húsa í borginni t. d. Tæknigarðs, stjórn- stöðvar Landsvirkjunar o. fl. Það vakti athygli, hve fundurinn í Steinsteypufélaginu, sem var í alla staði fróðlegur og athyglisverð- ur, var lítt sóttur af almenningi. Þarna var samt verið að ræða um mikið vandamál, sem valdið hefur fjölda manns miklum erfíðleikum og fjárútlátum. Þeir Ríkharður og Oddur voru teknir tali nú í vikunni, þar sem varnir gegn steypuskemmdum og viðgerðir á þeim voru gerð að um- talsefni svo og viðhald húsa al- mennt. — Skemmdir í húsum eru langt frá því að vera nokkuð nýtt hér á landi. Þannig þurfti að endur- byggja hvern bóndabæ á einum mannsaldri hér áður fyrr, sem þýddi í raun, að hver bóndi þurfti að byggja sinn bæ, sagði Ríkharður í upphafí viðtalsins. — Samt eru til frásagnir um hús, sem stóðu lengi. Auðun rauði hóf að hlaða dóm- kirkju að Hólum á fyrri hluta 13. aldar og límdi hleðsluna með kalk- múr, sem entist í margar aldir. Eggert Ólafsson telur, að kalkið hafí jafnvel verið unnið úr skeljas- andi hér á landi. Vönduð vinnubrögð í fyrstu — Þegar bytjað var að steypa hús á íslandi um síðustu aldamót, var gengið til verks með undra- verðri nákvæmni og beitt faglegum og ströngum vinnubrögðum, segir Ríkharður ennfremur. — Húsin voru búin til úr mjög þurri steypu. Hún mátti ekki vera blautari en svo, að ekki kæmi fram vatn, þegar hún var barin saman. Slík steypa endist alltaf vel. Þá var einnig mjög vel vandað til vals á fylliefnum. Þannig mátti t. d. ekki taka sjávarefni, heldur varð að taka mulið gijót. Lýsingar frá þessum byijunartíma eru því af steypu, sem er ein sú bezta, sem hér hefur verið búin til. • Síðan var farið að slaka aðeins á. Til eru blaðagreinar frá 1920- 1930, þar sem kvartað er mjög undan vinnubrögðum á þessu sviði. Þá er þegar orðið talsvert til af steyptum húsum, sem eru illa farin og tekin að gefa sig. Orsök þessa er sú, að upp úr 1920 koma til breyttar aðferðir við blöndun og niðurlögn steypunnar. Þá er farið að blanda hana meira vatni og leggja hana niður á fljótvirkari hátt. Hætt er að velja fylliefni en farið að nota sjávarefni og alls konar önnur efni notuð, sem áður höfðu verið bönnuð. Fyrir nokkrum árum stjómuðum við hjá Línuhönnun viðgerð á Kristskirkju (Landakotskirkju), sem byggð var á þessum tíma. Þessi kirkja var steypt í þremur áföngum. Af þeim var miðáfanginn verst farinn og nánast ónýtur. Það varð því að endursteypa hann að stórum hluta. Orsökin var sú, að skipta varð um fylliefni, á meðan verið var að byggja þennan hluta kirkjunnar. Heimild fékkst ekki til að taka fylliefni, þar sem það hafði verið tekið áður. Seinna fékkst svo aftur leyfí til að fara í sömu námu og í upphafi og því er ástand þess hluta kirkjunnar, sem steyptur var eftir það, mun betra. Ríkharður bendir ennfremur á, að miklar viðgerðir hafa farið fram á mörgum húsum frá því um 1930 eins og Sundhöll Reykjavíkur og fleiri húsum, sem byggð voru um það leyti. — Það er því óhætt að segja, að steypuskemmdir eru ekki nýjar af nálinni hér á landi. Þær verða hins vegar mjög umfangs- miklar á vissum tíma og þá bæði frostskemmdir og alkalískemmdir. Varla er hægt að kenna sérfræð- ingunum um þetta. í raun eigum við mjög fá sérfræðinga í steypu- tækni og sá eini, sem við áttum í þeim efnum 1964, varaði við þess- ari hættu. En þessi steypa var ódýr- ari og það ræður ansi oft. Verk- tæknin skipti ekki höfuðmáli held- ur. Alkalískemmdir koma eins fram í handhrærðri steypu og steypu úr steypustöð. Ástandið verst á höfiiðborgarsvæðinu — Athyglin beinist einkum að vandamálinu hér á höfuðborgar- svæðinu, heldur Ríkharður áfram. Við þurfum þó ekki að fara annað en hér rétt út fyrir höfuðborgar- svæðið t. d. út á Reykjanes. Þar er ástandið allt annað og betra. Samt eru húsin steypt úr sama se- menti og veðráttan jafnvel verri en hér í Reykjavík. Þar eru aftur á móti notuð önnur fylliefni. Austur á Egilsstöðum þurfi að leita lengi til að finna steypu- skemmdir. Þær megi hins vegar fínna á Hornafirði, því að þar er dælt upp sjávarefni og notað með íslenzku sementi. — Þar kemur fram mjög mikið af steypuskemmd- um, enda er þar við sama vanda- mál að glíma og hér í Reykjavík, segir Ríkharður. A Akureyri var unnið með alkal- ívirk fylliefni á þessum tíma og með sama sementið. En veðráttan þar . er þannig, að þar eru þessar skemmdir tiltölulega sjaldgæfar. Akureyringar eiga hins vegar við miklu meiri pússningarvandamál að glíma en Reykvíkingar vegna veðr- áttu sinnar, sem þurrkar pússning- una miklu hraðar. Þar eru skemmd- ir því allt öðru vísi og aðallega sprungunet í pússningu, þó að frost- skemmdir finnist þar líka. Að mati Ríkharðs hefur umræð- an um steypuskemmdir fyrst og fremst beinzt að þeim vandamálum, sem fólk hefur átt við að glíma á höfuðborgarsvæðinu. — Fólk á stöðum eins og Egilsstöðum skilur ekki alla þessa umræðu um steypu- skemmdir, segir hann. — Það er eins og annar heimur. Málningar- menn á Akureyri skilja t. d. ekki eftir Mognús Sigurðsson Frostskemmdir í svölum í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.