Morgunblaðið - 27.01.1990, Page 5
1-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990
|£ Sii
B 5
mundsson skrifar frá Dusseldorf
Scettir listamanns
°g
„Eg nota oftast Ieir af því Ieirinn svarar
mér þannig. Mér heftir alltaf fundist það
ákveðin hvatning að horfa á hann sem jörð;
við göngum á leirnum, erum stöðugt í nám-
unda við hann og hverfum aftur til hans
þegar lífi okkar lýkur. I víðum skilningi
finnst mér jörð og leir vera það sama,“ seg-
ir Guðný Magnúsdóttir listakona, sem opnar
sýningu á leirverkum sínum í vesturforsal
Kjarvalsstaða í dag, laugardaginn 27. jan-
úar. FJALLAHRINGUR. Hæð 55 sm og ummál tveir metrar.
sýningarinnar), það or breytileikinn
á milli lífrænna (organiskra) forma
og ólífrænna, sem hann hugleiðir í
verkum sínum.“ í stað þess að taka
sítrónu, steypa í stækkaðri útgáfu
mynd hennar, grípur hann til plast-
eftirlíkingar undan sítrónusafa.
Sýningin í Kunstsammlung Nordr-
- hein-Westfalen fór fram í þeim sal
húsbyggingarinnar, sem ætlaður er
skipti- og farandsýningum. Þar er
óskaplegt rugl á lofthæðinni — a.m.k.
12 m skv. ágizkun, ef ekki meira —
rýmið hentar líklega betur loftfim-
leikum heldur en myndlist. Verk
Craggs, níu skúlptúrar á gólfi, gátu
í ókunnra augum allt eins verið eftir
jafn marga höfunda hvað mismun-
andi útlit og efni snerti. Listamaður-
inn segist sífellt vera að leita að
nýjum tengingum og myndtáknum
til þess að geta tjáð betur viðbrögð
sín gagnvart umheiminum. I þessu
samhengi er hægt að nefna verk, sem
ýmist er kallað „Regla“ eða „Trilo-
bite“.
Trilobite = „Þríbroti, heiti tegund-
ar aldauða undirfylkingar eða flokka
liðdýra; finnast sem steingervingar
í sjávarseti fornlífsaldar," segir orða-
bókarskýring.
Áhugi listamannsins á uppvaxtar-
árunum (jarð-, líffræði o.fl.) skýtur
þarna upp kollinum; i æsku hafði
Cragg einmitt safnað steingerving-
um, sem löngu seinna urðu kveikja
að listaverkum. — Steingervingar eru
leifar frá þróun lífsins á jörðinni; og
sorpleifar mannvistar frá ýmsum og
mismunandi myrkum öldum veita
ekki ósvipaðar upplýsingar. Það er
óneitanlega breitt bilið á milli stein-
gervinga og plastefna, en hugleiðing-
arinnar samt virði, hvar eru tengsl
og eðlilegt samhengi.
I upphafi greinar var minnzt á að
verk eftir Cragg hefði í fyrrasumar
farið í taugarnar á mörgum Islend-
ingum: Ess-lagað form, myndað af
sorphlutum, liggjandi á gólfi, skilst
undirrituðum. Hvað á að segja?
Það er komið árið 1990 þegar
þessar línur birtast — og það er kom-
inn tími til þess að margir íslending-
ar láti af allri sveita mennsku gagn-
vart listinni, og menningu yfirleitt.
Listin er eins konar verkfæri eða
aðferð til þess að festa í mynd, það
sem innra býr með listamanninum,
draga út úr hólfum hugarfylgsnanna
hvaðeina það, sem bundið er við
abstraktar hugmyndir. Hvaða efni
listamgðurinn kýs' að nota við út-
færsluna, er alfarið hans eigið mál.
Það er haft eftir Poul Cézanne árið
1904, að listin búi í höfðinu á lista-
manninum. Það er einnig vitað, frá
tímabili ítölsku endurreisnarinnar,
að listin er af andlegum toga sprott-
in:
Arte é cosa mentale.
Verkin eru unnin út frá nátt-
úruupplifunum á víðara
landslagi og stærri formum
í náttúrunni, en ég leyfi mér
að setja vídd landslagsins í ýmis form,
stærri eða minni. Víður fjallahringur,
birtan og svartur sandurinn, hrein-
leikinn og tilfinninginn fyrir náttúru-
öflunum höfða sterkast til mín.
Það er ekki bara þetta fasta efni,
heldur upplifunin á andstæðunum
sem ég verð fyrir áhrifum af. Mér
finnst gaman að spila með dimma
og bjarta eða sterka liti, eins og svart-
an lit hraunsins og blámann í fjar-
lægðinni.
