Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 5

Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 5
C 5 Hvernig gat mér fundist þetta al- vörugefin þjóð þegar ég átti þarna heima? Löngu seinna höldum við heim gegnum bæinn og leggjum lykkju á leiðina yfir Karlsbrúna. Alls staðar eru smáhópar af fólki á gangi eð_a standa í hópum, tala og syngja. Ég sé margar flöskur sem staflað hefur verið upp tómum hér og hvar, en eiginlega ekki vín á nokkrum manni. Gleðin er allsráð- andi. „Éfl ætla að hlusta" Mér er sagt að margir hafi viknað yfir ræðu forsetans til þjóðarinnar í sjónvarpinu á nýjársdag. Við gerð- um það ekki því það var svo mikið verk að þýða hana jafnóðum fyrir mig, en góð var hún. Hann byrjaði á að segja að kominn væri tí_mi til að segja satt á þessum stað. í stað þess að hrósa okkur af framleiðslu okkar, sagði Havel, eigum við að horfast í augu við að hún er ekki nógu góð, og horfast í augu við skítinn og mengunina og takast á við þetta. Það er ekki satt að við séum verkamannaþjóð, við erum þjóð margra stétta. Við erum mennt- uð þjóð, en ekki nógu menntuð. Við erum líka skáldaþjóð, en megum ekki láta okkur nægja að tala fal- lega. Hann rakti þróunina og lagði áherslu á að öll þjóðin bæri ábyrgð á fortíðinni, ekki bara fyrrverandi ríkisstjórnir. Allir þyrftu líka að taka þátt í að móta framtíðina. Þessi ró- lega bylting hefði sýnt hve mikið byggi í þjóðinni og það myndi skila henni fram veginn. Fólk hefði á tímabili verið orðið svo dapurt að það hefði misst alla von um framtíð- ina, samt hafði það afl til að varpa öllu frá sér og vera með þegar kall- ið kom. Hann lýsti hvernig unga fólkið hefði tekið forystuna, þessi kynslóð, sem aldrei hefði áður verið með í neinu og fólk hefði kallað glat- aða. En unga fólkið er afsprengi umhverfisins, arfleifðar okkar, þeirr ar mannúðar og lýðræðis, sem er til staðar þótt ekki hafi borið á því, og nú verðum við að finna þessa hluti aftur innra með okkur sjálfum og þróa áfram. Hann minntist þeirra sem látist höfðu, verið settir í fang- elsi, reknir í útlegð, ofsóttir ásamt fjölskyldum sínum. Engu af þessu mætti gleyma. Hann þakkaði nágrannaþjóðun- um — hefðu þær ekki rutt brautina hefði Tékkum og Slóvökum ekki tekist sín bylting jafnvel. Hann minnti á að Tékkóslóvakía væri á krossgötum Evrópu, hefði löngum verið talin menningarmiðstöð Mið- Evrópu og rödd þjóða hennar þyrfti að heyrast. En eins og Masaryk for- seti hefði sagt — við verðum að læra fyrst sjálf til að geta kennt öðrum. Við höfum ekki svo mikið til að gefa nú, en viljum ekki heldur vera eins og fátæk skyldmenni ríkra þjóða. Við munum leggja hart að okkur. Masaryk sagði líka: Jesús, ekki Cesar, gleymum því aldrei. Harin minnti á að afleiðingum 40 ára slæms stjórnarfars yrði ekki eytt á einum degi, framundan væri mikil og erfið vinna og sagðist að lokum sjálfur mundu verða forseti, sem ekki ætlaði að tala, en vinna því meira. Ég ætla að horfa útum gluggann og fylgjast vel með því sem gerist og hlusta á fulltrúa allrar þjóð- arinnar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 ÞETTft ER FOLKIfl SEM TEKIIR VIB W A FRlMTlHNA Helena Kadecková á heimili sínu. Á veggjum hanga myndir eftir íslenska naivista. HELENA KADECKOVA, kennari við Norrænudeild Karlsháskóla í nær 30 ár, er mörgum Islendingum að góðu kunn. Hún stundaði á sínum tíma nám við Háskóla Islands í þijú ár og helur oft komið hingað í heimsókn. Auk kennsltumar er hún að skrifa bókmenntasögu Norðurlanda, fyrsti