Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 8

Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 8
SKIÐI Örnólfur Valdimarsson. r ÖmóKúr áttundi í Noregi Omólfur Valdimarsson, skíða- kappi úr Reykjavík, varð í 8. sæti í stórsvigi á móti i Noregi á sunnudag. Alls voru 104 keppendur sem tóku þátt í mótinu. íslenska liðið, sem í eru auk Örn- ólfs, Kristinn Bjömsson, Haukur Arnórsson og Haukur Bjarnason, hefur verið við æfingar í Noregi að undanfömu og keppti tvívegis í stórsvigi í Haakdal um helgina. Á laugadaginn komst enginn þeirra niður, enda mikið fall í braut- inn og voru aðeins 21 keppandi af 120 sem skiluðu sér í mark. Á sunnudaginn var Örnólfur eini íslendingurinn sem komst klakk- laust í gegnum báðar umferðirnar. Hann var í 11. sæti eftir fyrri um- ferð, en Kristinn Björnsson var þá í 9. sæti en datt í síðari umfeðr- inni. Ömólfur endaði i 8. sæti með um 60 Fis-stig og var tæpum tveim- ur sekúndum á eftir Norðmannin- um, Tom Stensen, sem sigraði. Islenska liðið æfir nú í Sondalen í Noregi fram að næstu helgi. Þá verður keppt í tveimur stórsvigs- mótum áður en haldið verður heim til íslands. KNATTSPYRNA / ENSKA BIKARKEPPNIN Misjafnt gengi þekktra liða SigurðurJónsson eini íslendingurinn sem eftirer í bikarkeppninni MÖRG óvænt úrslit litu dagsins Ijós í 3. umferð ensku bikar- keppninnar um helgina. Tott- enham, Nottingham Forest, Coventry, Wimbledon og Luton voru á meðal þeirra liða, sem féllu úr keppni, en bikarmeist- arar Liverpool, Everton og As- ton Villa gerðu jafntefli og fá annað tækifæri eins og fleiri. Coventry, sem féll úr keppni á sama tíma í fyrra eftir tap gegn Sutton, mátti þola 1:0 tap á útivelli gegn Northampton, sem leikur í 3. deild. „Þetta er óafsakan- legt. Við lékum illa, sendingar þvert og aftur — hrein hörmung," sagði John Sillett, stjóri Coventry, sem sigraði í keppninni 1987. „Eg hef átt margar ánægjustundir í knatt- spyrnunni, en þetta er toppurinn,“ sagði Steve Berry, sem gerði sigur- markið. Guðni Bergsson og samheijar í Tottenham fengu skell á heimavelli — töpuðu 3:1 gegn Southampton. Þorvaldur Örlygsson leikur heldur ekki meira í bikarkeppninni að þessu sinni eftir 1:0 tap Nottingham Forest heima gegn Manchester United, en Sigurður Jónsson _er énn með eftir 1:0 sigur í Stoke. íslend- ingarnir léku allir með sínum liðum. Wimbledon, sem sigraði WBA í 3. umferð fyrir tveimur árum og SL Reuter Mark Robin skoraði sigurmark Manchester United gegn Nottingham Forest. Hér fagnar hann markinu. stóð uppi sem sigurvegari í keppn- inni um vorið, tapaði nú 2:0 fyrir sama liði. Þetta var fyrsti sigur WBA í keppninni í sex ár, en Brighton, sem hafði ekki sigrað heima í þijá mánuði og aðeins unn- ið einn af síðustu 12 leikjum, lagði Luton 4:1. Paul Hirons kom inná hjá Tor- quay, skoraði í sinni fyrstu snert- ingu og West Ham tapaði 1:0. Lind- en Jones hjá Reading gerði mistök og Sunderland skoraði, en Jones bætti um betur og skoraði tvisvar eftir hlé. Bikarmeistarar Liverpool gerðu markalaust jafntefli í Swansea, þar sem Lee Bracey, markvörður 3. deildar liðsins, var í aðalhlutverki. Norwich og Chelsea sluppu með skrekkinn, en Crystal Palace og Sheffíeld Wednesday tvíefldust við mótlætið í sínum leikjum, voru und- ir, en sigruðu. Urslit/ B7 SPANN Þrettán spjöld í Madrid Real Madrid heldur fimm stiga forskoti sínu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir.sigur á Atletico Madrid í hörkuleik, 3:1. Lítil vinsemd er með þessum nágrannaliðum og í Ieiknum fengu 12 leikmenn gul spjöld og einn rautt, bakvörðurinn Oscar Ruggeri í liði Real. Miðvörðuinn Martin Vazquez kom Real í 2:0 á fyrstu sjö mínútum leiksins en Egenio Bustingorri minnkaði muninn á 49. mínútu. Bernd Schúster átti síðasta orðið, á 75. mínútu, eftir að hafa geng- ið í gengum vörn Atletico. Valencia er í 2. sæti eftir sigur á Celta, 2:0, með mörkum Fernedo Gomez og Eloy Olaya. Terry Venables. faárn FOI_K ■ MARK Robins, sem gerði sig- urmark Manchester United gegn Nottingham Forest, lék sinn fímmta leik