Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 6

Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 6
 6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 77 BREYTA, HREINSA TIL 06 FLEYGJA... Magdalena að störfum í höfuðstöðvum OF. MAGDALENA STANKOVÁ er 23 ára nemandi í íþróttakennslu og ensku við kennaradeild Karlsháskóla í Prag og ein þeirra mörgu stúdenta sem hefúr verið með í öllum aðgerðum og virk í Borgararáðinu frá upphafi. í höfuðstöðvum þess eru stúdentar meira og minna við störf og skipulagningu allan daginn og dæmigert fyrir vægast sagt afslappað andrúmsloftið, að þegar ég bað um að fá að tala við einhvern þar um þróunina, var náð í þann næsta sem gat talað ensku. Eg spurði Magdalenu hvernig þetta hefði allt getað gerst svona hratt. HÁVÖXTUNARFÉLAGIÐ HF. - AdaKundur - Aðalfundur í Hávöxtunarfélaginu hf. verður haldinn þriðjudaginn 30. janúar nk. kl. 16.15 á Hótel Loft- leiðum, salur; Höfði. Á dagskrá eru venjuleg aöalfundarstörf Að þeim loknum mun Friórik Sophusson, alþm. flytja erindi, sem hann nefnir: Þátttaka almennings í at- vinnurekstri Arsreikningur Hávöxtunarfélagsins hf. liggur frammi á skrifstofu Kaupþings hf. hluthöfum til sýnis. Stjóm Hávöxtunarfélagsins Irf. etta gerðist auðvitað ekki á augnablikinu og ekki heldur á einni viku, þótt þaú væri eins og allt færi af stað þegar stúdentarnir byijuðu. Það var margt sem okkur líkaði ekki, en það þorði enginn að segja neitt, maður var hræddur um að verða rekinn úr skólanum eða eitthvað enn verra. Þetta var frekar eins og eitthvað ólgaði undir og þegar atburðirnir fóru að gerast í löndunum kringum okkur, sérstaklega núna seinast í Austur-Þýskalandi, kom í ljós, að fólk hér var tilbúið. Það var eins og það hefði verið að bíða eftir ein- hvetju allan tímann, - og t.d. fólkið sem var með í Charta 77 var mjög f ljótt að nota tækifærið og koma inn í málin. - Það virðist samt hafa komið á óvart hve stúdentamir voru tilbúnir. Höfðuð þið haldið fundi eða rætt opið saman áður? - Varla neitt, og alls ekki opið, en ég held að við höfum verið nokk- uð meðvituð um möguleikana sem- fælust í breytingunum í löndunum í kring , að þetta væri eina tækifærið sem við hefðum og við yrðum að nota það. Auðvitað voru ekki allir stúdentar jafn framsæknir eða reiðubúnir að gera eitthvað, en margir reyndust vera það. - Þú hefur bara verið tveggja ára 1968. - Hafðir þú hugleitt það sem þá gerðist? - Nei, enda hafði það litla þýð- ingu fyrir okkur, fyrr en þá helst núna. Við sáum aldrei neitt skrifað um það, aldrei var minnst á það í skólanum né annars staðar opin- berlega, - og eldra fólkið talaði ekki mikið um það við okkur. Kannski var það of sárt eða því fannst það hvort sem er engu breyta fyrir okkur. Það gæti ekkert hjálpað okkur og því óþarfi að vera að íþyngja okkur með því. - Óllum finnst stúdentar hafa staðið sig svo ótrúlega vel, hafa verið svo klárir við að skipuleggja göngur og fundi og hafa samband við annað fólk. Hvar lærðuð þið þetta eiginlega? - Þetta bara kom. Þegar ráðist var á okkur eftir kertaljósagönguna á 50 ára alþjóðastúdentadaginn urð- um við svo reið að við fórum öll að tala saman, stærri og stærri hópar, og svo voru þetta orðnir fundir og það komu fram margar tillögur um hvernig við ættum að bregðast við og hvaða kröfur við ættum að gera. Þetta þróaðist í verkfall í háskólan- um og stórfundi á Václavské-torgi og allt í einu voru allir með okkur. Það var stórkostleg lífsreynsla þegar við vorum skyndilega farin að tala saman um hvað okkur fyndist skipta máli og við urðum svo hamingjusöm að finna hvað við vorum innilega sammála. - Hvað hefur helst komið þér á óvart í þróuninni frá 17. nóvember? - Að sumt fólk virðist ekki geta gert sér grein fyrir hvað er raun- verulega að gerast. Ekki hér í Prag, en sums staðar úti á landi, t.d. í mínum heimabæ. Maður gæti haldið að fólk heyrði aldrei í útvarpi. - Eftir 1968 varð margt fólk útlægt, rekið úr störfum eða meinað að gera það sem það vildi. Hvað verður nú um þá sem hafa ráðið að undanförnu? Ætlið þið að gjalda líku líkt? - Við í OF viljum gefa þeim tæki- færi til að vinna með okkur, hjálpa okkur að vinna saman öll. En þau verða að koma sjálf, við förum ekki til þeirra til að biðja þau að koma . . . / Styrkir til umhverfismála Landvernd mun á næstunni úthluta styrkjum úr Poka- sjóði Landverndar. 1. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfis- mála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, vernd- un, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rann- sókna. 2. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Styrkumsókninni þarf að fylgja verk- og fjárhagsáætlun. 3. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum mótframlag, sem getur falist í fjárframlögum, vélum, tækjum, efni eða vinnu. 4. Styrkþegar skuldþinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlut- unarárs. 5. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Landvernd- ar fyrir 15. febrúar 1990. Landvernd, Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík. - Þetta hefur verið spennandi tími, en nú er komið að vinnunni einsog forsetinn segir. Hver telur þú mikilvægustu verkefnin framund- an? - Að breyta, hreinsa og fleygja burt öllu því illa úr gamla kerfinu. Það er verið að breyta stjórnar- skránni, en fólk þarf að kynna sér hana og sannfærast um að nú mega allir segja og gera það sem þeir vilja. Að það er komið á lýðræði. Langmikilvægast er að breyta við- horfunum og venja fólk hér á að fara aftur að hugsa sjálfstætt, - það er orðið svo vant að gera það ekki. Ég vona að allur almenningur fari fljótt að finna að það er óhætt að leyfa sér að hugsa á lýðræðislegan hátt, - mig langar að fólk sannfær- ist um að framtíð okkar getur orðið betri en okkur gat áður dottið í hug. - Þið talið mikið um lýðræði. Gerir fólk hér sér grein fyrir hvað lýðræði er eftir öll þessi ár án þess? - Fólk er búið að venja sig á að þegja og það getur tekið sinn tíma að snúa því við- aftur. Við í OF lítum á það sem verkefni okkar að sann- færa þjóðina um að við þörfnumst öll hvert annars og að allir þurfa að nota meðákvörðunarrétt sinn. - Kvíðirðu ekki efnahagsástand- inu, atvinnuleysi í kjölfar breyting- anna eða offjárfestingu erlendra aðila einsog sumir hafa verið að ótt- ast? - Nei, ég er bjartsýn. Við þurfum að hjálpast að við að leysa mörg vandamál. Kannski verður efna- hagskreppa í fyrstu og við verðum að sætta okkur við að krefjast ekki of mikils strax. Við viljum, að hér verði félagslegur rekstur og einka- rekstur hlið við hlið, en helst innlend- ur atvinnurekstur. Umfram allt verður fólk að fá tækifæri til að vinna þetta upp og þjóðin verður að fá að finna út sjálf hvað er hættu- legt og hvað gott. Við verðum að fá að læra af eigin reynslu. - Hvað finnst þér persónulega best við það sem gerðist? - Mér finnst yndislegust þessi tilfinning að vera þátttakandi í að gera góða hluti með OF fyrir okkur öll, alla þjóðina. Fyrir okkur stúdent- ana er stórkostlegt að sjá fram á aðra þróun í framtíðinni og finnast það skipta máli að vera að læra og eiga eftir að nota það til gagns. Svo hlökkum við auðvitað til að fá tæki- færi til að fylgjast betur með hvað er að gerast annarsstaðar, hafa meiri lifandi samskipti við aðrar þjóðir og læra af þeim. & Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRIMSS0N & C0 Armstrong LOFTAPLEfTUR KORKoPtA*!- GÓLFFLÍSAR ^flBMAFLART EINANGRUN VINKLARÁTRÉ Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína XíT Laugavegi 3, sfmi 62 22 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.