hlutinn um miðaldabókmenntir er þegar kominn út, og auk þess hefur hún þýtt mikið af nútímabókmenntum Norðurlanda á tékknesku. Hún ætlaði að hætta að kenna, en eftir síðustu at- burði er hún hætt við að hætta. Okkur fannst allt orðið svo vonlaust. Kynslóðin sem upplifði ’68 var yfir sig þreytt og búin að gefast upp. Ekki bara elsta kynslóðin, þeir sem þá voru fertugir eða fimm- tugir, heldur líka fólk, sem þá var um tv'ítugt og er fertugt núna. Okkur fannst óhugsandi að krefj- ast neins af yngstu kynsióðinni, sem ekki hafði upplifað ’68 og ekki þessi tuttugu hörðu ár á eftir. - Finnst þér þessir tveir áratug- ir hafa verið enn erfiðari en árin þar á undan? - Vissulega. Áður trúði margt fólk á kommúnismann, en síðustu 20 árin hefur nær enginn gert það og eiginlega ekki trúað á neitt. Allavega ekki á flokkinn. Og sam- kvæmt sögulegri skoðun álitum við að að öll endumýjun og endurskoð- un yrði að hefjast innan flokksins sjálfs, enda hafði svo verið. En það var ekki hægt að vonast eftir neinu því frá þessum f lokki eins og hann þróaðist eftir 1968. Sjálfri fannst mér ómögulegt að halda áfram að kenna, fannst ég vera að berjast við vindmyllur og veija kröftunum til einskis. Það var svo margt í kringum þetta sem ekki var kennsla, lá við að kennslan væri minnsti þáttur starfsins og mikill þrýstingur á mann alltaf. Eg ætl- aði að láta nægja að vinna á eigin vegum við þýðingar og þ.h. - Hvenær varðst þú vör við að eitthvað væri að breytast?. Mér finnst allt hafa gerst svo hratt. - Já, þetta skeði hratt. Það fór samt eitthvað að gerast strax í fyrra, voru haldnir fundir 21. ágúst í fyrra og í kringum páfaheimsókn- ina í janúar. Fólk mætti, að vísu fátt, á Václavské-torg, og þá kom lögreglan og í kjölfarið var farið að ofsækja þá sem stóðu að fundin- um. Menntamenn tóku þá að safna undirskriftum undir bréf til stjórn- arinnar og til forsetans þar sem látin er í ljósi óánægja, en tekið fram að þeir vilji ekki beijast, þeir vilji umræður. Það var sem sagt eitthvað á hreyfingu, en manni fannst þetta bæði veikt og lítið borið saman við Þýskaland og Ungveijaland. Síðan kemurnóvem- ber. Ég var náttúrlega í nánu sam- bandi við stúdentana mína og veit að þeir voru mjög spenntir og fam- ir að tala um að svona gæti þetta ekki gengið endalaust. Þeir voru oft hvattir til þess af skólayfirvöld- um að láta í ljós hvað þeim ekki líkaði, en þegar þeir gerðu það urðu aldri nein viðbrögð, svo þeim fannst umræða tilgangslaus. 17. nóvember voru 50 ár frá því að tékkneski stúdentinn Opletal var jarðaður eftir að Þjóðveijar höfðu skotið hann á stúdentafundi nokkr- um dögum fyrr. Þeir skutu síðan líka fjölda manns við jarðarförina og síðar varð þessi dagur alþjóða- dagur stúdenta. Þar sem nú voru 50 ár frá þessum atburði var stúd- entum leyft að fara í göngu, ekki þó um miðbæinn heldur í Vyse- hrad, í kirkjugarðinn. Þangað gengu þau með kerti og blóm, en síðan átti að leysa gönguna upp að lokinni athöfn við gröfina. Én þegar að því kom vildi unga fólki ekki hætta og ákvað að fara í mið- bæinn og ganga í Opletalov-götu sömu leið og stúdentarnir við jarð- arförina forðum fyrir 50 árum. Og þar má segja, að sagan endurtæki sig. Ég var á tónleikum þetta kvöld, en nemendur mínir lýstu fyrir mér hvað þetta hefði verið þeim mikil upplifun, svo fallegt og svo mikil samstaða og þeim leið svo vel: Loksins eru allir saman að gera eitthvað mikilvægt. Þau voru með blóm og kerti og sungu og allt var svo friðsamlegt. En