með United. Liðið hafði leikið átta leiki í röð án sigurs. ■ WAYNE Clarke er farinn frá Leicester til Manchester City, sem greiddi 150.000 pund og lét David Oldfield að auki. H TERRY Venables hélt upp á 47 ára afmælið á laugardag, en Southampton eyðilagði daginn og sigraði Tottenham. ■ IAN Porterfíeld sá menn sína í Reading slá Sunderland úr keppni, en Porterfield gerði ein- mitt sigurmark Sunderland árið 1973, er liðið vann Leeds óvænt 1:0 í úrslitum bikarkeppninnar. B COLIN Harvey, stjóri Ever- ton, var í gær sektaður um 1.500 pund fyrir að láta dómarann heyra það eftir 1:0 tap gegn Nottingham Forest í deildarbikarnum í nóvem- ber. ■ JOHN Bird, stjóri York, var sektaður um 1.000 pund og Ray McHale hjá Scarborough fékk 800 punda sekt, en þeim lenti saman á leik liða sinna í nóvember. Stjórarn- ir mega að auki ekki vera á bekkn- um í þijá mánuði. H HARVEY Redknapp hjá Bournemouth og Terry Mancini hjá Luton voru einnig sektaðir vegna ummæla við dómara. ■ NAPÓLÍ vann Ascoli 1:0 í ítölsku keppninni, en efsta lið deild- arinnar lék illa og áhorfendur létu leikmenn sína heyra það. „Áhorf- endur hafa rétt til að gagnrýna,“ sagði Maradona, sem lagði upp markið. „Þetta var okkar versti leikur á tímabilinu," bætti hann við. ■ ROBERTO Baggio skoraði fyrir Fiorentina í 2:0 leik gegn Bari og er markahæstur ásamt Salvatore Schillaci hjá Juventus, en hvor hefur gert 10 mörk. ■ BARCELONA vann Bilbao 2:1 á útivelli í spænsku deildinni — fyrsti sigur liðsins þar í fimm ár. SKIÐI / KONUR Auslurrískar stúlkur sterkar Schneider hefur ekki sagt sitt síðasta Heimsbikarhafinn frá í fyrra, Vreni Schneider frá Sviss, sannaði enn einu sinni yfirburði sína á Iaugardaginn er hún sigr- aði í stórsvigi í Hinterstoder í AustuiTÍki. Sigur hennar verður að teljast frábær þar sem hún gekkst undir uppskurð vegna hné- meiðsla rétt fyrir jól og var þetta fyrsta mót hennar eftir þá aðgerð. Austurrískar stúlkur röðu sér í næstu þijú sætin á eftir Schneid- er, Monika Maierhofer varð önn- ur, Claudia Strobl í þriðja sæti og Anita Wachter í fjórða. Þær Austurrísku gerðu enn betur í stórsvigskeppninni á sama stað í gær því þá nældu þær í tvö efstu sætin. Petra Kronberger sigraði, vann þar með annað heimsbikarmótið á tímabilinu og Anita Waehter varð í öðru sæti. Michaela Gerg frá Vestur-Þýska- landi varð þriðja og er nú efst í stigakeppninni samanlagt með 148 stig. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN I ALPAGREINUM Nilsson sigraði með minnsta mun Furusedt hefur enn forystu í heimsbikamum samanlagt Sænski heimsmeistarinn í svigi, Jonas Nilsson, sigraði í svig- keppni heimsbikarsins sem fram fór í Kranjska Gora í Júgóslslavíu á laugardaginn. Hann varð fjórði í svigi á sama stað á sunnudag, en þá sigraði Armin Bittner frá Vest- ur-Þýskalandi. Norðmaðurinn, Ole Kristian Furusedt, hefur enn for- ystu í heismbikarkeppninni saman- lagt. Nilsson var með áttunda besta tímann eftir fyrri umferð og því fáir sem reiknuðu með honum í efsta sæti. Hann náði lang besta brautartímanum í síðari umferð og náði að vinna með minnsta hugsan- lega mun, 0,01 sekúndu. Hubert Stolz frá Austurríki varð annar og landi hans, Michael Tritscher, þriðji 0,39 sek. á eftir Nilsson. „Ég var of varkár í fyrri um- ferð,“ sagði Jonas Nilsson. „í síðari umferðinni tók ég áhættu því ég hafði engu að tapa. Ég vissi fyrir keppnina að ég var í góðri æfingu og það var mjög mikilvægt fyrir mig að sigra,“ sagði Nilsson sem ekki hefur náð að sigra í svigi síðan á HM 1985. Fimmti sigurinn hjá Bittner Armin Bittner frá Vestur-Þýska- landi, sem sigraði í svigkeppni heimsbikarsins í fyrra, sigraði í svigi á sama staða á sunnudaginn. Hann var fjórði eftir fyrri umferð en var hálfri sekúndu á undan næsta besta manni í síðari um- ferðinni og vann þar með sinn fimmta heimsbikarsigur í svigi. Bernhard Gstrein frá Austurríki varð annar og Paul Accola frá Sviss þriðji. ■ Úrslit/ B6 GETRAUNIR: X11 22X X22 212 LOTTO: 1 3 6 33 34 + 37

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.