Morgunblaðið - 27.01.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 27.01.1990, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 "S IOnY CRAGG EinarGuð „ÁN TITILS (STE Brezki myndlistarmaðurinn Tony Cragg varð fyrst þekktur fyrir gólf- og veggverk er sam- anstanda af fundnum efhispört- um úr hversdagsleikanum. Eitt slíkt verk varð t.d. þeirrar frægðar aðnjótandi á síðast- liðnu sumri,.að komast á Kjar- valsstaðasýningu, og fór þar með talsvert í taugarnar á mörgum Reykvíkingnum. — Greinir hér frá einkasýningu listamannsins, sem haldin var í Kunstsammlung Nordrhein- Westfalen. Frá því seint á áttunda ára- tugnum hefur list Tony Cragg aðallega snúizt um hluti sem búnir eru til af manninum og hannaðir eru með notagildið eitt í huga. Cragg var sannfærð- ur um, að slíkir hlutir, fram- leiddir úr gerviefnum, gætu búið yfír alhliða merkingu á svipaðan hátt og náttúruleg eftii. Raðaði hann saman ólíkum hlutum, plastafgöngum og öðru tilfallandi rusli er á veginum varð, þannig að birtist nýtt, óvænt samhengi. „Það er vakti helzt fyrir mér með gerð myndrænna líkinga var, og er enn, að skapa hluti sem fínnast ekki í náttúrunni eða heimi hagnýtninnar en geta endurspeglað og flutt upplýs- ingar og tilfinningar varðandi umheiminn og mína eigin til- veru.“ Þetta sagði listamaður- inn í viðtali, 1985, og Iætur enn þessi orð standa. Tony Cragg fæddist í Liverpool árið 1949. Faðir hans var raf- magnsverkfræðingur. í uppvextinum beind- ist áhugi inn á svið eðlisfræði, efnafræði, líffræði, jarðfræði og stærðfræði. Að loknu skólanámi vann Toný Cragg um tveggja ára skeið sem aðstoðarmaður á rannsóknarstora, þar sem fóru fram endalausar tilraunir með gúmmí. Þetta er e.k. Rannsóknar- stofnun gúmmíiðnaðarins, og þarna byrjaði Tony Cragg að teikna til- raunaglösin, kolburnar og önnur rannsóknartól, sem hann þurfti að fylgjast með. Síðan lá leiðin í list- nám. Á árunum 1968—72 stundaði hann nám við Gloucestershire Cöl- lege of Art og Wimbledon School of Art; hann hlaut mjög stranga skólun í málun og teikningu. I skólafríum vann Cragg hjá málmsteypusmiðju, og eftir þá reynslu missti hann alla löngun til að standa fyrir framan málaratrönur. Frá 1973-77 nam Cragg höggmyndagerð við Royal College of Art í London; þarna glæddist með honum áhugi fyrir iðn- aðarvörum og afgangi allskonar, sem hann sankaði að sér. Þessum fundnu hlutum klastraði hann saman á ýms- an hátt, límdi og negldi saman o.s.frv. — en kennurunum fannst ekki, að þarna væru listaverk á ferð- inni. Er verki var lokið, setti” hann það til hliðar-'og byrjaði á því næsta. Þar sem ekkert lát var á framleiðslu, kom þar að, að_ vinnustofan fylltist af ringulreið. Á endanum staflaði EIMSVALAR" OG „BIG BRONZE". „ÁV AXT AFLÖSKUR" þess að vita hvað hlutimir um- hverfis hann eru; hann er sér varla meðvitandi um pólitískt ástand, þjóðfélagslegan raunveruleika, efnafræðileg vandamál, né veit hann nokkuð um grundvallaratriði eins og rafmag- nið. Fólk er stöð- ugt að tala um framþróun, en það virðist gleyma því, að framþróunin sem það talar um er aðeins á efnislega svið- inu, þar sem maðurinn sjálfur á hinn bóginn hefur varla nokkuð breytzt í grundvallaratriðum, hvorki líkam- lega eða andlega á síðustu tíu þús- und árum.“ Og: „Það verða allir að búa sér til mynd af heiminum og tilvist sinni.“. Fyrstu einkasýningar voru árið 1979: London, Berlín, Hamborg. Síðan hafa að meðaltali verið um átta einkasýningar árlega, í galler- íum og listasöfnum hingað og þang- að: I Diisseldorf, Mílanó, París, Tókíó, New York, Amsterdam, Múnchen, Basel, Rio de Janeiro, Köln, Toronto, og víðar. Enn fleiri eru samsýningarnar sem listamaður- inn hefur tekið þátt í — er þar allra helzt að nefna Dokumenta 7 og Dokumenta 8 í Kassel (’82 og ’87). Það er vart svo mikilvæg skúlptúr- sýning haldin, að Tony Cragg er ekki þar með. Hann var fulltrúi Bret- lands á Feneyjabíenalnum 1988; verk hans færðu brezka sýningarskálan- um sérstök verðlaun, „gullljón“. — Yið listaakademíuna í Dusseldorf hefur Tony Cragg kennt síðan Í78, og þar er hann nú orðinn fullgildur prófessor. Hin síðari ár hefur myndgerð Craggs tekið breytingum, þar sem hann vinnur jöfnum höndum á hefð- bundinn myndhöggvarahátt með bronz, járn, stein, gifs eða tré. Enn sem fyrr gengur hann út frá verk- smiðjuframleiddum hlutum f list- sköpun sinni. En nú tekur hann út einstaka hluti og stækkar; plastbrúsi undan þvottalegi fyrir uppvask er t.d. fyrirmynd að rúmlega tveggja metra háum járnsteyptum skúlptúr. „Myndmótun Craggs er rannsókn og leikur með samræmi innihalds og forms (sagði m.a. í upplýsingum handa blaðamönnum vegna opnunar hann verkum sínum saman; þessi stafli sem úr Varð, var fyrsti stóri skúlptúrinn á ferli listamannsins; þennan skúlptúr sýndi listneminn Tony Cragg á skólasýningu árið 1977. Sama ár kvæntist hann þýzkri konu og fluttist til Wuppertal, þar sem hann hefur síðan búið og starf- að. Árum saman safnaði Cragg öllu lauslegu drasli er hann rakst á, en að lokum sérhæfði hann sig í plast- afgöngum. Plastið, þetta fremur óvirðulega gerviefni, varð honum efniviður til myndgerðar. . . „Maðurinn fer í gegnum lffið án TONY CRAGG „MATRUSKA"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.