svo þegar þau komu út á Národní Trída, Þjóðargötuna, var lögregl- unni sigað á þau. Lögreglan lokaði götunni og öllum leiðum af henni, þrengdi að þeim og fór svo að beija á þeim. Þetta varð voðalegt áfall fyrir stúdentana. Fyrst að upplifa feg- urðina með kertin og blómin og síðan hryllinginn þegar ráðist var á þau með kylfum. Það meiddust ekki nema um 70, en öll hin voru gjörsamlega miður sín og niður- brotin. Næsta dag komu stúdentar í Listaháskólanum saman og á- kváðu að fara í verkfall. Sama kvöld ákváðu leikarar í öllum leik- húsum í Prag að leggja líka niður vinnu í samúðarskyni. Á sunnudag er svo farið hringjast á og hittast og ákveðið að verkfall verði í öllum háskólum, og þetta breiddist hratt út um allt land og myndaðist afar sterk samstaða strax með stúdent- um, leikurum og öðru listafólki. Strax þennan sunnudag var Borg- araráðið stofnað og síðan efnt til fjöldafunda á Václavské-torgi á hveijum degi og þangað streymdi að fólk kom úr öllum áttum, Allir voru æstir útaf árásinni á stúdent- ana. Síðan þróast allt mjög hratt, kommúnistaflokkurinn er með maraþonfundi og endar á að leysa sig upp, og eitt tekur við af öðru, einsog allir þekkja af fréttunum. - Það vekur athygli, að þarna virðast allir koma með, - stúdentar og listamenn eru í fararbroddi, en annað fólk fylkir sér um þá, á öllum aldri og úr öllum stéttum. - Það gerðist reyndar strax í fyrra. Þá kom líka annað fólk, en sem einstaklingar. Nú fjölmennti það af vinnustöðunum. Énda var svo gaman. Ungir stúdentar, - fallegar stúlkur og skemmtilegir strákar, sem fóru um göturnar hrópandi slagorð og kallandi á fólk í gluggunum. Heilu hópamir komu saman úr verksmiðjunum og það var mjög spennandi þegar verka- mennirnir voru að lýsa yfir sam- stöðu með stúdentunum og syngja með þeim. Mömmurmar komu með bömin í kerrunum og pabbarnir héldu á þeim á öxlunum og allir voru svo glaðir og brosandi. Þetta er það stórkostlegasta sem ég hef upplifað um ævina. Einhugurinn sem maður fann og gleðin yfir öllu, opnar samkomur í öllum sölum og leikhúsum. Utvarp og sjónvarp komu svo með eftir 4-5 daga og það skipti miklu máli fyrir þróunina úti um land þangað sem blöðin berast seinna. Þeir sem voru í fararbroddi, Borgararáðið, hafa verið mjög snið- ,ugir og fengið margt gott fólk með sér, sérfræðinga í ýmsum efnum, j- verkfræðinga, hagfræðinga, ; stjómmálafræðinga, fjölmiðlafólk og fleiri. Þeir mótuðu strax ákveðn- iar'aðferðir, það var ekki strax ljóst, ien sést nú þegar litið er til baka. Þetta byggðist á því að ná sem mestu fljótt, koma- alltaf með ein- hveijar kröfur, sem fólki fannst verðugar, - og svo náðust þær fram daginn eftir. Kommúnistar vissu ekki sitt ijúkandi ráð. Síðan kom að því að viðræður komust á milli Adamec og Borgararáðsins, mynduð var ný stjórn með of mörg- um úr Kommúnistaflokknum, sem Borgararáðið gat ekki samþykkt, fólkið samþykkti yfirlýsingu á Vác- lavské-torgi, og síðan var mynduð önnur stjórn. Kommúnistaflökkur- inn aftur á móti kunni engar að- ferðir og allan tímann fylgdi fólkið fast á eftir. T.d. þegar viðræðumar voru við Adamec stóð mannfjöldinn úti fyrir og beið. - Síðan urðu breytingarnar á þinginu. Kommún- istar ætluðu að láta Husak vera forseta áfram þangað til kosning- amar hefðu farið fram í sumar, en það vildi fólkið ekki og loks neydd- ■ist hann líka til að segja af sér og þá þurfti að fá nýjan forseta. Ha- jvel var eðlilegt val, hann hefur ■verið aðaltalsmaður Borgararáðs- ins og er löngu