Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 4

Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 hverra þjóða og flytja ávörp, — flokkarnir eru að verða fleiri og fleiri. Það er klappað fyrir öllum, m.a.s. kommafulltrúanum, og alltaf öðru hverju húrrað fyrir forsetanum og væntanlegum fijálsum kosning- um næsta sumar. Inná milli skrepp- ur fólk á nálæga krá og svalar þorst- anum, sumir eru svo forsjálir að vera með pela í vasanum. Kvöldið er glaumur og gleði. Næstu daga berst eins og eldur um sinu að hittast skuli á Václ- avské-torgi á gamlárskvöld. Þar sé verðugt að kveðja þetta gleðilega ár og fagna því nýja sem ber svo margar vonir og verkefni í skauti sér. Þetta er hvergi auglýst né til- kynnt opinberlega, enda enginn sem stendur sérstaklega fyrir því. Um staklega vel fagmenntuð iðnaðar- þjóð, byggi þar á gamalli arfleifð og eigi væntaniega eftir að vera f ljótir að vinna sig aftur uppúr lægð- inni. En hann kveður það skjótlega niður, segir þeirri arfleifð og mennt- un ekki hafa verið haldið við, starfs- menn verksmiðjanna nú séu alger- lega ófróðir nema rétt um þau hand- tök sem þeir sjálfir þurfi að vinna. Þar að auki telur hann þjóðfélagið allt a.m.k. 20-30 árum eftirá í allri tækni og muni þar mest um tölvu- þróunina sem bæði Tékkar og aðrar austantjaldsþjóðir standi algerlega utanvið. Einmitt. Þegar ég var að skoða í búðarglugga fannst mér allt fullt af vörum og ekkert bera á skorti af neinu tagi. Fannst samt eitthvað vanta í myndina og sé núna, að hvergi voru myndbandstæki eða tölvur. Reyndar kemur í ljós, að vöruúrvalið er missýning, eins og forðum þegar ég bjó í Prag vantar alltaf það sem mann vanhagar um. Það er ónýtur hurðarhúnn í húsinu hans Jindra, nýr fæst ekki. Það fást ekki nema tvær stærðir af nöglum og skrúfum, það fást ekki verkfæri af ýmsu tagi, þegar klósettpappír fæst þarf að birgja sig upp og annað eftir þessu. Er nema von, að Tékkar tali um markaðsþjóðfélagið með glýju í augunum og margir virðist halda að slíkt kerfi leysi öll vanda- mál? Húsnæðisleysi er hluti af þeim vanda sem glíma þarf við. Bæði vantar húsnæði og mörg stór hús eru eiginlega ekkert annað en hjall- ar, því þeim hefur ekki verið haldið við árum saman. Það vantar bæði íbúðarhúsnæði og húsnæði fyrir alls- konar starfsemi. Því líta margir von- araugum til glæsibygginga komm- únistaflokksins, sem nú ættu að losna og ég held ég hafi varla hitt neinn, sem ekki hafði tillögur um til hvers ætti að nota þær. Með- ferðarstöð fyrir fötluð böm, hjúkr- unarskóli, kennslustofur fyrir há- skóla, listamannamiðstöðvar.... all- ir höfðu sínar óskir. Havelíagnað Við komum aftur til Prag annan í jólum. Þar er allt á suðupunkti útaf forsetakosningunum. I stað þess að bíða til sumarsins og fá for- seta í kjölfar fijálsra þingkosninga þykir ófært að hafa ekki forseta til að flytja sameiningarræðu fyrir þjóðina á nýársdag. Krafan er um Havel. Búin að vera það lengi og myndir af honum og stuðningsyfir- lýsingar uppum alla glugga og veggi. Stúdentar styðja hann, verka- menn þessarar og hinnar verksmiðj- unnar, starfsfólk verslana og stofn- ana, og allir hlaupa út og líma upp yfirlýsingar og áróðursspjöld.Þetta er sértékknesk tjáningar- og mynd- listargrein. Alls staðar innanum eru skrítlur í máli og myndum, bæði um vonda og góða, þá sem urðu að víkja og hina- sem taka við. Önnur sér- tékknesk menningargrein í ætt við Svejk. Þingið er kallað saman. Það er allt öðruvísi skipað en áður, búið að skipta um meirihlutann. An kosn- inga, en borgar- og sveitarfélög og flokkar hafa heimtað að skipta um fulltrúa. Borgararáðið hefur fengið allt í gegn, dyggilega stutt alþingi götunnar, sem er búið að standa á Václavské-torginu síðan barið var á stúdentunum 17. nóvember. Dubcek er kosinn þingforseti, hann er Sló- vaki, en forseti Iandsins og þingfor- A útifundi dag eftir dag - alþingi götunnar í Prag Við styttu heilags Václavs er alltaf mannsöfhuður seti verða að vera hvor frá sinni þjóðinni sem byggir þetta land. Það er Ijóst að Havel verður kosinn for- seti. Tveir ástsælustu menn þjóðar- innar, eldri og yngri kynslóð, fulltrúi „Vorsins í Prag“ 68 og Flauelsbylt- ingarinnar eða Glöðu byltingarinnar, einsog hún er kölluð, í nóvember 1989. Vorið 68 náði hámarki í maí, sem heitir blóm á tékknesku. Bylt- ingin nú varð í nóvember. Hann heitir listopad á tékknesku — þegar laufin