Morgunblaðið - 07.01.1990, Qupperneq 18
(?i n
18 B
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNIR
Bn|-'é;*4Ífc. M /SJS'
W t ;í I •* * j J * ( ! ' : •• ' : : j
SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990
MIWISBI.AI)
SILII\IHR
■ SÖLUYFIRLIT — Áður en
heimilt er að bjóða eign til sölu,
verður að útbúa söluyfirlit yfir
hana. í þeim tilgangi þarf eftirtalin
skjöl:
■ VEÐBÓKARVOTTORÐ —
Þau kostar nú kr. 500 og fást hjá
borgarfógetaembættinu, ef eignin
er í Reykjavík, en annars á skrif-
stofu viðkomandi bæjarfógeta- eða
^ýslumannsembættis. Opnunartím-
mn er yf irleitt milli kl. 10.00 og
15.00 Á veðbókarvottorði sést
hvaða skuldir (veðbönd) hvíla á
eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir
eru á henni.
■ GREIÐSLUR — Hér er átt við
kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt
þeirra sem eiga að fylgja eigninni
og þeirra, sem á að af lýsa.
■ FASTEIGNAMAT — Hér er
um að ræða matsseðil, sem Fast-
eignamat ríkisins sendir öllum fast-
eignaeigendum í upphafi árs og
menn nota m. a. við gerð skatt-
framtals. Fasteignamat ríkisinser
til húsa að Borgartúni 21,
Reykjavík sími 84211.
■ FASTEIGNAGJÖLD — Sveit-
arfélög eða gjaldheimtur senda seð-
il með álagningu fasteignagjalda í
upphafi árs oger hann yfirleitt
jafnframt greiðsluseðill fyrir fyrsta
gjalddaga fasteignagjalda ár hvert.
Kvittanir þarf vegna greiðslu fast-
eignagjaldanna.
■ FASTEIGNAGJÖLD — Selj-
andi greiðir fasteignagjöld fram að
afhendingardegi. Þegar afhending
eignarinnar fer fram ber að gera
upp fasteignagjöld og endurgreiðir
\__________________________
þá kaupandi seljanda það sem hann
hefur ofgreitt. Þetta uppgjör annast.
fasteignasalan ef beðið er um. Utan
Reykjavíkur er brunabótaiðgjald
ekki innifalið í fasteignagjöldunum.
Varðandi aðrar tryggingar eru þær
viðskiptunum óviðkomandi og
fylgja tryggingartaka.
■ BRUNABÓTAMATSVOTT-
ORÐ — í Reykjavík fást vottorðin
hjá Húsatryggingum Reykjavíkur,
Skúlatúni 2, II. hæð, en annars
staðar á skrifstofu þess tryggingar-
félags, sem annast brunatryggingar
í viðkomandi sveitarfélagi. Vottorð-
in eru ókeypis. Einnig þarf kyittan-
ir um greiðslu brunatryggingar. í
Reykjavík eru iðgjöld vegna bruna-
trygginga innheimt með fasteigna-
gjöldum og þar duga því kvittanir
vegna þeirra. Annars staðar er um
að ræða kvittanir viðkomandi
tryggingafélags.
■ HÚSSJÓÐUR — Héreru um
að ræða yfírlit yf ir stöðu hússjóðs
ogyfirlýsingu húsfélags um vænt-
anlegar eða yfirstandandi fram-
kvæmdir. Formaður eða gjaldkeri
húsfélagsins þarf að útfylla sérstakt
eyðublað Félags fasteignasala í
þessu skyni.
■ AFSAL — Afsal fyrir eign þarf
að liggja fyrir. Ef afsalið erglatað,
er hægt að fá ljósrit af því hjá við-
komandi fógetaembætti og kostar
það nú kr. 130. Afsalið er nauðsyn-
legt, því að það er eignarheimildin
fyrir fasteigninni og þar kemur
fram lýsing á henni.
■ KAUPSAMNINGUR — Ef lagt
er fram ljósrit afsals, er ekki nauð-
synlegt að leggja fram ljósrit kaup-
samnings. Það er því aðeins nauð-
synlegt í þeim tilvikum, að ekki
haf i fengist afsal frá fyrri eiganda
eða því ekki enn verið þinglýst.
■ EIGNASKIPTASAMNINGUR
— Eignaskiptasamningur er nauð-
synlegur, því að í honum eiga að
koma fram eignarhlutdeild í húsi
og lóð og hvernig afnotum af sam-
eign og lóð er háttað.
■ UMBOÐ — Ef eigandi annast
ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf
umboðsmaður að leggja fram um-
boð, þar sem eigandi veitir honum
umboð til þess fyrir sína hönd að
undirrita öll skjöl vegna sölu eignar-
innar.
■ YFIRLÝSINGAR—Efsér-
stakar kvaðir eru á eigninni s. s.
forkaupsréttur, umferðarréttur,
viðbyggingarréttur o. f 1. þarf að
leggja fram skjöl þar að lútandi.
Ljósrit af slíkum skjölum fástyfir-
leitt hjá viðkomandi fógetaembætti.
■ TEIKNINGAR — Leggja þarf
fram samþykktar teikningar af
eigninni. Hér er um að ræða svo-
kallaðar byggingarnefndarteikn-
ingar. Vanti þær má fá Ijósrit af
þeim hjá byggingarfulltrúa.
■ FASTEIGNASALAR — í
mörgum tilvikum mun fasteignasal-
inn geta veitt aðstoð við útvegun
þeirra skjala, sem að framan grein-
ir. Fyrir þá þjónustu þarf þá að
greiða samkvæmt Viðmiðunar-
gjaldskrá Félags fasteignasal'a auk
beins útlagðs kostnaðar fasteigna-
salans við útvegun skjalanna.
Híbýli/Garður
IIALOGFA: Tísknbóla
eöa ný tíska í Ijósum
Á SÍÐUSTU fimm árum hefur orðið bylting í gerð lampa og ljós-
gjafa til heimilisnota. Halogentæknin, sem við þekkjum frá bílljósum
hefur þróast og hafið innreið sína inn á heimilin og vinnustaðina.
Af þeim mikla fjölda Iampa sem kemur á markað árlega má sjá
‘iiversu halogenperan skipar sér veglegan sess og hversu halogen-
lampar hafa orðið vinsælir á tilltölulega skömmum tíma. Það er
orðin staðreynd að halogenlampar eru komnir til að vera, þeir eru
ekki bara tiskubóla.
Þetta sannast best á því að þeir lampaframleiðendur sem hvað
lengst hafa þijóskast við að viðurkenna tilvist halogensins, hafa orð-
ið að gefast upp og byrjað að firamleiða halogenlampa samhliða gló-
perulömpunum. Þetta hafa þeir orðið að gera til þess að þóknast
hinum harða markaði og þeirri miklu samkeppni sem er í dag.
Halogenlamparnir hafa náð miklum vinsældum meðal almennings,
þótt enn séu deildar meiningar um kosti þeirra og galla.
Helstu kostir halogenlampa eru
í fyrsta lagi hversu miklu minni
þeir eru heldur en gömlu glóperu-
lamparnir. Þetta býður uppá mikla
möguleika í hönnun lampanna.
Arkitektar hafa
gripið þetta tæki-
færi fegins hendi
og hafa nú hannað
fjöldan allan af
lömpum sem hafa
bæði mikið nota-
gildi og eru einnig
fallegir gripir. I
öðru lagi er eitt
aðalsmerki halogenlampa að þeir
gefa miklu meira Ijós þótt þeir séu
minni, með öðrum orðum “meira
Ijós í minni lampa“. í þriðja lagi
gefa lamparnir frá sér hvítara Ijós,
litur ljóssins kemur nær litnum á
dagsljósinu. Þetta leiðir af sér að
hlutir sem halogenljósið fellur á
gefa frá sér miklu betra litaendur-
kast, m.ö.o. augað greinir hlutina
skýrar, þetta hefur gert halogen-
lampana vinsæla í verslunum og
útstillingum.
En halogenlampar hafa líka
okosti, í fyrsta lagi myndast mikill
hiti í námunda við peruna. Þessi
mikli hiti getur verið hættulegur,
sé ekki um vandaðan lampa að
ræða. Annar galli við lampana er
sá að það þarf spennubreyti, sem
brejlir spennunni úr 220V niður í
12V. Við þessa breytingu myndast
líka hiti. Spennubreytirinn getur
verið tölvert stór og því ekki alltaf
auðvelt að koma honum fyrir. Til
þess að koma í veg fyrir vandamál
við uppsetningu halogenlampa er
æskilegt að ráðfæra sig við fag-
menn. Að lokum er það galli á ha-
logenlömpunum hve dýrir þeir eru.
Þetta hefur tafíð útbreiðslu lamp-
anna.
Hvað er halogen? Halogen er
nafnið á gasinu í perunni. Halogen
peran sem er mest notuð í dag er
í aðalatriðum byggð upp eins og
gamla glóperan, sem við könnumst
svo vel við. í halogenperunni er
halogengas sem brennur við mikinn
hita og þrýsting. Við það myndast
mikið Ijós. Þetta kallar á sterkari
peru. Þess vegna er mikið notað
sérstakt kvarts-harðgler við gerð
perunnar. Þetta gerir peruna miklu
dýrari heldur en gömlu glóperuna,
eftir Helgo Kr.
Eiríksson
en í staðinn fáum við meira (jós sem
eyðir minna rafmagni.
Halogenperurnar hafa aðra lög-
un%eldur en gömlu perurnar og
þær er ekki hægt að nota í gömlu
lampana okkar, nema með tölverð-
um breytingum. Halogenperunar
halda sínum ljósstyrk út lífstíma
sinn, en aftur á móti missa glóper-
urnar 10% af sínum ijósstyrk á
fyrstu stundunum.
Halogenperur má ekki snerta
með berum höndum. Fingraförin
brenna sig inní kvartsefnið í glerinu
og þegar peran hitnar getur hún
sprungið. Þess vegna er nauðsyn-
legt að hafa pappa eða bréf utanum
peruna þegar hún er sett í lamp-
ann. Komi maður við peruna skal
hún hreinsast með spritti áður en
hún er kveikt á ný.
Þegar halogenlampar eru notaðir
á heimilum eru gjarnan notaðir ljós-
deyfar. Þeir skapa þá möguleika
að hægt er að fá lítið ljós eða mik-
ið frá sama lampanum. Við ljós-
deyfingu gulnar ljósið og verður
hlýrra og líkara því ljósi sem kemur
frá gömlu glóperunni.
Við dimmingu á 12V halog-
enlömpum fyrir spennubreyti þarf
að nota sérstaka ljósdeyfa til að
koma í veg fyrir að spennubreytir-
inn sem fylgir lampanum eyðilegg-
ist ekki. Arkitektar og hönnuðir
hafa í auknum mæli á síðustu árum
notfært sér þá möguleika sem ha-
logentæknin býður uppá. Hug-
myndaflugið hefur verið látið ráða
ferðinni og árangurinn orðið ótrú-
legur fjöldi lampa þar sem góð
hönnun svo og glæsilegt útlit hefur
verið útkoman.
Höfundur er lýsingarhönnuður.