orðinn persónugerv- ingur alls þess sem hefur verið að gerast. - Hvað tekur nú við? Hver eru mikilvægustu verkin framundan? - Auðvitað efnahagsmálin, þau skipta mestu máli fyrir flest fólk. Þar þarf að endurskipuleggja margt, það er allt í rúst. Það sem gefur samt vonir er að fólk langar að vinna núna og hefur trú á því, en undanfarin ár eða áratugi hefur fólk ekki haft nokkurn áhuga á framleiðslunni, enda allt svo illa skipulagt að fólki hefur fundist til- gangslaust að vera að skipta sér af því. Nú stendur líka til að Ieyfa allskonar einkarekstur, einkum í þjónustugreinunum, en þar má segja að allt hafi verið í molum, frá hótelum til skóviðgerða. - Þetta þýðir náttúrlega stór- kostlegt skipbrot kommúnismans eða sósíalismans eins og hann hef- ur verið framkvæmdur hér. - Já, hann er búinn að vera. Mér finnst samt svolítið sorglegt, að afskrifa 50 ára sögu svona á einu bretti, því þetta kostaði mörg líf og mikla baráttu og var gert í svo góðri trú upphaflega. - Þýða þessar breytingar, að hér verði nú blátt áfram kapítal- ismi? - Nei, það held ég ekki. Það verður einhverskonar sósíalismi, en spurningin er kannski hvað sósíal- ismi er. Það eina sem eftir stendur er að réttlæti ríki fyrir alla. En það er kannski það sem kapítalistar segja líka? Ætlunin er að hafa fijálsan markað, sinna lögmálum framboðs og eftirspurnar, leyfa einkarekstur, en halda þó félags- legri þjónustu. Atvinnuuppbygging þarf að haldast í hendur við um- hverfisvemd og það mun kosta talsvert. Mengun er hér gífurlegt vandamál. Það er þegar byijað að loka þeim verksmiðjum, sem eru mestu mengunarvaldamir. - Það er mikið talað um lýð- ræði og Borgararáðið segist vera lykillinn að lýðræði. Hvernig verður þetta lýðræði? - Ja, hvað er lýðræði? Ég veit ekki hvað fólk hefur skýrar hug- myndir um það. Það er held ég fyrst og fremst málfrelsi, sem fólk er að hugsa um núna, skoðana- frelsi, ritfrelsi, listafrelsi, allt þetta isem var svo takmarkað. Líka ferðaj frelsi. Að mega segja skoðanir isínar í vinnunni og hafa einhver áhrif á hvemig hún fer fram. - Áttu von á því að margir ’Tékkar f lytjist burt líkt og Austur- Þjóðveijar þegar ferðafrelsi er komið á? - Nei. Kannski einhveijir, en flestir vilja eiga hér heima, þótt þeir vilji heimsækja önnur lönd. Sjálfsagt fer nú líka að verða erf- itt að fá atvinnuleyfi í Vestur- Evrópu eða Bandaríkjunum og þá er það er bara Ástralía sem býðst. Unga fólkið vill vera og taka þátt í breytingunum. Stúdentarnir sem ég þekki hafa mikinn áhuga á að ferðast og skoða önnur lönd og koma með reynslu heim. - Hvemig sérðu framtíðina fyr- ir þér? - Persónulega er ég bæði svolít- ið kvíðin og hlakka til. Nú vilja stúdentamir óðir og uppvægir breyta skólanum, kennslukerfi, efnisvali og eiginlega öllu. En við kennaramir emm bara sömu manneskjur og áður, höfum ekki fleiri bækur en áður og ekki fleiri kennslustofur, svo þetta getur orð- ið erfitt. En við viljum gera allt sem í okkar valdi Stendur og það verður gaman að vinna með þessu unga fólki, sem hefur komið öllum á óvart. Áður vissu þau ekkert um pólitík, vildu ekkert um hana vita og vom óvirk í öllu. Síðan rísa þau upp og geta allt og gera það. Ég veit ekki hvaðan þeim kom kraftur- inn og kunnáttan. Þau voru svo dugleg og tilbúin að ræða hlutina, skipuleggja og framkvæma, og drífa okkur hin með. Þetta er það ótrúlegasta og stærsta sem gerð- ist, því þetta er fólkið sem tekur við og á framtíðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.