falla. Fallegustu mánaðanöfn- in. Við fylgjumst með kosningu Ha- vels í viðhafnarsal Pragkastala í beinni útsendingu sjónvarpsins um morguninn. Það er ekki til setunnar boðið og eins og tugþúsundir ann- arra Pragbúa höidum við upp að kastala til að fagna honum. Við komum uppeftir um 11-leytið, en öllum aðgönguleiðum er lokað og verðir á vakt. Ekki þó venjulegir verðir, heldur stúdentavarðlið. Sæt- ar brosandi stelpur og strákar sem biðja fólk um að bíða rólegt. Þama var Borgararáðið sniðugt. Fólk hefði ekki þolað löggur eða hermenn. Þama fæ ég kennslustund í hvernig á að stjórna mannfjölda án þess að einhver troðist undir. Þau hleypa smáhópi áfram í einu, hafa gott bil á milli, ganga sjálf fremst í hveijum hópi, nota gjallarhom til að biðja fólk að ganga hægt og hefja sam- söng þegar þarf að stansa og bíða. Og allir taka undir, hlæja og gera að gamni sínu. Kona fyrir aftan okkur kvartar yfir að sólinn sé að detta undan stígvélinu hennar, hún sé nú búin að nota þessi stígvél á hveijum fundi og í hverri göngu síðan allt byijaði í nóvember, en líklega endist þau ekki framað fijálsu kosningunum í sumar. Jæja, það verður orðið hlýrra þá .. . Við komumst inn í þriðja hallar- garð. Þar eru svalimar sem Havel á að tala af. Þegar hann birtist hef- ur þetta tekið okkur tvo tíma fyrir utan ferðina að heiman. Hann talar í þijár mínútur. Ekki samfleytt, því mál hans er rofið með fagnaðaróp- um: Lifi Havel! Lifi forsetinn!_ Stutt garnan, en ríkuleg reynsla. Ég tel 63 orð í ræðu hans í blaðinu daginn eftir. Hann þakkar fyrir traustið og segist munu reyna að bregðast ekki Búðargluggar, veggir og staurar eru þaktir spjöldum og miðum vonum fólks. Á eftir fer fram há- messa í Vítus-kirkju. Margir fara þangað, en þeir sem hvorki komust í kirkjuna né 3. garðinn troðast nú á móti okkur til að reyna að fagna forsetanum þegar hann gengur í eða úr kirkju. Havel er prúðbúinn í jakkafötum og Olga kona hans hon- um við hlið í bláum, fallegum kjól. Mikið er búið að tala um klæðaburð- inn á þessum manni. Dagsdaglega gengur hann nefnilega í peysu og úlpu. Mörgum finnst það fijálslegt og fínt, en ekki öllum. Þegar hann situr fyrir svörum í útvarpi og sjón- varpi daginn fyrir kosninguna spyr fólk í fúlustu alvöru af hveiju hann sé alltaf í peysu. — Það er búið að vera svo kalt, svarar Havel. En haf- ið engar áhyggjur, ég á líka öðru- vísi föt. Um kvöldið er útifagnaður á Gömluborgartorgi. Þar var fyrir stórt ljósum prýtt jólatré og nú er búið að koma upp palli, þar sem spilað er og sýndir þjóðdansar. Mannfjöldinn tekur undir sönginn og dansar með_. Mætt eru börn og gamalmenni og allir aldursflokkar þar á milli. Sumir dansa í pörum, aðrir grípa í náungann og mynda stærri og minni hringi. Hvað skyldu margir hringir snúast þarna? Það er svo gaman að fólk vill helst ekki hætta. Inn á milli koma fulltrúar einhverra stjórnmálaflokka og ein- Stúdent í engilslíki, stytta gerð í byltingunni og reist á Moskév- skástöð neðenjarðarlestarinnar, þar sem áður hét Engilstorg á tékknesku Kertaljós og blóm til að sýna samstöðu kvöldið erum við í boði hjá ungum hjónum og foreldrum annars þeirra. Afinn er latur og býðst til að vera barnapía heima, en amman kemur með okkur niður í bæ. Við erum níu saman í hópi og höfum meðferðis kerti og stjörnuljós til að tendra og hafa smáviðhöfn á öllum stöðunum í Národní Trída í leiðinni og svo erum við með kampavínsflöskur og glös. Þegar kemur á Václavské-torg kem- ur reyndar í ljós, að sumir í hópnum hafa nestað sig enn betur, m.a. amman, sem er með heimalagað slívóvitsj frá Mæri þaðan sem hún kemur, og veitir ekki af, því það er nokkuð kalt. Allt þetta stóra svæði er fullt af fólki og önugt að halda hópinn í troðningnum. Okkur tekst þó að þoka okkur áfram alla leið uppað styttu efst á torginu, en það tekur langan tíma, því að mörgu er að huga. A einum stað eru einhveij- ir að syngja við gítarundirleik, ann- ars staðar er stappað og hrópað, hér spilar einn á nikku og þarna er hóp- ur að syngja lög frá Bæheimi, lengra annar með lög frá Mæri. Þar þarf amma að stoppa lengi og syngja með. Bláókunnugt fólk fellur í faðma og óskar hvert öðru til hamingju með sigurinn og þegar klukkan slær tólf fljúga tapparnir úr flöskunum og maður lendir bókstaflega í freyðivínssturtu. Meiri kossar, faðm- lög, sopar, hlátrar og heillaóskir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.