Vídd og harka
hafa alla tíð ver-
ið sterk í minn
vitund og mér
finnst efnið leir
segja mér um
þetta.-Ef égværi
með eitthvert
annað efni, gæti
ég ímyndað mér
að viðfangsefnið
væri annarskon-
ar - og þó ekki.
Leirinn er erfitt efni, en það er
gaman að eiga við hann. Það sem
er erfitt við leirinn er að hann hefur
filhneigingu til að stjórna sér sjálfur
ef þú ræður ekki við hann, en til
þess að geta beislað hann þarftu að
búa yfir ákveðinni kunnáttu. Þú verð-
ur samt alltaf að lúta lögmálum han's
og ef kunnáttan 'dugar ekki þarftu
að koma á sáttum við hugmyndina
og þannig getur verkið öðlast sitt
eigið líf.“
Hvers vegna valdirðu leir frekar
en eitthvert annað efni?
„Mig langaði mest í skúlptúrdeild-
ina í Myndlista- og handíðaskólanum
en á þeim tíma sem ég var þar var
skúlptúrdeildin lítið aðlaðandi. Hún
var nýbúin að fá húsnæði, illa búin
tækjum og ég hefði verið eini nem-
andinn. Árið eftir fóru reyndar tveir
í skúlptúr, þau Rúrý og Níels Haf-
stein. Ég fór því í keramíkdeildina,
hafði kynnst keramíkinu í starf-
skynningu hjá Glit áður en ég byij-
aði í skólanum, og fannst leirinn
bæði skemmtilegur og komast næst
þvLsem mig langaði að gera.“
Guðný fór til Finnlands sex árum
eftir að hún lauk skólanum, í bytjun
áratugarins, og starfaði þar á vinnu-
stofu með finnskum listakonum
ásamt því að sækja framhaldsmennt-
unarnámskeið. „Það var gott að vera
í Finnlandi á þessum tíma enda að
byija sú gróska sem verið hefur þar
í myndlistarlífinu allan þennan ára-
tug. Opinberir aðilar í Finnlandi
kaupa nú meira af myndlist og safn-
arar og fyrirtæki fjárfesta í myndlist
þó almenningur þar kaupi minna en
almenningur hér gerir. Hérlend fyrir-
tæki og stofnanir mættu alveg gera
meira af því að fjárfesta í myndlist,
sérstaklega myndlist ungra lista-
manna. Finnar eru framsæknari og
hafa söfn keypt verk íslenskra lista-
manna, þó fæst séu mjög stór nöfn.
Hér þurfa myndlistarmenn aftur á
móti að fá ákveðinn öryggisstimpil
áður en nokkur þorir að kaupa af
þeim.“
Guðný segir það vera þroskandi
og eiginlega nauðsynlegt að fara og
vinna utan heimahaganna. „Maður
fær nýja vídd og skilning á því sem
maður er að gera. íslensk náttúra
spilar mikið í mínum verkum og dvöl-
in í Finnlandi varð ekkert til að draga
úr því heldur varð finnsk náttúra
frekar til að framkalla náttúruáhrif
sem ég hafði orðið fyrir á íslandi."
Á meðan Guðný var í Finnlandi tók
hún þátt í þó nokkrum samsýningum
og hélt tvær einkasýningar, en þó
nokkur ár séu síðan hún fór þaðan
hefur hún ekki sagt aiveg skilið við
landið og sýndi þar síðast í fyrra
ásamt Rögnu Róbertsdóttur og
Kristjáni Guðmundssyni. Guðný hef-
ur einnig tekið þátt í samsýningum
í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og
Frakklandi auk þess sem hún átti
verk á sýningunni „Scandinavia Craft
Today“ í Bandaríkjunum og Japan.
Guðný, er nauðsynlegt fyrir íslenska
listamenn að sýna erlendis?
„Já, ég tel það nauðsynlegt, en þó
ekki aðeins fyrir mann sjálfan heldur
finnst mér brýnt að kynna íslenska
myndlist erlendis. Það er ánægjulegt
að vera þátttakandi í því, ef íslenskir
myndlistamenn ná að skapa sér nafn
erlendis er það ánægjulegt því það
víkkar þeirra starfsvettvang. Islensk-
ir myndlistamenn eru margir hveijir
mjög góðir og mikil fjölbreytni í verk-
um þeirra. Enda eru margir þegar
orðnir þekkt nöfn á Norðurlöndunum
og víðar.“
Sýningin er sjötta einkasýning
Guðnýjar. Hún opnar í dag kl. 14 og
stendur til 11. febrúar.
MEO
GUÐNY MAGNUS-
DÓTTIR MYNDLISTAR-
KONA MEÐ LEIRVERKA-
SÝNINGU Á KJARVALS-
STÖÐUM
„TURNSPÍRUR"
INHÚS)“.
GUÐNV MAGNÚSDÓTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg